Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 32
32 Kreppan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Þ
etta hefur liðið ótrúlega hratt,“ segir
Geir H. Haarde forsætisráðherra í
upphafi samtals um þá rúmu 100
daga sem liðnir eru frá setningu
neyðarlaganna. Það mikilvægasta í
upphafi þess tíma segir Geir vera að tekist hafi
að bjarga innlenda bankakerfinu.
,,Ef ekki hefði verið gripið til þessara neyð-
arlaga og ákveðinna ráðstafana í kjölfarið hefði
verið hætta á því að innlenda bankakerfið færi
sömu leið og aðrir hlutar bankanna. Sem betur
er hér núna starfhæft bankakerfi, að vísu ekki
eins öflugt og það þyrfti að vera, en markvisst
er unnið að því að það standi sig stöðugt betur í
því að þjóna einstaklingum og fyrirtækjum,“
segir Geir og heldur áfram. „Síðan höfum við
glímt við hinar þjóðhagslegu afleiðingar af
þessu mikla hruni. Áhrifin eru bæði innlend og
erlend. Það er gríðarleg efnahagskreppa í lönd-
unum í kringum okkur þó að það komi ekki allt-
af fram í umræðum hér og fréttum. Mörg lönd
eru að glíma við svipuð vandamál og við þó að
þau séu hlutfallslega af annarri stærðargráðu.
Við náðum fljótlega samstarfi við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn sem reynist okkur mjög mik-
ilvægt. Nú eru nokkur Evrópusambandsríki
komin í slíkt samstarf líka en það er mikilvægt
að hafa verið snemma á ferðinni í því ferli. Ég
tel að við höfum komið okkar málum að því leyti
í var, höfum tryggt okkur lánafyrirgreiðslu og
tæknilega aðstoð við að hrinda í framkvæmd
þeirri efnahagsáætlun sem er í gangi milli okk-
ar og sjóðsins. Þetta var mjög mikilvægt.“
Geir segir það sömuleiðis hafa skipt miklu að
hafa náð að klára fjárlagafrumvarpið, fjár-
aukalagafrumvarpið og lög um ráðstafanir í
ríkisfjármálum fyrir jólin. Með þessum aðgerð-
um og öðrum sé búið að ljúka fyrsta fasa þess
verkefnis að kljást við afleiðingar bankahruns-
ins. Grípur Geir því næst til myndlíkingar.
„Þegar þrjár stórar byggingar falla til jarðar
gýs upp mikill reykmökkur sem menn sjá ekki
út úr fyrst í stað. Þegar rykið sest og reykurinn
hverfur fá menn betri yfirsýn. Ég tel að við
séum fyrir nokkru komin inn í það ástand.
Framundan er þá annar fasi sem er að byggja
upp og endurreisa.“
Mistökin áreiðanlega einhver
Forsætisráðherra segir að þjóðarbúið hafi
orðið fyrir miklu áfalli. Þó ekki stærra en svo að
þjóðartekjurnar minnka um það sem nemur
hagvexti síðustu þriggja ára. Hægt sé að ná því
til baka nokkuð hratt ef vel spilast úr málum.
„Á meðan við erum að glíma við mestu erf-
iðleikana er ljóst að áhrifin eru mikil á venju-
legt fólk og fyrirtækin í landinu. Við sjáum nú
meiri uppsagnir og atvinnuleysi en við eigum að
venjast og aðrir neikvæðir þættir hafa slæm
áhrif á afkomu í fyrirtækjarekstri. Ýmislegt
annað er mun jákvæðara og við gerum okkur
vonir um að verðbólga gangi hratt niður sem og
vextirnir og þá muni starfsumhverfi bæði fyr-
irtækja og einstaklinga batna til muna. Það er
afar mikilvægt að við gerum allt sem við getum
til að sem fæstir lendi á atvinnuleysisskrá og
tryggja að þeir verði þar sem styst hver um
sig.“
Eitt og annað er því að baki, segir forsætis-
ráðherra. Búið sé að leggja grunn að ákveðinni
uppbyggingu en mjög margt sé eftir. Geir segir
stjórnvöld án efa hafa gert ýmis mistök frá því
neyðarlögin voru sett fyrir hundrað dögum en
telur engin þeirra hafa verið stóralvarleg. Hafa
verði í huga að stjórnkerfið hafi aldrei áður
staðið frammi fyrir sambærilegu verkefni.
„Okkur hefur tekist að leysa vandamálin eitt
af öðru en erfiðast er hvað þetta hefur verið
margþætt. Við höfum þurft að glíma við mörg
vandamál samtímis. Núna eru þessi mál varð-
andi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hina þjóð-
hagslegu stöðu í ákveðnum farvegi. Síðan eru
skilanefndirnar að störfum við að gera upp
gömlu bankana en vitað er að það mun taka
mjög langan tíma. Eitt helsta verkefni nefnd-
anna er að tryggja samstarf við skuldareig-
endur og um leið er verið að byggja upp nýju
bankana sem ný fyrirtæki.“
Icesave-deilan „ömurleg“
Deilan um Icesave-reikningana hefur senni-
lega valdið stjórnvöldum hvað mestum vanda á
síðustu mánuðum. Sem kunnugt er brugðust
bresk yfirvöld afar harkalega við stöðunni og
bæði stjórnvöld og bankarnir hafa íhugað mál á
hendur Bretum. Gamla Kaupþing hefur ákveð-
ið að höfða mál vegna aðgerða breska fjármála-
eftirlitsins gagnvart Kaupthing Singer &
Friedlander en lögfróðir menn ráðlögðu stjórn-
völdum að fara ekki svo langt vegna beitingar
ákvæða hryðjuverkalaga gegn íslenskum hags-
munum. Geir segir þá niðurstöðu hafa verið
vonbrigði en ríkið sé að skoða hvaða aðra
möguleika það hefur. Samningar í Icesave-
deilunni hafa enn ekki verið frágengnir.
„Við þurfum að gæta hagsmuna Íslands en
það liggur fyrir að við erum króuð af í þeim efn-
um og eigum okkur ekki bandamenn meðal
annarra þjóða um túlkun á þeim evrópsku
reglum sem við höfum undirgengist. Það virðist
vera breið samstaða um það meðal Evr-
ópuþjóða, m.a. á Norðurlöndum, að þetta mál
verði að klára,“ segir Geir og vonast til að
samningar takist. Greinilegt er á honum að Ice-
save-deilan er farin að reyna á þolrifin.
„Þetta er eitthvert ömurlegasta mál sem við
stjórnmálamenn höfum fengið í fangið og er
ekki búið til með pólitískum ákvörðunum. Ice-
save verður til úti á markaðnum en það fellur í
hlut ríkisins að leysa málið. Aðalatriðið er að
búa þannig um hnútana að eignir Landsbank-
ans geti dekkað þennan kostnað. Um það er
mikil óvissa og getur tekið nokkur ár að komast
til botns í því, eftir því sem tekst að selja eignir
bankans fyrir sannvirði. Þess vegna er mik-
ilvægt að við semjum um að fyrstu árin verði
afborganalaus. Við þessar aðstæður er mik-
ilvægt að vera ekki knúinn til að selja eignir
bankans. Verkefni skilanefndanna er að fá eins
mikil verðmæti út úr gömlu bönkunum og
nokkur kostur er,“ segir Geir. Aðgerðaáætlun
ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að ferli vaxta-
Betri yfirsýn þegar
GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA SEGIR
AÐ TEKIST HAFI AÐ KOMA ÍSLANDI Í VAR EN ERF-
IÐIR TÍMAR SÉU FRAMUNDAN SEGIR ICESAVE-
DEILUNA EITT HIÐ „ÖMURLEGASTA MÁL“ SEM
STJÓRNMÁLAMENN HAFI FENGIÐ Í HENDUR
Hundrað dagar Mikið hefur mætt á Geir H. Haarde fors
Morgunblaðið/Kristinn
24. október Paul Thomsen (t.h.) kynnir að-
gerðaáætlun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, IMF.
Morgunblaðið/Kristinn
28. október Davíð Oddsson seðlabankastjóri
kynnir hækkun stýrivaxta úr 12% upp í 18%.
Morgunblaðið/Ómar
9. nóvember Fáni Bónuss dreginn að húni á
Alþingishúsinu. Fánamaðurinn var gómaður.
Morgunblaðið/Ómar
14. nóvember Geir og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir kynna efnahagsáætlun stjórnvalda.
Morgunblaðið/RAX
18. nóvember Mótmælin héldu áfram á Aust-
urvelli að frumkvæði Harðar Torfasonar.
Morgunblaðið/Golli
24. nóvember Flestir ráðherrar létu sjá sig á
fjölsóttum borgarafundi í Háskólabíói.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
1. desember Hörð mótmæli í anddyri Seðla-
bankans þar sem hrópað var: Davíð burt!
línum um hvaða fjármagn verður hægt að fá,
hvaða fyrirtækjum verður haldið á floti og
hvernig tekið verður á fjármálum heimilanna.
Sóknarfæri í útflutningi
„Síðan er margt sem Íslendingar ráða í raun-
inni ekki við. Það ríkir alþjóðleg fjármálakreppa
og hún gæti haft veruleg áhrif hér á landi, og því
miður til hins verra, ofan á allt sem þegar hefur
gerst. Ef útflutningsatvinnuvegirnir lenda í
vandræðum torveldar það og seinkar allri upp-
byggingu hér á landi. Við höfum helst sókn-
arfæri í útflutningi þar sem innlend eftirspurn
dregst verulega saman, og verður í raun að gera
það. Við ættum að hafa þessi sóknarfæri vegna
falls á genginu. En það er óvissa um hvernig ára
mun á útflutningsmörkuðum.“
Töluverð verðlækkun hefur orðið á áli og fiski
en á móti bendir Gylfi á að verð á innfluttum
vörum eins og olíu og bensíni hafi lækkað.
Óvissan sé engu að síðar til staðar, ekki síst
hvernig hægt verður að fjármagna útflutning.
Kaupendur erlendis séu einnig í fjárþröng.
Gylfi telur jafnframt nauðsynlegt að vinna
Gylfi nefnir nokkur mál sem eru óleyst á
þessum tíma síðan neyðarlögin voru sett. Lítið
sé búið að gera í þeirri staðreynd að stór hluti
fyrirtækja landsins sé með mjög slæma lausa-
fjárstöðu og jafnvel neikvæða eiginfjárstöðu.
Hið sama megi segja um fjölmörg heimili.
Stjórnvöld hafa þurft að glíma við hvern
vandann á fætur öðrum og ekki séð mikið til sól-
ar. Gylfi telur það geta verið gilda afsökun fyrir
því að hafa ekki náð að leysa öll mál.
„Fljótlega þarf að koma með einhverja trú-
verðuga áætlun um hvernig eigi að bregðast við,
þannig að þeir sem eru í vandræðum sjái hvað
er framundan og geti unnið úr sínum málum í
samræmi við það. Þegar svona mörg fyrirtæki
eru í vandræðum þá þorir í raun enginn að gera
neitt. Allir eru að hugsa um að halda sér á floti
og taka enga áhættu. Við þær aðstæður verður
ekki mikil uppbygging. Stofnun nýrra fyr-
irtækja er eitt af því sem þarf að gerast til að
allt það fólk sem missir vinnuna út af gjald-
þrotum og samdrætti geti fengið vinnu aftur.“
Til að atvinnuleysi verði ekki til langs tíma
kallar Gylfi eftir frekari aðgerðum og skýrum
G
ylfi Magnússon, dósent í hag-
fræði við Háskóla Íslands, var
meðal þeirra sem vöruðu við
hruni bankanna. Hann segir
nokkur atriði standa upp úr í því
sem búið sé að gera. Í fyrsta lagi stofnun nýrra
banka á rústum þeirra gömlu. Bráðnauðsynlegt
hafi verið að halda greiðslumiðlun og lágmarks-
bankaþjónustu gangandi en nýju bankarnir séu
reyndar ekki mjög burðugir. Í öðru lagi nefnir
hann stuðning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
samninga sem gerðir voru við erlenda seðla-
banka í tengslum við aðkomu sjóðsins. Það hafi
verið mikilvægt og bráðnauðsynlegt skref.
„Það er búið að berja saman einhver fjárlög
fyrir þetta ár, sem eru líklega eins þokkaleg og
hægt er að óska eftir. Hallinn á ríkissjóði er
mikill en það hefði gert dýfuna enn skarpari ef
reynt hefði verið að skila hallaminni eða jafnvel
hallalausum fjárlögum. Þó er ljóst að enn á eftir
að ganga mikið á í ríkisfjármálum á næstu ár-
um, bæði vegna þess að koma þarf rekstrinum
nálægt núllinu á 2-3 árum og síðan eru óhemju
skuldir sem greiða þarf af.“
Skipta út þeim sem sig
GYLFI MAGNÚSSON, DÓSENT Í HAGFRÆÐI, SEGIR FLEIRI SLÆMAR
FRÉTTIR FRAMUNDAN LITLAR LÍKUR SÉU ÞÓ Á ÖÐRU BANKAHRUNI