Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 38
38 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
EINS og fram hef-
ur komið í umfjöllun
fjölmiðla að und-
anförnu hafa lífeyr-
issjóðir beitt gjald-
miðlavarnarsamn-
ingum við stýringu
eigna sinna. Meg-
inástæða þess er sú
að skuldbindingar líf-
eyrissjóðanna gagn-
vart sjóðfélögum sínum eru í ís-
lenskum krónum en hluti eigna
þeirra er í erlendum gjaldmiðlum.
Ef gengisvörnum er ekki beitt
getur það leitt til ýktari sveiflna í
ávöxtun og þannig gert lífeyr-
issjóðunum erfiðar um vik að
greiða sjóðfélögum sínum þann líf-
eyri sem þeir vænta. Undanfarið
hefur nokkur umræða skapast um
þessa samninga, m.a. í tengslum
við viðræður lífeyrissjóðanna við
skilanefndir um uppgjör samning-
anna.
Þótt gjaldmiðlasamningar séu
aðeins einn hluti af því heildar-
uppgjöri sem nú fer fram eftir fall
bankanna skiptir uppgjör þeirra
máli fyrir afkomu og stöðu lífeyr-
issjóðanna. Sumt af því sem fram
hefur komið í umræðunni um þessi
mál virðist byggt á nokkrum mis-
skilningi.
Því er hér bent á nokkrar stað-
reyndir um hvernig þessir samn-
ingar eru til komnir og hvert hefur
verið markmið lífeyrissjóðanna
með gerð þeirra.
Um árabil hafa ís-
lenskir lífeyrissjóðir
fjárfest hluta af eign-
um sínum erlendis.
Það er gert til þess að
dreifa áhættu þar sem
íslenskt hagkerfi er
fremur smátt í sam-
anburði við stærð
eignasafna lífeyr-
issjóðanna. Almenn
sátt hefur ríkt um er-
lendar fjárfestingar
lífeyrissjóðanna og
reynslan hefur sýnt að
þær eru til hagsbóta fyrir sjóð-
félaga, ekki síst í ljósi þess efna-
hagsáfalls sem dunið hefur yfir Ís-
land. Það hefur verið mat
stjórnenda og stjórna lífeyrissjóða
að erlendar fjárfestingar séu
skynsamlegar sem hluti af eigna-
stýringu sjóðanna þótt þeim fylgi
gengisáhætta þar sem skuldbind-
ingar sjóðanna eru í íslenskum
krónum.
Gengisáhættan felst í því að ef
krónan styrkist þá rýrnar verð-
mæti erlendra eigna lífeyrissjóð-
anna í krónum talið þar sem færri
krónur fást fyrir hverja einingu
erlendrar myntar, t.d. dollars. Að
sama skapi eykst verðmæti er-
lendra eigna ef krónan veikist þar
sem þá fást fleiri krónur fyrir
hvern dollar, þ.e hver dollar er
dýrari í íslenskum krónum.
Til frekari skýringar má nefna
að ef fjárfest er í bandarísku fyr-
irtæki fyrir dollara og sú fjárfest-
ing gefur góða ávöxtun vegna
hækkunar á hlutabréfaverði getur
sú ávöxtun farið fyrir lítið í bókum
lífeyrissjóðsins ef krónan styrkist
á sama tíma gagnvart dollar. Með
gjaldmiðlaskiptasamningum er
dregið úr hættu á slíku.
Draga úr sveiflum af völdum
gengisbreytinga
Frá árinu 2001 hefur færst í
vöxt að lífeyrissjóðir reyni að
koma í veg fyrir sveiflur í ávöxtun
vegna gengisbreytinga og skiptir
þá ekki máli hvort rætt er um
styrkingu eða veikingu krón-
unnar. Slík áhættustýring er vel
þekkt erlendis og tók að ryðja sér
til rúms upp úr 1990 og hér á
landi í upphafi þessa áratugar.
Það er villandi að tala um að líf-
eyrissjóðir hafi tekið stöðu með
krónunni og „veðjað“ á að hún
myndi styrkjast þar sem ekki er
hægt að aðskilja erlendu eignirnar
og gjaldmiðlaskiptasamningana.
Ennfremur er í þessu samhengi
beinlínis rangt að halda því fram
að íslenskir lífeyrissjóðir hafi
stundað spákaupmennsku með
gjaldmiðilinn, þvert á móti hafa
þeir stuðlað að sveiflujöfnun á inn-
lendum gjaldeyrismarkaði, öfugt
við spákaupmennsku sem stuðlar
að ýktum sveiflum á gjaldeyr-
ismarkaði.
Hrafn Magnússon
skrifar um lífeyr-
issjóði
Hrafn Magnússon
» Almenn sátt hefur
ríkt um erlendar
fjárfestingar lífeyr-
issjóðanna...
Um gjaldmiðlavarnarsamn-
inga íslenskra lífeyrissjóða
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyrissjóða.
Reykjavík
Sími 588 9090 • Síðumúla 21
108 Reykjavík
www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Fossvogur - á tveimur hæðum
Glæsilegt 218,8 fm raðhús
í sérflokki neðan götu í
Fossvoginum. Húsið er á
tveimur hæðum og nánast
allt endurnýjað. Loft á efri
hæðinni er nýtt og með
innfelldri lýsingu. Allar
innréttingar eru sér-
smíðaðar og vinnuborð úr
graníti. Á gólfum er hlynur
eða mustangflísar. Allar
hurðir eru nýjar. Eldhús er
nýtt sem og baðherbergi.
Þakjárn og rennur voru endurnýjaðar síðasta sumar. Garðurinn er
nýlega standsettur m. eyju og heitum potti o.fl. Hiti er í stétt fyrir
framan húsið. V. 75,0 m. 4429
Til leigu heil hæð í Skipholti með fallegu útsýni að Esjunni. Frábær staðsetning mið-
svæðis í Reykjavík með nægum (Ath! vsk. laust húsnæði) bílastæðum og góðum um-
ferðatengingum í allar áttir. Húsnæðið er fullinnréttað og nýtist sem ein heild 650 m², en
einnig er auðvelt að skipta því í 390 m², 202 m², 58 m² einingar, eða einhverja blöndu af
þeim. Tölvuskápur á staðnum og tölvulagnir í stokkum. Ljósleiðari er inn í húsið. Dúkur á
gólfum. Niðurtekin loft að hluta. Svalir. Aðgangsstýrð sameign. Teikningar á skrifstofu.
Til leigu og laust til afhendingar
650 m² mjög snyrtilegt skrifstofu-
húsnæði á 3. hæð í lyftuhúsi
Sími: 511-2900
L E I G U M I Ð L U N
Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur 896-0747.
Skrifstofa okkar á
Suðurlandsbraut 20
er opin alla virka daga
frá kl. 9-17
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali
Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali, Ásmundur Skeggjason, lögg. fasteignasali
Sími: 533 6050 www.hofdi.is
Ný, fullbúin glæsileg 159,5 fm penthouse-íbúð á 10. hæð ásamt tveimur
stæðum í bílageymslu og 84 fm svölum á frábærum útsýnisstað í Foss-
vogsdalnum. Stofa, borðstofa, sjónvarpshol, eldhús, tvö svefnherbergi,
baðherbergi, gestasnyrting og þvottahús. Parket og flísar á gólfum. Fal-
legar innréttingar. Laus strax.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Höfða í síma 533-6050
eða gustaf@hofdi.is, 895-7205.
OPIÐ HÚS í dag frá kl. 13-14
TIL LEIGU, ALLT AÐ 5 ÁRA:
Penthouse-íbúð, Lundur 3, Kópavogi
Tæplega 250 fm fullbúið endaraðhús á tveimur hæðum ásamt inn-
byggðum bílskúr á frábærum útsýnisstað í Kópavogsdalnum. Fjögur
svefnherbergi. Parket og flísar á gólfum. Fallegar innréttingar. Garður í
góðri rækt ásamt fallegum veröndum. Stórar grill-svalir í suður. Aðkom-
an er góð og næg bílastæði. Laus strax.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Höfða í síma 533-6050
eða gustaf@hofdi.is, 895-7205.
OPIÐ HÚS í dag frá kl. 14-15
TIL LEIGU/SÖLU:
Raðhús, Blikahjalli 6, Kópavogi
FULLYRÐINGAR
sem komið hafa fram í
fjölmiðlum um að Ex-
ista hafi veðjað gegn ís-
lensku krónunni eiga
ekki við rök að styðjast.
Staðreyndin er sú að
Exista dró úr gjaldeyr-
issamningum sínum á
árinu 2008 og var það
fyrirtækinu ekki í hag að krónan
veiktist. Eins og lesa má úr reikn-
ingum Exista á árinu 2008 olli veiking
krónunnar fyrirtækinu fjárhagslegum
skaða, þótt varnir hafi dregið úr því
tjóni.
Spákaupmennska eða varnir
Að undanförnu hefur nokkur um-
ræða verið í þjóðfélaginu um óupp-
gerða gjaldeyrissamninga í íslenskum
bönkum. Gjaldeyrissamningar og
gengisvarnir eru í grunninn einföld
fyrirbæri og algeng í viðskiptum. Í
umræðu undanfarið virðist hins vegar
sem nokkurs ruglings gæti um gjald-
eyrissamninga og tilgang þeirra. Mik-
ilvægt er að þeir sem vilja fylgjast
með þessari umræðu átti sig á hvers
vegna fyrirtæki gera samninga um
gengisvarnir og hvert markmið þeirra
er.
Gjaldeyrissamningar eru í grófum
dráttum notaðir í tvenns konar til-
gangi. Annars vegar til spákaup-
mennsku þar sem spákaupmaður
veðjar t.d. á að lækkun tiltekinnar
myntar skili honum hagnaði þegar
samningurinn er gerður
upp. Spákaupmaðurinn
vonast því til að myntin
lækki í verði þannig að
samningurinn skili hon-
um ávinningi. Hann tap-
ar aftur á móti á hækk-
andi gengi.
Hins vegar eru gjald-
eyrissamningar þó lík-
lega oftast notaðir til
þess að draga úr geng-
isáhættu í rekstri,
þ.e.a.s. við gengisvarnir.
Í þeim tilvikum nota fyrirtæki gjald-
eyrissamninga til þess að minnka tjón
vegna gengisþróunar tiltekinnar
myntar. Slíkar gengisvarnir hafa
sama tilgang og tryggingar, þ.e. að
minnka tap en ekki að skapa ávinning.
Fyrirtæki getur því minnkað tap sitt
vegna gengislækkunar með því að
gera gjaldeyrissamning. Lykilatriði í
þessu sambandi er að fyrirtækið hefur
ekki hag af því að gengið lækki og
gengisvörnin skili hagnaði. Fyrirtækið
tapar eftir sem áður en samningur um
gengisvarnir dregur hins vegar úr því
tapi. Ólíkt spákaupmanninum kemur
það fyrirtækinu best ef gengið hækk-
ar.
Einföld mynd gjaldeyrissamninga
er sú að fyrirtæki og banki semja um
að skiptast á fyrirfram ákveðnum fjár-
hæðum í krónum og erlendum gjald-
eyri eftir tiltekinn tíma. Við uppgjör
samningsins greiðir t.d. fyrirtækið
krónur og bankinn greiðir því gjald-
eyri á móti. Við núverandi aðstæður á
Íslandi hefur skapast það vandamál að
bankarnir hafa ekki getað staðið við
sinn hluta samninga um greiðslur í er-
lendum gjaldeyri.
Sérstaða Exista
Mikilvægt er að hafa í huga sér-
stöðu Exista meðal íslenskra fyr-
irtækja. Bókfært eigið fé Exista var
fyrir bankahrunið 2 milljarðar evra
(um 340 milljarðar króna). Það gefur
augaleið að varnir fyrirtækis af þeirri
stærðargráðu geta numið umtals-
verðum fjárhæðum.
Frá ársbyrjun 2007 hefur Exista
fært reikninga sína í evrum, enda hafa
eignir félagsins verið að meirihluta er-
lendar. Frá þeim tíma hefur fyr-
irtækið varið eigið fé sitt fyrir sveiflum
í öðrum gjaldmiðlum gagnvart evru,
m.a. í íslensku krónunni enda hlutir fé-
lagsins í Kaupþingi, Bakkavör og fleiri
félögum skráðir í krónum. Ef hlutir
þessara félaga hefðu hins vegar verið
skráðir í evrum hefði ekki verið þörf á
slíkum gengisvörnum. Bæði Kaupþing
og Bakkavör höfðu um alllangt skeið
unnið að því að fá hlutabréf sín skráð í
annarri mynt en krónu en þau mál
fengu ekki afgreiðslu í tæka tíð.
Varnir á eigið fé er mikilvægur
þáttur í rekstri fjármálafyrirtækis
eins og Exista. Fyrirtækjum ber að
verja fjárhagslegar undirstöður sínar
og draga úr áhættu í rekstri og gæta
þannig hagsmuna hluthafa og lánveit-
enda. Hefði Exista kosið að gera það
ekki, þá fyrst mætti halda fram að fé-
lagið stundaði veðmál um geng-
isþróun. Exista hefur gert samninga
um gengisvarnir við alla stærstu við-
skiptabankana og hefur kostnaður
vegna þóknana og vaxtamunar í þeim
samningum verið umtalsverður und-
anfarin tvö ár.
Að lokum skal það ítrekað að Exista
dró verulega úr gjaldeyrissamningum
sínum á árinu 2008 sem hefði átt að
leiða til styrkingar krónunnar fremur
en veikingar. Það stenst því engan
veginn að gengisvarnir Exista hafi átt
þátt í því að íslenska krónan féll eftir
því sem leið á árið 2008. Önnur öfl hafa
ráðið því.
Sigurður Valtýsson
segir að Exista hafi
ekki veðjað gegn ís-
lensku krónunni
»Exista dró verulega
úr gjaldeyrissamn-
ingum á árinu 2008 sem
hefði átt að leiða til
styrkingar krónunnar.
Sigurður Valtýsson
Höfundur er forstjóri Exista.
Exista hafði hag
af sterkri krónu