Morgunblaðið - 18.01.2009, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 18.01.2009, Qupperneq 45
45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 GÓÐ þátttaka var að vanda í ára- mótagetraunum Morgunblaðs- ins, en sýnu mest þó í barna- getrauninni og forn- sagnagetrauninni. Gefnir voru upp fjórir svarmögu- leikar með hverri spurn- ingu - a), b), c) og d) og hér koma bókstafirnir með réttu svörunum við hverri spurningu. Fornsagnagetraun 1. b 2. c 3. d 4. a 5. d 6. c 7. b 8. b 9. c 10. a Fullorðinsgetraun 1. c 2. b 3. d 4. c 5. d 6. d 7. a 8. d 9. a 10. c 11. d 12. d 13. b 14. a 15. b 16. a 17. d 18. d 19. a 20. a 21. a 22. b 23. c 24. b 25. c 26. a 27. d 28. d 29. d 30. d 31. b 32. b 33. b 34. c 35. c 36. c 37. b 38. d 39. d 40. c 41. d 42. c 43. c 44. c Unglingagetraun 1. c 2. b 3. c 4. c 5. d 6. b 7. a 8. c 9. d 10. d 11. c 12. b 13. a 14. b 15. d 16. b 17. d 18. d 19. a 20. b 21. b 22. a 23. a 24. c 25. c 26. c 27. d 28. b 29. c 30. c 31. b 32. d 33. d 34. b 35. c 36. d 37. b 38. d 39. c 40. b Barnagetraun 1. a 2. c 3. b 4. a 5. d 6. b 7. d 8. d 9. a 10.c 11.c 12.b 13.c 14.b 15.a Verðlaunahafar Í fornsagnagetrauninni var dregið úr réttum svörum. Þorkell Björnsson, Lyngholti 8, 640 Húsavík, hlýtur Ofsa eftir Einar Kárason. Kristrún G. Jóns- dóttir, Furgrund 20, 300 Akranesi, fær Rökkurbýsnir eftir Sjón. Erla Ásmundsdóttir, Melateig 41 - 201, 600 Akureyri hlýtur Amtmanninn á einbúasetrinu eftir Kristmund Bjarnason. Í fullorðinsgetrauninni voru tveir með rétt svör við öllum spurning- unum. Myrká eftir Arnald Indr- iðason kemur í hlut Mána Laxdals, Valdasteinsstöðum, 500 Stað, og Vetrarsól eftir Auði Jónsdóttur í hlut Áslaugar Ólafsdóttur, Valda- steinsstöðum, 500 Stað sem reyndar var einnig meðal sigurvegara í fyrra. Dregið var á milli þeirra sem voru með eitt rangt svar og kemur Hvert orð er atvik eftir Þorstein frá Hamri í hlut Guðmundar Guðmundssonar, Hringbraut 65, 107 Reykjavík. Í unglingagetrauninni voru einnig tveir með rétt svör við öllum spurn- ingunum.Garðurinn eftir Gerði Kristnýju kemur í hlut T. Elíasar Jónssonar, Eskihlíð 31, 105 Reykja- vík. Svart og hvítt eftir Jónínu Leós- dóttur fær Auður Hermannsdóttir, Ásvegi 2, 760 Breiðdalsvík. Dregið var um þriðju bókina milli þeirra sem voru með einungis eina villu og kemur bókin Ljósaskipti eftir Steph- enine Meyer í hlut Jóhanns P. Harð- arsonar, Lyngrima 3, 112 Reykjavík. Í barnagetrauninni var dregið á milli þeirra sem voru með öll svörin rétt. Bara gaman eftir Guðrúnu Helga- dóttur fær Ásthildur Ómarsdóttir, 8 ára, Gilstúni 32, 550 Sauðárkróki. Halla Margrét Jónsdóttir, 9 ára, Vesturgötu 105, 300 Akranesi, hlýt- ur Pétur og úlfinn og Kristinn Þór Gautason, 7 ára, fær Hver er flott- astur? eftir Mario Ramos. Af einstökum álitamálum ber að nefna að í unglingaspurningunum svörðuðu margir því að nýjasta mynd Guy Ritchie væri Sherlock Holmes þar sem RocknRolla er rétta svarið - hin er enn í tökum, hefur ekki verið frumsýnd og er því enn ekki orðin nýjasta myndin. Þá gætti ónákvæmni í 36. spurningu í ung- lingagetrauninni um að Pétur Ey- þórsson hefði unnið á öllum ein- staklingsmótum í glímu á síðasta ári – en ekki þó í keppninni um glímu- kóng Íslands þar sem Pétur Þór Gunnarsson varð hlutskarpastur. Flestir nefndu þó Pétur Eyþórsson sem telst rétt svar. Verðlaunahafar geta vitjað bóka sinna í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 1 eða haft samband með óskum um að fá þær sendar í pósti. Svör við áramóta- getraunum Krossgátu- verðlaun Vinn- ingshafi krossgátunnar sem birtist 24. desember, að- fangadag, er Sigríður Poulsen, Reykási 25, 110 Reykjavík. Hún hlýtur í verð- laun bókina Kuð- ungakrabbarnir eftir Anne B. Ragde. Mál og menning gefur út. Margar ljúfustu bernskuminningar mínar eru tengdar þeim hjónum Krist- björgu Jakobsdóttur og Jóni Finnssyni, móðurbróður mínum. Mikil vinátta var með þeim og foreldrum mínum, Þuríði og Snorra Hallgrímssyni, og voru þau órjúfanlegur hluti af fjölskyldu okk- ar. Kristbjörg og Jón voru alltaf hjá okkur á Ásvallagötu 26 um jól og ára- mót. Það var ætíð mikil tilhlökkun hjá okkur systkinunum fimm og eng- in hátíð byrjaði fyrr en þau voru komin. Raunar leið varla sú helgi að við hittum þau ekki. Fyrir hálfri öld eða svo var gjarnan farið í heimsókn- ir á sunnudögum og lá þá leiðin oftar en ekki suður í Hafnarfjörð til þeirra hjóna á Sunnuveginn nema þau litu inn á Ásvallagötunni. Svo kom hún Kristín þeirra í heim- inn, mikill gleðigjafi og bættist í stóra hópinn á Ásvallagötunni og varð jafn ómissandi hluti af tilveru okkar og foreldrar hennar. Það var verra þegar hún stálpaðist og vildi frekar vera heima í Hafnarfirði á gamlárskvöld en hjá okkur í Reykja- vík! Við systkinin vorum ekki sátt við svona breytingar á högum okkar og fannst lítið varið í gamlárskvöld án þeirra. Við systkinin vorum öll orðin stálpuð, áður en hún Kristín kom inn í líf þeirra Kristbjargar og Jóns. Þeg- ar við vorum lítil var Kristbjörg því vinsæl barnfóstra og var það ósjald- an að hún gætti einhvers okkar um lengri eða skemmri tíma. Við áttum í henni hvert bein – hún var óþreyt- andi við að lesa fyrir okkur, segja okkur sögur og spila við okkur og mér kenndi hún að prjóna og hekla. Kristbjörg bar hag okkar systkina alltaf fyrir brjósti og fylgdist með okkur og fjölskyldum okkar bæði hér heima og erlendis. Milli Kristbjargar og Þuríðar, móður okkar, var einstök vinátta og leið varla sá dagur að þær töluðu ekki saman. Árið 1980 varð ég Hafnfirðingur fyrir tilstilli Kristbjargar. Hún út- vegaði okkur hjónum íbúð í næsta nágrenni við sig á Sunnuveginum. Hún tók litlu strákunum mínum opn- um örmum og studdi okkur í blíðu og stríðu. Hún var alltaf til staðar, reiðubúin að hjálpa og leiðbeina og síðast en ekki síst að passa drengina. Við tókum meðal annars upp þann sið að gera slátur saman í kjallaran- um á Sunnuvegi 9. Það var mikið fjör Kristbjörg Jakobsdóttir ✝ Kristbjörg Jak-obsdóttir fæddist í Lundi á Akureyri 16. maí 1926. Hún and- aðist á Landspítala í Fossvogi 5. janúar síðastliðinn og var út- för hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 14. janúar. og ómissandi atburður árum saman. Þessi tengsl héldust óslitið þótt við flyttum hingað og þangað í Hafnarfirði eftir því sem fjölskyldan stækkaði. Síðustu ár hefur Kristbjörg átt við heilsuleysi að stríða. Kristbjörg og Jón höfðu alltaf verið ákaf- lega samhent og kom það berlega í ljós í veikindum Kristbjarg- ar sem þau tókust á við í sameiningu. Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með Jóni frænda annast hana heima á Sunnuveginum. Nú þegar leiðir skilur vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar og okkar systkinanna af Ásvallagötunni þakka Kristbjörgu fyrir órjúfanlega sam- fylgd alla ævi okkar, fyrir aðstoð hennar og hjálpsemi alla og ekki síst fyrir vináttu hennar og umhyggju. Blessuð sé minning Kristbjargar Jakobsdóttur. Auður Snorradóttir. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna við fráfall Kristbjargar Jakobsdóttur. Við systkinin minnumst þess hversu ljúft var að heimsækja Jón frænda og Kristbjörgu á Sunnuveg- inn; þar uxu kökur í frystikistunni og oftar en ekki fengum við að fara í Kastalann til að kaupa kók og annað gotterí. En þó að veitingarnar hafi verið höfðinglegar þá er það fé- lagsskapurinn og samræðurnar sem standa upp úr í minningunni. Krist- björg fylgdist vel með öllum í fjöl- skyldunni og vissi alltaf upp á hár hvað allir voru að gera. Hún var einn- ig hafsjór upplýsinga þegar kom að ættfræði og hafði gaman af að ræða menn og málefni. Þó að heilsu hennar hafi hrakað síðustu fimm árin voru þau Jón alltaf mætt í fjölskyldusam- kvæmi, tóku þátt af heilum hug og glöddu alla með nærveru sinni. Kristbjörg var einstaklega ljúf kona, kurteis, alltaf vel til höfð og gaf af sér endalausa væntumþykju til allra í kringum sig. Þó að söknuðurinn sé sár þá sitja eftir ljúfar minningar um yndislega konu. Við vonum að þessar minningar ylji Jóni frænda, Kristínu, Ása og barnabörnunum er þau tak- ast á við sinn mikla missi. Guð blessi minningu Kristbjargar Jakobsdóttur. Þóra, Þuríður, Anna Guðný og Snorri Hallgrímsbörn. Við Kristbjörg urðum samferða í MA frá því við settumst í fjórða bekk skólans. Við þekktumst ekki mikið áður en fljótlega tókst góð vinátta með okkur og við ákváðum að lesa saman það sem sett var fyrir heima, eins og kallað var. Það fór ávallt vel á með okkur og samlesturinn stóð í þrjú ár. Kristbjörg Jakobsdóttir var miklum og góðum mannkostum búin enda átti hún ekki langt að sækja þá. Foreldrar hennar Kristín Sigurð- ardóttir, ættuð frá Lundi í Fnjóska- dal, og Jakob Karlsson, ættaður úr Eyjafirði, voru mikilhæf og merkis- fólk. Jakob var forystumaður í ýms- um félagsmálum og atvinnurekstri á Akureyri og orðlagður fyrir áræðni, skyldurækni og heiðarleika. Hann hóf ræktun lands fyrir ofan Akureyri og reisti þar fallegan búgarð, sem nefndur var Lundur. Þar bjuggu þau hjón myndarbúi í mörg ár. Þar ólst Kristbjörg upp í hópi systkina sinna. Það var ógleymanlegt að kynnast því merkilega menningarheimili. Gott var og friðsælt að sitja þar á vorin við próflesturinn. Það eru því góðar og glaðar minningar sem sitja eftir frá þeim stundum. Samvisku- semin sat í fyrirrúmi hjá Krist- björgu, vinkonu minni, og við nutum skólavistarinnar svo sem unnt var. Stundum var gert hlé og litið upp frá lestrinum og spjallað um heima og geima og skólalífið. Vináttan var traust og hefur haldist svo til hinstu stundar. Hún Kristbjörg bjó yfir traustum og heilum persónuleika. Hún var snemma ákveðin í skoðunum og vissi yfirleitt hvað hún vildi í flestum mál- um. Hún var ætíð hógværðin upp- máluð, glaðvær og gamansöm í tali. Mörg gleðisköllin hvinu á milli lín- anna í námsbókunum. Þannig liðu skólaárin í MA og eftir á að hyggja eins og í góðum draumi. Hún hafði hug á framhaldsnámi og lagði stund á tungumál eftir stúd- entsprófið. En hún hafði valið sér lífsförunaut þá þegar, reyndar úr hópi bekkjarbræðra okkar, eða þau fundu snemma hvort annað, Jón Finnsson og hún og frá því var ekk- ert vikið, og vita þeir sem til þekkja að samrýndari hjón eru vandfundin. Hún vann árum saman skrifstofu- störf hjá bæjarfógeta í Hafnarfirði, en síðar við prófgæslu í Háskóla Ís- lands, og alls staðar kom dugnaður hennar, glaðværð og samviskusemi að góðu haldi. Á síðari árum hafa hin slæmu veik- indi hennar verið þungbær jafnt henni sjálfri sem og vandamönnum hennar og vinum. En sterkur per- sónuleiki hennar, viljastyrkur og þol- gæði hafa einkennt hana í þeirri bar- áttu sem hún hefur háð, svo að allir sem til þekkja dást að í undrun. En þá er líka aðdáunarvert hve Jón hef- ur staðið vel með henni og veitt henni styrk og stoð svo sem unnt er. Það hefur hún kunnað að meta og þakka. Þau eiga eina dóttur, Kristínu, og hefur hún, maður hennar og barna- börnin veitt þeim ómælda ánægju og frábæran stuðning. Við Jónas og fjölskylda okkar þökkum allar samverustundirnar og vottum Jóni, vini okkar, Kristínu, dóttur þeirra, og fjölskyldu hennar og Bergljótu, systur hennar, og öðr- um vandamönnum dýpstu samúð og biðjum henni allrar blessunar. Sigríður Kristjánsdóttir. Það heitir hjá okk- ur lögfræðingum „að fara út á djúpið“ – þegar embættisprófi við Háskóla Íslands er lokið og fyrstu starfs- skrefin eru tekin umfram lögfræði- bókalestur – við það ógnandi hlut- verk – að framkvæma sjálf lögin. Það var mín gæfa að það var hin góða kona, Guðrún Andersen sýslu- skrifstofugjaldkeri, sem gætti mín og leit eftir mér við mín fyrstu emb- ættisstörf sem sýslufulltrúi sýslu- Guðrún Andersen ✝ Guðrún Andersenfæddist í Vest- mannaeyjum 22. ágúst 1933. Hún and- aðist mánudaginn 15. desember síðastliðinn og var jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju 20. desember. manns Norður-Múla- sýslu og bæjarfógeta Seyðisfjarðar – með sinni móðurlegri um- hyggju. Þannig lagaði hún hjá mér skyrtu- kraga og hálsbindið um hálsinn, alltaf fyrst á hverjum morgni á sýsluskrif- stofu, hvern einasta morgun áður en starfsdagurinn hófst – því þar var erfitt fyrir mig með mína sextíu sentimetra upphand- leggsvöðva að gera það vel sjálfur. Við áttum frá upphafi góð sam- skipti og ég lærði að meta þessa af- burðargreindu konu sem Guðrún var og hefði hún náð langt á menntabraut og orðið háskólaborg- ari hefði hún átt möguleika á því – en hún átti stormasama ævi. Guðrún er alltaf í mínum huga „Mutter Courage“ í jákvæðustu merkingu þeirrar fögru táknmynd- ar heimsleiklistarbókmennta. Þessir hugrökku móðureiginleikar hennar komu best fram þegar ég í embætt- isnafni skipaði hana réttargæslu- konu í meintu kynferðisafbrotamáli – því hún gegndi hlutverki réttar- gæslukonu í því erfiða meinta saka- máli betur en nokkur lögfræðingur sem ég hef síðan umgengist – fyrr og síðar. Ég hef sent Guðrúnu jólakort, núna í tæp tuttugu ár, þaðan sem ég hef búið í heiminum, alla leið frá í San Diego, Kaliforníuríki, Banda- ríkjum Norður-Ameríku, frá Hol- landi eða þar sem ég bjó lengst – frá Hamborg í Þýskalandi. Það voru því sorglegar fréttir að lesa dán- arfregn hennar og fallegar minning- argreinar um hana í Morgun- blaðinu. Þakka þér fyrir, Guðrún! – Þinn Donni, Halldór Eiríkur S.[igurbjörns- son] Jónhildarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.