Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 53

Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 53
Mixað og mixað aftur Þótt upptökurnar hafi gengið vel tókst þeim ekki að ljúka við hljóð- blöndun og því fór Unnar Gísli aftur út í apríl og var þar í tvær vikur. „Það var ekki eins skemmtilegt og að taka upp því gaurinn sem vann að mixinu með mér skildi ekki hvað það var sem ég vildi. Græjurnar til að taka upp voru til staðar, en mér fannst þetta miðast allt of mikið við popp. Ég var því hundóánægður með niðurstöðuna, fannst platan alls ekki hljóma eins og við vildum hafa hana. Það var svo eiginlega fyrir tilviljun að ég hitti vin minn úti í Vest- mannaeyjum, Gísla Einarsson í For- eign Monkeys, og hann fékk að heyra upptökurnar og tók síðan að sér að mixa þær á mettíma og breytti þeim úr grjóti í gull.“ Platan, sem ber heitið White Suit Getting Brown, kom svo út í tak- markaðri útgáfu fyrir stuttu, en væntanleg er útgáfa með endurhönn- uðu umslagi. Í framhaldi af því stefn- ir sveitin á að leggjast í tónleikahald vestan hafs. Sú spurning er nærtæk hvort þeir félagar hyggist spila á kristilegum tónlistarhátíðum þar í landi en þær eru legíó. Unnar Gísli segir að þeir eigi eflaust eftir að spila á einhverjum slíkum hátíðum, en þeir stefni ekki á það enda vilji þeir ekki að hljómsveitin sé metin eftir einhverjum merkimiða. „Trúin skipt- ir okkur miklu máli og allir sem tala við okkar komast fljótt að því. Við viljum þó ekki hafa á okkur þann merkimiða að við séum bara kristileg hljómsveit, við erum rokkhljóm- sveit,“ segir hann. Menning 53FÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 Höfundur: Joanne Murray-Smith / Leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson / Þýðandi: Gísli Rúnar Jónsson „Meistaraverk“ Independent Úrvals leikarar í frábæru verki ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið frumsýnir í Kassanum 24. janúar www.leikhusid.is / 551-1200 JESUS People USA er trú- hreyfing sem á rætur í trúar- vakningu í Suður-Kaliforníu undir lok sjöunda áratugarins sem varð að óformlegum samtökum fjölda hópa sem kölluðust Jesus People. Sá hópur sem settist að í Chi- cago kallar sig Jesus People USA. Tónlist skiptir miklu máli í starfi Jesus People USA. Jesus People USA rekur um 500 manna kommúnu í Chicago sem byggist á því að allir eigi allt saman og deili öllu að hætti kristinna samfélaga sem lýst er í Postulasögunni, 2:44-47 og 4:32-37. Samfélagið hefur tekjur af ýmsum fyrirtækjum, þakefna- fyrirtæki, hljóðveri, plötufyr- irtæki, tímariti, bolaprentun og trésmíðaverkstæði meðal ann- ars, en þau fyrirtæki eru rekin af félögum í kommúnunni. Það rekur að auki súpueldhús, elli- heimili, skóla og athvarf fyrir heimilislausar konur og börn. Gítarleikarinn Glenn Kaiser lýsti tilurð starfsins svo í viðtali við Morgunblaðið: „Eftir því sem við kynntumst fólkinu í kringum okkur rák- umst við á marga sem áttu sér engan samastað og buðum þeim að koma heim með okkur, því þó við ættum ekki mikið var það nóg til að deila með þeim sem áttu ekkert. Smám saman kynntumst við betur þessu fólki sem enginn hirti um og fórum að heim- sækja illa haldnar og einmana gamlar konur og gamla menn, skrifuðum föngum, gættum barna og gerðum það sem ritn- ingin leggur okkur á herðar. Það var þó ekki nóg, okkur fannst við eiga allt of mikið þegar svo margir áttu ekki neitt. Við fórum því að bjóða vegalausum einstæðum mæðr- um að koma og borða með okk- ur og gista síðan í stofunni.“ Smám saman vatt þetta starf þeirra upp á sig og er nú 500 manna kommúna eins og getið er. „Guð sagði okkur að við ættum að fæða fólk, að hjálpa þeim sem leita til okkar án til- lits til þess á hvað þeir trúa.“ 2:44-47, 4:32-37 TILNEFNINGAR til kvikmyndaverðlauna bresku kvikmyndaaka- demíunnar, BAFTA-verðlaunanna, voru tilkynntar nýlega. Það eru Golden Globe-sigurvegararnir Kate Winslet og Slumdog Millionaire sem fá flestar tilnefningar ásamt The Curious Case of Ben- jamin Button. Winslet er með tvær tilnefningar í flokknum besta leikkonan fyrir hlutverk sín í Revolutionary Road og The Reader. Slum- dog Millionaire og The Curious Case of Benjamin Button fá ellefu tilnefningar hvor, en fast á hæla þeirra koma The Dark Knight, með níu, og Changeling með átta. Aðalleikarar þessara mynda voru líka tilefndir í flokki bestu leikara og leikkvenna, m.a er parið Brad Pitt og Angelina Jol- ie tilnefnd í þeim flokkum. Myndirnar sem eru tilnefndar sem bestu kvikmyndir ársins eru: The Curious Case Of Benjamin Button, Frost/Nixon, Milk, The Reader og Slumdog Millionaire. BAFTA-verðlaunin verða afhent 8. febrúar í Konunglega óp- eruhúsinu við Covent Garden í London. Reuters Tilnefnd Angelina Jolie og Brad Pitt eru væntanlega ánægð með tilnefningarnar. Slumdog Millionaire með ellefu tilnefningar Glöð Danny Boyle, leikstjóri Slumdog Millionaire, með aðalleikurum myndarinnar, Dev Patel og Freida Pinto.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.