Morgunblaðið - 18.01.2009, Blaðsíða 60
SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 18. DAGUR ÁRSINS 2009 Þjóðleikhúsinu
Sumarljós
Heitast 2°C | Kaldast -2°C
Hvöss norðanátt
með slyddu eða snjó-
komu á austanverðu
landinu. Él NV-lands,
þurrt á SV-landi. »10
SKOÐANIR»
Staksteinar: Tíminn er ekki ávallt
langur
Forystugrein: Uppbygging á
forsendum jafnréttis
Reykjavíkurbréf: Nýtt upphaf í
deilunni endalausu
Pistill: Björn í baráttu
Ljósvakinn: Sett í fimmta gír
Burt með heftin
Umhverfisvænni prentari
ATVINNA»
VEFSÍÐA VIKUNNAR»
Jón einn stendur eftir í
Gretti rímixuðum. »54
Kongóska hljóm-
sveitin Konono N°1
var svo fátæk að hún
smíðaði hljóðfærin
úr rusli og tálgaði út
hljóðnema. »56
TÓNLIST»
Hljómsveitin
Konono N°1
FÓLK»
Kate Winslet er engin
kvikmyndastjarna. »59
TÓNLIST»
Metallica er komin inn í
frægðarhöllina. »57
Lily Allen er
áhyggjufull
yfir að vera borin
saman við Amy
Winehouse og
Duffy. »56
Áhyggjufull
Allen
FÓLK»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Stórfellt smygl með vörum
2. Voru að útbúa heimatilbúna …
3. Nýta sér skattaskjól
4. Telja að óreiðumenn stjórni …
Skoðanir
fólksins
’Reykjavíkurborg fer ekki, fremuren önnur sveitarfélög, varhluta aferfiðum efnahagsaðstæðum. Til marksum alvarleika stöðunnar má nefna aðáætlað er að skatttekjur lækki um tæp-
an fimmtung að raunvirði milli áranna
2008 og 2009. Á sama tíma minnka
tekjur borgarinnar vegna sölu bygging-
arréttar og lóða, auk þess sem útgjöld
vegna velferðarmála aukast verulega.
Úr þessari stöðu er unnið með aðhaldi,
sparnaði og hagræðingu í þágu al-
mannahagsmuna. » 36
HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR
ÓSKAR BERGSSON
’Það er villandi að tala um að lífeyr-issjóðir hafi tekið stöðu með krón-unni og „veðjað“ á að hún myndi styrkj-ast þar sem ekki er hægt að aðskiljaerlendu eignirnar og gjaldmiðlaskipta-
samningana. Ennfremur er í þessu
samhengi beinlínis rangt að halda því
fram að íslenskir lífeyrissjóðir hafi
stundað spákaupmennsku með gjald-
miðilinn, þvert á móti hafa þeir stuðlað
að sveiflujöfnun á innlendum gjaldeyr-
ismarkaði. » 38
HRAFN MAGNÚSSON
’FULLYRÐINGAR sem komið hafafram í fjölmiðlum um að Exista hafiveðjað gegn íslensku krónunni eiga ekkivið rök að styðjast. Staðreyndin er súað Exista dró úr gjaldeyrissamningum
sínum á árinu 2008 og var það fyrir-
tækinu ekki í hag að krónan veiktist.
Eins og lesa má úr reikningum Exista á
árinu 2008 olli veiking krónunnar fyr-
irtækinu fjárhagslegum skaða, þótt
varnir hafi dregið úr því tjóni. » 39
SIGURÐUR VALTÝSSON
’Vissulega er víða skorið niður,víða sparað og hagrætt og tíma-setningar á framkvæmdum hins op-inbera endurmetnar. En stjórnvöldhafa í þessari umræðu áður bent á
mikilvægi þess að standa vörð um
velferðarkerfið og fjárlög ársins 2009
sýna glöggt áherslur og forgangs-
röðun ríkisstjórnarinnar í þeim efnum.
» 39
ÁRNI M. MATHIESEN
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
NÝTT farfuglaheimili fyrir 70 gesti rís í miðborg
Reykjavíkur nú í miðri kreppunni. Farfuglaheim-
ili, ferðaskrifstofa sem rekur gistiheimili fyrir þá
sem kjósa að gista ódýrt en við góðan aðbúnað,
hafa ákveðið að opna heimilið á fjórum hæðum við
Vesturgötu og það eftir mánuð. Herbergin verða
átján, fyrir 2-8 gesti, flest með baðherbergi.
Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfugla-
heimila, segir samtökin hafa séð efnahagslægðina
í samfélaginu sem tækifæri. Meirihluti gesta sé út-
lendingar en allir séu velkomnir. „Markhópurinn
er fólk sem vill hitta annað fólk, gista ódýrt en með
gæðin í fyrirrúmi. Það planar ferðir sínar með
okkar aðstoð,“ segir Sigríður. Nær fullbókað hef-
ur verið á Farfuglaheimilinu í Laugardalnum, þar
sem pláss er fyrir um 170 manns, allt árið um
kring, viðskiptavinirnir verið mjög ánægðir en
margir þó nefnt að þeir vildu vera nær miðbænum.
„Þannig að við komum nú til móts við þá gesti.“
Sigríður segir að þau hjá Farfuglaheimilum
finni nú að nýr markhópur sæki í þjónustuna. „Það
eru þeir sem bóka með stuttum fyrirvara þar sem
krónan er svo hagstæð. Fólkið vill gista ódýrt og
eyða því sem það hefur á milli handanna í upplif-
anir; ferðir og afþreyingu.“
Samtökin eru í samstarfi við Hostelling Int-
ernational og eru 4.000 gistiheimili rekin undir því
merki um allan heim. „Við fögnum 70 ára afmæli í
ár og finnst því frábært að geta látið gamlan
draum um að reka gistiheimili í miðbænum rætast
og bjóða upp á nýjan gistimöguleika þar.“
70 ný gistirými í borginni
Farfuglaheimilin sáu tækifæri í efnahagslægðinni og opna nýtt heimili í mið-
bænum Heimilið verður opnað eftir mánuð og eru þegar margir á biðlista
Morgunblaðið/Heiddi
Að klárast Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri
Farfuglaheimila, leggur lokahönd á heimilið.
Í HNOTSKURN
»Farfuglar eiga aðild að stærstu gisti-húsakeðju í heimi, Hostelling Inter-
national. 27 farfuglaheimili eru á vegum
samtakanna hér á landi. Nýja heimilið verð-
ur við Vesturgötu þar sem bókabúð Braga
var.
»Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóriSamtaka ferðaþjónustunnar, segir nýja
gistiheimilið enn eitt blómið í garð íslenskr-
ar ferðaþjónustu.
HLJÓMSVEITIN Jack London
lagði land undir fót fyrir ári og hélt
til Chicago þar sem hún bjó í kristi-
legri kommúnu á
meðan hún hljóð-
ritaði fyrstu
breiðskífu sína
sem kemur út um
þessar mundir.
Þeir félagar fóru
út um miðjan jan-
úar fyrir ári og
dvöldu á vegum
samtaka sem
kallast Jesus
People USA.
Unnar Gísli Sigurmundsson gít-
arleikari segir þá félaga hafa kynnst
skrautlegu mannlífi enda hafi
kommúnan verið í útjaðri Chicago í
hverfi þar sem félagsleg bágindi eru
mikil og þörfin fyrir aðstoð því rík.
Þótt þeir hafi þurft að hafa varann á
mættu þeir ekki öðru en hlýju og
það hafi komið mjög á óvart hve
margir af þeim útigangs- og
drykkjumönnum sem þeir hittu voru
kurteisir og vinsamlegir.
Í framhaldi af nýútkominni plötu,
White Suit Getting Brown, stefnir
sveitin á að leggjast í tónleikahald
vestanhafs og jafnvel spila á kristi-
legum tónlistarhátíðum þar í landi
að sögn Unnars. | 52
Dvöldu í
kristilegri
kommúnu
Jack London fór til
Chicago að taka upp
Unnar Gísli
Sigurmundsson
„RÚSTAÐ er ekkert venjulegt leik-
rit,“ segir Ingvar Sigurðsson um
leikrit Söruh Kane sem frumsýnt
verður í Borgarleikhúsinu í lok jan-
úar. „Ég lít ekki á nokkurt verkefni
þannig að ég geti hrist það fram úr
erminni, ef það er engin þraut til að
leysa, þá er það ekki skemmtilegt.
En þetta er svo áleitið og nærgöng-
ult, að það er átak í hvert skipti að
fást við það. Og þó að það verði
okkur tamara á æfingum, þá upp-
lifum við það aftur með nýjum og
nýjum áhorfendum. Víst er ég orð-
inn sjóaður og hef fengist við ým-
islegt á leiksviðinu, en þetta er með
því svakalegasta sem ég hef þurft
að takast á við.“
Í vor leikur Ingvar síðan í Djúp-
inu eftir Jón Atla Jónasson. „Ein lít-
il frásögn úr leikritinu Brimi minn-
ir á þennan einleik, en hann er líka
byggður á frægum skipskaða og
sundafreki Guðlaugs.“ Vesturport
hefur einnig unnið að undirbúningi
sýningar á Faust, sem gert hefur
verið hlé á vegna anna leikhópsins.
En starfið liggur þó ekki niðri. „Við
förum innan skamms til Hong Kong
með Hamskiptin og síðan í leikferð
um Ástralíu í apríl og maí.“
Við endimörk … | 26
Morgunblaðið/Golli
Með því svakalegasta á sviðinu