Morgunblaðið - 16.02.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Öll veðlán með
Tilgangslítið er að ganga frá greiðsluaðlögun sem tekur ekki
öll veðlán með, segir Árni Páll Árnason alþingismaður
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
LAGA verður skuldastöðu þeirra
sem eru verst settir að greiðslugetu
hvers og eins að mati Árna Páls
Árnasonar, al-
þingismanns
Samfylkingarinn-
ar og formanns
allsherjarnefndar
Alþingis.
„Þess vegna er
ég þeirrar skoð-
unar að það sé til-
gangslítið að
ganga frá lögum
um greiðsluaðlög-
un sem fela ekki í sér að öll veðlán
séu tekin með,“ segir Árni Páll.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar til
laga um greiðsluaðlögun hefur verið
sent til allsherjarnefndar Alþingis. Í
því er kveðið á um að fólk í veruleg-
um greiðsluerfiðleikum geti leitað
nauðasamninga til greiðsluaðlögun-
ar, ef sýnt er fram á að viðkomandi
verði um ófyrirséða framtíð ófær um
að standa í skilum með skuldbind-
ingar sínar. Samkvæmt frumvarpinu
nær það einungis til veðskulda við-
komandi ef þær eru í eigu Íbúðalána-
sjóðs eða fjármálafyrirtækja í eigu
ríkisins. Lífeyrissjóðslán og lán
sparisjóða og fleiri eru því undan-
skilin samkvæmt frumvarpinu.
„Ég á erfitt með að sjá að þetta
frumvarp gegni því samfélagslega
hlutverki sem það þarf nauðsynlega
að gera, ef það nær ekki yfir allar
veðskuldir. Ef það verður ekki gert
enda bankarnir uppi með ógrynni
óseljanlegra eigna og töpuð lán.“
Árni Páll segist ekki geta sagt
hvenær allsherjarnefnd muni af-
greiða málið. Álitamálin skýrist von-
andi í dag. Tíminn hafi til þessa farið
í að hlusta á sjónarmið þeirra sem
mætt hafi fyrir nefndina og vinna úr
athugasemdum.
Í HNOTSKURN
» Dómsmálaráðherra lagðifyrir rúmri viku fram
frumvarp um breytingu á lög-
um um gjaldþrotaskipti o.fl.,
svonefnda greiðsluaðlögun.
» Samkvæmt frumvarpinunær greiðsluaðlögun til
veðskulda sem eru í eigu
Íbúðalánasjóðs eða fjármála-
fyrirtækja í eigu ríkisins.
Árni Páll Árnason
ENGAR jákvæðar fréttir var að fá af leit skipa á vegum
Hafrannsóknastofnunar að loðnu í gær, samkvæmt upp-
lýsingum frá Þorsteini Sigurðssyni, fiskifræðingi og
sviðsstjóra á stofnuninni.
Þorsteinn sagði um miðjan dag í gær að rannsókn-
arskipið Árni Friðriksson hefði verið að leita út af Suð-
austurlandi og ekkert fundið. Þá hefði skip frá Vest-
mannaeyjum, sem tekur þátt í leitinni að loðnunni, verið
inni á Ísafjarðardjúpi vegna brælu og verið að bíða eftir
veðri til að skoða vestursvæðin. Sagði Þorsteinn því að
engar jákvæðar fréttir væri að fá af loðnuleitinni, enn
sem komið er.
Bæjarráð Vestmannaeyja skoraði í gær á sjávarút-
vegsráðherra að gefa tafarlaust út 30-50 þúsund tonna
upphafskvóta í loðnu. Segir í greinargerð ráðsins að
Vestmannaeyjabær hafi fullan skilning á mikilvægi þess
að umgangast sjávarauðlindina af virðingu. „Hinsvegar
liggur nú fyrir að ástandið í efnahagslífi þjóðarinnar kall-
ar á að einskis sé látið ófreistað í að skapa þjóðarbúinu
tekjur,“ segir í greinargerð bæjarráðsins. „Varlega áætl-
að má gera ráð fyrir að 30 til 50 þúsund tonna upphafs-
kvóti myndi skapa þjóðarbúinu gjaldeyristekjur upp á 4
til 6 milljarða og hleypa miklu lífi í atvinnulíf þjóðarinnar.
gretar@mbl.is
Loðnan finnst ekki enn
Bæjarráð Vestmannaeyja hvetur sjávarútvegsráðherra til
þess að gefa út 30 til 50 þúsund tonna upphafskvóta
„EF þið viljið í
raun kasta ís-
lensku krónunni
þá standa ýmsir
kostir til boða
aðrir en evran,
þar á meðal
danska og
norska krónan
og Bandaríkja-
dalur - og, jú,
breska pundið.
Þið ættuð að hugsa ykkur vel um
áður en þið gerið eitthvað sem þið
sjáið eftir.“
Þannig ávarpar breski Evr-
ópuþingmaðurinn David Hannan
Íslendinga á bloggvef blaðsins
Telegraph. Hannan situr á Evr-
ópuþinginu fyrir Íhaldsflokkinn og
hefur látið íslensk málefni til sín
taka og gagnrýnt Gordon Brown,
forsætisráðherra. gummi@mbl.is
Leggur til að
Ísland taki
upp pundið
Daniel Hannan
OPINN borgarafundur verður
haldinn í Háskólabíói kl. 20 í kvöld.
Borgarafundir hafa verið haldnir
reglulega síðustu mánuði og að
þessu sinni er yfirskrift fundarins:
Staðan – Stefnan – Framtíðin.
Frummælendur fundarins verða
Haraldur L. Haraldsson hagfræð-
ingur, Andrés Magnússon geðlækn-
ir og Aðalheiður Ámundadóttir
laganemi.
Auk þeirra hefur ríkisstjórn Ís-
lands og formönnum þeirra þing-
flokka sem ekki eiga aðild að rík-
isstjórn verið boðin þátttaka í
pallborðsumræðunum. Öllum þing-
mönnum hefur einnig verið sér-
staklega boðið. Fundarform verður
með sama sniði og áður. Þegar
frummælendur hafa lokið máli sínu
er orðið gefið laust og fundargestir
úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátt-
takendur í pallborði spurninga.
Hver aðili hefur tvær mínútur til að
tjá sig, svo fundargestir eru hvattir
til að vera vel undirbúnir.
Ræða stöðu
og framtíð
DÓMARAR á Íslandsmeistaramóti kaffibar-
þjóna, sem fram fór á Blómatorgi Kringlunnar í
gær, fylgdust áhugasamir með keppendum sýna
listir sínar. Og ekki virtust gestir og gangandi
sýna keppendunum 19 minni áhuga.
Það var Pálmar Þór Hlöðversson sem hampaði
Íslandsmeistaratitlinum að þessu sinni og tekur
hann þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í
Atlanta í Bandaríkjunum um miðjan apríl. Pálm-
ar Þór, sem einnig varð Íslandsmeistari í fyrra,
var verðlaunaður fyrir besta espresso- og besta
capuccino-drykkinn.
Verðlaun fyrir besta frjálsa drykkinn hlaut að
þessu sinni Ingibjörg Ferrer, en Bjarmi Fannar
Irmuson hlaut verðlaun í mjólkurlistakeppninni.
Íslandsmeistaramót kaffibarþjóna
Keppt í kúnstum kaffilistarinnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ASÍ fagnar frum-
varpi um
greiðsluaðlögun
en gagnrýnir mis-
munun sem sam-
tökin segja að fel-
ist í því að þetta
úrræði nái ekki til
allra veðskulda.
Gylfi Arn-
björnsson, forseti
ASÍ, segir að samtökin hafi lengi tal-
ið mjög mikilvægt að greiðsluaðlög-
un nái fram að ganga. „Það eru okk-
ur mikil vonbrigði hvernig
veðskuldir eru meðhöndlaðar í
bráðabirgðaákvæði þar sem fyrir þá
sem áttu viðskipti við Íbúðalánasjóð
og fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins
myndist önnur og betri réttarstaða
en þá sem áttu viðskipti við fjármála-
stofnanir í eigu annarra. Við teljum
þetta óviðunandi réttarstöðu svo
ekki sé talað um ef ríkið tæki upp á
því að selja banka í eigu ríkisins. Þar
með breyttist réttarstaða viðskipta-
vinanna.“
Gagnrýnir
mismunun
Gylfi Arnbjörnsson
ÖGMUNDUR Jónasson, heilbrigð-
isráðherra, vildi í gær lítið tjá sig
um fyrirhugaðan 2,7 milljarða nið-
urskurð hjá LSH að öðru leyti en
því að hann hefði af þessu þungar
áhyggjur. Sagðist hann treysta
ráðamönnum spítalans til að haga
þessu þannig að sem minnst skerð-
ing yrði á þjónustu. Kjarajöfnun
yrði höfð að leiðarljósi svo nið-
urskurðurinn bitnaði minnst á fólki
með lægstu launin. Ráðherra mun
funda með starfsfólki LSH í dag.
Ræðir niður-
skurð við
starfsfólk