Morgunblaðið - 16.02.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
PAUL Nikolov ætlar að sækjast eftir
1.-3. sæti í forvali Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs (VG) í
Reykjavíkur-
kjördæmunum.
Paul er fyrsti
varaþingmaður VG
í Reykjavíkur-
kjördæmi norður
og hefur tvisvar
tekið sæti á Alþingi
á yfirstandandi
kjörtímabili.
Hann ætlar að leggja áherslu á að
skapa ný störf í landinu sem eru um-
hverfisvæn og kröftug og geta bætt
ímynd Íslands. Má þar nefna störf í
uppbyggingu á innviðum íslensks
samfélags og á sviðum tækni og vís-
inda. Hann ætlar einnig að leggja
áherslu á málefni innflytjenda og
flóttamanna og endurnýjun almenn-
ingssamgangna og skipulagsmál.
Paul Nikolov
í 1.-3. sæti
Samfylking og Vinstri hreyfingin
– grænt framboð hafa komið sér
saman um að alþingiskosningar
fari fram laugardaginn 25. apríl
næstkomandi. Morgunblaðið
mun daglega birta fréttir sem
tengjast framboðum, próf-
kjörum, kosningafundum o.fl.
Kosningar
2009
BIRNA Lárusdóttir ætlar að
bjóða sig fram í 1.-2. sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi.
Hún hefur starf-
að að stjórnmálum
undir merkjum
Sjálfstæðisflokks-
ins í rúman ára-
tug, fyrst og
fremst á sveitar-
stjórnarstiginu en
einnig á landsvísu.
Hún er varaþing-
maður flokksins í NV-kjördæmi
og skipar í dag 5. sæti listans.
Birna hefur setið í bæjarstjórn
Ísafjarðarbæjar frá 1998 og
lengst af gegnt embætti forseta
bæjarstjórnar. Í gegnum tíðina
hefur hún sinnt fjölmörgum
nefndastörfum, bæði í héraði og
á landsvísu.
Birna sækist eftir
1.-2. sætinu
KARL Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígði í gær
nýtt safnaðarheimili Kársnessóknar í Kópavogi, rétt
hjá Kópavogskirkju, að Hábraut 1A.
„Menn vilja meina að þetta verði mikil lyftistöng
fyrir safnaðarstarfið,“ sagði Árni Tómasson, for-
maður byggingarnefndar safnaðarheimilisins, í sam-
tali við mbl.is í gær. Hann flutti ræðu við vígslu safn-
aðarheimilisins ásamt Kristínu Líndal, sem er
formaður sóknarnefndar Kársnessóknar. Þá sungu
kirkjukórinn og Kársneskórinn einnig af þessu til-
efni. Sagði Árni að það hefði verið mikil ánægja
ríkjandi við vígslu safnaðarheimilsins.
Hið nýja safnaðarheimili er á tveimur hæðum. Á
neðri hæðinni er 135 fermetra salur sem Tónlist-
arskóli Kópavogs leigir, tæknirými upp á 35 fer-
metra og 545 fermetra bílastæðahús. Á efri hæð, sem
er 530 fermetrar að stærð, eru tveir salir, kennslu-
stofa og kapella, fimm skrifstofur, eldhús og fleira.
Byggingarnefnd fyrir húsið var skipuð árið 2004 en
framkvæmdum lauk á síðasta ári.
GASSA arkitektar hönnuðu hið nýja safn-
aðarheimili. Um verkfræðihluta sáu Conís verk-
fræðistofa, RTS rafverktakar og Mannvit verk-
fræðistofa. jonpetur@mbl.is
„Mikil lyftistöng
fyrir safnaðarstarfið“
Biskup vígði nýtt safnaðarheimili Kársnessóknar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vígsla Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígði nýja safnaðarheimilið í Kópavogi í gær. Hér er hann ásamt
séra Ægi Fr. Sigurgeirssyni, sóknarpresti í Kópavogskirkju, og hluta kóranna sem sungu við athöfnina.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjá kirkjunni Safnaðarheimili Kársnessóknar er á
tveimur hæðum og er rétt hjá Kópavogskirkju.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„HVAÐ þarf til að tilheyra eigin
samfélagi?“ Þessari spurningu velti
Freyja Haraldsdóttir, þroska-
þjálfanemi, upp í erindi sínu á ráð-
stefnu sem bar heitið „Skóli án að-
greiningar: Erum við á réttri leið í
völundarhúsinu?“ sem fram fór í vik-
unni fyrir fullu húsi. Svarið við
spurningu sinni segir Freyja vera:
„Það að tilheyra eigin samfélagi fel-
ur í sér að maður fái tækifæri til þess
að taka þátt í skólasamfélaginu, fjöl-
skyldulífi, tómstundum og eiga vini.
Ég finn, sem fötluð manneskja, að
með því að hafa gengið í almennum
skóla og verið viðurkennd af um-
hverfi mínu finnst mér ég hafa fullan
rétt til að taka þátt í samfélaginu og
finnst ég tilheyra því,“ segir Freyja.
Að sögn Freyju eru það mannrétt-
indi allra barna að fara í sinn heima-
skóla, hvort sem þau eru fötluð með
margbreytilegar þarfir eða ekki.
„Við megum ekki missa sjónir af
þeim réttindum og fara að afsaka
skólana of mikið. Vegna þess að skól-
unum ber að taka á móti nemendum
með margbreytilegar þarfir, láta
þeim líða vel og gefa þeim tækifæri
til þess að læra og þroskast eins og
öðrum börnum.“
Freyja gerði í erindi sínu ýmsar
hindranir fyrir skóla án aðgrein-
ingar að umtalsefni. „Að mínu viti er
hugmyndafræðin um skóla án að-
greiningar ekki tekin nægilega mik-
ið inn í kennaramenntunina í dag.
Ég held að kennaranemar þurfi að fá
miklu betri kynningu á þörfum nem-
enda með margbreytilegar þarfir
sem og kynningu á þeim úrræðum
sem eru í boði,“ segir Freyja. Bendir
hún á að viðhorf bæði starfsfólks og
nemenda í garð nemenda með marg-
breytilegar þarfir skipti sköpum.
„Við getum unnið mikið með við-
horfið með því t.d. að flétta lífsleikni
mun betur inn í almennu náms-
skrána.“
Niðurskurður kostar síðar
Spurð hvort hún hafi áhyggjur af
því að niðurskurður í skólum muni
koma niður á hugmyndinni um skóla
án aðgreiningar segist Freyja binda
vonir við að svo verði ekki. „Skerð-
ingar á fjármálum til skólamála
munu koma niður á öllum nem-
endum, en ekki síst á þeim sem þurfa
meiri aðstoð en aðrir. Það að t.d.
fjölga nemendum í bekkjum, taka út
valgreinarnar og draga úr þjónustu
við nemendur er mjög alvarlegt mál.
Verði það niðurstaða stjórnvalda
þá mun það skapa miklu meiri vanda
og meiri kostnað í framtíðinni, vegna
þess að við verjum svo stórum hluta
ævi okkar í skólanum. Þar erum við
að þroskast og eignast vini, læra
reglur samfélagsins og viðmið. Ef
okkur líður ekki vel þar þá náum við
ekki þeim þroska og þeirri þekkingu
sem við ættum að ná. Þannig að það
er ekki bara skaðlegt fyrir ein-
staklinginn og lífsgæði hans heldur
samfélagið í heild sinni.“
Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er ekki tekin nægilega mikið
inn í kennaramenntunina í dag Erum við á réttri leið í völundarhúsinu?
Skólinn staður til að þroskast
Fyrirmynd Freyja Haraldsdóttir
flutti erindi á vel sóttri ráðstefnu
um skóla án aðgreiningar.
ÖGMUNDUR
Jónasson heil-
brigðisráðherra
býður sig fram í 2.
sæti á lista
Vinstri grænna í
Suðvesturkjör-
dæmi. „Þetta geri
ég eftir að ég fékk
staðfest að Guð-
fríður Lilja Grét-
arsdóttir væri
reiðubúin að sækjast eftir fyrsta
sæti á listanum. Þá tók ég þessa
ákvörðun,“ segir Ögmundur.
Í dag eru Vinstri grænir með einn
þingmann í Suðvesturkjördæmi sem
er Ögmundur sjálfur og gæti annað
sæti á listanum því vel verið baráttu-
sæti.
„Ég er mjög vongóður um að við
fáum að minnsta kosti tvo menn
kjörna í þessu kjördæmi og Guðfríð-
ur Lilja er að mínum dómi sterkur
kandídat og mjög vel að því komin að
leiða listann,“ segir Ögmundur og
kveðst stoltur verði sér treyst til að
skipa annað sæti listans.
Ákvörðunin sé þó ekki þeirra þar
sem endanleg niðurröðun á lista fari
fram í forvali. „Ég vona hins vegar
að þetta verði niðurstaðan og yrði
mjög ánægður ef svo yrði.“
annaei@mbl.is
Ögmundur
í baráttu-
sæti?
Ögmundur
Jónasson
Býður sig fram í 2.
sæti Vinstri grænna
ENDURMENNTUN Háskóla Ís-
lands (HÍ) fer í dag af stað með fjög-
urra kvölda námskeið fyrir almenn-
ing um áhrif þess að Ísland sæki um
inngöngu í Evrópusambandið
(ESB).
Þar mun Maria Elvira Mendez Pi-
nedo, lektor við lögfræðideild HÍ,
veita almenna fræðslu um Evrópu-
sambandið, EES og muninn á ESB
og EES. Í tilkynningu frá HÍ segir
að dregnir verði fram kostir og gallar
aðildar, þannig að Íslendingar geti
betur gert sér grein fyrir því hvað er
í húfi - og hvort hagsmunum Íslands
yrði betur borgið innan eða utan
ESB. Elvira hefur verið búsett á Ís-
landi frá árinu 2001 og starfað sem
lektor við lögfræðideild HÍ frá árinu
2007. Áður starfaði hún hjá Evrópu-
sambandinu en hefur einnig verið
ráðgjafi heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins í Evrópurétti.
Ísland og ESB
á mannamáli