Morgunblaðið - 16.02.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 16.02.2009, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Tuttugu áreru nú liðinfrá því að sovéski herinn fór sneyptur frá Afg- anistan eftir níu ára hersetu og enn er sovésk skriðdre- kahræ að finna á götum Ka- búl. Nú er hins vegar annar aðkomuher í Afganistan. Nú sitja Bandaríkjamenn að- þrengdir í Afganistan ásamt bandamönnum undir merkj- um Atlantshafsbandalagsins og ráða ekkert við ástandið. Sitt hvoru megin við landa- mæri Afganistans og Pakist- ans hafa talibanar og liðs- menn hryðjuverkasamtak- anna al-Qaeda komið sér kirfilega fyrir. Þaðan hafa tal- ibanar sótt og smám saman lagt Afganistan undir sig. Fyrir tveimur áratugum höfðu mujahidden-skæruliðar umkringt Kabúl. Nú eru tal- ibanar við að gera það sama. Þá rigndi sprengjum yfir höf- uðborgina, nú er hættan fólg- in í sjálfsmorðsárásum. Talið er að talibanar stjórni nú um 70% Afganistans. Allir flutn- ingar utan Kabúl fara fram í herfylgd. Stjórnvöld í Pakistan hafa misst völdin í norðaustur- hluta landsins og áhrif talib- ana fara vaxandi víðar í land- inu. Í gær var samið tíu daga vopnahlé í Swat-dal í Pak- istan þar sem staðið hafa yfir blóðug átök. Þar virðast stjórnvöld hafa verið hrakin brott og nú á að innleiða þar íslömsk lög. Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst fjölga í heraflanum í Afgan- istan og gera tilraun til að hrinda sókn talibana. Hann situr hins vegar uppi með erf- itt og jafnvel óleysanlegt verkefni. Þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan eftir hryðjuverkin 11. september 2001 nutu þeir mikils stuðn- ings víða um heim. Það reynd- ist tiltölulega auðvelt verk að steypa stjórn talibana, en uppbyggingin fór úr bönd- unum. Tryggja tókst öryggi í kringum höfuðborgina, en stríðsherrar og glæpafor- ingjar náðu völdum til sveita. Einn fylgifiskur hinna lög- lausu herra var valmúarækt- in. Afganistan varð á ný helsta ópíum- og heróínfram- leiðsluland heims. Tilraunir stjórnar George Bush til að koma á stöð- ugleika á þessu svæði mistók- ust hraparlega og má færa rök að því að barátta hans gegn hryðjuverkum hafi skil- að verra ástandi en fyrir var. Ógerningur er að segja fyrir um það hvaða afleiðingar sókn talibana í Afganistan og Pakistan mun hafa, en ástandið getur hæglega eitr- að út frá sér. Talibanar með 70% landsins á sínu valdi}Aðþrengdir í Afganistan Tillögur semheilbrigðis- ráðherra kynnti í gær til að ná niður lyfjakostnaði eru í stórum dráttum ágætar. Framlög til heilbrigðisþjón- ustunnar eru stærsti út- gjaldaliðurinn á fjárlögum og nauðsynlegt að halda áfram þeim aðhaldsaðgerðum í heil- brigðiskerfinu sem hafnar voru í tíð fyrri ríkisstjórnar. Fyrir stóran hluta sjúk- linga mun greiðsluþátttaka í lyfjaverði aukast. Lágmarks- greiðsla fyrir lyf án þátttöku almannatrygginga hækkar og hámarksgreiðsla sjúklinga hækkar sömuleiðis. Með þeirri ákvörðun gerir Ög- mundur Jónasson heilbrigð- isráðherra ráð fyrir að spara ríkinu 400 milljónir á ári. Helstu nýmælin í tillögum ráðherra er að kostnaður við kaup á lyfjum fyrir börn er lækkaður. Njóta aðstand- endur barna nú sömu kjara við lyfjakaup og elli- og ör- orkulífeyrisþegar. Það sama á við um fólk sem er atvinnu- laust. Þetta er veruleg kjarabót fyrir barnmargar fjölskyldur og þá sem hafa orðið fyrir tekjumissi vegna at- vinnuleysis. Þá er einnig gert ráð fyrir að þegar keypt eru magalyf og blóðfitulækkandi lyf sé ávísað á ódýrustu lyfin nema í undantekningartilvikum. Hingað til hafa sjúklingar getað valið um það sjálfir hvort þeir kaupa ódýrara lyf en læknar skrifa upp á. Lyfja- fræðingum ber skylda til að upplýsa sjúklinga um ódýrara samheitalyf sé verðmunurinn meiri en fimm prósent. Spyrja má hvort þetta sé fyrsta skrefið í þá átt að skylda lækna til að skrifa allt- af upp á ódýrustu lyfin í hverjum flokki. Af hverju ein- skorðast nýjar reglur ein- ungis við algeng magalyf og blóðfitulækkandi lyf? Aðhald í lyfjakostnaði rík- isins undanfarin ár hefur skil- að árangri. Það er ábyrgt að halda þeirri vinnu áfram. Greiðsluþátttaka sjúklinga eykst}Lægri lyfjakostnaður É g vona að nýju minnihluta- stjórninni muni ganga vel að stýra landinu fram að kosn- ingum. Ég mun styðja hana í nauðsynlegum og brýnum efna- hagsaðgerðum. Það hefur aldrei verið jafn- mikilvægt að menn setji til hliðar óþarfa karp og hjálpist að við það að hjálpa fjöl- skyldum og fyrirtækjum. Okkur má ekki mistakast. Ég vil að ríkisstjórnin einbeiti sér að þessu verki og fylgi í hvívetna því samkomulagi sem við Íslendingar höfum náð við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Ég get ekki til þess hugs- að að það traust sem ríkir milli okkar og sjóðsins, og byggt hefur verið upp á síðustu mánuðum, rofni. Hitt er annað mál, að ríkisstjórn sem styðst við minnihluta Alþingis þótt með stuðningi Framsóknarflokksins sé, á ekki að eyða dýrmætum vik- um í það að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins og boða alls kyns grundvallarbreytingar á skipulagi mála hér í landi. Hvers konar virðing felst í slíku við stjórnarskrána og allt það fyrirkomulag sem hér er? Hvað á það að þýða að ætla að hespa af lögum um stjórnlagaþing og frekjast til þess að koma því í gegn um þingið á slíkum tímum? Hverju sætir það að menn vilja berjast við það að breyta kosningalöggjöfinni í óðagoti á næstu vikum?Og hvernig stendur á því, að minnihlutaríkisstjórnin setur á fót nefnd til að endur- skoða stjórnarskrá og ætlar henni til þess örfáa daga? Og að þessari vandaðri athugun lokinni á að „kynna“ það fyrir öðrum flokkum á Al- þingi? Er þetta til sóma? Viljum við ekki einmitt, í þessu fárviðri sem hér hefur geis- að, vanda okkur við þessa hluti? Ég skal fús- lega viðurkenna að endurskoðun ákveðinna ákvæða stjórnarskrár hefur gengið of hægt. Ég hygg að í því efni sé við marga að sakast. En að ætla sér að þvæla málum af þessari stærðargráðu í gegnum Alþingi undir for- ystu minnihlutastjórnar finnst mér algerlega ótækt. Að ég tali nú ekki um þessar hug- myndir um stjórnlagaþing, sem mér sýnist óljósar og óþroskaðar. Ég vonast til þess að flokkar sem kenna sig við samræðustjórn- mál og telja sig hafa einkarétt á hugtakinu um lýðræði og jafnrétti, gangi fram fyrir skjöldu og leiði viti borna umræðu um þessi mál. Ég hefði jafnvel haldið að þeir sem mest tala á þá lund vilji einmitt fá sem víðtækust sjónarmið inn í myndina svo hægt sé að ná samstöðu um góða niðurstöðu sem þjónar landi og þjóð í bráð og lengd. Annað væri fullkomlega á skjön við alla þá umræðu sem verið hefur í landinu á und- anförnum árum. Þess vegna held ég því fram, þar til annað reynist sannara, að minnihlutastjórnin einbeiti sér að brýnum efnahagslegum aðgerðum en bíði með að kollvarpa stjórnarskránni þar til nýtt þing hefur verið kosið og þingmenn hafa endurnýjað umboð sitt. olofnordal@althingi.is Ólöf Nordal Pistill Það á allt að gerast Nokkur félög taka ekki í mál að fresta FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ó VISSA er uppi um end- urskoðun kjarasamn- inga og hvort launa- hækkanir koma til greiðslu 1. mars eins og samningar kveða á um. Þó greini- legur meirihluti sé fyrir því innan ASÍ að fresta endurskoðun samninga og launahækkunum fram á sumar eru a.m.k. fjögur öflug verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins á allt annarri skoðun. Félögin hafa fundað stíft að undanförnu en línur ættu að skýrast á formannafundi ASÍ í dag. Þó hvert félag fari með samninga- réttinn er litið svo á að öll félögin séu bundin af afstöðu sameiginlegu samninganefndarinnar sem kemur fram fyrir hönd ASÍ gagnvart at- vinnurekendum. Meirihlutinn ráði og líkur séu því á að niðurstaðan verði sú að fresta endurskoðun samninga. SA standi við samninga eða segi þeim lausum „Samninganefnd Framsýnar hafn- ar því alfarið að fresta endurskoðun kjarasamninga fram á sumar. Félag- ið vill að atvinnurekendur standi við kjarasamninga og hækki laun 1. mars nk. Félagið gerir sér fulla grein fyrir því að ekki verði meira sótt í vasa at- vinnurekenda miðað við ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður félagsins. Fleiri félög innan SGS hafa tekið í sama streng, s.s. AFL starfs- greinafélag á Austurlandi sem segir forsendur samninganna frá í fyrra brostnar. „Samninganefnd AFLs krefst þess að staðið verði við þau ákvæði aðalkjarasamninga er varða launahækkanir 1. mars nk. Telji Sam- tök atvinnulífsins fyrirtækin ekki geta staðið við þann hluta kjarasamn- inganna er eðlilegt að þau segi samn- ingunum lausum,“ segir í samþykkt samninganefndar AFLs. Flóa- bandalagsfélögin á suðvesturhorninu, Samiðn, VM o.fl. hafa á hinn bóginn lýst yfir að fresta eigi endurskoðun á launalið fram á sumar. Öllum er ljóst að forsendur samn- inga eru brostnar fyrir margt löngu og atvinnulífið er í mjög þröngri stöðu. Fyrir nokkru settu forsvars- menn SA fram hugmyndir um frest- un allra launahækkana til hausts þeg- ar betur verður séð hvernig efnahagslægðin þróast eða jafnvel að fresta launahækkunum fram í byrjun næsta árs. Leita að skynsemi og friði „Við óskuðum eftir því við Alþýðu- sambandið að fá sveigjanleika um hvernig við getum efnt samninginn og settum fram ýmsar hugmyndir,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, og vísar til mikilla erfiðleika og óvissu í atvinnulífinu. SA líst þó ágætlega á þær hugmyndir forystu ASÍ að fresta endurskoðun samninganna til 1. júlí. Mörg fyrirtækin geta illa eða alls ekki staðið undir launahækkunum um næstu mánaðamót. ,,Sumir hafa verið að lækka laun og aðrir hafa haldið launum óbreyttum. Ég hygg að margir myndu þá annaðhvort lækka laun á móti hækkununum eða gera einhverjar aðrar ráðstafanir. Einhverjir myndu þurfa að segja fleiri upp en þeir ætluðu. Þarna er um miklar taxtahækkanir að ræða. Samningarnir voru gerðir við önnur skilyrði en eru uppi í dag,“ segir Vil- hjálmur og bætir við: „Við höfum bara verið að leita að skynsemi og friði.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Óvissa Mörg félög vilja fresta endurskoðun launa. Önnur eru því mótfallin. ALMENNAR hækkanir launa sem eiga að öllu óbreyttu að greiðast út um næstu mánaðamót eru upp á 3,5% hjá þeim launþegum sem ekki hafa notið launaskriðs eða annarra launahækkana frá febrúar í fyrra. Einnig er um samið að lágmarks- taxtar hækki sérstaklega. Þannig hækki mánaðarlaunataxtar verka- fólks um 13.500 kr. og iðnaðar- manna um 17.500 kr. Verkalýðsfélag Akraness heldur því fram að fjölmörg félög vilji ekki fresta endurskoðun samninga. „Það er ljóst að á fundinum á mánu- daginn verður tekist á um þetta at- riði, en afstaða áðurnefndra félaga er skýr, það er að atvinnurekendur standi við þá samninga sem við þá hafa verið gerðir enda er ekki hægt að þeir sem eru með hvað lægstu launin verði af þeim hækkunum sem um hefur verið samið,“ segir í frétt frá félaginu. 13.500 KR HÆKKUN››

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.