Morgunblaðið - 16.02.2009, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.02.2009, Qupperneq 16
16 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 NÝFRJÁLS- HYGGJAN verður hart úti þessa dag- ana. Bókstafstrúin á að markaðirnir sjái um sig sjálfir og leiti jafnvægis, ráðstafi verðmætum með hag- kvæmasta hætti og séu best færir um að sjá um hagsmuni al- mennings, er ekki sannfærandi þegar markaðirnir eru eins og rjúkandi rúst eftir langvarandi stjórn í þeim anda. Víða um heim ríkti blind trú á einkavæðingu, skattalækkanir, afnám laga og reglna og að seðlabankar eigi ekki að hugsa um neitt annað en að halda verðbólgu niðri. Í ald- arfjórðung hafa Vesturlönd keppt um hvert þeirra gangi lengst. Því lengra sem þau gengu, því meiri varð samþjöppun auðs á fárra hendur. Bjargráðasjóður Það var óneitanlega gaman á meðan veislan stóð sem hæst. Margir keyptu stærri eignir en þeir þurftu og tóku hærri lán en þeir gátu endurgreitt. Sumir létu sér nægja að taka löng lán út á verðhækkun íbúða sinna, og eyddu fénu eða keyptu eignir sem rýrna hratt í verði, s.s. bíla og „skulda- hala“ aftan í þá. Þúsundir heimila hafa eytt varasjóði sínum og fara skuldum vafin inn í dýpstu og lengstu efnahagslægð síðan í kreppunni miklu. Bókstafs- trúarmenn vilja ekki kenna frjáls- hyggjunni um, vandinn er sagður stjórnvöldum að kenna eins og venjulega. Þau framfylgdu hug- myndafræðinni ekki út í ystu æs- ar, þess vegna er svo komið sem komið er, segja þeir. En féflett- arnir, sem komust yfir bankana og þar með sparifé almennings til að braska með, hafa komist undan með offjár. Þjónar þeirra, þeir sem stjórnuðu bönkum frá degi til dags hafa fengið mikla fjármuni fyrir að taka þátt í að féfletta fólk- ið. Reiði hefur grafið um sig. Fé- flettarnir, sem kalla sjálfa sig „fjárfesta“, fá nú að njóta hennar. Það er óbrúanleg gjá milli þess sem venjulegt fólk ber út býtum og þess sem féflett- arnir komust yfir. Engir markaðir geta virkað og notið trausts við slík skil- yrði. Nýlega birtust fyrstu tölur um verð- mæti þeirra eigna sem nýju bönkunum er ætlað að taka yfir. Hálfvirði lætur nærri. Af nálægt 5.000 millj- arða króna innlendum eignum er ríflega helmingurinn tapaður, hvorki meira né minna. Af lánum til svonefndra eignarhaldsfélaga hafa meira en 90% tapast. En það má sjá óskeikulleika hinnar ósýni- legu handar víðar. Á SV-horninu eru þúsundir íbúða í byggingu óseldar á sama tíma og fjöldi heimila er við að missa sínar. Er þetta merki um hagkvæma ráð- stöfun verðmæta? Stjórnvöld segj- ast munu koma inn með „bjarg- ráðasjóð“. Allir vita að þeir sem ekki tóku þátt í dansinum í kring- um gullkálfinn munu þurfa að borga brúsann. Margir með því að ekki verður gefið eftir af þeirra lánum af því að þau eru í skilum, en flestir með níðþungum sköttum á næstu árum. Ekki af því að það sé sanngjarnt og eðlilegt, heldur af því að það er enginn annar til staðar til að borga. Þetta er hinn raunverulegi bjargráðasjóður landsins. Hann þarf nú að hlaupa undir bagga vegna frjálshyggj- unnar. Pólitískur rétttrúnaður Nýfrjálshyggjan var alltaf póli- tískur rétttrúnaður og var aldrei studd gildum hagfræðilegum rök- um. Þó frjálshyggjumenn vilji ekki viðurkenna það hafa þeir og hug- myndafræði þeirra fallið á prófinu. Reyndar um allan heim, en verstu tossarnir eru þó hérlendis. Ekki verður með nokkru móti séð að fjármálamarkaðirnir hafi sjálfir leitað jafnvægis og ráðstafað verð- mætum með hagkvæmasta hætti. Þvert á móti, skelfilegar tölur tala sínu máli. Tal frjálshyggjumanna um vöxt og velgengni þjónaði fyrst og fremst sérhagsmunum þeirra sem voru að féfletta fjöldann sem blindaður var af ljóma gullkálfsins. Auðurinn hefur safnast á færri hendur og staða neytenda versnað, sem hefur sín áhrif á minnkandi eftirspurn. All- ar götur síðan 1993 þegar sam- keppnislög tóku fyrst gildi hefur vegferð yfirvalda samkeppnismála verið vörðuð góðum áformum, eins og leiðin til heljar. Yfirvaldið hef- ur stöðugt verið að samþykkja samruna með skilyrðum í stað þess að synja. Afleiðingin er sú að fákeppni og markaðsráðandi staða einkenna nú alla helstu markaði okkar. Stórfyrirtækin geta skammtað sér kjörin. Vonin um að markaðirnir sjái um sig sjálfir og leiti jafnvægis, ráðstafi verðmæt- um með hagkvæmasta hætti og muni sjá um hagsmuni almennings hefur ekki ræst. Allan þennan tíma hafa frjálshyggjumenn verið við stjórnvölinn. Hvort var það frjálshyggjan sem brást eða frjáls- hyggjumennirnir? Þeir mega velja. Frelsi í viðskiptum Frelsi er besta og skynsamleg- asta leiðin sem við höfum í við- skiptum, enda séu samkeppni og siðferði tryggð. Frjálshyggjumenn sinntu hvorugu skilyrðinu, en fóru þess í stað út um víðan völl. Eyði- leggingarmáttur letinnar hefur reynst ógurlegur. Þeir sem lenda í blindgötu geta þurft að snúa við. Viðskiptalífið er mottan sem frjálshyggjan þarf að halda sig á. Það á að þjóna mannlífinu, velferð og menning eru æðri. Menn verða að koma sér að verki og tryggja virka markaði og gott siðferði. Menntun, menning, heilbrigði og löggæsla eru dæmi um málaflokka sem ekki má vanrækja og ekki er unnt að fela markaðnum að ann- ast. Stjórn efnahagsmála er það líka, ekki síst peningamála. Rík- isvaldið verður að axla þá ábyrgð og frjálshyggjumenn að sætta sig við það. Frjálshyggja í blindgötu Ragnar Önund- arson skrifar um efnahagsmál » Viðskiptalífið er mottan sem frjáls- hyggjan þarf að halda sig á. Það á að þjóna mannlífinu, velferð og menning eru æðri. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og áhugamaður um hag- stjórn. MARGRÉT Júlía Rafnsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi í umhverf- isráði bæjarins, gerir mikið úr ráðgjafa- hlutverki sínu fyrir bæjarstjórn og bæj- arráð í Morgunblaðs- grein sinni gegn hval- veiðum. Bæjarstjóri hafi átt að spyrja hana álits áður en lýst var stuðningi við skynsamlega nýtingu sjávarafurða. Ráðgjafinn snjalli úr Samfylk- ingunni lætur sig ekkert varða um það þótt bæjarstjóri hafi borið mál- ið undir það ráð sem er jafnvel æðra umhverfisráði, sjálft bæj- arráð Kópavogs. Ráðgjafinn góði segist jafnframt ekki vita til þess að hvalveiðar séu né hafi verið stundaðar frá Kópa- vogi, „þá væri nú líf og fjör á Kárs- nesi“. Hrefnuveiðibáturinn Njörður KÓ hefur verið gerður út frá Kópa- vogshöfn í áraraðir og í kringum þá útgerð hafa skapast lífleg og fjör- leg umsvif á Kársnesi. Það er rétt að halda þessu til haga þar sem náttúruverndarráðgjafi Samfylk- ingarinnar velkist í vafa um hverjir hafi hagsmuna að gæta. En málið snýst um meira en þennan eina bát. Öll þjóðin á hags- muna að gæta. Hval- veiðar snúast um at- vinnusköpun, aukin útflutningsverðmæti og forræði yfir fiski- miðunum. Sjálfbær nýting hvala ógnar ekki lífríkinu og ég fagna því að fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra, Einar K. Guð- finnsson, skyldi taka áskorun minni og gefa út veiðikvóta. Ég fagna einnig meirihlutastuðningi við veiðarnar á Alþingi. Skyldu þingmennirnir hafa mun- að eftir að spyrja fulltrúa Samfylk- ingarinnar ráða? Veiðiráðgjöf Sam- fylkingarinnar Gunnar I. Birgisson svarar grein Mar- grétar Júlíu Rafns- dóttur Gunnar I. Birgisson » Öll þjóðin á hags- muna að gæta. Hval- veiðar snúast um at- vinnusköpun, aukin útflutningsverðmæti og forræði yfir fiskimið- unum. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. ATVINNULEYSI er þyngra en tárum taki, það geta þeir borið vitni um sem hafa reynt. Því miður árar svo í efnahagslífi landsmanna og reynd- ar víða um veröld, að störfum í ýmsum greinum hefur fækkað hratt. Fyr- irsjáanlegt er umtalsvert atvinnu- leysi á næstunni. Er áætlað að það geti verið um 9% næstu tvö árin eða um 15.000 manns. Slíkar tölur hafa ekki sést hér á landi um langt árabil sem betur fer og stjórnvöld verða að grípa til allra tiltækra ráða til þess að koma í veg fyrir að slíkt atvinnuleysi festist í sessi. Úrræðin eru um margt hefð- bundin og þá fyrst og fremst þau að efla atvinnuvegina og skapa ný störf með nýrri framleiðslu. Nýta auðlindir lands og sjávar eftir föng- um og láta ekki þröngsýni og for- dóma koma í veg fyrir skyn- samlega atvinnustefnu. En því þarf líka að fylgja að mennta vinnuaflið til annarra starfa svo fólkið geti tekist á við breyttar aðstæður og nýtt sér nýja mögu- leika. Til þess að svara þeim breytingum hef ég flutt á Alþingi frumvarp til laga sem opnar þann möguleika að atvinnulaus maður geti farið í nám í allt að tvö ár og haldið at- vinnuleysisbótum sín- um. Námið á að nýtast honum beint í atvinnuleit og er til þess að veita aukin starfsréttindi, auka hæfni til starfa og bæta vinnufærni, svo sem iðnnám eða meistaranám. Ég tel að það muni skipta sköp- um fyrir þann sem er í þeirri stöðu að hafa verið á vinnumarkaði og orðið atvinnulaus að hann geti haft þær tekjur sem atvinnuleysisbætur þó eru. Að jafnaði er viðkomandi búinn að stofna heimili og koma sér upp fjölskyldu og ber umtals- verðar skuldbindingar þess vegna. Nám í tvö ár yrði þungur baggi ef það yrði fjármagnað að fullu með námslánum og mörgum yrði það ókleift. Frumvarpið er flutt til þess að bæta úr. Sérstaklega er horft til þeirra sem búa einungis yfir grunn- menntun. Samkvæmt tölum Hag- stofu íslands frá árinu 2007 voru 28% einstaklinga á vinnumarkaði á aldrinum 20–64 ára án við- urkenndrar starfs- og framhalds- skólamenntunar. Það samsvarar 45 þúsund manns. Að sama skapi voru tæplega 60% þeirra sem voru at- vinnulausir í lok árs 2008 einungis með grunnskólamenntun. Mik- ilvægt er því að bæta úrræði þess- ara einstaklinga til að auka vinnu- færni sína með því að bæta við námsúrræðum. Það bætir lífsgæði einstaklinganna, styrkir atvinnufyr- irtækin og eykur hagvöxtinn. Auk- in menntun er svarið við atvinnu- leysinu. Aukin menntun er svarið við atvinnuleysinu Kristinn H. Gunn- arsson segir frá frumvarpi sem hann hefur lagt fram á Alþingi »Mikilvægt er því að bæta úrræði þessara einstaklinga til að auka vinnufærni sína með því að bæta við náms- úrræðum. Aukin mennt- un er svarið. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. ÞAÐ hefur verið annríki á forsetaskrif- stofu að undanförnu. Þaðan hafa streymt leiðréttingar á ummæl- um fjölmiðla, sem hafa misskilið forseta Ís- lands hrapallega og haft eftir honum orð og yfirlýsingar, sem hann segir engan fót fyrir. Þetta er ekki nýtt. Í haust flutti forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson ræðu í hádegisverðarboði með erlendum sendiherrum í Reykja- vík. Skýrsla sendiherra Noregs um þennan hádegisverð til utanríkisráðu- neytisins í Ósló rataði með ein- hverjum hætti á síður norska blaðs- ins Klassekampen. Þótti frásögn blaðsins af skýrslunni og ræðu forset- ans mikið fréttaefni. Nokkru síðar kom Ólafur Ragnar Grímsson í Kastljós Sjónvarpsins til að bera af sér sakir vegna ummæla, sem vitnað var til í frásögn Klasse- kampen af skýrslu norska sendiherr- ans. Í umræddu hádegisverðarboði í danska sendiráðinu voru auk sendi- herra Danmerkur, sendiherrar Kan- ada, Finnlands, Frakklands, Kína, Japans, Noregs, Póllands, Rússlands, Bretlands, Svíþjóðar, Þýskalands og Bandaríkjanna. Fulltrúar 13 landa af 14, sem starfrækja sendiráð í Reykja- vík. Skemmst er frá því að segja að Ólafur Ragnar Grímsson sagði í Kastljósi, að ekki væri mark á sendi- herraskýrslum takandi. Það segði hann í ljósi langrar reynslu af lestri slíkra skýrslna. Hann lýsti sendi- herra Noregs á Íslandi ósanninda- mann. Ekkert væri hæft í því, sem fram kæmi í Klassekampen úr frá- sögn sendiherrans. Það væri til dæm- is af og frá að hann hefði nefnt, að Rússum stæði aðstaða á Íslandi til boða. Sá sem þetta skrifar hefur ekki les- ið frásögn norska sendiherrans, sem kveikti þessa umræðu í fjölmiðlum. Hann hefur hinsvegar lesið frásögn annars sendiherra af þessum hádeg- isverðarfundi. Sú frásögn staðfestir, að norski sendiherrann og norska dagblaðið Klassekampen fóru rétt með um það, sem fram fór á þessum fundi. Ólafur Ragnar sagði þar meðal annars, að Rússum stæðu allar dyr opnar á Íslandi, hvort sem um væri að ræða olíuhreinsunarstöð eða aðstöðu á Keflavík- urflugvelli. Íslendingar þyrftu að finna sér nýja vini. Greinarhöfundur hef- ur líka rætt við annan sendiherra, lang- reyndan diplómat, sem hlýddi á Ólaf Ragnar í þessum hádeg- isverði. Hann sagði: „This was a once in a lifetime experience“ – eða „Svonalagað upplifir maður aðeins einu sinni á ævinni“. Við málsverðinn var Ólafur Ragnar harðorður í garð Dana, Svía og Breta. Margir Íslend- ingar hugsa Bretum þegjandi þörfina fyrir aðgerðir þeirra gagnvart okkur, en hitt er annað mál hvort forseti Ís- lands á að ráðast að sendiherra þeirra þar sem báðir eru gestir í matarboði á heimili danska sendiherrans á Ís- landi. Ég held ekki. Í Kastljósi sagði forsetinn líka, að þarna hefðu átt sér stað tveggja tíma umræður. Það er rangt. Að lokinni ræðu forsetans komu þrjár stuttar athugasemdir mjög almenns eðlis frá jafnmörgum sendiherrum. Tveir aðrir skutu inn örfáum orðum. Það urðu engar um- ræður. Viðstaddir voru dolfallnir. Það er alvarlegt mál, þegar forseti Ís- lands kemur í sjónvarp og fer á svig við sannleikann um orð sín á fundi með erlendum sendiherrum. Við sem vorum Ólafi Ragnari samtíða á Al- þingi vitum, að hann lét ekki stað- reyndir hefta för sína með him- inskautum, þegar sá gállinn var á honum. Það er óviðunandi fyrir ís- lenska þjóð, að hann skuli hafa flutt þau vinnubrögð með sér til Bessa- staða. Á svig við sannleikann Eiður Guðnason fjallar um ummæli forseta Íslands á fundi með erlend- um sendiherrum í Ósló Eiður Guðnason » Það er alvarlegt mál, þegar forseti Íslands kemur í sjónvarp og fer á svig við sannleikann um orð sín á fundi með erlendum sendiherrum. Höfundur er fyrrverandi sendiherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.