Morgunblaðið - 16.02.2009, Page 17

Morgunblaðið - 16.02.2009, Page 17
Minningar 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 ✝ Sirrey María Ax-elsdóttir fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1972 og lést 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kolbrún Bryndís Björnsdóttir félagsliði, f. 18.6. 1953, og Axel Þórðarson bílstjóri, f. 13.10. 1930, d. 16.11. 2001. Kolbrún giftist Valgarði Einarssyni, f. 19.1. 1955, árið 1975 en þau skildu 1984. Valgarður eignaðist dótturina Eydísi árið 1989, og var hún Sirreyju sem systir. Kolbrún er í sambúð með Ómari Morthens. Bróðir Sirreyjar sammæðra er Björn Ingi Valgarðsson, f. 23.4. 1976, maki hans er Húbert Nói Gunn- arsson, þeir búa í Kaupmannahöfn. Systkini Sirreyjar samfeðra eru 1) urbjörgu Birtu, 3) Þuríði Guðrúnu, og Gunnar Örn Haraldsson, f. 19.9. 1979, í sambúð með Cörlu Brown og eiga þau eina dóttur saman, syst- ur Arons, Sóleyju Líf. Sirrey ólst upp í Breiðholti og gekk í Breiðholtsskóla en lauk gagnfræðaprófi frá Réttarholts- skóla. Hún stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavík. Sirrey starfaði aðallega við þjónustustörf og vann líka um skeið í leikskóla. Þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn bjó hún með barnsföður sínum, Pétri. Fyrstu ár Kolbeins bjuggu þau í Breiðholti, en þau slitu samvistir. Um tíma var hún í sambúð með Gunnari, föður Arons, á Grett- isgötu. Þau slitu samvistir. Lengst bjó hún í miðbæ Reykjavíkur ásamt sonum sínum. Útför Sirreyjar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag kl. 13. Jón Grétar Axelsson, f. 11.4. 1956, giftur Tammy Axelsson, búa í Gimli í Kanada og eiga fjögur börn. 2) Einar Gunnar Ax- elsson f. 26.2. 1961, giftur Randi Ax- elsson, búa í Wash- ingtonríki og eiga fjögur börn. 3) Guðný Karolína Axelsdóttir, f. 20.10. 1965, býr á Selfossi og á fimm börn. Synir Sirreyjar eru Kolbeinn Elí Pétursson, f. 8.11. 1991, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, og Aron Örn Gunnarsson, f. 29.4. 2001. Barnsfeður Sirreyjar eru Pétur Hannesson, f. 11.11. 1970, kvæntur Gunnhildi Guðnadóttur, saman eiga þau þrjár dætur, systur Kolbeins 1) Ragnheiði Helgu, 2) Sig- Elsku fallega dóttir mín. Erfitt er að hugsa til þess að fá ekki að faðma þig aftur, en ég mun faðma ljós þitt að eilífu. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Þær munu aldrei gleymast allar yndislegu minningarnar um þig. Þín verður sárt saknað, takk fyrir allt. Elska þig mest. Þín, mamma. Þótt dagurinn komi með dýrðlegt ljós nú döpur er sálin mín, í hjarta mínu er hélað sár þegar hugsa ég nú til þín. Mín hjartkæra dóttir er horfin á braut úr heimi sem kaldur var, mig langar svo til þín að byggja brú sem ber góðar minningar. Þá hugsa ég til þín og horfi á brúna og í hjarta mér kviknar ljós, senn líður að vori á leiðinu þínu þá lifna mun falleg rós. Lokið er stríði, ljúft er að hvílast ljós þitt á himninum blikar nú skært, megir þú njóta í Almættis örmum alls þess sem jarðlífið gat þér ei fært. (G.G.) Þinn pabbi. Elsku mamma, ég veit þú hefur það gott og ert á góðum stað, ég sakna þín. Ó, mamma, elsku mamma! Nú hugsa ég heim til þín, er næturmyrkrið nálgast og dagsins ylur dvín. – Ég ligg hér, lítill drengur, og les nú versin mín. (Jóhannes úr Kötlum) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Ég elska þig mamma. Þinn Aron og pabbi. Minningar mínar um mömmu eru margar, en eru þó allar byggðar á sama grunni. Kærleik. Hún var allt- af að gefa og vildi sjaldan þiggja. Ég man eftir því nýlega að hún gaf mér hjól, og þegar ég ætlaði að þakka henni fyrir hjólið vildi hún engar þakkir. Þetta fannst henni sjálfsagð- ur hlutur og ég ætti sko ekki að vera að þakka henni neitt fyrir, þetta vildi hún bara gefa mér. Það sama gilti um hana á mínum yngri árum. Hún var óð í að gefa mér hluti, ef mig langaði í þá. Pen- ingar eða hluturinn sjálfur var ekki aðalatriðið, heldur var aðalatriðið að gleðja litla drenginn sinn. Hún sleppti aldrei þessari hugsun, ég var alltaf litli drengurinn hennar, sama í hvaða aðstæðum ég var staddur, hvort sem mig langaði í nýjasta LEGO-ið eða byrja að æfa box, þá hafði ég hennar stuðning og ást. Mamma var einnig alltaf alveg svakalega skemmtileg. Alveg frá mjög ungum aldri vildu vinir mínir alltaf fara í heimsókn til mín, ein- faldlega vegna þess að mamma var svo hrikalega góð og skemmtileg, og tók þátt í öllu því sem okkur fannst gaman að gera, og naut þess í botn. Hvort við ætluðum í LEGO eða út að hjóla, skipti ekki máli. Hvað hún var skemmtileg var einmitt annar af lykilkostum hennar. Annað sem einkenndi hana var hvað hún var hreinskilin. Hún var aldrei hrædd við að láta skoðun sína í ljós, og þegar hún gerði það þá fór það ekkert á milli mála að það var hún sem var að tjá sig. Það má orða það þannig að hún hafi verið mjög stór sál í ekki svo stórum líkama. Hún var ein af þessum manneskj- um sem voru alltaf með marga hluti í gangi í einu, svo henni gafst ekki mikill tími til slökunar. Hún var ein- faldlega alltaf upptekin, og ef hún var það ekki þá fann hún sér alltaf eitthvað til þess að gera, eins og til dæmis að taka til. Hún var einnig mjög þrjósk kona, og reyndist það vera virkilega erfitt, nærri ómögulegt að fá hana til þess að skipta um skoðun. Ef hún var að tjá sig, þá komst ekki mikið annað að, þannig að það má segja að hún hafi verið meira fyrir að tala en hlusta, á sama hátt og hún vildi frekar gefa en þiggja. Þegar það byrjaði að halla undan fæti hjá henni fyrir nokkrum árum, prófaði hún allar aðferðir til að losna undan keðjum alkóhólismans, og missti ég aldrei trúna á henni, því að ég vissi að hún gæti það. Hún er þó laus núna, og ég er glaður fyrir hennar hönd að þurfa ekki lengur að berjast við það sem gat virst ósigrandi. Hægt er að líta á þetta sem einskonar frelsun, og það gleður mig að þú hafir loks öðlast þinn frið. Það eru fá takmörk fyrir því hversu mikið maður getur elskað manneskju, þó svo að maður tjái ást sína ekki mikið þá veit maður að hún er til staðar. Þú varst besta, fallegasta, skemmtilegasta, yndislegasta og kærleiksríkasta móðir sem nokkur gat hugsað sér að eiga, og ég sakna þín nú þegar óendanlega mikið. Takk fyrir öll góðu árin sem þú gafst mér, Kærleikurinn breiðir yfir allt. Trúir öllu. Vonar allt. Umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. (Úr 1.Kórintubréfi 13:1-8A) Ég elska þig mamma. Kolbeinn Elí Pétursson. Elsku Sirrey systir mín. Það er svo ótrúlega margt sem mig langar til að segja við þig Sirrey en ég er búinn að segja þér svo margt í huganum aftur og aftur og veit vel að þú ert búin að heyra það allt og sem betur fer vissir þú alltaf hvað ég elskaði þig mikið og saknaði þín. Það verður svo skrýtið að fá ekki að njóta nærveru þinnar framar hér á þessari jörð og að þú fáir ekki tækifæri til að koma til mín til Kö- ben eins og þig langaði svo mikið. Þú átt svo stóran hluta af mínu hjarta, Sirrey mín, eins og þú veist, og munt ávallt lifa þar með mér þar til við hittumst aftur. Við munum alltaf passa vel upp á Kolbein og Ar- on fyrir þig og ávallt halda fallegu minningunni um þig hátt á lofti. Nú sit ég og horfi á sólina björtu hún sendir geisla til mín, samt ríkir harmur í hjarta mínu og hugurinn leitar til þín. Nú endalaust spyr ég, en engin mér svar- ar því ertu ekki lengur hér? en ég veit að þú lifir svo langt í burtu og ljósið það fylgir þér. Nú friðar þú nýtur á fjarlægri ströndu þar fegurstu vaxa blóm, og englar þig leiða þar allar stundir um eilífðar helgidóm. (G.G.) Elsku mamma, Kolbeinn og Aron. Megi allar góðar vættir fylgja ykkur áfram og styrkja í sorginni. Kol- beinn, ég veit að hún mamma þín horfir stolt á hvað þú ert búinn að standa þig vel í öllu þessu ferli. Þú ert og verður svo sannarlega hetjan mín elsku kallinn minn. Hvíl í friði fallega systir mín. Þinn elskandi bróðir, Björn Ingi. Í dag kveðjum við Sirreyju sem okkur var svo kær. Hún gaf okkur þá gleði og ham- ingju að treysta okkur fyrir syni sín- um, Kolbeini Elí. Sirrey var einstaklega hlý og skemmtileg og nú njótum við þess góða sem hún gaf Kolbeini í þeim manni sem hann er orðinn. Við fjöl- skyldan munum af fremsta megni varðveita allt það sem hún gaf okkur í honum og af sjálfri sér. Kolbeinn og Aron bróðir hans rækta nú saman minningu um sína elskulegu móður. Fjölskyldan vottar öðrum ættingjum og vinum Sirreyj- ar sem og öllum sem þekktu hana dýpstu samúð. Við verndum í hjarta okkar minn- ingu um kærleiksríka og skemmti- lega konu. Pétur, Gunnhildur, Ragn- heiður Helga, Sigurbjörg Birta og Þuríður Guðrún. Öll þau tár sem ég hef fellt sein- ustu vikuna koma vegna allra góðu minninganna sem ég á um þig, elsku Sirrey, besta frænka mín. Ég veit ekki hvor var skrítnari, ég eða þú, en ég man öll þau skipti sem við föttuðum hvað við vorum á margan hátt líkar, litum á hvor aðra og sögð- um „Þetta er í genunum“ og ég hló og þú tístir. Það var svo fyndið hvernig þú eiginlega tístir þegar þú hlóst. Ég man þegar þú baðst mig um að kenna þér almenn brot. Ég kom og hélt langa ræðu um stærð- fræði, þú reyndir eftir fremsta megni að hlusta þolinmóð á boð- skapinn, horfðir svo á mig og spurð- ir af hverju ég væri að flækja ein- falda hluti svona svakalega. Reifst svo af mér dæmin sem ég átti að sýna þér og bara svaraðir þeim einn tveir og bingó.„Hjúkk að gáfur erf- ist frá móður,“ sagði ég þá. „Hvað meinar þú?“ sagðir þú. „Nei, ég meina, það er vísindalega sannað að gáfur erfast frá móður til barns, bara gott fyrir börnin þín að erfa það frá þér,“ og þú ranghvolfdir augunum. Hittingar okkar eftir að við vorum orðnar eldri byrjuðu allt- af á upptalningu á öllu því sem strákarnir þínir voru að gera, þetta tók oft langan tíma, og þú varst ein- faldlega að rifna úr stolti. Þú end- aðir þetta yfirleitt á því að slá í mig og segja „En þú manst, þetta er allt frá mér, gáfur koma frá mömmum“ og tístir. Ég sagði þá eiginlega alltaf „Eins gott að pabbar þeirra eru svona hávaxnir.“ Ég man líka hvað þú varst gjafmild, og gafst alltaf allt sem þú áttir. Einhvern tíma hitt- umst við á lestarstöðinni í Lyngby og þú spurðir hvort ég gæti lánað þér pening. Ég tók út úr hraðbank- anum, rétti þér seðlana og þú tókst í höndina á mér og sagðir „Komdu, ég ætla að bjóða þér út að borða“. Og í eitt kvöld vorum við prinsessur! Og öll þau skipti sem við breyttum her- berginu mínu í spa. Fórum í fótabað, lituðum augabrúnirnar, settum á okkur maska, naglalökkuðum okk- ur, það var svo gaman. Við töluðum samt alltaf svo mikið að fótabaðið varð kalt og augabrúnirnar of dökk- ar. Hlógum svo mikið að maskinn brotnaði í andlitinu á okkur. Og naglalakkið aflagaðist alltaf eitthvað smá því við þurftum alltaf að vera að gera svo margt í einu. Ég man þeg- ar þú hringdir í mig á kvöldin þegar ég var að gera mastersverkefnið og rakst mig heim. Enginn annar í heiminum hefur fengið að segja mér að gera eitthvað. Svo lofaðir þú að hringja morguninn eftir til að sjá til þess að ég mætti á, eins og þú sagðir „skikkanlegum tíma“ aftur í skól- ann. Þér fannst svo fyndið hvað ég „snoozaði“ mikið á morgnana. Ég man svo margt. Man þegar við hlóg- um, man þegar við grétum, man þegar við rifumst… hahaha, man þegar þú skelltir á mig á MSN, það getur engin nema Sirrey skellt á á MSN, fannst það ekki fyndið þá, en núna svo fyndið. Ég man allt sem við sögðum, allt sem við lofuðum. Þú stóðst við þitt, ég stend við mitt. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Elsku Kolbeinn Elí, Aron Örn, Kolla og Björn Ingi, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur, minningin um frábæra konu lifir. Þín frænka, Steinunn Dögg. Allt of stuttur tími var það fyrsta sem kom í huga minn þegar mamma þín hringdi og sagði mér að þú værir látin. Allt of stuttur tími fyrir allt það sem þú ætlaðir að gera. Sann- arlega gerðir þú margt á þessum stutta tíma, þú skildir eftir hjá okk- ur þessa tvo dásamlegu drengi þína. Það var ótrúleg elska sem fylgdi samskiptum þínum við drengina þína. Þrátt fyrir veikindi þín hafðir þú þá alla tíð í fyrsta sæti. Til merk- is um það voru þeir báðir hjá feðrum sínum þar sem þú taldir þeim betur borgið þar en hjá þér eins og staðan var einmitt núna. Samskiptin við þá einkenndust af því hve vænt þér þótti um þá, endalaust knús, kossar og hlátur. Ég man þegar ég sá þig fyrst, ég fimmtán ára og svo stolt af þessari fallegu frænku sem mér hafði hlotn- ast. Ég man hvað ég var stolt þegar þú fékkst nafnið þitt, ég vildi meina að það væri í höfuðið á mér. Ég man hvað þú varst fljót að byrja að tala og sannarlega hafðir þú alltaf eitt- hvað til málanna að leggja, talaðir endalaust, þuldir ljóð og söngst eins og engill. Ég man hvað þú varst allt- af smágerð og allir héldu að þú vær- ir brothætt en það var sterkt í þér. Ég man hvað þér lá á að verða full- orðin. Ég man hvað þú varst stolt þegar þú eignaðist Kolbein Elí og seinna þegar þú eignaðist Aron Örn, þeir voru fullkomnir fannst þér, líklega er eitthvað til í því. Ég man hvað þú varst endalaust stolt af þeim. Ég man hvað þú varst listræn og hafðir fallega rithönd. Ég man hvað þú hafðir fallegt bros og hvað geislaði frá þér glaðværð og kátína. Ég man hvað þú varst alltaf vel til höfð, hrein og í fallegum fötum. Ég man þegar við sátum síðasta haust og ræddum saman og þú varst svo glöð með hvað þú varst búin að vera lengi edrú. Því miður hélst það ekki. Ég var fullkomlega viss um að þú mundir á endanum ná þér. Ég vel núna að hlusta á þennan frábæra frænda minn, son þinn, sem segir að nú sért þú á betri stað og laus við þær þrautir sem einkenndu líf þitt síðustu ár. Líf þitt var ekki einfalt eða létt, þú valdir leiðir sem ég skildi ekki alltaf en þrátt fyrir allt varstu alltaf fallega litla frænka mín. Þegar þú fórst síðast í meðferð, þá hélt ég að nú væri þetta komið, þú varst jú búin að vera laus við fíknina í nokkra mánuði og vildir halda því áfram en vissir sem var að þú þyrftir stuðning. Freistingin varð þó yfirsterkari í það sinn, því miður. Elsku Kolbeinn Elí, Aron Örn, Kolla og Björn Ingi, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur, minningin um stóra konu í litlum líkama lifir. Ásta María móðursystir og Steinn. Allt sem gerist og hendir okkur hefur merkingu en hún er oft ekki auðráðin. Einnig í lífsins bók eru á hverju blaði tvær síður. Önnur, sú efri, er skráð af okkur mönnum með ætlun okkar óskum og vonum, en hina fyllir forsjónin, og það sem hún færir hefur sjaldnast verið markmið okkar Elsku Sirrey María. Mig langar að minnast þín eins og ég þekkti þig. Falleg kona með sætt bros og smit- andi hlátur. Þú varst fljót að sjá spaugilegu hliðina á ýmsum málum og kunnir að svara fyrir þig. Þú ljómaðir öll þegar þú talaðir um Kol- bein Elí og Aron Örn og kallaðir þá gaura og töffara, drengina sem þú varst tekin frá allt of snemma. Ég á eftir að sakna þín mikið og ég veit að svo er um fleiri. Ég veit að þú vakir áfram yfir strákunum þínum sem eiga nú um sárt að binda. Elsku Kol- beinn, Aron, Bjössi, Kolla, Ómar og Valgarð. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þinn vinur, Jökull. Svo skrítið. Það er svo ótrúlegt að sumir þurfa að fara hratt yfir lífið. Nú er ég komin og svo er ég bara farin. Falleg, ákveðin, brosmild, lið- ug sem áll, aldrei leiðinlegt. Tók sterkt á hlutunum, það var engin lognmolla frá þessari fínlegu og fal- legu frænku okkar. Takk fyrir, Sir- rey María. Elsku aðstandendur, Guð styrki ykkur og blessi. Sigríður María og fjölskylda. Sirrey María Axelsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.