Morgunblaðið - 16.02.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 16.02.2009, Síða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 ✝ Jón Mýrdal fædd-ist 11. janúar 1923 í Hafnarfirði. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 1. febr- úar 2009. Foreldrar hans voru Sigurjón Mýrdal skipstjóri, f. 2.3. 1890 í Bakkakoti í Leiru en hann fórst með togar- anum Ólafi 2.11. 1938, og Steinunn Jó- hannsdóttir Mýrdal, f. 7.11. 1895 í Melbæ í Leiru, d. 15.11. 1943. Systkini Jóns: Þóra, f. 13.10. 1917, d. 5.3. 1995, Guðríður, f. 5.1. 1919, d. 16.5. 1988, Njáll, f. 4.7. 1921, d. 19.11. 1989, og Sæunn, f. 17.6. 1926. Jón kvæntist 16. nóvember 1947 Sigurveigu Garðarsdóttur Mýrdal, f. 15.7. 1924. Foreldrar hennar voru Garðar Jónsson verkstjóri, f. 6.11. 1898, d. 17.9. 1967, og kona hans Jóna Sigurvina Björnsdóttir, f. 26.9. 1896, d. 29.3. 1966. Synir Jóns og Sigurveigar eru: Hafnarfirði en flutti með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur árið 1931 þar sem hann gekk í barna- skóla og gagnfræðaskóla. Á sumr- in var hann oft með skyldfólki suð- ur með sjó en síðustu ár fyrir fermingu var hann í sveit á sumrin í Hvítársíðu í Borgarfirði. Jón stundaði skrifstofustörf 1940-45. Hann tók loftskeytapróf 1946 og var loftskeytamaður á togurum 1947-53 og á Veðurstofu Íslands 1953-57. Hann var ráðinn tollvörður í Reykjavík 1957 og starfaði hjá toll- yfirvöldum til starfsloka, síðast sem deildarstjóri hjá embætti rík- istollstjóra. Heimili Jóns og Sig- urveigar var lengst af í Bogahlíð 26 í Reykjavík. Jón sinnti marg- víslegum félagsstörfum. Hann var skáti frá ungum aldri og gegndi um ævina ýmsum trúnaðarstörfum fyrir skátahreyfinguna. Hann var virkur þátttakandi í samtökum hjartasjúklinga. Jón var heið- ursfélagi í Tollvarðafélagi Íslands. Hann var félagi í Kiwanis- klúbbnum Kötlu. Útför Jóns fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13. 1) Sigurjón, f. 12.11. 1949, deild- arstjóri í mennta- málaráðuneytinu. Kvæntur Maríu Soph- usdóttur kennara, f. 25.4. 1950. Dóttir þeirra er Sigurveig. 2) Garðar, f. 11.10. 1951, forstöðumaður geislaeðlisfræðideild- ar á Landspítala. Kvæntur Ingibjörgu Ósk Kjartansdóttur aðstoðarleik- skólastjóra, f. 17.2. 1957. Synir þeirra eru Jón Steinar og Kjartan Kári. Dóttir Garðars og Guðrúnar Magnúsdóttur er Mál- fríður og er maki hennar Ívar Örn Gíslason. Þau eiga fjögur börn, Grím, Þórdísi, Hrafn og Þórhall. 3) Jón Agnar, f. 23.7. 1957, kerf- isfræðingur. Kvæntur Vivian Han- sen, f. 27.8. 1950. Dætur þeirra eru Embla og Arna. Fyrir átti Vivian Erp og Huldu Aðalsteinsbörn. Jón átti fyrstu ár ævinnar heima í Elskulegur tengdafaðir minn Jón Mýrdal er látinn. Á kveðjustund renna hlýjar minningar gegnum hugann. Ég var nýorðin 18 ára þegar ég kom fyrst á heimili Jóns og Diddu í Bogahlíð. Sigurjón elsti sonur þeirra hafði talið mig á að koma með sér til að smakka pönnukökur mömmu sinnar. Ég var hikandi í fyrstu en þegar í Bogahlíðina kom varð ekki aftur snúið. Þessi heim- sókn var upphafið að fjölskyldu- tengslum og vináttu. Ég hafði heyrt Jóns getið vegna starfa hans innan skátahreyfingar- innar. Nú kynntist ég nýrri hlið á honum, fjölskyldumanninum. Þrátt fyrir mjög langan vinnudag nýtti hann vel tímann sem hann hafði með fjölskyldunni. Á þessum árum var það regla að fjölskyldan borðaði saman í hádeginu á sunnudögum og ræddi málin. Jón var vel að sér í öll- um málefnum og góður hlustandi. Hann hafði lag á að segja frá og var jafn nákvæmur í frásögnum sínum og öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Ég minnist sunnudagsbíltúranna með þeim Diddu og Þóru elstu syst- ur Jóns. Oft var farið á Vatnsleysu- ströndina. Þar þekkti Jón vel til og hugur hans leitaði oft þangað enda hafði hann dvalið þar ungur drengur hjá skyldfólki sínu á sumrin. Í þess- um ferðum valdi Jón áningarstaði, breiddi út teppi og við nutum góð- gerða sem Didda hafði tekið með. Sömuleiðis eru ferðir um Borgar- fjarðarsveitirnar minnisstæðar. Jón hafði verið í sveit í Hvítársíðunni og hafði yndi af því að rifja upp sögur þaðan og miðla af fróðleik sínum. Seinna þegar við bjuggum í Upp- sölum og síðar Madison heimsóttu Didda og Jón okkur. Hvort sem ferðast var um heimavöll eða fram- andi slóðir kom vel í ljós áhugi hans á útivist og næmur skilningur á samspili náttúru og mannlífs. Jón var félagslyndur. Hann tók virkan þátt í ýmsum félögum og oft sat hann í stjórnum þeirra. Hann sóttist ekki eftir metorðum. Honum féll best að vinna verkin án þess að hafa um þau mörg orð. Mörg kvöld þegar hann kom heim af fundum settist hann niður til að skrifa fundagerðir. Ég velti því stundum fyrir mér af hverju hann væri yf- irleitt ritari. Hann hafði fallega rit- hönd en sennilega hefur nákvæmni hans og samviskusemi gert útslagið. Jón var loftskeytamaður á sínum yngri árum, bæði úti á sjó og í landi. Mestan hluta starfsævinnar vann hann hins vegar hjá Tollstjóraemb- ættinu. Hann gat morsað og kunni tollskrána utan að og flokkaði hluti gjarnan eftir tollnúmerum. Heiðar- leiki var honum í blóð borinn og réttsýni í öllum samskiptum. Vandvirkni Jóns og nákvæmni komu honum til góða þegar hann veiktist af hjartasjúkdómi og þurfti að breyta lífsstíl. Þá fylgdi hann leiðbeiningum lækna af stakri sam- viskusemi. Fyrir nokkrum árum veiktist Jón af Alzheimer. Hann var heppinn að fá inni á Sóltúni og búa sér nýtt heimili með aðstoð Diddu og starfs- fólks Sóltúns. Þar varðveitti hann einkenni sín, félagslyndi, nákvæmni og glaðlyndi. Við gátum endurgoldið sunnudagsbíltúrana þótt þeir væru bara innanbæjar og gott var að fá hann í heimsókn um helgar. Að leiðarlokum þakka ég tengda- föður mínum samfylgdina. Hvíl í friði. María Sophusdóttir. Þegar ég minnist tengdaföður míns kemur mér fyrst í hug hversu hæverskur, kurteis og vandvirkur hann var. Þegar við Garðar keypt- um okkar fyrstu íbúð þurfti að lag- færa ýmislegt og tengdafaðir minn var fyrstur manna til að bjóðast til að hjálpa okkur í því. Við þurftum að lagfæra gluggana í íbúðinni og Jón tók það að sér og gerði það svo vel að aldrei, meðan við bjuggum þar, þurfti að snerta á því verki aftur. Jón var ætíð mjög réttsýnn og einbeittur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar hann þurfti að skipta um lífsstíl gerði hann það af heilum hug, skipti algerlega um mataræði og fór að ganga reglulega og hann hafði sinn stíl á því. Gat maður þekkt hann á kröftugu göngulaginu af löngu færi. Þar naut hann líka stuðnings konu sinnar, Diddu, sem tók þátt í þessu eins og öllu öðru með honum af einlægni. Þau voru alltaf samtaka um velferð fjölskyldunnar, þau voru ávallt tilbúin til að fá okkur í heimsókn hvenær sem var, bæði heima í Boga- hlíðinni og í sumarfríum þegar þau voru á ferð um landið. Eigum við og börnin okkar margar góðar minn- ingar um ljúfar stundir með þeim. Börnin voru afar hænd að afa sín- um og ömmu og gleymi ég aldrei þeirri stund þegar ég rétti Jóni í fyrsta sinn nafna hans. Þá sagðist hann ekki vera vanur að halda á svo litlum börnum og þá áttaði ég mig á því að hann hafði verið til sjós fjarri heimilinu þegar tveir eldri synir hans fæddust og hann því misst mikið til af fyrstu þroskaárum þeirra. Jón og Didda voru líka alltaf tilbúin að hlaupa undir bagga hve- nær sem á þurfti að halda og ekki þótti þeim verra að börnin kíktu inn á leið úr skóla og var þá alltaf eitt- hvað gott á borðum. Það kunnu þau sannarlega að meta. Jón var rólegur maður en hafði samt gaman af kynnum við annað fólk og sést það best á því hversu duglegur hann var að taka þátt í fé- lagsstörfum. Hann átti trygga fé- laga úr gamla skátaflokknum sínum allt frá æsku og hann starfaði einnig af dugnaði í Kiwanishreyfingunni og hjá Hjartaheillum. Þegar Jón er nú allur er mér efst í hug hlýja og þakklæti til trausts og góðs manns sem hefur ætíð reynst mér og mínum svo vel. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir. Það er skrítið að sitja hér svo fjarri og frétta að elskulegur Jón afi okkar sé farinn. Við eigum ekkert nema góðar minningar um sam- skipti okkar allt frá því að við fyrst munum eftir. Samgangurinn var alltaf mikill og eru þau ófá skiptin sem við bræðurnir gistum hjá afa og ömmu í Bogahlíðinni, heimsóttum þau í sumarhús eða ferðuðumst með þeim. Þegar börn voru í heimsókn hélt afi sig oftast til hlés. Það var þó aug- ljóst hve mikið hann naut þess að hafa yngstu afkomendurna í heim- sókn, því allt fram á það síðasta skein af honum gleðin við að sjá börn að leik. Afi var alltaf til staðar fyrir okkur og tilbúinn að leiðbeina þegar þess þurfti. Sumar ábendingarnar hljóma kannski smávægilegar eða augljósar í dag en lifa skýrt í minn- ingunni, til dæmis þegar hann út- skýrði fyrir okkur að maður heilsaði alltaf með hægri hendinni. Þegar við stunduðum nám við MH nýttum við okkur óspart að geta stokkið yfir götuna í heimsókn. Á þessum árum áttum við afi mörg góð samtöl. Við töluðum um heima og geima, meðal annars um ótalmargt af því sem á daga hans hafði drifið. Hann hafði einnig mikinn áhuga á því að heyra hvaða hugmyndir við hefðum um lífið og hvert við vildum stefna. Sjálfur stefndi afi á frekara nám á unglingsárunum. Menntaskólinn var handan við hornið en vegna frá- falls foreldra hans þurftu þeir draumar að víkja. Það þurfti að sjá fyrir fjölskyldunni og því gekk hann til vinnu þrátt fyrir ungan aldur. Við vitum að það veitti honum mikla gleði að fylgjast með öllum tækifær- unum sem synir hans og við barna- börnin höfum haft til náms og starfa. Þörfin fyrir fróðleik og að kynna sér nýja hluti var greinilega alltaf til staðar því mjög algengt var að sjá afa grúska í bókum í rólegheitunum. Þegar hann hætti að vinna varð hann sér úti um tölvu sem hann hafði mikinn áhuga á að kynna sér og við bræðurnir vorum honum iðu- lega innan handar við að komast af stað í henni. Afi var afskaplega vandvirkur maður. Hann gekk ávallt að sér- hverju verki með alúð og einbeitni. Sem ungum drengjum þótti okkur oft erfitt að bíða á meðan afi opnaði pakka á jólunum af mikilli yfirvegun og í rólegheitum. Það vakti síðan alltaf jafn mikla undrun þegar hann pakkaði gjöfunum aftur inn þannig að ekki sá mikið á umbúðunum. Elsku afi, við erum afskaplega stoltir af því að hafa átt þig að. Þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman, fyrir það að vera alltaf til staðar og taka alltaf á móti okkur opnum örmum. Jón Steinar og Kjartan Kári. Jón Mýrdal Mikið glæsimenni var hann. Hávaxinn, hárprúður og skemmtilegur. Ekki skrýtið að Ellen hafi fallið fyrir slíku glæsimenni og hann fyrir henni á Fjóni fyrir meir en hálfri öld. Hann var einn af þeim ungu mönnum sem sóttu menntun sína til útlanda á eftirstríðárunum. Kom heim og vann við uppbyggingu lands síns. Fór með fjölskyldu sína á hjara veraldar til að stjórna þar síld- arverksmiðju. Seinna tók hann þátt í uppbyggingu vélstjórnarmenntunar og varð skólameistari Vélskóla Ís- lands og starfaði við það lengst af. Hann var mikill Hafnfirðingur. Ég var heppin að vera komin af vélafólki og Hafnfirðingum og gátum við því spjallað saman. Hann rifjaði oft upp æsku sína og sagði frá skemmtileg- um fýrum með viðurnefni sem al- gengt var í Hafnarfirði í þá daga. Ég á mynd af þeim hjónum þar sem þau eru að sýna barnabörnum „kærlig- Andrés Guðjónsson ✝ Andrés Guð-jónsson, fyrrver- andi skólameistari Vélskóla Íslands, fæddist í Hafnarfirði 13. júní 1921. Hann lést 22. janúar á Landakoti og var jarðsunginn frá Grensáskirkju 3. febr- úar. hedsstigen“ rétt hjá heimili Ellenar á Fjóni þar sem þau áttu margar góðar stundir og eru á myndinni jafn ástfangin og fyrr. Ég á margar góðar minningar frá heim- sókn til þeirra hjóna og færðist við það nær evrópskri menningu. Danskt smörrebröd í kvöldmat og julefro- kost þar sem setið var í marga tíma og spjall- að saman. Andrés hafði góða nærveru og kveð ég hann og votta Ellen og fjölskyldu samúð mína. Kristín E. Benediktsdóttir. Hann stóð við kennarapúltið, hár, grannur, beinn í baki, með hægri hönd á kinn þar sem vísifingur hvíldi upp með eyranu á meðan langatöng- in hvíldi létt á hökunni, klæddur gráum teinóttum jakkafötum, snyrti- legur í klæðaburði og virðulegur í fasi sem féll svo vel að þeirri mynd sem ég hafði djúpt í hugskotinu af hinum dæmigerða enska séntil- manni. Hann beið rólegur þar til nemend- urnir höfðu tekið sér sæti þá ræskti hann sig, bauð okkur velkomin til náms í Vélskóla Íslands haustið 1966. Kynnti sig og greindi frá því að hann yrði aðal-vélfræðikennarinn okkar þennan veturinn. Eftir stutta kynningu á kennslu- bókinni, sem var á norsku, bað hann okkur að fletta á ákveðnar síður hennar en þar var að finna hinar ýmsu kjarnaupplýsingar um náms- greinina sem hann fór nokkrum orð- um um. Hér var um kennsluaðferð að ræða sem ég hafði ekki áður kynnst á minni skólagöngu og áður en varði var allur bekkurinn niðursokkinn við að fylgja kennaranum okkar á hrað- ferð hans í gegnum efni bókarinnar. Þetta voru mín fyrstu kynni af Andrési Guðjónssyni fyrrverandi skólameistara Vélskóla Íslands, kynni sem urðu verulega náin eftir að ég tók við formennsku í Vélstjóra- félagi Íslands haustið 1982. Kennslu- aðferðir Andrésar voru á margan hátt býsna sérstakar. Hann kunni mikið af sögum af ýmsu tagi sem hann tengdi við námsefnið á hverjum tíma. Hver man t.d. ekki eftir frá- sögninni af dönsku kyndurunum sem hann fór með þegar fjallað var um gufuvélar þess tíma. Eða manninum sem hafði það að ævistarfi að slá í hjólin á járbrautarvögnunum og greina síðan sínum yfirmanni frá því hvort eitthvert hjólanna sendi frá sér enduróm sem skæri sig verulega úr hefðbundnum endurómi hjólanna. Þessa sögu sagði Andrés okkur þeg- ar hann var að brýna það fyrir okkur að við yrðum að tileinka okkur vitn- eskju um þau störf sem við værum að sinna á hverjum tíma. Hver væri til- gangurinn með þeim og hvert væri mikilvægi þeirra á viðkomandi vinnustað. Skoðun Andrésar var sú að þessi ágæti maður með sleggjuna hefði aldrei gert sér grein fyrir því til hvers hann hefði eytt ævinni í að slá í hjólin og hlusta eftir svörun þeirra, sem gert var til þess að kanna hvort komnar væru sprungur í hjólmass- ann. Hér væri aftur á móti gott dæmi um mann sem hefði eytt ævinni í inn- antómt starf, án starfsgleði eða fag- legs metnaðar sem hefði getað veitt ákveðinn þroska ef viðkomandi hefði haft skilning á tilgangi þess og mark- miðum. Með vangaveltum af þessu tagi var Andrés í raun að brýna fyrir nem- endum sínum hið fornkveðna: „yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig“ eða það að það er ekkert starf svo léttvægt að ekki megi hafa af því nokkurn þroska og starfs- ánægju. Síðar lágu leiðir okkar saman í fé- lagsmálunum. Við sátum saman í miklum fjölda nefnda þar sem bæði var fjallað um mál sem tengdust störfum vélstjóra, bæði til sjós og lands, og einnig námsvali og kennslu- háttum Vélskóla Íslands. Hvað varð- ar námsval og kennsluhætti Vélskól- ans þá var Andrés ávallt tilbúinn til að skoða allar breytingar með já- kvæðu hugarfari, hafnaði aldrei neinni hugmynd án efnislegrar skoð- unar. Við leiðarlok þakka ég Andrési, mínum gamla og góða læriföður, langa og góða samfylgd um leið og við hjónin vottum eftirlifandi eigin- konu hans, börnum og öðrum ná- komnum okkar dýpstu samúð. Helgi Laxdal. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.