Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 24
24 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009
ANN Richards,
fjölmiðlafulltrúi
Konunglegu óp-
erunnar í Covent
Garden í Lund-
únum, greinir frá
því í viðtali við
sænska blaðið
Dagens Nyheter
að til standi að
óperuhúsið láti
semja fyrir sig
óperu um glæsimeyna amerísku
Önnu Nicole Smith, sem vann sér
það til frægðar að giftast öldnum
miljarðamæringi og erfa eftir hann
fúlgur fjár. Sjálf dó Anna á voveif-
legan hátt í hittifyrra. „Okkur lang-
ar að setja upp spennandi og áhuga-
verð nútímaverk til að breikka
verkefnavalið,“ segir Ann Richards.
„Óperan um Önnu mun fjalla um líf
hennar og fólkið sem hafði áhrif á
hana. Það er saga um konu sem hitt-
ir eldri herramann,“ segir Elaine
Padmore, leikstjóri sýningarinnar, í
sama viðtali og bætir við: „Þetta er
átakanlega sorgleg saga, rétt eins og
í óperu Puccinis, Stúlkan í gullna
vestrinu. Óperan verður spegill á
samtíma okkar, Ameríku fyrir tíð
Obama.“ Padmore segir að verkið
verði tíðarandaópera, eins og urðu
vinsælar í Þýskalandi á þriðja ára-
tug síðustu aldar.
„En þótt líf Önnu Nicole hafi verið
opinberað í slúðurblöðum, þýðir það
ekki að óperan verði einhver smekk-
leysa,“ segir leikstjórinn. Ekkert
kemur fram um það hver semji tón-
listina.
Ópera um
Önnu Ni-
cole Smith
Óperan verður
samtíðarspegill
Anna Nicole Smith
RAGNHEIÐUR
Steindórsdóttir,
leikkona var út-
nefnd bæjar-
listamaður Sel-
tjarnarness fyrir
árið 2009 á laug-
ardaginn við há-
tíðlega athöfn.
Ragnheiður út-
skrifaðist frá The
Bristol Old Vic
Theatre School árið 1975. Hún hefur
verið fastráðin við Þjóðleikhúsið frá
árinu 1983 en á einnig að baki fjöl-
mörg hlutverk hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Þá hefur Ragnheiður
leikið í mörgum útvarpsleikritum,
sjónvarpsþáttum og í kvikmyndum.
Nafnbót bæjarlistamanns fylgir
starfsstyrkur og ætlar Ragnheiður
að takast það mikla verkefni á hend-
ur að lesa Passíusálma Hallgríms
Péturssonar í Seltjarnarneskirkju á
föstudaginn langa. Þá mun hún
koma fram við ýmis tilefni og uppá-
komur í bæjarfélaginu á árinu.
Þetta er í þrettánda skipti sem
bæjarlistamaður er útnefndur á Sel-
tjarnarnesi. Fráfarandi bæjar-
listamaður er Kristín Gunnlaugs-
dóttir myndlistarmaður en meðal
fyrri bæjarlistamanna eru Bubbi
Morthens tónlistarmaður, Gunnar
Kvaran sellóleikari, Auður Haf-
steinsdóttir fiðluleikari, Jóhann
Helgason tónlistarmaður og Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir leikkona.
Ragnheiður
Steindórsdóttir
Þrettándi
bæjarlista-
maðurinn
GUÐRÚN Erla Geirsdóttir,
fjallar um leit að gleymdum
kvensnillingum í myndlist-
arsögunni í hádegisfyrirlestri
Opna listaháskólans í dag, 16.
febrúar, kl. 12.30 í húsnæði
myndlistardeildar LHÍ, Laug-
arnesvegi 91.
Guðrún ætlar að bregða ljósi
á það hvers vegna svo fáar kon-
ur er að finna í listasögubók-
um. Hún mun greina frá því
sem kemur í ljós þegar ekki er látið staðar numið
við þá klisju að ástæða þess sé sú að þær fengu
ekki tækifæri til að afla sér þeirrar þjálfunar,
færni og reynslu sem þurfi til að verða fram-
úrskarandi í myndlistinni.
Myndlist
Gleymdir kvensnill-
ingar í myndlist
Guðrún Erla
Geirsdóttir
TÓNLISTARFÉLAG Mos-
fellsbæjar stendur fyrir
Tangókvöldi í Hlégarði í Mos-
fellsbæ annað kvöld, 17. febr-
úar.
Þar munu Fimm í Tangó
leika finnska og íslenska
tangótónlist. Meðlimir Fimm í
Tangó eru; Ágúst Ólafsson
söngvari, Ástríður Alda Sig-
urðardóttir á píanó, Íris Dögg
Gísladóttir fiðluleikari, Kristín
Lárusdóttir sellóleikari og Vadim Fedorov sem
leikur á harmoniku. Tangóparið Ozgur og Demir
dansar tangó við nokkur lög.
Húsið verður opnað kl. 20.30 og er miðaverð
1500 kr., selt er við innganginn.
Tónlist
Fimm í Tangó
leika tangótónlist
Ágúst Ólafsson
LÚÐRASVEIT Reykjavíkur
heldur tónleika í Neskirkju á
morgun, þriðjudaginn 17. febr-
úar.
Efni sveitarinnar á tónleik-
unum verður að þessu sinni
kvikmyndatónlist, en leikin
verður tónlist eftir Ennio
Morricone, Nino Rota og Jerry
Goldsmith. Tónlistin sem flutt
verður er m.a. úr kvikmyndum
eins og Guðföðurnum, Chaplin-
myndum, Jurrassic Park, Nuovo Cinema Para-
diso, The Mission, The Wind and the Lion að
ógleymdum spagettívestrum.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30, ókeypis er inn á
þá en veitingar verða seldar í hléi.
Tónlist
Lúðrasveit leikur
kvikmyndatónlist
Charlie Chaplin
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
UM ÁRABIL var Richard Tal-
kowsky sellóleikari mikilvirkur tón-
listarmaður í íslensku tónlistarlífi.
Hann fluttist hingað frá Bandaríkj-
um, lék með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og spilaði kammermúsík.
Hann lést um aldur fram í ágúst
2007. Í tilefni af afmælisdegi Rich-
ards á morgun halda vinir hans og
samstarfsmenn tónleika í Listasafni
Íslands þar sem meðal annars
verða flutt tvö ný verk saman í
minningu hans.
Í tilefni af tónleikunum kemur
vinkona Richards og margra ís-
lensku tónlistarmannanna, Beth
Levin píanóleikari, hingað og spilar
kammermúsík með hópnum á tón-
leikunum. Beth spilaði með Richard
og Einari Jóhannessyni í Tríói Bo-
realis á sínum tíma.
Helga Þórarinsdóttir víóluleikari
er einn skipuleggjenda tónleikanna.
Sterk klíka tónlistarfólks
„Við Laufey Sigurðardóttir fiðlu-
leikari, Nora Kornblueh sellóleikari
og Richard vorum öll í námi í Bost-
on á sama tíma, undir lok áttunda
áratugarins. Beth Levin var þar
líka. Við kynntumst öll og þetta
varð sterk klíka. Einhvern tíma
kom Richard svo hingað til að spila
kammermúsík með okkur, að mig
minnir 1980. Þá vantaði alltaf sell-
ista í Sinfóníuhljómsveitina og við
fengum hann til að koma og vera.
Þá var hann hér í nokkur ár. Héðan
fór hann til Barcelona til að spila
með Sinfóníuhljómsveitinni þar, en
kom hingað aftur. Hér átti hann
svo marga vini. Nora fluttist hingað
líka en þau tvö voru eins og systk-
ini.
Richard var gyðingur og fannst
stundum hljómsveitarstjórinn í
Barcelona vera neikvæður gagnvart
sér. Ég held að hér hafi hann fund-
ið mikinn frið og vináttu.“
Trio Borealis, sem Richard spil-
aði í með Einari og Beth kom víða
fram. „Þau ferðuðust mjög mikið og
fóru meðal annars til Suður-
Ameríku og Norðurlandanna. Það
var Richard sem skipulagði það.
Þeir Einar voru ákaflega góðir vin-
ir.“
Hann kveikti í fólki
Helga segir að Richard hafi verið
mjög greindur maður og það hafi
verið sérstaklega gaman að spila
með honum. „Hann var mikill
heimsborgari. Ég sagði oft við hann
hvað hann bætti miklu við íslenska
tónlistarlífið. Þegar við vorum að
æfa ný verkefni kom svo mikið frá
honum, því hann spilaði alltaf allt
frá hjartanu. Hann hlustaði mikið á
tónlist, og hlustaði mikið á söng.
Mér finnst hann kannski besta
dæmið um það hvað útlendingur
getur auðgað okkar anda. Við erum
stundum svo dauf, en fólk eins og
hann kveikir í okkur og maður fer
að nálgast verkefni sín öðruvísi.
Mér finnst hann hafa sýnt hvað það
er mikilvægt fyrir okkur að hafa
fjölbreytni í samfélagi okkar.
Í hljómsveitinni er oft hugsað til
hans og margir minnast hans. Þótt
hann hafi verið hljóðlátur maður
átti hann mjög marga vini.“
Spilaði alltaf
af öllu hjarta
Vinir og samstarfsmenn Richards Tal-
kowskys halda tónleika í minningu hans
Richard Talkowsky „Ég held að hér hafi hann fundið mikinn frið og vin-
áttu,“ segir Helga Þórarinsdóttir um vin sinn og samstarfsmann.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
FRANSKA útgáfan af bók Elínar Pálmadóttur Fransí
biskví, Frönsku Íslandssjómennirnir, er tilnefnd til
hinna virtu bókaverðlauna L’Academie de la marine í
Frakklandi. Bókaútgáfan Thélés í París keypti einka-
réttinn á útgáfu bókarinnar í franskri þýðingu og hef-
ur dreift henni í frönskumælandi löndum og á vefnum.
Verðlaunin eru veitt nýútkomnum bókum er varða
hafið en markmiðið er að glæða áhuga almennings og
ást á hafinu.
„Ég geri mér ekki neinar vonir en er ákaflega stolt
yfir að vera valin í svo virðulegan bókmenntaflokk í
Frakklandi,“ segir Elín. „Og mér þótti vænt um þegar
með tilkynningunni um tilnefningu bókarinnar fylgdu
ummælin: Auðvitað er þetta alveg frábær bók.“
Franska sjávar-akademían einbeitir sér að útgáfu-
störfum, verðlaunaveitingum, samkeppnum og öllu því
sem getur ýtt undir nýjungar, rannsóknir og tilraunir í
hvers konar sjávargreinum.
Dómnefnd hefur störf í byrjun mars. Veitt eru að-
alverðlaun Prix Beau livre, þrjár til fjórar bækur fá auk
þess heiðursorður og nokkrar fleiri lofsamleg með-
mæli.
Upprunalega bókin á íslensku, Fransí biskví, Ís-
landssjómennirnir, var gefin út hjá Almenna bóka-
félaginu árið 1989, var þá tilnefnd til fyrstu íslensku
bókmenntaverðlaunanna og varð metsölubók. Hún
seldist upp og hefur verið ófáanleg síðan. Elín hefur
ekki viljað að bókin væri endurprentuð án þess að hún
hefði tíma til að yfirfara hana. Nú hefur hún áhuga á að
fá hana útgefna enda áhuginn á þessu efni mikill og sí-
vaxandi.
Franskir fiskimenn
Morgunblaðið/Kristinn
Elín Pálmadóttir „Ég geri mér ekki neinar
vonir en er ákaflega stolt yfir að vera valin.“
Bók Elínar Pálmadóttur tilnefnd til verðlauna
Efnisskrá tónleikanna er mjög fal-
leg að sögn Helgu. Laufey, Beth og
Einar spila Tríó eftir Katsjatúrjan;
Einar, Helga og Beth spila tríó eftir
Schumann og svo spila Sigrún Eð-
valdsdóttir, Zbigniew Dubik,
Helga, Bryndís Halla Gylfadóttir og
Beth Píanókvintett eftir Schu-
mann.
„En svo erum við með tvö verk
samin í minningu Richards. Annað
þeirra er eftir Óliver Kentish og
heitir Kaddich, og er fyrir fjögur
selló og bassa. Richard kenndi
mikið á selló á Spáni á sumrin og
þar samdi Vilaprinyó Marti verk í
minningu hans, fyrir fjögur selló.
Sellódeildin í Sinfóníuhljómsveit-
inni ákvað að skipta þessu með
sér, það vildu allir vera með, þann-
ig að næstum öll sellóin í Sinfó
spila.
Nær öll sellóin í Sinfó spila með
„Ég gaf þeim sverð
og þeir sneru því í
sárinu.“ 31
»