Morgunblaðið - 16.02.2009, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009
– tollir í tískunni
Fáðu þér áskrift að
Morgunblaðinu á mbl.is/askrift
Í fermingarblaði Morgunblaðsins er fjallað um allt
sem tengist fermingunni og fermingarundirbún-
ingnum ásamt því hvernig þessum tímamótum í lífi
fjölskyldunnar er fagnað.
Blaðið í ár verður sérlega glæsilegt og efnismikið.
Fermingarblaðið verður borið út á hvert einasta
heimili á höfuðborgarsvæðinu ásamt nágranna-
byggðum.
• Veitingar í veisluna – heimatilbúnar eða keyptar
• Mismunandi fermingar
• Skreytingar í veisluna
• Veisluföng og tertur
• Fermingartíska, stelpur og strákar
• Fermingarförðun og hárgreiðsla
• Fermingarmyndatakan
• Fermingargjafir – hvað er vinsælast?
• Hvað breytist við þessi tímamót í lífi barnanna?
• Hvað merkir fermingin?
• Viðtöl við fermingarbörn
• Fermingarskeytin
• Ásamt fullt af spennandi fróðleiksmolum
Allar nánari upplýsingar veitir
í síma eða !"
Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00,
mánudaginn 2. mars.
# $
"
%
& ! '
!
RON HOWARD er einn þeirra
leikstjóra sem fást helst ekki við
annað en ábúðarmikið efni af því
tagi sem telst vænlegt þegar kem-
ur að uppgjörum verðlaunahátíð-
anna. Því miður er hann lítið meira
en þokkalegur fagmaður sem fær-
ist fullmikið í fang, þó pressan sé
honum oftar en ekki hliðholl. Hann
innbyrti Óskar fyrir A Beautiful
Mind, leikstjórn og mynd, árið
2002, sem er í hópi slakari verð-
launamynda, en var tekin fram yfir
klassísk verk á borð við Moulin
Rouge og Lord of the Rings: The
Fellowship of the Ring. Í dag er
hún flestum gleymd. Ein besta
mynd leikstjórans, Appollo 13.,
hlaut aðeins tilnefningu.
Líkt og fyrri daginn er Howard
hvergi banginn við stærð viðfangs-
efnanna, Frost/Nixon, fjallar eins
og nafnið bendir til, um eitt fræg-
asta sjónvarpsviðtal sögunnar, sem
breski þáttastjórnandinn David
Frost (Sheen), átti við Nixon
(Langella), nokkrum árum eftir að
hann varð að láta af embætti vegna
Watergate-hneykslisins. Þetta var
sannkallað tímamótaspjall, Nixon
hafði neitað flestum ásökunum og
fjölmiðlaviðtölum eftir fallið og
sleikti sár sín í San Clemente á
strönd Kaliforníu. Það vakti mikla
furðu að hann skyldi velja Frost,
þegar hann loks opnaði sig um af-
sögnina, sjónvarpsmaðurinn var
fjölmiðlastjarna, þekktur glaumgosi
og viðmælendur hans flestir úr
dægurheiminum, fátt ef nokkuð um
þungavigtarmenn.
„Tricky Dick“ var eitt af gælu-
nöfnunum sem festust við Nixon,
og þótti eiga vel við valið á spyrl-
inum, gamli refurinn taldi sig sjálf-
sagt eiga í fullu tré við Frost, en
reyndin varð önnur.
Báðir lögðu allt undir. Frost
lenti í hremmingum með stuðnings-
aðila, stóru stöðvarnar heltust úr
lestinni sem hugsanlegir kaup-
endur, engum leist á fyrirtækið í
fjölmiðlaheiminum svo Frost varð
að kafa ofan í eigin vasa til að
hrinda draumaverkefni sínu í fram-
kvæmd. Hann var ákveðinn í að
sýna heiminum að hann gæti rakið
garnirnar úr mikilvægari persónum
en Twiggy og Tom Jones og gafst
ekki upp. Afraksturinn varð um 40
tíma viðtalstörn sem tók marga
daga og útkoman var síðan klippt
niður í 4 hálftíma viðtalsþætti.
Myndin lýsir mæta vel undirbún-
ingnum og aðdragandanum, þessu
vonleysislega „feigðarflani“ spjall-
gasprara fræga fólksins og gáfu-
mannsins og refsins, Richards Mill-
house Nixon, sem hafði um langt
árabil rökrætt og staðið í kapp-
ræðum við þekktustu stjórnmála-
og gáfumenn heimsins. Samið frið
við Norður-Víetnama, slakað á
spennunni í alþjóðamálum og kom-
ið með þíðu inn í fimbulvetur kalda
stríðsins með því að heimsækja,
fyrstur Bandaríkjaforseta, erki-
fjendurna í Kína, Rúmeníu og Sov-
étríkjunum, svo eitthvað sé nefnt.
Missti síðan völd og álit á einni
nóttu. Hann var bitur, fannst þjóð-
in gleyma öllu því sem hann hafði
vel gert.
Sheen enginn bógur
Sár afneitun Nixons endurspeglast
í sterkum leik Langella, sem er að
vísu allur digurbarkalegri en Nix-
on, nær þó töktum hans dável og
raddbeitingu og hárgreiðslumeist-
ararnir skila sínu verki 100%.
Langella er háll og var um sig og
sjálfsagt fer handritið (byggt á
samnefndu leikriti höfundarins,
Peters Morgan), eins nærri raun-
verulegri atburðarás og hægt er að
ætlast til.
Því miður minnist ég þess ekki
að viðtölin hafi verið birt í Sjón-
varpinu á sínum tíma, samanburð-
inn vantar því illilega. Hitt er aug-
ljóst að Sheen er enginn bógur til
að manna hlutverk mannsins sem
rakti garnirnar úr Richard Nixon.
Frost var frambærilegur maður til
orðs og æðis en Sheen er lítill,
dramatískur leikari, þekktastur
fyrir gamanleik og er gjörsamlega
ótrúverðugur fýr í þessum kapp-
ræðum aldarinnar. Hann er veiki
punktur myndarinnar. Hollywood
hefur jafnan verið mikið kratabæli,
það hefur e.t.v. verið ætlunin hjá
Howard að manna hlutverk spyrils-
ins með ósannfærandi veifiskata til
að gera hlut forsetans sem hláleg-
astan. Af aukaleikurum er ástæða
til að nefna trúverðuga frammi-
stöðu Sams Rockwell sem James
Reston, Jr.; Olivers Platt í hlut-
verki Bobs Zelnick og Kevin Bacon
hefði mátt fá tilnefningu fyrir túlk-
un á Jack Brennan, aðalráðgjafa
forsetans fyrrverandi
Frost/Nixon er fyrst og fremst
gerð fyrir nýja kynslóð bíógesta,
einkum í Bandaríkjunum, sem hafa
takmarkaða hugmynd um Water-
gate-málið og víðtæk áhrif þess á
ekki aðeins Bandaríkjamenn heldur
alla heimsbyggðina. Djúpa skömm
og útskúfun eins valdamesta manns
á öldinni sem leið, manns sem
gerði líka góða hluti sem eru löngu
fallnir í gleymsku undir þykkri
mykjuskán Watergate. Sú saga er
harmleikur sem er sjálfsagt að
haldið sé á lofti en sú söguskoðun
sem kemur fram í myndinni minnir
óneitanlega á orð hins fallna for-
seta: „Ég fékk þeim sverð og þeir
sneru því í sárinu.“
Háskólabíó
Frost/Nixon
bbbmn
Leikstjóri: Ron Howard. Aðalleikarar:
Frank Langella, Michael Sheen, Kevin
Bacon , Rebecca Hall, Toby Jones, Matt-
hew, Oliver Platt. 125 mín. Bandaríkin.
2008.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Ég gaf þeim sverð …
Frost/Nixon „Sár afneitun Nixons endurspeglast í sterkum leik Langella.“
Richard M. Nixon (1913-1994), var
37. forseti Bandaríkjanna, og sat
frá 1969–1974. Einnig var hann
varaforseti þjóðariannar í forseta-
tíð Dwight D. Eisenhower frá 1953-
1961. Í forsetakosningunum 1961
tapaði Nixon með minnsta mun
fyrir John F. Kennedy, hinum unga
og glæsilega frambjóðanda demó-
krata. Tapið sat alla tíð í Nixon, þó
hann fengi síðar sitt tækifæri til
að fara með æðsta embætti þjóð-
arinnar. Kennedyarnir áttu ítök á
ýmsum stöðum og Kennedy kom
mun betur út úr kappræðum í
sjónvarpi, sem þá var ný bóla í for-
setaslagnum. Svitadroparnir sem
mynduðust á efri vör Nixons urðu
á hvers manns vörum og honum
fannst hann illa leikinn.
Erfitt að kyngja tapinu við JFK
PERÚSKA kvikmyndin The Milk
of Sorrow var valin besta myndin
á 59. kvikmyndahátíðinni í Berlín
og hlaut að launum Gullbjörninn.
Hafði hún betur gegn myndunum
Messenger, sem fékk reyndar
Silfurbjörninn fyrir besta hand-
rit, með Woody Harrelson í aðal-
hlutverki og My One and Only
með Renée Zellweger.
Silfurbjörninn fyrir bestu mynd
kom í hlut tveggja mynda, annars
vegar Gigante frá Úrúgvæ og
hins vegar Everyone Else frá
Þýskalandi.
Íranski leikstjórinn Asghar
Farhadi vann Silfurbjörninn sem
besti leikstjóri fyrir mynd sína
About Elly. Austurríska leik-
konan Birgit Minichmayr vann
Silfurbjörninn fyrir besta leik í
aðalhlutverki í þýsku myndinni
Everyone Else. Leikarinn Sotigui
Kouyate frá Malí vann Silfur-
björninn fyrir bestan leik í aðal-
hlutverki í myndinni London Ri-
ver.
Reuters
Gullbjörninn Formaður dómnefndar, Tilda Swinton, með leikkonunni Ma-
galy Solier og leikstjóranum Claudiu Llosa sem fékk Gullbjörninn fyrir The
Milk of Sorrow.
Gullbjörninn
fór til Perú