Morgunblaðið - 23.04.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.04.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. Vísað til veiðiheimilda  Vikið er að fiskveiðiréttindum í bréfi Evrópumálaráðherra bresku stjórnarinnar til Indefence-hópsins  Styðja niðurfellingu á gjöldum á íslenskan fisk innan ESB Eftir Baldur Arnarsson baldur@mbl.is MINNT er á að Evrópusambandsríki geti fengið heimildir til veiða í íslenskri lögsögu á nokkrum stofnum í bréfi Caroline Flint, Evrópumálaráð- herra í bresku ríkisstjórninni, til Austins Mitch- ells, formanns Íslandstengslanefndar breska þingsins, hinn 19. mars síðastliðinn, en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu var bréfið liður í undirbúningi Mitchells fyrir fundinn með Inde- fence-hópnum svokallaða, sem ræddi Icesave- deiluna við fulltrúa bresku stjórnarinnar. Í bréfinu segir að bresk stjórnvöld myndu ein- dregið styðja umsókn Íslands að ESB, enda sé Ís- land bæði gamall og náinn bandamaður Breta. Því næst er vikið að nokkrum „útistandandi málefn- um sem myndu krefjast lausnar í umsóknarferl- inu“. Einni málsgrein síðar segir að nokkur málefna- svið séu fyrir hendi sem líklegt sé að verði sýndur sérstakur áhugi. Aðgengi að fiskimiðum sé eitt af þessum sviðum, meðal annars vegna þeirrar stað- reyndar að samkvæmt núgildandi tvíhliða samn- ingum hafi Evrópusambandið aðeins heimild til veiða á litlu magni af karfa í íslenskri lögsögu. Á móti er bent á að flökkustofna karfa í Irm- ingerhafi sé einnig að finna á nærliggjandi veiði- svæðum, þar með talið íslenskri lögsögu. Einnig sé síld að finna bæði innan lögsögu aðildarríkja Evrópusambandsins og í íslenskri lögsögu. Í báðum tilvikum sé um að ræða stofna sem Evrópusambandsríkin muni hugsanlega öðlast rétt til veiða á í íslenskri lögsögu. Með líku lagi geti Íslendingar öðlast rétt til veiða á umræddum stofnum og er þá væntanlega átt við veiðar í lög- sögu Evrópusambandsríkja. Þá er rakið hvernig Íslendingar hafi heimild til veiða á makríl úr flokkustofnum, sem sama máli kunni að gegna um. Flint kveðst hafa fullan skilning á mikilvægi fiskútflutnings fyrir Íslendinga, um leið og hún minnir á að sem aðili að EES-svæðinu geti Íslend- ingar flutt út lítið magn fisks til Evrópusam- bandsins tollfrjálst. Með inngöngu Íslands í Evr- ópusambandið gæti sambandið fellt niður öll gjöld á íslenskan fisk sem fluttur er til ríkja sambands- ins. Þetta séu gjöld sem Íslendingar hafi um ára- bil lagt áherslu á að felld verði niður. Í HNOTSKURN »Bréf Caroline Flint er dagsett 19. mars2009. »Bréfið er svar við fyrirspurn AustinsMitchells til breska utanríkisráðuneyt- isins um tengsl Íslands við ESB. JÓN M. Guðmundsson, bóndi á Reykjum í Mosfellssveit, lést í gær á 89. aldursári. Jón fluttist um fimm ára aldur að Reykj- um ásamt fjölskyldu sinni og bjó þar alla tíð síðan. Hann dvaldist á Hjúkrunarheimilinu Eir síðustu æviárin. Jón var bóndi á Reykjum alla sína starfs- ævi og frumkvöðull í alifuglarækt á Íslandi. Hann var oddviti Mosfellshrepps frá 1962 til 1981, hreppstjóri og lét mjög til sín taka í málefnum sveitarfélagsins. Hann var kjör- inn heiðursborgari Mosfellsbæjar árið 2000. Jón tók virkan þátt í félagsmálum af ýmsu tagi, m.a. í Ungmennafélaginu Aftureldingu og Ungmennasambandi Kjalarnesþings, og keppti í íþróttum fyrir þessi félög á yngri ár- um. Hann var áhugamaður um hesta- mennsku og var félagi í Hestamannafélag- inu Herði, einnig stofnfélagi Lionsklúbbs Kjalarnesþings og Karlakórsins Stefnis. Hann sat í stjórnum fjölmargra félaga og samtaka og gegndi trúnaðarstörfum fyrir þau, meðal annars fyrir samtök bænda og Sjálfstæðisflokkinn. Jón lætur eftir sig eiginkonu, Málfríði Bjarnadóttur, og sex uppkomin börn. Jón var fréttaritari Morgunblaðsins í ára- tugi og var heiðursfélagi í Okkar mönnum, félagi fréttaritaranna. Á kveðjustund þakk- ar Morgunblaðið Jóni fyrir vel unnin störf og sendir aðstandendum hans samúðar- kveðjur. Jón M. Guðmundsson á Reykjum Andlát „ÞEGAR þetta hefur verið inn- leitt í EES- samninginn mun þetta hafa bein áhrif hér,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, for- stjóri Póst- og fjarskiptastofn- unar, um nýsam- þykkt lög Evrópuþingsins um hámarksgjald fyrir smáskilaboð og niðurhal þeg- ar hringt er úr farsímum á milli ríkja Evrópusambandsins. Vonir eru bundnar við að lögin muni lækka gjöld fyrir þessa þjón- ustu um allt að 60 af hundraði. Byggist þetta á því að hámarks- gjald fyrir smáskilaboð lækkar úr um 47 krónum í 19 krónur frá og með 1. júlí nk., á sama tíma og verð fyrir hringingu úr farsíma utan- lands mun stig af stigi lækka úr 78 kr. í 59 krónur fyrir júlí 2011. Með líku lagi lækkar gjald fyrir móttek- in símtöl utanlands úr 37 kr. í 19 kr. Stefnt á frekari lækkanir Að sögn Hrafnkels hefur ESB þeg- ar samþykkt lög um lækkun há- marksgjalds fyrir símtöl á milli ríkja sambandsins og því um að ræða framhald á stefnu sem þegar hafi verið mörkuð. Íslendingar njóti þess að fyrri hluti þessarar löggjafar hafi þegar tekið gildi hjá Evrópusambandinu. „Helstu breytingarnar eru að hér er verið að bæta við þaki á gjöld fyrir gagnaflutninga og smáskila- boð. Það hefur hamlað markaðnum að notendur hafa verið hræddir við að nota farsíma erlendis fyrir gagnaflutning. Myndun samhæfðs gagnaflutningsmarkaðar á án efa eftir að verða mikil lyftistöng fyrir markaðinn.“ Lækkar gsm- kostnað á ferð um Evrópu Hrafnkell V. Gíslason VIÐAR Már Friðfinnsson sem rek- ur skemmtistaðinn Strawberries í Lækjargötu hefur stefnt blaðakon- unni Erla Hlynsdóttur vegna um- mæla í grein sem hún skrifaði í DV í febrúar sl. Hún staðfesti þetta við Morgunblaðið í gærkvöld. Greinin bar yfirskriftina „Strípikóngar tak- ast á“ en ummælin eru höfð innan gæsalappa eftir Davíð Smára Hel- enarsyni. Viðar stefnir þó hvorki Davíð Smára né ritstjóra eða útgef- anda DV heldur einungis blaðakon- unni. Nýlega var blaðakona Vikunnar dæmd í Hæstarétti til að greiða Ás- geiri Davíðssyni, eiganda Goldfing- er, bætur í sambærilegu máli, vegna ummæla sem hún hafði eftir öðrum. ben@mbl.is Stefnt fyrir um- mæli annars VEL fór á með þeim Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar, sjálfstæðismanninum Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra SA, og Kolbrúnu Halldórsdóttur umhverfisráðherra, VG, á aðalfundi SA í gær, þrátt fyrir ólíkar skoðanir í pólitíkinni. Fjölmenni var á fundinum sem haldinn var á Nordica hóteli enda stutt í kosningar og að- kallandi fyrir þjóðina að atvinnulífinu takist að rétta úr kútnum sem fyrst. Fólk úr öllum flokkum fjölmennti á aðalfund Samtaka atvinnulífsins í gær Hægri með vinstri á hægri og vinstri hönd Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.