Morgunblaðið - 23.04.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 23.04.2009, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 KOSNINGARNAR á laugardag kunna að verða þær mikilvægustu í sögu íslenska lýðveldisins, að mati Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Þær ráði ekki einungis því hvernig við vinnum okkur út úr kreppunni heldur einnig samfélagsgerðinni í framhald- inu. Sigmundur kynnti tillögu um 20% leiðréttingu lána á morgunverðar- fundi Framsóknarflokksins á Grand Hóteli Reykjavík í gær. Tillagan var unnin í samráði við innlenda og erlenda hagfræðinga. Sigmundur sagði að hingað til hefðu ekki komið fram neinar aðrar raunhæfar tillögur um lausn á vandanum. Hann gagnrýndi m.a. svonefnda greiðsluaðlögunarleið og sagði hana bæði óraunhæfa og „eitthvað ómanneskju- legt“ við hana. Hún gengi út á að senda skuldsett fólk fyr- ir héraðsdómara og skipa því tilsjónarmann til að sýna fram á að framtíðarmöguleikar fólksins væru sem allra minnstir. Sigmundur sagði áætlanir gera ráð fyrir að ein- ungis 100-200 manns mundu nýta sér þessa einu leið sem er í boði til að fá skuldajöfnun. Hann taldi þetta annað hvort til marks um að ríkisstjórnin gerði sér enga grein fyrir raunverulegu ástandi mála eða væri vísvitandi að blekkja fólk. Hann sagði að nú sæktu um 400 manns um frystingu lána hjá Íbúðalánasjóði í hverjum mánuði. Áð- ur sóttu venjulega um 100 manns um frystingu lána á heilu ári. Haldi áfram sem horfir muni hátt í fimm þús- und sækja um frystingu lána á einu ári. Lausn Framsóknarflokksins byggist á því að afskriftir lána til bankanna, sem þegar hafa farið fram, verði látnar ganga áfram til skuldara. Sigmundur sagði að það væri rangt að þessi leið yrði ríkinu eða skattgreiðendum dýr. Erlendar kröfur, skuldabréf kröfuhafa í bönkunum, gengju nú kaupum og sölum á eitt eða tvö prósent af upp- runalegu verði. Verið er að flytja lánin úr gömlu bönk- unum yfir í þá nýju með a.m.k. 50% afföllum, að sögn Sig- mundar. Hann sagði að skýrsla um það hefði átt að vera komin fram, en birting hennar hefði af einhverjum orsök- um tafist. „Maður veltir því fyrir sér hvort það kunni ekki að hafa eitthvað með það að gera að skýrslurnar stað- festa það að ástand íslenskra lántakenda er miklu alvar- legra en látið hefur verið í veðri vaka og þær aðferðir sem nefndar hafa verið duga ekki til.“ gudni@mbl.is Skuldalækkun er brýn Sigmundur Davíð Gunnarsson Formaður Framsóknarflokksins telur greiðsluaðlögunar- leiðina vera óraunhæfa og ómanneskjulega fyrir heimilin ÁLFTIN Svandís hefur hreiðrað um sig á Bakkatjörn á Seltjarnar- nesi eins og hún hefur gert síðast- liðin 14 ár. Þótt heimavön sé er Svandís vör um sig. Álftir koma yfirleitt til landsins í lok apríl, en Svandís, maki hennar og afkom- endur eru hér allt árið um kring. Morgunblaðið/Ómar Álft á fornum slóðum Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SAMFYLKINGIN tapar nokkru fylgi samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup sem birt var í gær. Breytingar á fylgi annarra flokka frá könnun sem birt var í fyrradag eru innan skekkjumarka. Samfylk- ingin er með lítið eitt meira fylgi en Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn er 4% þar að baki. Borgarahreyfingin fær þrjá þingmenn, samkvæmt könnuninni. „Það er spurning hvort Samfylk- ingin er eitthvað að dala á loka- sprettinum,“ segir Einar Mar Þórð- arson, stjórnmálafræðingur hjá félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann tekur fram að ekki sé hægt að fullyrða það, sveiflur hafi verið á milli kannana. „Mér finnst merkileg- ast að sjá hvað fylgið hefur verið stöðugt undanfarna daga og vikur,“ segir Einar. Hann tekur þó fram að rannsóknir sýni að stór hópur kjós- enda ákveði það í síðustu vikunni eða jafnvel á kjördag hvernig hann verji atkvæði sínu og því ekki að furða þótt nokkrar sveiflur séu í fylgi. Talsverð hreyfing virðist vera á fólki milli flokkanna. Í greiningu Capacent Gallup í síðustu viku kom fram að þeir kjósendur Sjálfstæð- isflokksins frá 2007 sem ekki kjósa flokkinn nú hafi flutt sig til Samfylk- ingarinnar og VG. Einar Mar bendir á að nú virðist meirihluti þeirra fara til Samfylkingarinnar en á móti sé talsverð hreyfing frá Samfylking- unni til VG.                                                                             ! "     ! "     ! "      ! "        ! "  !  #  #  #  #  #      Samfylkingin og VG berjast um forystuna Fyrri kjósendur Sjálfstæðisflokks færa sig helst til Sam- fylkingar og fyrri kjósendur Samfylkingar fara flestir til VG       !"    # $   %    &'    #!" (  )*+,# $% ,+-# $% +-# $% -+)# $% & '( & )  +.# *+*# )+ # /+ -+1# )  /   *" +"" & '( &    /+ # $% )+.# $% .+/# $% - "'. 2!2+ /01123 &4 &    +"  ! "  einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is Opið í dag sumardaginn fyrsta 12-18 Notalegt sumarkvöld Lanterne. Kertalugt. H 20 cm. 1.290,- H 30 cm. 1.990,- H 40 cm. 2.990,- H 50 cm. 3.990,- Stuðningur við ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur hefur minnkað mjög að undanförnu. Nú segjast 53,7% styðja hana en 46,3% segjast ekki styðja hana. Nú er svo komið að stjórnin nýtur minni stuðnings en nemur sam- anlögðu fylgi stjórnarflokkanna tveggja, Samfylkingarinnar og VG. Einar Mar Þórðarson stjórnmála- fræðingur telur líklegt að kjós- endur Framsóknarflokksins hafi látið af stuðningi við stjórnina í kosningabaráttunni auk þess sem átakapólar skerpist milli allra flokka, líka stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin undir fylgi stjórnarflokkanna ÞÓRA Kristín Ásgeirsdóttir, blaðamaður á Fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is, var kjörin formaður Blaða- mannafélags Ís- lands á fundi í gærkvöldi. Alls greiddu 100 manns atkvæði, Þóra fékk 65% þeirra en Kristinn Hrafnsson 34% og einn seðill var auður. Þóra Kristín hefur verið varaformaður BÍ undanfarin þrjú ár. Fráfarandi formaður BÍ, Arna Schram, gaf ekki kost á sér til end- urkjörs, en hún hefur setið í stjórn félagsins í 10 ár. Aðrir stjórnarmenn voru endur- kjörnir; Elva Björk Sverrisdóttir, Sigurður Már Jónsson og Svavar Halldórsson. Þá kemur Kristinn Hrafnsson nýr inn í stjórnina. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Þóra Kristín formaður BÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.