Morgunblaðið - 23.04.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
Á LAUGARDAGINN ganga Íslend-
ingar til sögulegra þingkosninga
sem sumir hafa kallað þær mik-
ilvægustu frá upphafi. Rúm 4% kjós-
enda eru nýkomin með kosninga-
rétt, ungmenni sem fá nú að kjósa í
fyrsta skipti og það við heldur
óvenjulegar kringumstæður.
Blaðamaður mælti sér mót við
nokkra nemendur í Mennta-
skólanum í Sund til að hlera hvernig
kosningarnar leggjast í þá. „Mér
finnst ég svolítið vera að átta mig á
því að þetta sé stærra en ég hélt, að
geta gert þetta. Maður er bara svo-
lítið stoltur að geta haft áhrif,“ segir
Birta Sigmundsdóttir.
„Ég held að það sé mikilvægt að
kynna sér þetta vel, þó það séu
kannski ekki margir á okkar aldri
sem pæla í því,“ segir samnemandi
hennar, Elva Dögg Baldvinsdóttir.
Menntskælingarnir eru allir harðir á
því að nota nýfenginn kosningarétt
sinn á laugardag, en þau eru þó ekki
viss um að það sama eigi við um alla.
Kjördagurinn lítið auglýstur
„Það er í raun ekki mikið rætt um
þetta,“ segir Anton Birkir Sigfús-
son. „Flokkarnir hafa verið að aug-
lýsa sín baráttumál, en það er ekki
búið að auglýsa neitt mikið kosn-
ingadagsetninguna. Það er ekkert
verið að hvetja mann til þess að
kjósa.“ Þau eru sammála um að það
skýrist eflaust að hluta til af því
hversu brátt kosningarnar ber að og
kosningabaráttan sé óvenju stutt.
Hinsvegar megi gera meira til að
ná til yngstu kjósendanna. „Það veit
örugglega ekki helmingurinn af
krökkum á okkar aldri hvenær verð-
ur kosið. Það er eins og sumir haldi
að þetta snerti okkur ekki af því við
erum bara í menntaskóla,“ segir
Elva og Birta bætir við: „Í bekknum
mínum spurði kennarinn hverjir
ætluðu að kjósa, og bara fjórir réttu
upp hönd. Það er eins og margir fatti
ekki að þetta er á laugardaginn.“
Í tísku að vera til vinstri?
Eftir sem áður segja þau áhuga á
stjórnmálum hafa aukist meðal
sinna jafnaldra og fleirum finnist nú
mikilvægt að fylgjast með um-
ræðunni. Það geti hinsvegar verið
flókið og óaðgengilegt, enda hafi þau
heyrt að margir í skólanum geti ekki
ákveðið sig og ætli því að skila auðu.
Þau segjast ekki finna fyrir því að
ungt fólk eigi sér málsvara í sér-
stökum frambjóðendum eða flokk-
um. Samfylkingin og VG hafi helst
gert tilraun til að ná til ungra kjós-
enda í auglýsingum, en Sjálfstæð-
isflokkurinn minnst að þeirra mati.
En eiga þau einhverja skýringu á
því hversu áberandi stuðningur við
VG er meðal ungs fólks í skoð-
anakönnunum? „Ég held að það þyki
svolítið hipp og kúl, að það sé í tísku
að vera vinstrisinnaður,“ ályktar
Birta. Mótmælin eru líka sennileg
skýring að mati Elvu. „Það var mjög
mikið gert úr þeim og ég held það
hafi verið mikið af ungu fólki sem
hafði áhuga og það situr svolítið í
þeim. En mér finnst mjög margt
vera búið að breytast síðan og
stefnumál allra flokkanna í graut.“
Almennt segjast þau vera hlynnt
persónukjöri því flokkamenningin
höfði takmarkað til þeirra. „Mér
finnst enginn flokkur í raun vera
þess verðugur að vera kosinn,“ segir
Elva og Birta samsinnir: „Mér finnst
ég bara ekki treysta stjórn-
málamönnum, ég veit ekki hvort ég
á að trúa því sem kemur út úr þeim.“
Námið og krónan mikilvægust
Aðspurð um kosningaloforð sem
gætu ráðið úrslitum um þeirra at-
kvæði eru hagsmunir námsmanna
þeim efstir í huga. „Ég er eiginlega
skíthrædd, því ég hef alltaf ætlað að
fara út í nám en nú er ég ekki viss
um hvort ég kemst eða ekki,“ segir
Birta. Elva bendir á að gjaldmið-
ilsmálin séu þess vegna í raun þau
mikilvægustu, „því ef það eru enda-
lausar sveiflur á gjaldmiðlinum þá er
bara ekkert í lagi í landinu. Það þarf
að koma þessu í lag, því auðvitað
finnum við líka fyrir því hvað krónan
er veik þó við séum námsmenn.“
„Ég hef aðallega verið að pæla í
hvaða flokkur geti komið okkur fyrst
út úr þessu, þannig að við getum
komist á gott ról aftur, segir Anton.
„Ég vona að það versta verði yf-
irstaðið þegar við klárum háskóla.“
Ástandið hefur mikil áhrif
Það liggur því beint við að spyrja
hvort yngstu kjósendurnir séu reiðir
yfir að þurfa að súpa seyðið af gjörð-
um eldri kynslóða? „Það er kannski
aðallega reiði yfir að foreldrar séu
orðnir atvinnulausir,“ segir Elva.
„En það hefur sýnt sig að hvort sem
eitthvað er að gerast heima fyrir eða
ekki hefur þetta verið erfitt skólaár
fyrir mjög marga og komið niður á
náminu. Þessi spenna í landinu hefur
ótrúlega mikil áhrif á mann.“
Það er því skiljanlegt að þeirra
mati þótt margir ungir kjósendur
kjósi sama flokk og foreldrarnir.
„Við erum ennþá í kjarnafjölskyld-
unni, þannig að þeirra hagur er auð-
vitað okkar hagur líka,“ segir Elva
og Birta tekur undir. „Auðvitað vilj-
um við að það sé einblínt á náms-
menn, en akkúrat núna þurfum við
að hugsa um að koma okkur út úr
þessu sem fyrst sem þjóð.“
Ánægð með að geta haft áhrif
Morgunblaðið/Heiddi
Kjósendur Hafþór Óli Þorsteinsson, Anton Birkir Sigfússon, Birta Sigmundsdóttir og Elva Dögg Baldvinsdóttir
styðja ólíka flokka, en ætla öll að kjósa. „Eitt atkvæði skiptir kannski ekki öllu, en ef allir hugsuðu þannig...“
Þúsundir ungmenna kjósa nú til Alþingis í fyrsta sinn Segja marga ekki meðvitaða um kjördaginn
Finnst erfitt að treysta stjórnmálamönnum Vilja stöðugan gjaldmiðil og greiða leið í nám
Hvenær er kosið til Alþingis?
Kosningar eru á laugardaginn
næstkomandi, 25. apríl.
Hvernig greiði ég atkvæði?
1) Þú byrjar á að finna þína kjör-
deild eftir lögheimili. Mundu að
taka með þér persónuskilríki með
mynd (t.d. ökuskírteini).
2) Þú færð afhentan kjörseðil og
ferð með hann inn í klefa þar sem
þú setur kross í reit framan við bók-
staf þess lista sem þú vilt kjósa.
3) Þegar þú ert búinn að merkja við
brýturðu seðilinn saman þannig að
letrið snúi inn.
4) Svo ferðu út úr kjörklefanum og
setur seðilinn í kjörkassann án þess
að kjörstjórnin sjái hvað þú kaust.
Þú mátt:
Breyta röð frambjóðenda á list-
anum sem þú kýst, með því að setja
1 fyrir framan nafn þess sem þú vilt
hafa efstan, 2 fyrir framan þann
sem þú vilt hafa annan í röðinni
o.s.frv.
Hafna frambjóðanda sem þú ert
ósátt(ur) við á listanum sem þú kýst
með því að strika skýrt en snyrti-
lega yfir nafnið.
Þú mátt ekki:
Strika alla út af listanum sem þú
kýst, þú verður að skilja a.m.k. eitt
nafn eftir.
Breyta neinu á listum sem þú kýst
ekki, hvorki strika út né breyta röð-
inni, þá ógildist atkvæðið.
Skrifa, krota, teikna eða gera
misvísandi merki á seðilinn. Skýr
og greinilegur kross á réttan stað
auk snyrtilegra útstrikana er
öruggasta leiðin til að forðast ógild-
ingu atkvæðisins.
Og að lokum:
Þótt þú krossir óvart í rangan reit
eða gerir önnur mistök geturðu
alltaf leiðrétt það. Þá læturðu kjör-
stjórnina fá ónýta kjörseðilinn (án
þess að setja hann í kassann) og
færð nýjan í staðinn.
Hvað má gera og hvað
ekki í kjörklefanum?
Morgunblaðið/Sverrir
FRÁBÆRAR SUMARGJAFIR
fyrir lesglaða krakka
Gleðilegt sumar
9.398
nýir kjósendur síðan
2007, fæddir 13. maí 1989
og síðar.
4,1%
hlutfall þeirra sem kjósa
nú í fyrsta skipti til þings.