Morgunblaðið - 23.04.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.04.2009, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 HELGI Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, segir mörg fyr- irtæki hafa stutt sig vegna prófkjörs fyrir kosningarnar 2007. Helgi seg- ir kostnað við prófkjörið hafa verið um fimm milljónir króna. „Ég hef almennt sagt að mest áberandi í stuðningi við mitt framboð hafi ver- ið bankar, fjármálafyrirtæki, eign- arhaldsfélög og fjárfestar í slíkum félögum. Á þeim tíma var trúnaður um einstakar styrkveitingar,“ sagði Helgi. Helgi Hjörvar neitaði að upplýsa hvort Baugur eða FL Group hefði styrkt framboð hans. „Ég kýs að gera grein fyrir þessu með þessum hætti,“ sagði Helgi og vitnaði til þess sem hann hefði sagt um það hvers konar fyrirtæki hefðu verið stærstu styrkveitendur hans. Helgi segir Samfylkinguna í Reykjavík hafa samþykkt að kostn- aður við prófkjör vegna kosning- anna sem fara fram nk. laugardag skyldi ekki fara yfir eina milljón. Hann hafi ekki þurft að afla styrkja vegna þeirrar baráttu. Neitar að gefa upp GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þing- kona Samfylkingarinnar og fyrrver- andi borgarstjóri, fengu fjórar millj- ónir hvort í styrki frá Baugi Group og FL Group. Þau staðfestu þetta í gær. Upplýsingar um styrki Baugs Group til frambjóðenda vegna próf- kjöra voru birtar á vefsíðu DV í gær. Björn Ingi Hrafnsson, sem var borgarfulltrúi Framsóknarflokksins um tíma, var styrktur af Baugi og FL Group vegna prófkjörs fyrir kosning- arnar 2006. Hann kvaðst ekki geta staðfest móttöku styrkjanna.Þegar DV birti listann um styrki Baugs var tekið fram að hann væri ekki tæmandi. Björn Ingi, Guðlaugur Þór og Steinunn Valdis fengu 2 miljónir hvort um sig. Guðfinna Bjarnadóttir (D) fékk eina milljón og Helgi Hjörv- ar (S) 900 þúsund. Ármann Kr. Ólafs- son (D), Katrín Júlíusdóttir (S) og Ragnheiður Ríkharðsdóttir (D) fengu 500 þúsund. Björgvin G. Sigurðsson (S) og Guðni Ágústsson (B) fengu 300 þúsund. Arnbjörg Sveinsdóttir (D), Ragnheiður Elín Árnadóttir (D), Ró- bert Marshall (S) og Sigríður And- ersen (D) fengu 250 þúsund. Ásta R. Jóhannesdóttir (S), Dögg Pálsdóttir (D) og Jóhanna Sigurðardóttir (S) fengu 200 þúsund í styrki frá Baugi. Þá kemur fram að Árni Páll Árnason (S) hafi einnig notið styrks en ekki staðfest hversu hár hann var. Fjórar frá Baugi og FL FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „Í MÍNUM huga er það ógn við lýð- ræðið, og lýðræðislega skipan, þegar sá möguleiki er nýttur að þeir sem eru fjársterkir, og eiga hagsmuna að gæta, geti haft óeðlileg áhrif með því beinlínis að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokka með styrkjum,“ segir Sigurður Kristinsson, dósent í heimspeki við Háskólann á Akureyri, um styrki íslenskra fyrirtækja til stjórnmálaflokka. Frá því Stöð 2 greindi frá því að FL Group hefði styrkt Sjálfstæð- isflokkinn um 30 milljónir króna skömmu áður en ný lög um fjármál flokkanna tóku gildi 1. janúar 2007, hefur mikið vatn runnið til sjávar. Sjálfstæðisflokkurinn brást við frétt- unum með því að upplýsa um styrki sína yfir einni milljón á árinu 2006. Þar á meðal var styrkur Landsbank- ans upp á 25 milljónir. Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins, tók ábyrgð á viðtöku styrkjanna auk þess að Andri Ótt- arsson hætti í kjölfarið sem fram- kvæmdastjóri flokksins. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði það hafa verið mistök að taka við svo háum styrkjum. Í kjölfarið opnuðu Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn bókhald sitt fyrir árið 2006. Í ljós kom að bank- arnir þrír, Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing, voru allir meðal stærstu styrkveitenda, auk fjárfestingafélaga og verktaka. Þannig var verktakafyr- irtækið Eykt stærsti styrkveitandi Framsóknarflokksins með fimm milljóna styrk en Kaupþing var með hæsta styrkinn til Samfylking- arinnar, sem einnig var fimm millj- ónir. Svörin vekja spurningar Eftir að þetta var komið upp á yf- irborðið vöknuðu fleiri spurningar, sem stjórnmálaflokkarnir hafa ekki svarað enn. Aðildarfélög hvers stjórnmálaflokks höfðu sjálfstæðan fjárhag í mörgum tilvikum og hafa styrkir til þeirra ekki verið opinber- aðir. Forsvarsmenn Atlantsolíu voru til að mynda hissa að sjá nafn fyr- irtækisins ekki á lista Samfylking- arinnar yfir stóra styrkveitendur. Fyrirtækið hafði styrkt flokkinn um tvær milljónir króna. Forsvarsmenn Samfylkingarinnar hafa sagst ætla að safna saman fjár- hagsupplýsingum um öll aðildarfélög flokksins, sem eru 65 talsins, og birta lista yfir stærstu styrkveitendur. Formenn allra flokkanna hafa lýst því yfir að eðlilegt sé að Ríkisend- urskoðun fari ofan í fjármál flokk- anna á árunum 2000 til 2007 og birti úttekt sína opinberlega. Formenn- irnir hafa þó sagt að þverpólitísk sátt verði að vera um þá skoðun og hvern- ig að henni er staðið. Fleiri mál er varða fjármál flokk- anna eru einnig óútskýrð. Þar á með- al er skuldastaða flokkanna en í lok árs 2007 námu skuldirnar 475 millj- ónum króna. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á þriðjudag eru veð að baki lánum vegna skulda lítil sem engin í mörgum tilvikum. Margir við- mælenda Morgunblaðsins innan stjórnmálaflokkanna sögðu lánin því í raun og veru styrki, úr því sem komið væri. Flokkarnir mundu allir verða í erfiðleikum með að greiða skuldir sínar og á endanum yrðu skuldir af- skrifaðar í stórum stíl. Fjármál flokk- anna hafa þó færst í betra horf frá því lögin um fjármál tóku gildi. Öll fram- lög yfir 300 þúsund krónum eru gefin upp í lok hvers árs en það á þó aðeins við um flokkinn sjálfan en ekki undir- félög. Morgunblaðið/Ómar Í þingsal Fjárveitingar fyrirtækja til stjórnmálaflokka hafa verið til umræðu síðan greint var frá 60 milljóna króna styrkjum til Sjálfstæðisflokksins. Ógn við lýðræðið?  Óeðlilegt ef fjársterkir aðilar geta beinlínis keypt sér stuðning stjórnmálaflokka, segir dósent í heimspeki  Líklegt að lán til flokkanna þurfi að afskrifa „Heildarkostn- aðurinn við prófkjör hjá öll- um flokkum hef- ur líklega verið 250 til 300 millj- ónir. Það hafa því einhverjir aðrir verið að setja meiri pen- ing í þetta en við,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Baugs. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins styrkti fyrirtækið frambjóðendur í prófkjörum fyrir kosningarnar 2007 um fimmtán milljónir króna. Stjórnin sam- þykkti styrkina á þeim forsendum að greitt yrði til frambjóðenda úr öllum flokkum sem myndu sækja um styrk. Hæsti styrkurinn til ein- staka frambjóðenda var tvær milljónir króna. Lægsti styrkurinn var 200 þúsund krónur. Frambjóð- endur úr flestum flokkum sóttu um styrk til fyrirtækisins. Lítill hluti af heildinni Jón Ásgeir Jóhannesson Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is FORMENN þeirra stjórnmálaflokka sem voru með kjörna fulltrúa á þingi fyrir árið 2007 hafa lýst því yfir að þeir vilji að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál flokkanna, sérstaklega tímabil- ið frá árinu 2000 til 2007. En hvað með fjármál þeirra einstaklinga sem taka þátt í prófkjörum? Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn reiðubúinn í slíka endur- skoðun þó hann telji þess varla þörf í tilfelli Vinstri grænna. „Okkar þingmenn hafa nánast aldrei eytt neinu í prófkjörum,“ sagði Stein- grímur. „Við erum hins vegar ekki feimin við endurskoðun, enda höfum verið með okkar bók- hald opið og endurskoðað af löggiltum endur- skoðendum nánast frá stofnun flokksins.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, er hlynntur því að ríkisendurskoðun fari yfir það með hvaða hætti flokkarnir hafa þegið styrki og útilokar ekki slíka skoðun tengda prófkjörum. „Ég sé ekkert því til fyrir- stöðu að eiga samstarf við aðra stjórnmála- flokka, sjái menn eitthvert sérstakt tilefni til að fá fram upplýsingar um það hvernig framlögum í tengslum við framboð einstaklinga hefur verið háttað. Það hlýtur hins vegar að þurfa að gera ákveð- inn greinarmun á því þegar rætt er um fjármál stjórnmálaflokkanna sjálfra og fjármál ein- stakra frambjóðenda sem gefa kost á sér í eigin nafni,“ segir Bjarni. Ekki hafa verið haldin prófkjör í Frjálslynda flokknum. Ekki heimilt að skoða fjármál? Endurskoðun á fjármálum í prófkjörum, sem og fjármálum stjórnmálaflokkanna er hins veg- ar ekki endilega hlutverk Ríkisendurskoðunar. Að sögn Lárusar Ögmundssonar, skrifstofu- stjóra Ríkisendurskoðunar, hefur stofnunin undanfarið kynnt sér möguleikana á því að fara yfir fjármál flokkanna. „Við erum búin að vera að velta þessu fyrir okkur og málið virðist ekki alveg svona einfalt,“ segir Lárus. Ljóst sé að stofnunin geti fari yfir fjármál flokka og próf- kjöra fyrir kosningarnar nú. Sama heimild sé hins vegar ekki fyrir hendi í lögum til að fara yf- ir fjármál flokkanna fyrir 2007. Lagabreytingu þurfti því e.t.v. eigi að fara í slíka endurskoðun. Slíkt þarf þó ekki að koma í veg fyrir endur- skoðun fjármála flokkanna. „Það er ekki hindr- un í mínum huga, ef það er samkomulag milli flokkanna um að draga eitthvað af þessum toga fram,“ segir Bjarni og Steingrímur tekur í sama streng. Reynist lagalegar hindranir þá verði farnar aðrar leiðir. „Til dæmis með því að skipa rannsóknarnefnd eða fá virt endurskoðunarfyr- irtæki til að taka að sér verkið,“ segir Stein- grímur. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur.  Endurskoðun á fjármálum í prófkjörum er ekkert endilega hlutverk Ríkisendurskoðunar  Skoðað hefur verið hverjir möguleikar stofnunarinnar eru á því að fara yfir fjármál flokkanna Fjármál í prófkjörum skoðuð líka? Steingrímur J. SigfússonBjarni Benediktsson Til þessa hefur ekki verið opin- bert hverjir það eru sem styðja frambjóðendur í prófkjörum. Lög sem gilda um stjórnmálastarf, og reglur flokkanna sjálfra, hafa ekki skyldað einstaka frambjóðendur til þess að gera opinbert hverjir styðja framboð. Frá 1. janúar 2007 hefur þó verið lögð sú skylda á stjórnmálaflokka að upplýsa um alla styrki yfir 300 þúsund krónum frá lögaðilum, þ.e. einstaklingum og fyr- irtækjum. Fyrir gildistíma laganna voru fjármál flokkanna með öllu ógagnsæ. Víða erlendis, þar á meðal í Bandaríkjunum og úti á Norð- urlöndunum, eru frambjóðendur skyldugir til þess að halda opið bókhald. Í Bandaríkjunum hefur verið gengið einna lengst í þessu efni en þar er hægt að fletta upp á vefnum öllum styrkjum til kjör- inna fulltrúa sem eru yfir hundr- að dollurum, eða sem nemur 13 þúsund krónum miðað við núver- andi gengi. Þegar þessi lög voru innleidd var sérstaklega horft til þess að gagnsæið myndi auka trúverðugleika og styrkja lýðræð- islegt starf. Almenningur gæti betur treyst kjörnum fulltrúum. Litlar upplýsingar um styrki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.