Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Albir 3. júní Frá kr. 89.900 - með fullu fæði Aðeins örfá herbergi í boði! Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í júní til Albir á Costa Blanca. Albir er notalegur bær rétt við Benidorm þar sem frábært er að njóta lífsins í sumarfríinu. Bjóðum ótrúlegt sértilboð á gistingu á Hotel Rober Palas sem er gott þriggja stjörnu hótel sem býður góðan að- búnað og frábæra staðsetningu í Albir. Stutt er að fara á ströndina og í miðbæinn. Við hótelið er sundlaug, bar, sólbaðsaðstaða, veitingastaði, setustofa, líkamsræktaraðstaða, sauna, diskótek, internetaðgengi fyrir gesti o.fl.. Á Hotel Rober Palas eru 82 herbergi sem eru smekklega inn- réttuð og með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólfi og baðherbergi. Fullt fæði er innifalið í gistingu, þ.e. morgun-, hádegis- og kvöldverður. Verð frá kr. 89.900 Vikuferð með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi á Hotel Rober Palas *** í 7 nætur með hálfu fæði. Verð m.v. 2 fullorðna og 1 barn kr. 92.900. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 99.900. Sér- tilboð 3. júní. Ótrúlegt sértilboðHotel Rober Palas ***· Mjög fjölbreytt þjónusta· Fullt fæði innifalið Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FIMM prósent atkvæðaþröskuld- urinn, sem framboðin þurfa að ná til að koma til álita við úthlutun níu jöfnunarþingsæta í kosningunum á laugardaginn, getur reynst ör- lagaríkur. Skv. könnun Capacent í fyrradag mældist Borgarahreyf- ingin með slétt 5% yfir landið. Í gær jókst það í 6,2%. Fari flokkur yfir 5% er nokkurn veginn tryggt að hann fær þrjá jöfnunarmenn kjörna. Úthlutun þingsæta fer fram í tveimur skrefum. Fyrst er kjör- dæmissætunum úthlutað á grund- velli fylgis listanna í hverju kjör- dæmi. Síðan er jöfnunarsætum skipt á milli flokkanna eftir landsfylgi þeirra og þeim jafnframt ráðstafað til lista í einstökum kjördæmum. Jafnvel þótt framboð fái engan mann kjördæmakjörinn, getur það átt rétt á jöfnunarsæti ef landsfylgið fer yfir 5% þröskuldinn. Dr. Þorkell Helgason, stærðfræð- ingur og ráðgjafi landskjörstjórnar, minnir á að skv. gamla kosningafyr- irkomulaginu, sem hér var við lýði áratugum saman, þurfti flokkur að fá kjördæmakjörinn mann til að koma til álita við úthlutun uppbót- arsæta. Þeir þurftu m.ö.o. móð- urskip til að draga inn einn eða fleiri uppbótarþingmenn ef því var að skipta. Segja má að með nýju kosn- ingalögunum hafi verið klippt á þessi tengsl á milli úthlutunar kjördæma- þingsæta og jöfnunarþingsæta. Vegna kjördæmaskipunarinnar gæti flokkur fengið jafnvel um eða yfir 8% fylgi á landsvísu án þess að fá nokkurn kjördæmakjörinn mann. Þótti ósanngjarnt að svo mikið atkvæðafylgi gæti fallið dautt niður og því voru núgildandi reglur um út- hlutun jöfnunarþingsæta settar. Á hinn bóginn er um leið ljóst að framboð getur náð kjördæma- kjörnum manni á þing þó landsfylgið sé undir 5% mörkunum. Ef tekið er dæmi af landsbyggðarkjördæmi, með 8 kjördæmaþingmenn og eitt jöfnunarsæti, er framboðslisti næsta öruggur með að fá kjördæmakjörinn mann ef hann nær 11% fylgi í kjör- dæminu. Þorkell bendir raunar á að honum gæti dugað lægra hlutfall, 9- 10%, til að ná inn á þing sem kjör- dæmakjörinn, ef atkvæði falla dauð niður hjá hinum listunum í kjör- dæminu, eins og alltaf á sér stað í einhverjum mæli. Á þetta kann að reyna í kosning- unum ef marka má kannanir. Frjáls- lyndi flokkurinn er langt undir 5% mörkunum á landsvísu en skv. Capa- cent-könnun sem flokkurinn birti nýlega, mældist hann með 9,3% fylgi í Norðvesturkjördæmi, þar sem Guðjón Arnar Kristjánsson, formað- ur flokksins, leiðir listann. Guðjón er skv. því nálægt því að ná kjör- dæmasæti. ÞAÐ VAR árið 1985 að nokkrir nem- endur úr rafmagnsverkfræði við Há- skóla Íslands fengu hugmynd að sjálfvirkum talningarútbúnaði fyrir laxaseiði, sem byggðist á örtölvu- tækni. Nú, tæpum aldarfjórðungi síðar, er fyrirtækið Vaka, sem hug- myndin ól af sér, orðið leiðandi há- tæknifyrirtæki með yfirburðastöðu á sínum markaði. Það er fyrir þennan árangur sem dómnefnd skipuð þeim Örnólfi Thorssyni, Ingjaldi Hannibalssyni, Friðriki Pálssyni, Þórunni Svein- bjarnardóttur og Vali Valssyni taldi Vöku verðugan vinningshafa út- flutningsverðlauna forseta Íslands. Útflutningsráð ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verð- launin, sem eru veitt í viðurkenning- arskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslunar og gjaldeyrisöflunar íslensku þjóð- arinnar, að því er fram kemur í til- kynningu frá forsetaembættinu. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum markaði, ásamt fleiru, en af um áætlaðri 700 milljóna kr. veltu í ár fara 96% til út- flutnings. Meðal fyrri verðlaunahafa eru Lýsi, 3X-Stál, Össur og Marel. Vaka hlýtur útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir framúrskarandi árangur Frá hug- mynd að veruleika Morgunblaðið/Kristinn Viðurkenning Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vöku, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af- hjúpa verðlaunagripinn en hann gerði Lísa K. Guðjónsdóttir myndlistarkona. Gripurinn heitir Yfir flúðir og fossa. Kannanir benda til að margir kjósendur hyggist lýsa óánægju sinni með því að skila auðu á kjördag. Ef marka má umræðuna má einnig allt eins bú- ast við að kjósendur muni í einhverjum mæli strika út nöfn eða reyna að hafa áhrif á röð frambjóðenda á lista með endurröðun. Við kosningarnar 2007 gerðist það í fyrsta sinn í rúm sextíu ár að um- breytingar kjósenda höfðu áhrif á röð frambjóðenda. Það var þó ekki í þeim mæli að breyting yrði á skipan Alþingis að því er fram kemur í grein- ingu dr. Þorkels Helgasonar á úthlutun þingsæta í seinustu kosningum. Breytingarnar voru mestar á tveimur listum Sjálfstæðisflokksins, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í kosningunum 2007 færðist Björn Bjarnason niður um eitt sæti í Reykja- vík og Árni Johnsen færðist niður úr öðru í þriðja sæti á Suðurlandi. Út- strikanir hafa þeim mun meiri áhrif sem listi hefur fleiri sæti. Höfðu áhrif á röðina á listum FORSVARSMENN hópsins sem keypti auglýsingu í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu á sunnudag, undir- ritaða af áhugafólki um endurreisn Íslands, hafa gefið sig fram. Í yfir- lýsingu sem Benedikt Guðmundsson og Sigurður Hjaltested sendu frá sér í gær kemur fram að þeir séu í for- svari hóps áhugafólks um endurreisn Íslands sem vilji vara við áformum vinstri flokkanna um að hækka álög- ur á almenning. Þeir harmi þá þau óþægindi sem Þór Jónsson hafi hlotið vegna aðstoðar sinnar við að panta auglýsingarnar. „Hvorki Morgunblaðið né Frétta- blaðið gerði kröfu um að hópurinn til- greindi sig með öðrum hætti en hann gerði,“ segir í yfirlýsingunni. Gagnrýni á efni auglýsingarinnar sé hins vegar ómakleg því bæði Vinstri grænir og Samfylkingin hafi talað um skattahækkanir í aðdrag- anda kosninga. „Því teljum við að at- kvæði greitt þeim sé atkvæði greitt skattahækkunum.“ Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa á mbl.is. Forsvars- mennirnir komnir fram Morgunblaðið/Ómar Óvissa Kosningaspennan vex. Reynslan sýnir að fá atkvæði geta valdið því að þingsæti færist á milli flokka. Örlagarík 5 prósent  Framboð sem nær 5% þröskuldinum er öruggt með 3 menn  10% í einu kjördæmi gætu dugað í þingsæti óháð landsfylginu Í HNOTSKURN »Ákveðið var við kosn-ingalagabreytinguna árið 2000 að útdeila 9 jöfn- unarsætum til að jafna þing- sætum milli flokka svo hver samtök fái þingmannatölu í sem mestu samræmi við heild- aratkvæðatölu á landinu öllu. »Þau samtök ein sem hafanáð 5% landsfylgi koma til álita við úthlutun jöfn- unarsæta. Áður var miðað við að samtök hefðu hlotið eitt eða fleiri kjördæmissæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.