Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Albir
3. júní
Frá kr. 89.900 - með fullu fæði
Aðeins örfá herbergi í boði!
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum í júní til Albir á
Costa Blanca. Albir er notalegur bær rétt við Benidorm þar sem frábært
er að njóta lífsins í sumarfríinu. Bjóðum ótrúlegt sértilboð á gistingu á
Hotel Rober Palas sem er gott þriggja stjörnu hótel sem býður góðan að-
búnað og frábæra staðsetningu í Albir. Stutt er að fara á ströndina og í
miðbæinn. Við hótelið er sundlaug, bar, sólbaðsaðstaða, veitingastaði,
setustofa, líkamsræktaraðstaða, sauna, diskótek, internetaðgengi fyrir
gesti o.fl.. Á Hotel Rober Palas eru 82 herbergi sem eru smekklega inn-
réttuð og með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólfi og
baðherbergi. Fullt fæði er innifalið í gistingu, þ.e. morgun-, hádegis- og
kvöldverður.
Verð frá kr. 89.900
Vikuferð með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í herbergi á Hotel Rober Palas
*** í 7 nætur með hálfu fæði.
Verð m.v. 2 fullorðna og 1 barn kr. 92.900. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 99.900. Sér-
tilboð 3. júní.
Ótrúlegt sértilboðHotel Rober Palas ***· Mjög fjölbreytt þjónusta· Fullt fæði innifalið
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
FIMM prósent atkvæðaþröskuld-
urinn, sem framboðin þurfa að ná til
að koma til álita við úthlutun níu
jöfnunarþingsæta í kosningunum á
laugardaginn, getur reynst ör-
lagaríkur. Skv. könnun Capacent í
fyrradag mældist Borgarahreyf-
ingin með slétt 5% yfir landið. Í gær
jókst það í 6,2%. Fari flokkur yfir
5% er nokkurn veginn tryggt að
hann fær þrjá jöfnunarmenn kjörna.
Úthlutun þingsæta fer fram í
tveimur skrefum. Fyrst er kjör-
dæmissætunum úthlutað á grund-
velli fylgis listanna í hverju kjör-
dæmi. Síðan er jöfnunarsætum skipt
á milli flokkanna eftir landsfylgi
þeirra og þeim jafnframt ráðstafað
til lista í einstökum kjördæmum.
Jafnvel þótt framboð fái engan
mann kjördæmakjörinn, getur það
átt rétt á jöfnunarsæti ef landsfylgið
fer yfir 5% þröskuldinn.
Dr. Þorkell Helgason, stærðfræð-
ingur og ráðgjafi landskjörstjórnar,
minnir á að skv. gamla kosningafyr-
irkomulaginu, sem hér var við lýði
áratugum saman, þurfti flokkur að
fá kjördæmakjörinn mann til að
koma til álita við úthlutun uppbót-
arsæta. Þeir þurftu m.ö.o. móð-
urskip til að draga inn einn eða fleiri
uppbótarþingmenn ef því var að
skipta.
Segja má að með nýju kosn-
ingalögunum hafi verið klippt á þessi
tengsl á milli úthlutunar kjördæma-
þingsæta og jöfnunarþingsæta.
Vegna kjördæmaskipunarinnar
gæti flokkur fengið jafnvel um eða
yfir 8% fylgi á landsvísu án þess að
fá nokkurn kjördæmakjörinn mann.
Þótti ósanngjarnt að svo mikið
atkvæðafylgi gæti fallið dautt niður
og því voru núgildandi reglur um út-
hlutun jöfnunarþingsæta settar.
Á hinn bóginn er um leið ljóst að
framboð getur náð kjördæma-
kjörnum manni á þing þó landsfylgið
sé undir 5% mörkunum. Ef tekið er
dæmi af landsbyggðarkjördæmi,
með 8 kjördæmaþingmenn og eitt
jöfnunarsæti, er framboðslisti næsta
öruggur með að fá kjördæmakjörinn
mann ef hann nær 11% fylgi í kjör-
dæminu. Þorkell bendir raunar á að
honum gæti dugað lægra hlutfall, 9-
10%, til að ná inn á þing sem kjör-
dæmakjörinn, ef atkvæði falla dauð
niður hjá hinum listunum í kjör-
dæminu, eins og alltaf á sér stað í
einhverjum mæli.
Á þetta kann að reyna í kosning-
unum ef marka má kannanir. Frjáls-
lyndi flokkurinn er langt undir 5%
mörkunum á landsvísu en skv. Capa-
cent-könnun sem flokkurinn birti
nýlega, mældist hann með 9,3% fylgi
í Norðvesturkjördæmi, þar sem
Guðjón Arnar Kristjánsson, formað-
ur flokksins, leiðir listann. Guðjón er
skv. því nálægt því að ná kjör-
dæmasæti.
ÞAÐ VAR árið 1985 að nokkrir nem-
endur úr rafmagnsverkfræði við Há-
skóla Íslands fengu hugmynd að
sjálfvirkum talningarútbúnaði fyrir
laxaseiði, sem byggðist á örtölvu-
tækni. Nú, tæpum aldarfjórðungi
síðar, er fyrirtækið Vaka, sem hug-
myndin ól af sér, orðið leiðandi há-
tæknifyrirtæki með yfirburðastöðu
á sínum markaði.
Það er fyrir þennan árangur sem
dómnefnd skipuð þeim Örnólfi
Thorssyni, Ingjaldi Hannibalssyni,
Friðriki Pálssyni, Þórunni Svein-
bjarnardóttur og Vali Valssyni taldi
Vöku verðugan vinningshafa út-
flutningsverðlauna forseta Íslands.
Útflutningsráð ber ábyrgð á
undirbúningi og kostnaði við verð-
launin, sem eru veitt í viðurkenning-
arskyni fyrir markvert framlag til
eflingar útflutningsverslunar og
gjaldeyrisöflunar íslensku þjóð-
arinnar, að því er fram kemur í til-
kynningu frá forsetaembættinu.
Veiting verðlaunanna tekur mið af
verðmætisaukningu útflutnings,
hlutdeild útflutnings í heildarsölu,
markaðssetningu á nýjum markaði,
ásamt fleiru, en af um áætlaðri 700
milljóna kr. veltu í ár fara 96% til út-
flutnings. Meðal fyrri verðlaunahafa
eru Lýsi, 3X-Stál, Össur og Marel.
Vaka hlýtur útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir framúrskarandi árangur
Frá hug-
mynd að
veruleika
Morgunblaðið/Kristinn
Viðurkenning Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vöku, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af-
hjúpa verðlaunagripinn en hann gerði Lísa K. Guðjónsdóttir myndlistarkona. Gripurinn heitir Yfir flúðir og fossa.
Kannanir benda til að margir kjósendur hyggist lýsa óánægju sinni með
því að skila auðu á kjördag. Ef marka má umræðuna má einnig allt eins bú-
ast við að kjósendur muni í einhverjum mæli strika út nöfn eða reyna að
hafa áhrif á röð frambjóðenda á lista með endurröðun.
Við kosningarnar 2007 gerðist það í fyrsta sinn í rúm sextíu ár að um-
breytingar kjósenda höfðu áhrif á röð frambjóðenda. Það var þó ekki í
þeim mæli að breyting yrði á skipan Alþingis að því er fram kemur í grein-
ingu dr. Þorkels Helgasonar á úthlutun þingsæta í seinustu kosningum.
Breytingarnar voru mestar á tveimur listum Sjálfstæðisflokksins, annars
vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Í kosningunum 2007 færðist Björn Bjarnason niður um eitt sæti í Reykja-
vík og Árni Johnsen færðist niður úr öðru í þriðja sæti á Suðurlandi. Út-
strikanir hafa þeim mun meiri áhrif sem listi hefur fleiri sæti.
Höfðu áhrif á röðina á listum
FORSVARSMENN hópsins sem
keypti auglýsingu í Morgunblaðinu
og Fréttablaðinu á sunnudag, undir-
ritaða af áhugafólki um endurreisn
Íslands, hafa gefið sig fram. Í yfir-
lýsingu sem Benedikt Guðmundsson
og Sigurður Hjaltested sendu frá sér
í gær kemur fram að þeir séu í for-
svari hóps áhugafólks um endurreisn
Íslands sem vilji vara við áformum
vinstri flokkanna um að hækka álög-
ur á almenning. Þeir harmi þá þau
óþægindi sem Þór Jónsson hafi hlotið
vegna aðstoðar sinnar við að panta
auglýsingarnar.
„Hvorki Morgunblaðið né Frétta-
blaðið gerði kröfu um að hópurinn til-
greindi sig með öðrum hætti en hann
gerði,“ segir í yfirlýsingunni.
Gagnrýni á efni auglýsingarinnar
sé hins vegar ómakleg því bæði
Vinstri grænir og Samfylkingin hafi
talað um skattahækkanir í aðdrag-
anda kosninga. „Því teljum við að at-
kvæði greitt þeim sé atkvæði greitt
skattahækkunum.“ Yfirlýsinguna í
heild sinni má lesa á mbl.is.
Forsvars-
mennirnir
komnir fram
Morgunblaðið/Ómar
Óvissa Kosningaspennan vex. Reynslan sýnir að fá atkvæði geta valdið því að þingsæti færist á milli flokka.
Örlagarík 5 prósent
Framboð sem nær 5% þröskuldinum er öruggt með 3 menn
10% í einu kjördæmi gætu dugað í þingsæti óháð landsfylginu
Í HNOTSKURN
»Ákveðið var við kosn-ingalagabreytinguna árið
2000 að útdeila 9 jöfn-
unarsætum til að jafna þing-
sætum milli flokka svo hver
samtök fái þingmannatölu í
sem mestu samræmi við heild-
aratkvæðatölu á landinu öllu.
»Þau samtök ein sem hafanáð 5% landsfylgi koma til
álita við úthlutun jöfn-
unarsæta. Áður var miðað við
að samtök hefðu hlotið eitt eða
fleiri kjördæmissæti.