Morgunblaðið - 23.04.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.04.2009, Qupperneq 22
22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is NÁNAST öruggt er talið að Jacob Zuma, leiðtogi Afríska þjóðarráðs- ins (ANC), verði kjörinn næsti for- seti Suður-Afríku á þingi landsins eftir kosningar sem fram fóru í gær. Enginn vafi lék á því fyrir þing- kosningarnar að Afríska þjóðarráð- ið fengi öruggan þingmeirihluta þrátt fyrir þrálátar ásakanir um að leiðtogi flokksins hefði gerst sekur um spillingu. Flokkurinn stefndi að því að halda tveimur þriðju þing- sætanna, sem myndi gera honum kleift að breyta stjórnarskránni án stuðnings annarra. Stærsta spurningin var hvort Ráð fólksins (COPE), flokkur klofnings- hóps úr ANC, eða Lýðræðisbanda- lagið yrði næststærsti flokkurinn á þinginu. Báðir flokkarnir hafa léð máls á því að mynda bandalag eftir kosningarnar og líklegt er að sá flokkur sem fær meira fylgi í kosn- ingunum fari fyrir bandalaginu. Margir af stuðningsmönnum Thabos Mbekis, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, klufu sig út úr ANC og stofnuðu COPE eftir að Mbeki neyddist til að láta af forsetaemb- ættinu á síðasta ári, níu mánuðum eftir að Zuma sigraði hann í leið- togakjöri ANC. Zuma er 67 ára og sat í fangelsi á Robben-eyju í tíu ár ásamt Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suð- ur-Afríku, fyrir baráttu gegn stjórn hvíta minnihlutans. Þótt Zuma sé umdeildur nýtur hann mikilla vin- sælda meðal fátækra landsmanna sem eru orðnir þreyttir á biðinni eftir bættum lífskjörum fimmtán árum eftir að aðskilnaðarstefnan var afnumin. Í kosningabaráttunni lofaði hann að bæta lífskjör fátækra blökkumanna, skera upp herör gegn glæpum og spillingu og bæta opinberu þjónustuna. Sakaður um mútuþægni Zuma varð varaforseti Suður-Afr- íku árið 1999 en honum var vikið úr embættinu í júní 2005. Fjórum mánuðum síðar var hann ákærður fyrir spillingu. Saksóknarar féllu frá spillingar- ákærunni í september 2006. Zuma var þó ákærður að nýju eftir að hann sigraði Mbeki í leiðtogakjöri ANC en saksóknararnir tilkynntu fyrir hálfum mánuði að hætt hefði verið við málshöfðunina. Þeir sögðu að þótt þeir teldu miklar líkur á því að Zuma hefði gerst sekur um mútuþægni hefðu þeir ákveðið að falla frá ákærunni vegna pólitískra afskipta af rannsókninni. Jacob Zuma var sýknaður í apríl 2006 af ákæru um að hafa nauðgað konu sem greinst hafði með veiruna sem veldur alnæmi. Zuma fullyrti að hann hefði haft mök við konuna með vilja hennar en hann þykir hafa opinberað vanþekkingu sína á út- breiðslu alnæmis þegar hann bar fyrir réttinum að hann hefði farið í sturtu til að smitast ekki af sjúk- dómnum. Zuma á leið í forsetastólinn ANC heldur miklum þingmeirihluta Í HNOTSKURN » Um 34% Suður-Afríku-manna lifa á minna en sem svarar 260 krónum á dag. » Dag hvern deyja nær1.000 manns af völdum sjúkdóma sem tengjast al- næmi. Á hverjum degi eru framin yfir 50 morð og 150 konum er nauðgað. Þingkosningar fóru fram í Suður-Afríku í gær í fjórða skipti frá afnámi aðskilnaðarstefnunnar fyrir fimmtán árum. Búist er við að Afríska þjóðarráðið, ANC, fái öruggan meirihluta á þinginu. Flokkurinn fékk tvo þriðju þingsætanna í síðustu kosningum, nægan meirihluta til að geta breytt stjórnarskránni. Heimildir: Vefsíður flokkanna, CIA World Factbook, Statistics South Africa, Unicef KOSNINGAR Í SUÐUR-AFRÍKU Alls bjóða 28 flokkar fram í þingkosningunumHELSTU FLOKKAR Aðrir flokkar 33 Afríska þjóðar- ráðið 297 ÞJÓÐÞINGIÐ Frá sept. 2007, eftir breyt. á þingflokkum Lýðræðis- bandalagið 47 Inkatha- frelsis- flokkurinn 23 400 alls Í HNOTSKURN Þjóðernishópar: Afrískir 79% Hvítir 9% Blandaðir 9% Indv./asískir 3% * áætlað 2007 ** áætlað 2008 N A M IB ÍA BOT- SWANA Pretoría SUÐUR- AFRÍKA AFRÍSKA ÞJÓÐAR- RÁÐIÐ LEIÐTOGI Jacob Zuma Var varaforseti í sex ár til ársins 2005 Spillingarákærur á hendur honum voru felldar niður nýlega eftir margra ára deilur ANC hefur verið við völd síðan Nelson Mandela varð forseti eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar 1994 RÁÐ FÓLKSINS LEIÐTOGI Mvume Dandala biskup Nýtur virðingar fyrir að beita sér LÝÐRÆÐIS- BANDALAGIÐ LEIÐTOGI Helen Zille Fór fyrir banda- lagi er komst til Atvinnuleysi 21,7%** Meðal- lífslíkur: 50 ár Íbúafjöldi: 49,05 millj. Hlutfall læsra: 88%* VÞF á hvern íbúa: 10,000$** fyrir friði og félagslegu réttlæti Klofningshópur úr ANC stofnaði COPE Flokkurinn vonast til þess að fá atkvæði kjósenda sem eruþreyttir á deilunum um Zuma Í stjórnarandstöðu Er frjálslyndur og aðhyllist markaðshyggju Nýtur lítils stuðnings meðal blökkumanna valda í Cape Town, einu borginni sem ANC stjórnar ekki Reuters Kosið Kjósendur í biðröðum við kjörstað í bænum Nkandla í Suður-Afríku. Í KÍNA er verið að taka upp þá ný- breytni, að allir íbúar landsins skuli hafa persónuskilríki en það þýðir hins vegar, að 60 milljónir manna munu neyðast til að breyta nafni sínu. Í persónuskilríkjunum verður mynd og minnisflaga til að unnt sé að skanna þau og lesa í tölvum. Í kín- verska ritmálinu eru 55.000 tákn en tölvukerfið er hins vegar aðeins hannað til að lesa úr 32.252. Vegna þess verður allur þessi fjöldi að breyta nafni sínu og laga það að því, sem tölvukerfið ræður við. Það er svo annað vandamál í Kína, sem batnar líklega ekki við þetta, að nafnaflóran þykir einstaklega fá- breytt. svs@mbl.is 60 millj. skipti um nafn Tölvan er Kínverjum harður húsbóndi BORÐUM ber og ístran tekur að hjaðna. Sú er að minnsta kosti nið- urstaða banda- rískra vísinda- manna eftir ítarlegar rann- sóknir. Fitan, sem safnast fyrir á maga er verri en fita annars staðar á skrokknum og ýtir meðal annars undir hjartasjúk- dóma og sykursýki 2. Rannsóknir á rottum sýndu hins vegar svart á hvítu, að ríkulegur berjakostur vann vel á þessari fitu jafnvel þótt þær væru á fitandi fæðu. Öll ber eru holl en bláberin eru meinholl. Í þeim eru efni, sem hafa áhrif á það hvernig líkaminn vinnur úr sykrum, og þau draga úr hættu á fyrrnefndum sjúkdómum og lækka einnig kólesterólmagn í blóðinu. svs@mbl.is Bláber vinna á ístrunni Hollusta Komum, tínum berin blá. DAVID Kellermann, starfandi fjár- málastjóri bandaríska íbúðalána- sjóðsins Freddie Mac, fannst látinn á heimili sínu um 20 km vestur af höfuðborginni Washington í Banda- ríkjunum í gær og telur lögregla ummerki á vettvangi benda til að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Kellermann hafði starfað fyrir sjóðinn í 16 ár og gegnt stöðu fjár- málastjóra frá því í september. Óhætt er að segja að hann hafi tekið við erfiðu búi, sjóðurinn skýrði í mars frá ríflega 6.533 millj- arða króna tapi á árinu 2008, ásamt því að gefa til kynna að hann þyrfti 4.042 milljarða kr. til viðbótar frá Bandaríkjastjórn til bjargar fyrir- tækinu, en hann hafði þá fengið um 1.800 milljarða króna stuðning. Talinn hafa svipt sig lífi ALISTAIR Darling, fjármálaráð- herra Bretlands, kynnti í gær þingi og þjóð fjárlög stjórnarinnar og voru þau að þessu sinni enginn fagnaðar- boðskapur. Gert er ráð fyrir, að skuldir ríkisins fari á þessu ári og því næsta í 175 milljarða punda og tvö- faldist næstum því frá síðasta fjár- lagaári. Því er þó spáð, að hagvöxtur verði aftur í Bretlandi seint á þessu ári. Fram kom hjá Darling, að lands- framleiðslan myndi dragast saman um 3,5% á þessu ári eða um miklu meira en áður hafði verið búist við. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir 1,25% hagvexti. Hátekjuskattur verður hækkaður í 50% og breska stjórnin ætlar að fara að dæmi þeirrar þýsku og frönsku og örva bílakaup með því að styrkja kaupendur nýrra bíla með 2.000 pundum. Hefur það fallið í góð- an jarðveg meðal starfsmanna í bíla- iðnaði. Kosningar verða í Bretlandi í síð- asta lagi um mitt næsta ár og bendir flest til, að Íhaldsflokkurinn muni taka við af Verkamannaflokknum að þeim loknum. svs@mbl.is Skuldabyrðin tvö- faldast á einu ári Bresku fjárlögin lögð fram á þingi AP Fjárlög Darling með rauðu töskuna fyrir framan Downingstræti 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.