Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 MIKIÐ var um að vera þegar starfsmönnum kjörstaða í borginni Allahabad á Indlandi voru úthlutuð nauðsyn- leg einkenni en í dag hefst annar áfangi af fimm í þing- kosningunum í landinu. Í honum greiða um 200 millj- ónir manna atkvæði en kjósendur á kjörskrá eru alls 714 milljónir. Standa kosningarnar í mánuð. Ekki er búist við, að neinn einn flokkur fari nálægt því að fá meirihluta. AP 714 milljónir að kjörborðinu Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is TVEIR háttsettir menn í skæruliða- hreyfingu Tamíl-tígra, LTTE, á Sri Lanka gáfust í gær upp fyrir stjórn- arhermönnum, sem sækja nú að síð- asta yfirráðasvæði tígranna. Óttast er, að þar séu enn innikróaðir tugir þúsunda óbreyttra borgara. Velayudam Dayanidi, talsmaður Tamíl-tígra síðustu ár, gaf sig á vald stjórnarhermönnum ásamt fyrrver- andi aðstoðarmanni yfirmanns stjórnmálaarms tígranna, S.P. Thamiselvean, en hann er látinn. Fréttaritarar segja, að verði upp- gjöf þessara tveggja manna staðfest, sé hún mikið áfall fyrir tígrana en leiðtogar þeirra höfðu skipað liðs- mönnum sínum að taka inn eitur, blásýru, fremur en að gefast upp. Milli steins og sleggju Talsmaður stjórnarhersins á Sri Lanka sagði í gær, að rúmlega 80.000 óbreyttum borgurum hefði tekist að flýja frá yfirráðasvæði tígr- anna en þeir hafa verið sakaðir um að nota fólkið sem eins konar skjöld í átökunum við stjórnarhermenn. „Ástandið er vægast sagt skelfi- legt,“ sagði Pierre Krähenbühl, einn af yfirmönnum alþjóðaráðs Rauða krossins. „Átökin eiga sér stað á mjög litlu svæði, sem er yfirfullt af fólki, sem þangað hafði flúið.“ Bandaríkjastjórn, aðrar ríkis- stjórnir á Vesturlöndum og Sam- einuðu þjóðirnar hafa skorað á stjórnarherinn og skæruliða að hlífa óbreyttum borgurum en talsmaður SÞ í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, telur víst, að nokkrar þúsundir þeirra hafi þegar fallið. Hefur þetta ástand valdið miklum hugaræsingi meðal Tamíla, sem sest hafa að á Vesturlöndum, og hafa þeir meðal annars efnt til mótmæla í Ottawa, London, París, Ósló og víð- ar. Skjót endalok Tamíl-tígrar voru fyrir skömmu taldir vera einhver harðsnúnasta skæruliðahreyfing í heimi. Réðu þeir þá um þriðjungi lands á Sri Lanka og stýrðu því í raun sem eigin ríki. Hefur það því komið ýmsum á óvart hve mótstaða þeirra reyndist lítil. AP Flóttafólk HlutiTamílanna, sem tókst að flýja átakasvæðið. Háttsettir menn í liði Tígranna gefast upp Meira en 80.000 óbreyttra borgara hefur tekist að flýja átaka- svæðið en enn er óttast um afdrif tugþúsunda manna Fimmtudaginn 23. apríl kl. 14:00 til 18:00 verða Skógarmenn með kaffisölu til styrktar starfinu í Vatnaskógi. KAFFISALA SKÓGARMANNA Sumardaginn fyrsta Boðið verður upp á glæsilegt kaffihlaðborð, myndir frá starfinu verða sýndar og leiktæki fyrir börnin. Skráning sumarbúðirnar í fullum gangi - þökkum frábærar viðtökur. Kaffisalan verður í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28. Skógarmenn fjölmennum og styrkjum starfið í Vatnaskógi. www.kfum.is hö nn un // Bj ar ni Kj ar ta ns so n / FIT N Ý T T F R Á L I N D B E R G L I N D B E R G 8 0 8 / 7 4 B a s E 8 – K ú p T G L E R sjóNmæLINGaR Tímapantanir: smáralind 528 8500 Keflavík 421 3811 CONDOLEEZZA Rice, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkj- anna, og John D. Ashcroft, þáver- andi dómsmálaráðherra, heimiluðu um sumarið 2002, ásamt að minnsta kosti tíu öðrum háttsettum fulltrú- um ríkisstjórnar George W. Bush, bandarísku leyniþjónustunni, CIA, að beita óvenjulegum aðferðum við yfirheyrslur í leynifangelsum. Heimildin náði til vatnspyntinga, aðferðar sem Eric H. Holder, núver- andi dómsmálaráðherra, hefur lýst yfir að sé ólögleg pyntingaraðferð. Þetta kemur fram í gögnum sem Holder afhenti nefnd sem fer með leyniþjónustumál í öldungadeild Bandaríkjaþings, en þar segir að Rice hafi tveimur mánuðum fyrir samþykkt aðferðanna hinn 17. júlí 2002 hlýtt, ásamt fjórum öðrum fulltrúum stjórnarinnar, á tillögur um pyntingaraðferðir, þ.m.t. vatns- pyntingar, þar sem líkt er eftir drukknun. Í júlí 2003 sátu Rice, Dick Che- ney, þáverandi varaforseti, og fleiri háttsettir aðilar í stjórninni svo fund þar sem niðurstaðan var sú að aðferðir CIA væru í sam- ræmi við lög. Árið 2004 kom hins vegar fram í áliti CIA að ekki væri ljóst að að- ferðirnar væru löglegar. Í júlí sama ár sendi dómsmálaráðuneytið, að frumkvæði Ashcrofts, bréf til CIA þar sem sagði að aðferðirnar, að vatnspyntingum frátöldum, væru löglegar. Ráðuneytið sendi síðan frá sér tvö álit þar sem niðurstaðan var sú að vatnspyntingar gætu verið lög- legar ef þær væru framkvæmdar í samræmi við öryggisreglur CIA. Árið eftir lýsti Rice því svo yfir að stjórnin heimilaði ekki pyntingar. Aðferðirnar voru heimilaðar 2003 Stjórn Bush sagði ósatt um pyntingar Condoleeza Rice
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.