Morgunblaðið - 23.04.2009, Side 34
34 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
Í GREIN sem ég
skrifaði í Morgunblaðið
13. okt. sl. benti ég á að
Ísland væri eins og lítil
bátsskel sem hrekst um
fyrir úfnu og opnu hafi
alþjóðlegra fjármagns-
hreyfinga. Með samn-
ingnum um Evrópska
efnahagssvæðið ákváðu
Íslendingar að leggja
út á þetta haf og taka
þátt í frjálsu flæði fjár-
magns. Þetta leysti mikla krafta úr
læðingi og skapaði framan af bæði at-
vinnu og skatttekjur. Kraftar fjár-
magnsins reyndust hins vegar svo
óbeislaðir og varnirnar í landinu svo
litlar að á endanum fóru þeir nærri
því að tortíma sjálfu fjármálakerfinu
og kippa stoðunum undan fjárhag
fyrirtækja og heimila.
Þessi dýrkeypta reynsla okkar Ís-
lendinga ætti að kenna okkur að ógn-
ir við fjármálaöryggi eru ekki minni
áhættuþáttur í nútímasamfélagi en
hernaðarógn, alþjóðleg glæpastarf-
semi og heimsfaraldrar. Eina leiðin
til að bregðast við slíkri áhættu er
annaðhvort að loka alveg að sér, ein-
angra sig, eða taka þátt í skipulögðu
alþjóðlegu samstarfi sem miðar að
því að byggja upp forvarnir og við-
brögð við sameiginlegri
vá. Evrópusambandið
er slíkt samstarf og það
stendur okkur til boða.
ESB gegn einangr-
unarhyggju
Við Íslendingar verð-
um að læra að meta
nýja stöðu okkar í heim-
inum rétt. Eftir seinna
stríð höfðum við sterka
stöðu á alþjóðavettvangi
í rúm 30 ár vegna hern-
aðarlegs mikilvægis
landsins. Þessi staða er
gjörbreytt og 20 ár liðu raunar í al-
geru tómarúmi án þess að fram færi
endurmat á stöðu Íslands í heiminum.
Það var satt að segja skelfilegt að
upplifa hversu ein við vorum þegar
kreppan skall á okkur sl. haust.
Við Íslendingar þurfum á vinum að
halda eins og allir aðrir og við eigum
heima í bandalagi Evrópuþjóða. Evr-
ópusambandið er ekki allsherjar
hjálpræði Íslands heldur nauðsynlegt
skref ef ekki á verr að fara. Aðildinni
fylgja margvísleg vandamál og úr-
lausnarefni en munurinn er sá að við
glímum ekki við þau einsömul heldur
með 27 öðrum þjóðum þar sem marg-
ir hugsa á svipuðum nótum og við.
Hvers aðstæður krefjast
Við Íslendingar verðum að horfast
í augu aðstæður og víkja okkur
hvergi undan. Gjaldmiðilskreppa er
banvænt kverkatak sem við verðum
að rjúfa. Með íslensku krónuna að
vopni mun okkur ekki takast að leiða
farsællega til lykta mikilvægustu
þætti endurreisnarverkefnisins sem
eru að ná tökum á ríkisfjármálunum,
ræsa upp starfhæfa banka og koma á
eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum við
útlönd. Ég tek því undir þær raddir
sem óttast hrun í raunhagkerfi lands-
ins, að bestu atvinnufyrirtæki okkar
falli ef viðskipti við umheiminn kom-
ast ekki í eðlilegt horf sem fyrst. Það
er engin skömm að því að leita skjóls í
samstarfi sem býðst við aðrar lýð-
ræðisþjóðir. Það er raunsæi þess sem
veit að einangrunarhyggjan er liðin
undir lok.
Evrópusambandið var upphaflega
stofnað til að takast á við tortímandi
einangrunarhyggju sem leiddi m.a. af
sér djúpa efnahagskreppu og tvær
heimsstyrjaldir. ESB hefur sannað
gildi sitt og leitt af sér pólitískan og
efnahagslegan stöðugleika í Evrópu í
meira en hálfa öld. Aðildin hefur líka
reynst einstökum löndum heilladrjúg
og frændur okkar Danir hafa t.d. haft
af því ómældan ávinning að starfa
innan ESB í 36 ár án þess þó að
nokkrum detti í hug að þeir séu minni
Danir fyrir vikið eða séu hættir að
hafa í hávegum það sem danskt er.
Á laugardag er kosið
um Evrópu
Það var einmitt á fundi í Kaup-
mannahöfn fyrir rúmu ári sem ég
sagðist sannfærð um að aðild að ESB
yrði kosningamál í næstu kosningum
á Íslandi. Afneitunin gæti ekki staðið
lengur. Almenningur á Íslandi yrði að
fá að sjá niðurstöður aðildarviðræðna
og ákveða svo sjálfur í þjóðaratkvæði
hvort Ísland yrði aðili eður ei. Staða
efnahagsmála krefðist þess.
Og nú er komið að því. Næsta laug-
ardag kjósa Íslendingar um Evrópu.
Það er í fyrsta skipti í sögunni sem sá
kostur gefst með svo skýrum hætti
en gæti líka verið síðasta tækifæri
kjósenda til að láta skoðun sína í ljós í
alltof langan tíma. Þetta gerist við að-
stæður sem eru svo alvarlegar að for-
ystufólk í atvinnulífi, menningarlífi og
verkalýðshreyfingu hefur loksins,
loksins stigið fram og lagt sig undir til
að þrýsta á ákvörðun sem Íslend-
ingar geta ekki og mega ekki skjóta
lengur á frest. Ég fagna framtaki
þeirra mjög og hvet alla til að leggja
við hlustir.
Á minni tíð í utanríkisráðuneytinu
var vandlega undirbúið að Ísland
gæti sótt um aðild að ESB um leið og
slík ákvörðun lægi fyrir. Sérstakar
samráðsnefndir hagsmunaaðila um
sjávarútveg, landbúnað og byggða-
mál hafa starfað á vegum ráðuneyt-
isins undanfarin misseri, drög að
samningsmarkmiðum hafa verið unn-
in og við höfum markvisst ræktað
sambönd við vinveitta lykilaðila í
helstu aðildarríkjum og í fram-
kvæmdastjórninni í Brussel. Við höf-
um ekki efni á að sóa neinum tíma
meir. Umsókn þyrfti að komast á
borð ráðherraráðsins í júní. Svíar
taka við forystu í sumar og Carl Bildt
utanríkisráðherra gjörþekkir stöðuna
hér sem við höfum margsinnis rætt
persónulega. Hið sama á við um
stækkunarstjórann og fiskveiðistjór-
ann. Næsta ríkisstjórn á lag sem
kemur ekki aftur í bráð og Ísland er
vel undirbúið.
Ef Samfylkingin fær ekki þann
stuðning í kosningunum næsta laug-
ardag sem nægir henni til að gera
kröfu um forystu í Evrópumálum
strax eftir kosningar, verður bið á því
að þjóðin fái að segja sína skoðun
milliliðalaust. Ef skilaboðin eru skýr í
kosningunum fær fólk að kjósa aftur,
um aðildina sjálfa, annars ekki.
Eftir Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur »Næsta laugardag
kjósa Íslendingar
um Evrópu. Það er í
fyrsta skipti í sögunni
sem sá kostur gefst með
svo skýrum hætti en
gæti líka verið síðasta
tækifæri kjósenda til að
láta skoðun sína í ljós í
alltof langan tíma. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Höfundur er fyrrverandi
utanríkisráðherra.
Kjósum Evrópu
EITT sinn voru ís-
lenskir útgerðarmenn
svo háværir í kvört-
unum sínum um hlut-
skipti sitt og sinnar at-
vinnugreinar að þeir
fengu á sig nafngiftina
Grátkórinn. Nú hefur
grátkórinn verið end-
urvakinn, rétt fyrir
kosningar, til að vara
við tillögum Samfylk-
ingar og að einhverju leyti einnig
Vinstri grænna um réttlátara fisk-
veiðistjórnunarkerfi. Og ekki er nóg
að útgerðarmenn sjálfir þenji bass-
ann, heldur hafa þeir fengið helstu
bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í
lið með sér til að syngja annan ten-
ór. Og það er sama stefið: Það mun
allt fara til fjandans, ef hinir vondu
vinstri menn komast til valda og
breyta kvótakerfinu.
Það segir sína sögu um stöðu
Sjálfstæðisflokksins í íslenskum
stjórnmálum og tengsl hans við út-
gerðarmenn og kvótahafa í landinu
að bæjarstjórar Vestmannaeyja,
Snæfellsbæjar og Ísafjarðarbæjar
sjá sig knúna til að láta munstra sig
í grátkór öflugustu hagsmunaafla í
landinu og kyrja þennan heimsend-
is-söng til að koma í veg fyrir að
breytingar verði gerðar á núverandi
kvótakerfi, sem meirihluti lands-
manna hefur árum saman talið
óréttlátt og ósanngjarnt. Það var þá
kannski ekki mismæli sem hraut af
munni eins þingmanns flokksins á
landsfundi sjálfstæðismanna um
daginn, þegar hann sagði að það
þyrfti að tryggja yfirráð
sjálfstæðismanna á
auðlindum hafsins?
Í grein bæjarstjóra
Sjálfstæðisflokksins í
Morgunblaðinu 18.
apríl skreyta þeir sig
með starfsheiti sínu,
en ekki pólitískum
uppruna, og gefa þann-
ig í skyn að þeir tali
fyrir hagsmunum íbúa
í sínu bæjarfélagi.
Skulu þeir minntir á
eftirfarandi:
Samkvæmt úrskurði Mannrétt-
indanefndar Sameinuðu þjóðanna
brýtur núverandi kvótakerfi mann-
réttindi. Kerfið hamlar nýliðun í
sjávarútvegi. Breytingar munu
tryggja jöfnuð og mannréttindi.
Allt tal um þjóðnýtingu er í besta
falli blekking, en í versta falli fölsun:
Ekki er hægt að þjóðnýta verðmæti,
nema þau hafi áður verið óskoruð
eign annars aðila. Samkvæmt lögum
um stjórn fiskveiða myndar afla-
hlutdeild ekki óafturkræfa eign.
Innköllun veiðiheimilda í núverandi
kvótakerfi á tuttugu árum er eðlileg
og sanngjörn leið fyrir þá sem hafa
haft ókeypis forgang að verðmæt-
ustu auðlind þjóðarinnar. Sáttaleið
sem tryggir aðlögunartíma kvóta-
hafa.
Slæm staða sjávarútvegsfyr-
irtækja og veðsetning verðmæta er
afleiðing tuttugu ára kvótakerfis og
18 ára stjórnar Sjálfstæðisflokksins
í sjávarútvegsmálum, en kemur ekki
réttlátum og eðlilegum umbótum
við.
Auðlindasjóður í höndum ríkisins
og uppboð veiðiheimilda á opnum
markaði mun leiða til heilbrigðara
umhverfis og eðlilegrar samkeppni í
sjávarútvegi. Reynsla og þekking
einstaklinga og fyrirtækja mun
njóta sín til fulls í nýju kerfi, en for-
réttindi, leiguliðaáþján og brask
með óveiddan fisk mun leggjast af.
Spádómar þriggja bæjarstjóra
Sjálfstæðisflokksins um fjöldagjald-
þrot og atvinnuleysi í sjáv-
arbyggðum í kjölfar breytinga á
fiskveiðilöggjöfinni eru hjáróma
rödd í kór þeirra útgerðarmanna
sem notið hafa forréttinda í skjóli
Sjálfstæðisflokksins. Ef fyrirtæki í
sjávarútvegi eru komin að fótum
fram eftir 25 ára kvótakerfi og for-
ræði sjálfstæðismanna, sannar það
hvernig núverandi kerfi er búið að
leika sjávarbyggðir landsins og
þjóðarbúið allt. Því er enn meiri
nauðsyn að opna leið fyrir framtak-
sama og framsýna einstaklinga til
að taka frumkvæði og leiða fisk-
veiðar og sjávarútveg þjóðarinnar
til framtíðar. Holur hljómur þriggja
bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins
bætir ekki þann falska tón sem ein-
kennir Grátkórinn mikla. Fjöregg
þjóðarinnar skal ekki fært þeim á
silfurfati eftir að þeir hafa glutrað
því út úr höndunum.
Eftir Sigurð
Pétursson » Það var þá kannski
ekki mismæli þegar
þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins sagði að það
þyrfti að tryggja yfirráð
sjálfstæðismanna á auð-
lindum hafsins?
Sigurður Pétursson
Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti
Í-listans í Ísafjarðarbæ.
Grátkórinn og hjáróma raddir
ÞAÐ VIRÐIST
vera keppni hjá
vinstrimönnum hver
geti talað verst um
útgerðarmenn, orð
sem þeir nota gjarn-
an eru „sægreifar“,
„kvótakóngar“ og svo
„þið stáluð kvótanum
frá þjóðinni“. Ég hef
oft verið spurður út í
það af hverju við
svörum ekki þessum árásum. Svarið
er einfalt; ég er bara að vinna og hef
hingað til ekki gefið mér tíma í það.
Þeir sem ganga einna harðast fram í
þessum árásum tengjast gjarnan
háskólunum. Þegar menn tala um
„gjafakvóta“ var gjöfin í rauninni sú
að verið var að skerða þau réttindi
sem menn höfðu áður, sem var að
veiða ótakmarkað.
Til að koma í veg fyrir hrun á
fiskistofnunum voru veiðar tak-
markaðar með kvóta og eru það því
mikil öfugmæli að tala um gjöf.
Seinna áttuðu menn sig á hag-
kvæmninni sem fólst í þessu kerfi og
fóru að vinna eftir því eins og best
þeir gátu. Við sem erum í útgerð
höfum ekki átt neinn annan kost en
að fylgja þeim leikreglum sem rík-
isvaldið hefur sett á hverjum tíma.
En það er erfitt að gera einhverjar
áætlanir fram í tímann í þessu um-
hverfi þegar sífellt er verið að hóta
stórfelldum breytingum á kvóta-
kerfinu. Eins og staðan er í dag er
ca. 90% af fjárfestingum útvegsfyr-
irtækja í aflaheimildum. Ástæðan
fyrir því er að í kjölfar mikils sam-
dráttar í heildarkvóta í gegnum tíð-
ina hafa menn þurft að bæta við sig
heimildum til að halda sínu. Síðan
má benda á að margir einyrkjar
hafa selt sig út úr greininni í ljósi
umræðunnar um að taka eigi kvót-
ann af fyrirtækjunum og það er allt-
af vont þegar sú dreifða eignaraðild
sem hefur verið í greininni hefur
minnkað. Allavega hefur sú nei-
kvæða umræða um kvótann ekki
stuðlað að þeim stöðugleika sem
þarf að ríkja í fyrirtækjarekstri sem
útgerð er.
Tillögur Vinstri grænna og Sam-
fylkingar um innköllun aflaheimilda
eru grófar árásir á útgerðarfyr-
irtækin sem eru þó drifkrafturinn í
okkar þjóðfélagi og eru ekkert ann-
að en hótun um hreina og klára
eignaupptöku. Þessar þjóðnýting-
artillögur eru til þess
fallnar að koma þessum
fyrirtækjum á hausinn
og hlýtur það að teljast í
hæsta máta óeðlilegt að
setja það í stefnuskrá
sína að gera enn fleiri
fyrirtæki gjaldþrota. Í
samanburði við aðrar at-
vinnugreinar má benda
á að sjávarútvegurinn er
eina atvinnugreinin sem
borgar auðlindaskatt,
fyrir utan að skapa
gjaldeyri í gegnum árin.
Ef Vinstri grænir og Samfylking
komast til valda eftir kosningar og
koma sjávarútveginum í þrot mun
bankakerfið fylgja í kjölfarið og fara
í þrot eina ferðina enn og þá er ekki
víst að hægt verði að tryggja inni-
stæður í það skiptið og hvaða drif-
kraftur á þá að keyra okkur upp úr
þeirri lægð? Þetta er allt gert í nafni
réttlætis. Og það er hreint með ólík-
indum að kenna kvótakerfinu um
bankahrunið. Það er hálfbroslegt að
hlusta á virtan prófessor halda
þessu fram. Þegar bullið er end-
urtekið nógu oft síast það inn hjá
fólki, mörg dæmi eru um þessa að-
ferð í heimssögunni. Ástæðan fyrir
bankahruninu núna er einfaldlega
sú að yfir heiminn flæddi ódýrt
lánsfé og eftir á að hyggja hefði átt
að setja kvóta á það, þ.e.a.s. þak á
hvað bankakerfið mætti verða stórt
hér heima miðað við stærð hagkerf-
isins. Tillögur Vinstri grænna og
Samfylkingar í sjávarútvegsmálum
eru hreinar árásir á sjávarbyggð-
irnar í landinu. Og það er mjög
skrítin staða að þessir flokkar skuli
hafa það á stefnuskrá sinni að koma
sjávarútvegsfyrirtækjum á hausinn.
Að öllu óbreyttu myndu þau vera
líklegust til að koma okkur aftur á
réttan kjöl.
Í nafni réttlætis
Eftir Ármann
Einarsson
Ármann Einarsson
» Tillögur Vinstri
grænna og Samfylk-
ingar um innköllun afla-
heimilda eru grófar
árásir á útgerðarfyr-
irtækin sem eru þó drif-
krafturinn í okkar þjóð-
félagi …
Höfundur er framkvæmdastjóri í
Auðbjörgu ehf. í Þorlákshöfn.
Með og á móti
Jean Jensen |
Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn |
Stefán Benediktsson |
Álver eða ESB
Reynir Heiðar Antonsson |
Álappalegur áróður
Meira: mbl.is/kosningar
, ,ímorgungjöf?