Morgunblaðið - 23.04.2009, Qupperneq 37
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
Hreinn Jónsson,
mágur minn, var
fæddur að Sæbóli í
Aðalvík 3. október
1930. Þann stað elskaði hann mest,
þar átti hann sumarbústaðinn
Borg og undi sér með allri sinni
stóru fjölskyldu. Hann svaf þar í
efri koju í litlu kamesi. Út um
gluggann mátti sjá í átt að kirkj-
unni umluktri gulum sóleyjum og
loðnu grasi. Í þessari kirkju, að
Stað í Aðalvík, þjónaði afi hans,
séra Magnús Jónsson, frá 1905 til
1934.
Sól að hafi hnígur
hamra gyllir tind,
með söngvum svanur flýgur,
sunnan móti þýðum vind.
Króna hægt á blómum bærist,
brosa þau svo unaðsrík.
Kvölds þá yfir friður færist,
fegurst er í Aðalvík.
(Jón Pétursson.)
Á unglingsárum flytur Hreinn
til Ísafjarðar og sest á skólabekk í
gagnfræðaskólanum.
Það er svo nokkrum árum síðar
sem hann er allt í einu kominn í
mína fjölskyldu. Ég var 12 eða 13
ára þegar þessi stóri myndarlegi
ungi maður kom inn í líf okkar í
Túngötu 5. Hann varð kærasti
stóru systur og strax eins og besti
bróðir okkar systkina og góður
sonur tengdaforeldranna svo aldr-
ei bar þar skugga á. Hreinn var
stríðinn og hló hátt þegar stelpan
sem var að verða unglingur roðn-
aði ef hann yrti á hana. Nokkrum
árum síðar fylgjast þau að úr há-
degismat heilan vetur, unglings-
stelpan og ungi maðurinn sem þá
var orðinn faðir. Stelpan fór í
gagnfræðaskólann að taka lands-
próf en hann í Raf að læra raf-
virkjun. Á leiðinni var oft slegið á
létta strengi og stríðnin ekki langt
undan. Oft var það þannig að
stelpan hét því að fylgja honum
aldrei aftur úr mat.
Hreinn var með ákveðnar skoð-
anir á mönnum og málefnum og lét
þær óspart í ljós. Hann kom til
dyranna eins og hann var klædd-
ur. Hreinn hafði yndi af söng og
var heiðursfélagi í Karlakórnum
Erni. Snemma byggði hann hús yf-
ir fjölskyldu sína og foreldra.
Hann var stoltur af börnum sínum
og hugsunarsamur við sitt fólk, án
allrar tilgerðar. Hreinn gekkst
undir erfiðar hjarta- og höfuðað-
gerðir sem höfðu mikil áhrif á allt
hans líf. Það var systir mín sem
studdi hann í blíðu og stríðu og
var honum allt. Síðustu árin hafði
hann mesta ánægju af barnabörn-
unum og litlu langafabörnunum,
þau veittu honum margar ánægju-
stundir.
Mín fjölskylda kallaði hann
Ladda. Það nafn gaf sonur okkar
honum ungur að árum. Enginn
kallaði hann Ladda nema við. Við
kveðjum Ladda með sorg í hjarta,
hann var góður maður með við-
kvæma lund, það fyllir enginn
hans skarð í okkar huga.
Við Bragi og börnin okkar send-
um systur minni og allri fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur og
biðjum þeim guðs blessunar á erf-
iðum tíma.
Bára Einarsdóttir.
Tíminn skilar okkur öllum til án-
ingarstaða og að síðustu til leið-
arloka. Enginn ræður hvenær
hann hverfur úr þessum heimi yfir
á lendur óendanleikans. Vinur
minn og nágranni í hálfa öld,
Hreinn Þ. Jónsson, hefir nú kvatt
og er horfinn okkur. Það þurfti
Hreinn Þórir Jónsson
✝ Hreinn Þórir Jóns-son fæddist á Stað
í Aðalvík í N-
Ísafjarðarsýslu 3.
október 1930. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísafirði
10. apríl síðastliðinn.
Útför Hreins fór
fram frá Ísafjarð-
arkirkju 18. apríl sl.
ekki að koma mér á
óvart, þegar mér
barst andlátsfrétt
hans í byrjun dymb-
ildaga, þar sem ég
vissi, að hann var
þrotinn að kröftum
eftir langvarandi
veikindi. Eigi að síð-
ur varð mér bilt við.
Ég skynjaði að einn
af mínum góðu vin-
um hafði kvatt og
lokað hurð.
Hreinn var upp-
runninn í Aðalvík og
þar stóð æskuheimili hans. Fljót-
lega eftir fermingu fluttist hann
með foreldrum sínum til Ísafjarð-
ar. Settust þau að á Seljalandi og
þar stóð heimili hans, þar til hann
flutti á Engjaveginn árið 1957. Í
Skutulsfirði eignaðist hann góða
félaga, sem hann hélt tryggð við
alla tíð. Leið hans lá í gagnfræða-
skólann og iðnskólann. Hann lauk
námi í rafvirkjun og starfaði við
iðn sína í mörg ár, en síðan gerðist
hann vélgæzlumaður hjá Íshús-
félagi Ísfirðinga. Þar starfaði hann
í þrjá átatugi, meðan heilsa og
kraftar leyfðu.
Hreinn var félagslyndur maður,
söngvinn, ráðhollur og traustur.
Honum voru því falin margvísleg
trúnaðarstörf innan þeirra félaga,
sem hann starfaði með. Hann gekk
fljótlega í Ármann í Skutulsfirði
og keppti á skíðum fyrir það félag
í mörg ár. Einnig var hann far-
arstjóri fyrir unglinga, sem fóru til
keppni í öðrum landshlutum. Um
árabil söng Hreinn með kórum á
Ísafirði og var formaður Karlakórs
Ísafjaðar í nokkur ár. Hann var
trúr uppruna sínum og hélt alla tíð
mikill tryggð við æskustöðvar sín-
ar. Fyrir mörgum árum byggði
hann sér sumarhús í Aðalvík, þar
sem æskuheimili hans stóð. Þar
dvaldi hann löngum með fjölskyldu
sinni á hverju sumri. Hann var í
forystu fyrir Sléttuhreppinga um
langt árabil. Það munaði um Hrein
Jónsson, hvar sem hann var að
verki.
Í daglegu fari var Hreinn glað-
vær og félagslyndur, oft gáska-
fullur og átti til að vera glanna-
legur í tali. Á seinni árum varð
þessi félagslyndi maður þó meira
einfari og dróst inn í skel vegna
veikinda sinna. Á góðum stundum
hafði hann þó alltaf gaman af að
segja sögur af skemmtilegum sam-
ferðamönnum, sem hann hafði um-
gengizt. Hann var góður sagna-
maður, hafði góða frásagnargáfu,
eins og hann átti kyn til. Afi hans,
sr. Magnús, var þekktur fyrir að
kunna að lyfta umhverfi sínu með
skemmtilegum og skoplegum frá-
sögnum sínum. Á kveðjustund vil
ég og fjölskylda mín þakka Hreini
margvíslegt samstarf, viðmót og
vináttu í áratugi.
Þeir eru margir, sem eiga
Hreini Jónssyni margt að þakka.
Ekki aðeins aðstandendur, heldur
líka óteljandi aðrir, sem notið hafa
huga hans og handa. Störf hans
skilja eftir góðar minningar,
blandaðar þakklæti og vinarhug.
Kristínu Einarsdóttur konu hans
sendum við vinir þeirra og félagar
innilegar samúðarkveðjur, svo og
börnum þeirra og öðrum aðstand-
endum. Kiddý var stoð hans og
stytta í dagsins önn, þegar allt lék
í lyndi og skjöldur hans og skjól,
þegar á móti blés.
Jón Páll Halldórsson.
Það er erfitt að vera langt að
heiman og geta ekki fylgt nánum
vini – fá ekki að finna nálægðina
við fólkið sitt og hans á þessari
stundu. Ég leit alltaf á Hrein sem
vin minn þó hann væri maðurinn
hennar Kiddýar móðursystur og
einni kynslóð framar en ég á
þroskabrautinni. Það var eitthvað
eksótískt við Hrein og allt hans
fólk. Þau voru svo dökk yfirlitum
og skapheit og þau tjáðu sig með
svo miklum tilþrifum. Þau voru
líka „að norðan“ – norðan úr Að-
alvík og áttu annað líf þar, líf sem
var fullt af gleði og góðum minn-
ingum, en líka fullt af trega. Treg-
inn og söknuðurinn var alltaf til
staðar fannst manni og tilfinning-
arnar voru svo sterkar að þær gat
ekkert sefað. Ég skynjaði þetta
strax sem barn og hreifst mjög af
Margréti móður Hreins sem var
fjarræn og dreymin og Jóni föður
hans sem alltaf var svo rökfastur
og ákveðinn í skoðunum. Svo kom
Baldur bróðir hans stundum í
heimsókn og hló svo hátt að ljósa-
perur brotnuðu í götunni. Hreinn
var gutlandi af húmor, syngjandi
músíkalskur og svo var honum
mjög annt um lýðræðislega um-
ræðu og pólitík. Um hana gátu
svilarnir, pabbi og hann, rifist
harkalega en hættu því síðustu ár-
in og voru þá bara góðir hvor við
annan. Það var fallegt að sjá þá
saman og hlusta á þá rifja upp
gömul björgunarafrek sem þeir
höfðu tekið þátt í saman og kúnst-
ugar uppákomur í tengslum við
þau. Húmorinn var líkur þó himinn
og haf væri yfirleitt á milli þeirra í
pólitíkinni.
Það er erfitt að kveðja fólk sem
hefur verið svona mikilvægur hluti
af lífi manns alla tíð. Það er erfitt
að kveðja mann sem hefur verið
svona sterkur til staðar í þeim
hópi fólks sem maður hefur alltaf
getað treyst hvað sem á dynur.
Það var enginn eins og Hreinn
Jónsson og við eigum svo sann-
arlega eftir að sakna hans og sér-
viskunnar, hlátursins og kímninn-
ar. Elsku Kiddý og allur
barnahópurinn. Við sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur heim
til ykkar. Megi góðar vættir styðja
ykkur í sorginni.
Elísabet Gunnarsdóttir,
Jón Kolbeinn og Einar Viðar.
“Kóngur, kóngur, kóngur“; með
þessum orðum heilsaði Hreinn
þegar rennt var í hlað á Engjaveg-
inum. Á eftir fylgdi mikill hlátur,
sem bara ég og hann skildum, en
fjölskyldan horfði agndofa á okk-
ur. Síðan faðmaði hann alla og
kyssti og skeggbroddarnir stungu
alltaf jafnhressilega. Ég útskýrði
svo að þegar ég, Einar, Guffý og
Magga Stína vorum lítil, þá spil-
uðum við á spil frá miðnætti á
gamlársdag til sex á nýársdag.
Það síðasta sem Hreinn mundi áð-
ur en hann sofnaði var ómur frá
okkur úr stofunni: „Kóngur, kóng-
ur, kóngur.“
Fyrstu minni mín af Hreini eru
þegar hann keyrði okkur Einar í
Grána í fyrsta sinn í skólann.
Seinna man ég eftir okkur á raf-
magnsverkstæðinu í Raf, þar sem
ljósaperum var dýft í fjóra liti af
lakki. Þarna var lagður grunnur-
inn að Kærleiksbandinu. Eitt af af-
reksverkum sem alltaf eru rifjuð
upp þegar ekið er um Seyðisfjörð,
er ferðir okkar Einars inn að Eyri.
Eitt sinn þurftum við að prófa ut-
anborðsmótor og fengum til þess
bátinn hans Dóra. Allt gekk eins
og í sögu og báturinn rann út á
fjörðinn. Það var líka prófað að
setja hann í bakkgír og á einni
svipstundu flaug mótorinn í háa-
loft, en kom aftur niður rétt hjá
bátnum og sökk til botns. Skrefin
heim að Eyri voru þung og leiðin
til Ísafjarðar helmingi lengri held-
ur en inn eftir. Það hefði margt
mátt segja þegar við skýrðum frá
óförunum, en þá sagði Hreinn:
„Þið eruð nú meiri jólasveinarnir!“
Vá, þvílíkur léttir; þetta orðatil-
tæki þekktum við frá Jóni Magn-
ússyni, en hann notaði það ef við
höfðum gert eitthvað „óvart“.
Þrátt fyrir margra ára dvöl
mína erlendis var Hreinn alltaf
kominn til að bjóða okkur velkom-
in: „Kóngur, kóngur,“ sagði hann,
en bíddu við, nú voru bara tveir
kóngar! „Ertu ekki hress?“ spurði
ég. „Ha, jú jú, en það er heilsan;
það er allt að gefa sig. Sérðu
þröstinn þarna í trénu, syngur
hann ekki fallega?“ Ég jánkaði því.
„Ég heyri ekkert í honum, því
heyrnin er alveg farin!“
Næst þegar ég kom var Hreini
mikið niðri fyrir. „Ég man bara
ekkert stundinni lengur.“ Ég skil-
aði þá kveðju til hans frá Maju og
á augabragði nefndi hann öll börn-
in með nafni. „Þarna sérðu,“ sagði
ég, „Þú ert með mjög gott minni
miðað við marga aðra.“ Hann hló
þá við og sagði: „Þú plataðir mig
svakalega þegar þú sendir mér
jólakort með sjö börnum. Ég varð
svo hissa að ég rauk til mömmu
þinnar og spurði: af hverju í
ósköpunum hefur hann Halldór
ekki sagt mér frá nýja barninu?
Hún benti mér þá á að elsta barnið
væri Maja sem hélt á því yngsta!“
Í kjölfarið hló Hreinn mikið og
lengi.
Þegar við komum í heimsókn nú
um páskana var enginn „kóngur,
kóngur“! Hreinn hafði veikst
skyndilega af heilablæðingu sem
áður hafði höggvið stórt skarð í
lífsgæði hans og tilveru. Það var
ekki búið að draga fánann úr hálfri
stöng seinni part föstudagsins
langa þegar hann var allur.
Með þessum minningabrotum vil
ég kveðja Hrein og þakka fyrir
einstaka vináttu sem og heillandi
glaðlyndi og yndislegt viðmót.
Kiddý, fjölskyldu og ættingjum
vottum við Maja og börnin okkar
dýpstu samúð með þökk fyrir dýr-
mæt kynni.
Halldór Jónsson jr.
Það er lögmál lífsins að við sem
komin erum á efri ár kveðjum
fleiri ættingja, vini og kunningja
en þegar við vorum yngri. Í dag
kveð ég vin minn, Hrein Þ. Jóns-
son sem dó á föstudaginn langa.
Okkar samleið var orðin löng. Við
vorum saman í bekk í Gagnfræða-
skólanum á Ísafirði. Þar var líka
Kristín, alltaf kölluð Kiddý. Allir í
skólanum vissu af hrifningu
Hreins á Kiddý. Og þau giftust og
áttu börn og buru. Við þrjú vorum
kunningjar á þessum skólaárum
en engir sérstakir vinir. En það
átti eftir að breytast þegar Gunn-
ar, maðurinn minn og Hreinn urðu
vélstjórar í Íshúsfélagi Ísfirðinga.
Seinna fluttum við á Engjaveg 23
og Hreinn og Kiddý voru á nr. 16,
þar sem þau bjuggu mestallan sinn
búskap. Þau voru höfðingjar heim
að sækja, Hreinn var mjög
skemmtilegur og góður vinur en
hann gat verið dálítið þver. Vildi
bara hafa allt status quo. Við tók-
um stundum rimmu út af þessu, en
í góðu þó.
Hann var nú ekki par hrifinn af
því þegar við Gunnar fluttum suð-
ur fyrir rúmlega tíu árum. Hvað
við værum að þvælast þetta. Þegar
við bentum honum á að þau Kiddý
ættu þrjú af börnum sínum á Ísa-
firði, en allt okkar fólk væri farið
suður, skildi hann það, en var ekki
sáttur. En þegar við komum vest-
ur til að „hlaða batteríin“ eins og
við sögðum, var ekki annað tekið í
mál en að við gistum hjá þeim og
voru þær samverustundir yndis-
legar.
Hreinn átti við mikil veikindi að
stríða um ævina. Hann var maður
á besta aldri þegar hann fékk
hjartaáfall. Hann fór í hjartaðað-
gerð og náði sæmilegri heilsu eftir
það. Fyrir níu eða tíu árum varð
hann fyrir því áfalli að fá heila-
blæðingu og var þá hætt kominn.
Fyrst á eftir var minnið, sérstak-
lega skammtímaminnið, takmark-
að. Tók Hreinn þetta mjög nærri
sér, en þetta lagaðist nokkuð.
Hreinn og Gunnar voru bestu
vinir. Þeir unnu saman í rúmlega
þrjátíuogsjö ár, voru oft ósam-
mála, jafnvel oft á dag, en aldrei
rifust þeir. Þeir jöfnuðu allt sín á
milli í góðu.
Þeir voru báðir algerir æringjar
og uppátæki þeirra eru enn í
minnum höfð. Í fyrsta skipti sem
þau hjón komu suður eftir að
Gunnar dó, ætluðu þau að koma í
mat til mín. Þann dag hringdi
Kiddý og sagði að hún myndi
koma ein, Hreinn treysti sér ekki
til að koma í Gunnarslaust Vest-
urtúnið. Ég bað hana að skila því
að mig langaði svo mikið til að
hann kæmi.
Hann gerði það og þetta varð
yndislegt kvöld. Þegar þau voru að
fara þá faðmaði Hreinn mig og
kyssti og sagði „Elsku Ebba mín,
þetta var yndislegt kvöld, þrátt
fyrir allt“. Og þrátt fyrir allt, er
yndislegt að kveðja gamlan vin,
með innilegu þakklæti fyrir allt.
Til minnar elskulegu vinkonu,
Kiddýar, og allra barnanna og
barnabarnanna sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ebba.
Vinátta sem myndast á æsku- og
unglingsárum er dýrmæt og endist
oft ævilangt.
Því vil ég minnast hér látins vin-
ar og félaga, Hreins Þóris Jóns-
sonar.
Fyrstu kynni okkar voru 1943
þegar við vorum báðir við sund-
nám í Reykjanesi við Djúp. Hreinn
kom þá frá Sæbóli í Aðalvík en ég
frá Ísafirði. Við vorum skólabræð-
ur í Gagnfræðaskólanum á Ísa-
firði, árgangi sem útskrifaðist
1948.
Árið 1948 flutti fjölskylda hans
frá Aðalvík að Seljalandi í Skut-
ulsfirði sem er skammt frá heimili
mínu sem var á Grænagarði. Tókst
strax góð vinátta og samgangur
milli fjölskyldna okkar.
Í Skutulsfirði var á þessum tíma
starfandi Íþrótta- og málfunda-
félagið Ármann,
við tókum þátt í starfi félagsins,
þar voru haldnir málfundir, dans-
leikir og íþróttir.
Hreinn var strax virkur þátttak-
andi í félagsstarfinu og iðkaði
skíðagöngu og árið 1949 vorum við
nemendur í Skíðaskólanum á
Seljalandsdal. Hann tók þátt í
skíðamótum og varð brátt í
fremstu röð í skíðagöngu ásamt fé-
lögum sínum innan héraðs og utan.
Oft spunnust skemmtilegar um-
ræður að lokinni keppni.
Ég minnist margra góðra
stunda með honum í starfi og leik,
frá keppnisferðum, útilegum og
útivist. Og seinna sem kórfélaga.
Hreinn naut mikils trausts í leik
og starfi vegna prúðmennsku og
áreiðanleika
Hans ljúfa og glaðlega viðmót
vakti athygli hvar sem hann fór og
er minnisstætt öllum sem hann
þekktu.
Ég minnist með söknuði góðs
vinar og votta fjölskyldu hans inni-
lega samúð.
Blessuð sé minning hans.
Oddur Pétursson
Hreinn Þórir Jónsson frá Sæbóli
í Aðalvík er látinn og vil ég minn-
ast hans með nokkrum orðum. Ég
þekkti hann sem lítinn dreng þeg-
ar ég átti heima á Sæbóli. Hann
var sex árum yngri en ég. Síðar
kynntist ég honum betur þegar
hann kom til Ísafjarðar um ferm-
ingaraldur og fór Í Gagnfræða-
skólann á Ísafirði. Einnig kom í
skólann Jóhannes Páll bróðir
minn, en þeir voru æskuvinir og
fylgdust að í skólanum. Þá var ég
ógiftur og þeir voru oft gestir mín-
ir.
Þeir voru glaðværir og góðir
drengir og mikið var hlegið. Síðar
lágu leiðir okkar saman þegar
byrjað var að byggja aftur upp í
Aðalvík um 1970. Þá vorum við
báðir komnir með fjölskyldur. Við
byggðum báðir sumarhús í Aðalvík
og stundum vorum við bara fjögur
í víkinni í 1 til 2 vikur eftir að
krakkarnir voru farnir að vinna og
gátu ekki verið með okkur fyrir
norðan. Ekki er hægt að minnast á
Hrein og Aðalvík án þess að þakka
honum fyrir sitt óeigingjarna starf
við að halda við Staðarhúsinu,
kirkjunni og barnaskólanum í Að-
alvík.
Hann hafði gott lag á því að hafa
menn með sér í vinnuferðir, alltaf
var mikið unnið í þessum ferðum,
en þótt menn væru búnir að leggja
hart að sér við vinnu létu þeir sig
hafa að koma saman í barnaskól-
anum okkar, syngja saman og
dansa, segja sögur og var Hreinn
minnugur á sögur og sagði
skemmtilega frá. Að endingu vil ég
þakka Hreini og Kiddý fyrir vin-
áttuna við Guðrúnu og mig í gegn-
um árin. Vertu sæll góði vinur og
hafðu þökk fyrir allt.
Bæring Gunnar Jónsson.