Morgunblaðið - 23.04.2009, Qupperneq 41
Minningar 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
Hin langa þraut er
liðin,
nú loksins hlaustu
friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem)
Elsku hjartans pabbi minn, nú er
þinni miklu þraut lokið og þú kominn
til mömmu á ný eins og þú þráðir.
Mér brá mikið þegar Solla systir
hringdi og tilkynnti mér að þú værir
látinn. Mamma nýfarin og nú þú líka.
Ég er samt svo þakklát fyrir að þú
fékkst hvíld frá þessu lífi, eins og þú
þráðir, því þegar mamma dó þá dó
þín lífsgleði líka. Þið mamma voruð
búin að vera saman í 59 ár, sem er
langur tími. Ég sakna ykkar beggja
mjög mikið, og nú er búið að höggva
stórt skarð í mína fjölskyldu, því við
vorum öll ætíð svo náin.
Þó eru minningarnar svo margar
og góðar því saman upplifðum við
bæði mikla gleði en líka sorg. Sú vika
sem við áttum saman nú síðast í
kringum útför mömmu var yndisleg.
Þú varst svo góður og hlýr við mig og
skildir svo vel hvað ég sakna mömmu
mikið, faðmlag þitt þegar þú kvaddir
mig þegar við vorum að fara aftur
austur fylgir mér alla tíð. Það var svo
mikil ást og hlýja í því. Ég veit elsku
pabbi minn að þér þótti vænt um
okkur Þór og drengina okkar, sem og
Karenu.
Þótt við værum ekki alltaf sam-
mála í lífinu þá vorum við búin að fyr-
irgefa hvort öðru fyrir löngu, því
þegar maður elskar einhvern þá er
svo auðvelt að fyrirgefa þótt okkur
verði á. Að alast upp hjá ykkur
mömmu var góður tími, og þótt ég
flytti snemma að heiman, þá héldum
við ávallt mjög nánu sambandi. Því
miður fækkaði stundunum okkar
saman eftir að þið mamma fluttuð í
Garðabæinn, en við notuðum símann
mikið og töluðumst við á hverjum
degi ef við gátum. Þau eru ekki mörg
aðfangadagskvöldin sem við eyddum
ekki saman, þar af vorum við tvenn
jól hjá ykkur fyrir sunnan. Það var
ósk ykkar beggja að ég yrði heima
hjá mér á síðustu jólum, og gerði ég
það, en jafnframt græt ég það nú að
hafa ekki átt tíma með ykkur. Nú
kemur aldrei meir fram á númera-
birtinum orðið mamma þegar síminn
hringir, en það kom alltaf upp þegar
þið hringduð.
En góðu minningarnar lifa, eins og
öll ferðalögin okkar saman, sum-
arbústaðaferðirnar, fermingar,
brúðkaupsdagurinn minn, afmæli, öll
jólin og áramótin, sem og fjöldi ann-
arra góðra stunda.
Þú elskaðir Þór manninn minn og
drengina okkar óendanlega mikið, og
mikið voruð þið Þór búnir að vinna
saman á Karlsstöðum, eins hjálpaðir
þú okkur Þór að byggja húsið okkar.
Það besta sem ég gat gefið þér í
jólagjöf síðustu árin voru grínbækur
eins og 101 vestfirsk þjóðsaga og
aðrar álíka bækur, og varstu þá fljót-
ur að leyfa mér að heyra þegar þú
last góðan brandara eða góða sögu.
Elsku pabbi minn, Guð geymi þig
og varðveiti, og mikið verður yndis-
legt að hitta ykkur mömmu og Adda
bróður á nýjum stað seinna. Hjart-
ans þakkir fyrir að vera pabbi minn,
ég bið að heilsa mömmu og Adda.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur. Hvíldu í friði og Guð
veiti þér sálarró og frið.
Þín dóttir,
Jóna Kristín Sigurðardóttir.
Það var gott að eiga þig að, Sig-
urður, hvort sem tengdaföður eða
Sigurður Þorleifsson
✝ Sigurður Þorleifs-son fæddist 18.
nóvember 1930 í
Fossgerði í Berunes-
hreppi og lést hinn 5.
apríl sl. á heimili sínu,
Boðahlein 22 í Garða-
bæ.
Útför hans hefur
farið fram í kyrrþey.
Meira: mbl.is/minningar
sem vin, alltaf tilbúinn
að hjálpa og kenna og
taka þátt í öllu sem
maður var að brasa
við. Allt frá okkar
fyrstu kynnum höfum
við átt með öllu átaka-
laus samskipti og bor-
ið gagnkvæma virð-
ingu hvor fyrir öðrum.
Þegar ég sem ungur
maður fór að eltast við
litlu stelpuna þína,
hana Jónu, þá var
minn maður svolítið
kvíðinn viðbrögðum
þínum, en að ástæðulausu, því alla tíð
hef ég verið meira en velkominn á
heimili ykkar hjóna og verið sem
sonur og notið þess að vera undir
verndarvæng ykkar og nánast of-
dekraður af umhyggju og ást. Þá var
gott að geta skilið stressið eftir og
skutlast fyrir fjörðinn til að slappa af
í sveitinni við leik eða störf sem fyrir
lágu, og mikið varst þú alltaf þakk-
látur ef ég gat aðstoðað þig við eitt-
hvað sem ég hafði lag á.
Þegar heilsan þín fór að gefa sig
var notalegt að finna að það væri
treyst á að ég gæti reddað því sem þú
réðst ekki við, en ekki var það tekið
sem sjálfsagt, heldur var það ávallt
launað á einn eða annan hátt, og ekki
við annað komið. Þær eru margar
bækurnar sem þú varst búinn að
lauma með öðru í bílinn þegar farið
var heim eftir veru í sveitinni.
Eftir að þið fluttuð suður breyttist
margt, ekki bara hjá ykkur heldur
líka hjá okkur heima á Djúpavogi, við
höfðum ekki lengur það athvarf sem
Karlsstaðir voru okkur Jónu og
drengjunum, sem nutu þess allt frá
fæðingu að vera hjá ykkur í sveitinni
og þurfti stundum að hafa fyrir að fá
þá heim aftur. Eins var það oft með
mann sjálfan, því mikið leið mér vel
hjá ykkur í sveitinni, alltaf nóg af
öllu, og með mínum áhuga á nátt-
úrunni, þá var allt þar til staðar sem
hún bauð.
En nú kveð ég þig, sem áttir stór-
an part í mér og minni litlu fjöl-
skyldu, alveg eins og við áttum
örugglega í þér, því ekki varstu að
leyna þeim hug sem þú barst til mín
sem og okkar allra, og verð ég ætíð
þakklátur fyrir það. Fáir þú að hvíl-
ast í náð og friði, elsku vinurinn
minn.
Þór Jónsson.
Elsku besti afi. Við kveðjum þig nú
með miklum söknuði en þrátt fyrir
allt með miklu þakklæti fyrir að hafa
átt þig að. Þú varst ávallt svo góður
við okkur barnabörnin og okkur
leiddist það sannarlega ekki að vera
gimsteinarnir í þínum augum. Þú
áttir mjög auðvelt með að stytta okk-
ur bræðrum stundir, hvort sem það
var við að aðstoða þig á Karlsstöðum
eða skreppa með þér í ferðir í næstu
byggðir. Alltaf gerðuð þið amma
ykkar besta við að stjana við okkur
bræður, og munum við aldrei gleyma
Macintosh-dósunum góðu sem þú
varst óþrjótandi að deila með okkur
af alla tíð.
Alla tíð hafðirðu gaman af bókum,
sögum og vísum, og sérstakt dálæti
hafðirðu á gamanvísum og sögum, og
hélst þar mest upp á 101 vestfirska
þjóðsögu meðan þær komu út. Þú
varst ávallt svo fróður og fróðleiks-
fús, og var bókasafnið þitt ekki langt
frá því að nálgast 10 þúsund bækur.
Einnig hafðirðu gaman af því að rök-
ræða um stjórnmál og tókst á tíma-
bili þátt í störfum á þeim vettvangi
og áttir marga kunningja í gegnum
það.
Þú hafðir nógan starfa í gegnum
tíðina, fyrir utan bústörfin tókstu að
þér m.a. störf í sjómennsku, brúar-
smíði, vegagerð, síldarvinnslu, skóla-
akstri, vitavörslu, og síðast en ekki
síst í hreppsnefnd gamla Berunes-
hrepps sem oddviti og í fyrstu sveit-
arstjórn nýja Djúpavogshrepps. Þá
tókstu líka að þér að aðstoða lang-
ömmu við búskapinn í Fossgerði í
tæp 20 ár eftir að Þorleifur langafi
dó. Í þau 55 ár sem þið amma bjugg-
uð á Karlsstöðum byggðuð þið býlið
upp: ræktuðuð um 20 ha lands,
keyptuð góð tæki til bústarfanna,
byggðuð við gamla íbúðarhúsið og
reistuð mun síðar það nýja, byggðuð
tvenn fjárhús og hlöður, og síðast
reistuð þið nýrra fjósið. Þegar best
lét fyrir rúmum tveimur áratugum
bjugguð þið með stóran og mikinn
fjárbúskap, um 10 kýr og nokkuð af
hænum. Vel af sér vikið hjá ykkur!
En þegar líða fór að aldamótunum
fóru hlutirnir að síga á verri hliðina
fyrir ykkur. Þú fékkst heilablóðfall
sem þú náðir þér aldrei alveg af og
amma veiktist alvarlega upp úr alda-
mótunum. Eftir því sem veikindi
ömmu ágerðust kom að því að þið
þurftuð að taka mjög sársaukafulla
ákvörðun, sem var að bregða búi eft-
ir 55 ára búskap á Karlsstöðum og
flytja suður á höfuðborgarsvæðið, til
að amma gæti leitað sér aðstoðar.
Greinilegt var þó að þið söknuðuð
ávallt sveitarinnar og bústarfanna
meðan þið voruð fyrir sunnan. En
svo komu þeir dagar sem óumflýj-
anlegir voru; eftir langvinn veikindi
dó amma núna í janúar. Þú gekkst í
gegnum mikla sálarkvöl að missa
ömmu eftir rúmlega 57 ára hjóna-
band, og veröldin hrundi fyrir aug-
unum á þér, og aðeins tæplega þrem-
ur mánuðum eftir andlát ömmu
hefur þú nú kvatt okkur hinsta sinni
og ert lagður af stað í ferðalag til
endurfunda við ömmu.
Elsku afi okkar. Við vonum inni-
lega að leiðir ykkar ömmu muni
liggja saman að nýju í eilífðinni og að
þið munið lifa hamingjusöm saman
inn í eilífðina. Við erum mjög þakk-
látir fyrir þá tvo áratugi sem við
fengum með ykkur hérna megin við
móðuna, og við munum ávallt minn-
ast ykkar með hlýhug og þökkum
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman. Ekki aðeins voruð þið
okkur bræðrum góð, heldur einnig
mömmu og pabba, sem og Karen
þegar hún kom inn í fjölskylduna fyr-
ir tæpum þremur árum. Karen biður
að heilsa eins og ávallt.
Vonandi hittumst við aftur hinum
megin þegar kvölda tekur í lífi okkar.
Sigurjón og Kristján Snær
Þórssynir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HELGA SIGURBJÖRNSDÓTTIR
fyrrum bankafulltrúi,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni
laugardagsins 18. apríl.
Útför hennar verður gerð frá Áskirkju föstudaginn
24. apríl kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kvenfélagið Hringinn.
Björn Þorvaldsson, Kristbjörg Kjartansdóttir,
Hrafnkell Þorvaldsson, Gréta Sigríður Haraldsdóttir,
Erna Björnsdóttir, Þórarinn Bjarnason,
Þorvaldur Björnsson, Elína Margrét Ingólfsdóttir,
Helga Björnsdóttir, Rúnar Haukur Gunnarsson
og langömmubörn.
✝
Okkar elskulega móðursystir,
INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR
ljósmóðir,
lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri föstudaginn
17. apríl.
Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn
24. apríl kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta dvalarheimilið
Hlíð njóta þess.
Aðalheiður Ingibjörg Mikaelsdóttir,
Rósa Björg Andrésdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma,
ARNDÍS PÁLSDÓTTIR,
Áshamri 3a,
Vestmannaeyjum,
lést á heimili sínu mánudaginn 20. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Georg Stanley Aðalsteinsson,
Páll Arnar Georgsson,
Helgi Heiðar Georgsson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGVAR BJARNASON,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði að morgni föstudagsins
10. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Anna Ingvarsdóttir,
Guðrún Ingvarsdóttir, Gunnar Halldórsson,
Bjarni Ingvarsson, Halldóra Skaftadóttir,
Lilja Ingvarsdóttir, Smári Brynjarsson,
Stefán Ingvarsson, Jóhanna Benediktsdóttir,
Þröstur Ingvarsson, Erla Ferdinandsdóttir,
Birna Ingvarsdóttir, Snorri Halldórsson,
afa- og langafabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
AUÐUR RUTH TORFADÓTTIR,
Máshólum 4,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn
21. apríl.
Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 27. apríl kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabba-
meinsfélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Torfi Þór Fort, Siriket Maneenak,
Jóna Björg Hafsteinsdóttir,Fjölnir Björgvinsson
og ömmustelpur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HELGA JÓNSDÓTTIR,
Kleppsvegi 62,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn
21. apríl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
29. apríl kl. 15.00.
Aðalbjörg Sigríður Gunnarsdóttir,
Björg Gunnarsdóttir, Finnbogi Sigurðsson,
Ágústa Gunnarsdóttir,
Þorvarður Gunnarsson, Þórlaug Ragnarsdóttir,
Jón Gunnarsson, Sigríður Guðný Sverrisdóttir,
Helga Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÍSLENSKAR
LÍKKISTUR
Góð þjónusta - Gott verð
Starmýri 2, 108 Reykjavík
553 3032
Opið 11-16 virka daga