Morgunblaðið - 23.04.2009, Page 43

Morgunblaðið - 23.04.2009, Page 43
Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009                          Hinn venjulegi dagur líður oft án þess að honum sé gaumur gefinn. Við vöknum á morgnana, annir dagsins bíða og fyrr en varir er dagur að kvöldi kominn. Hugurinn er bundinn við það sem framundan er og þau augnablik, þar sem staldrað er við, einungis til að gefa stund og stað gildi, verða fá. Það vill oft gleymast einfaldlega að vera til. En til að geta verið til og notið þess sem lífið hefur upp á að bjóða þarf líka að hafa tilfinningu og auga fyrir umhverfinu, náttúrunni. Fyrir rúmum 30 árum fékk ég úthlutaða lóð til að byggja á raðhús ásamt fleirum. Einn okkar fimm- menninga var Eggert Þór Stein- þórsson og hagaði svo til að hús okkar liggja saman. Allt frá því að við lágum á þúfnakollunum og horfðum á ýtuna taka grunn húsanna og til dagsins í dag hafa leiðir okkar og fjölskyldna okkar legið saman. Tilfinningin og sú mynd að til væri fastur punktur í tilverunni veitir traust. Í þá mynd þarf traust fólk. Það er einfaldlega þannig. Þessari mynd tilheyrði Eggert Þór Steinþórsson ✝ Eggert Þór Stein-þórsson fæddist í Stykkishólmi 4. jan- úar 1945. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans við Hringbraut 8. apríl síðastliðinn. Útför Eggerts Þórs var gerð frá Selja- kirkju 17. apríl sl. Eggi. Það kom líka strax í ljós að hér var á ferðinni náttúru- unnandi og veiðimað- ur, góður drengur og hjálpsamur. Þegar lit- ið er til baka eru ófá- ar stundirnar, þar sem ég hef þegið góð ráð og aðstoð. Fyrir það þakka ég. En gangur lífsins er ekki eins hjá öllum og hver og einn þarf að sigr- ast á sjálfum sér til að njóta þess sem æðri máttur leyfir okkur sjá. Það verða kaflaskipti og við verðum að vinna úr þeim aðstæðum sem við erum í. Lífið heldur áfram. Við sem enn vöknum til hversdagsins, þar sem annir og fyrirheit blasa við, við skulum ekki gleyma því að staldra örlítið við á hverjum degi, gefa gaum að því sem í kringum okkur er. Við getum glatt okkur við fal- legar myndir í hugum okkar af manni sem gaf mikið og gerði okk- ur ríkari. Elsku Hanný, Guðný, Steinþór, Guðbjarni og fjölskyldur ykkar, við Anna ásamt Auðuni, Svövu, Ragn- heiði, Þórunni og fjölskyldum þeirra, deilum með ykkur sorg ykk- ar, en líka góðri minningu um góð- an dreng. Kristján Auðunsson Allt á sinn tíma. Þegar við fæð- umst í þennan heim er eitt alveg víst, að hlutverki okkar lýkur og við yfirgefum sviðið eftir mislangan tíma. Þar er Guð einn sem ræður. Ég frétti að Eggert Þór Stein- þórsson, eða Eggi Viggós eins og hann var oftast kallaður á sínum æskuslóðum, hefði veikst hastar- lega og væri tvísýnt um líf hans. Þrátt fyrir að hafa frétt af veik- indum hans nokkrum dögum áður, kom andlátsfregn þessa vinar míns og samstarfsfélaga um árabil mér í opna skjöldu. Fyrir stuttu töluðum við saman í síma og hann sló á létta strengi eins og honum var einum lagið. Sagði hann að nú yrðum við að láta verða af því, eftir rúm fjörutíu ár, að heimsækja vinnufélaga okkar í Sviss, ef þeir væru þá ennþá uppi- standandi. En þar dvöldum við fimm félagar úr Stykkishólmi í tæpt ár. Ég lít nú tilbaka sorgmæddur en þakklátur fyrir allar þær góðu minningar um Egga frá því að við kynntumst í Hólminum fyrir um 45 árum. Þar voru margir ungir menn við húsasmíðanám. Skömmu eftir námið fór Eggi í byggingavinnu við Búrfell. Þar naut hann sín vel og var fljótlega orðinn trúnaðarmaður trésmiða. Þangað fórum við nokkrir úr Hólminum á eftir honum, m.a. tvíburarnir Haraldur og Gylfi Lár- ussynir. Þar væntum við góðra tekna, enda höfðum við þá ásamt félaga okkar Halldóri Jónassyni, sem lést árið 2004 eftir erfið veik- indi, skipulagt ferðalag um meg- inland Evrópu með atvinnuleyfi í Sviss í farteskinu. Eftir dvölina í alpalandinu fórum við aftur í Búrfell og var Eggi þar í nokkurn tíma. Fór hann síðan til starfa í bænum. Um þessar mundir kynntist hann góðri stúlku frá Akranesi, Hannýju, sem hann kvæntist og hefur verið hans lífs- förunautur síðan. Fljótlega eignuð- ust þau mannvænleg börn og fal- legt heimili og naut ég þar oft gestrisni þeirra. Við Eggi unnum saman við móta- uppslátt á þessum árum, þegar uppmælingahasarinn var sem mest- ur. Ekki hafði ég roð við honum á því sviði og líklega fáir. Snemma á áttunda áratugnum lenti Eggi í slæmu bílslysi sem hann náði sér aldrei af og var lengi frá vinnu af þeim sökum. Fyrir þann tíma var hann mjög vel liðtækur í íþróttum og var hann m.a. í liði Hólmara í þjóðaríþrótt þeirra, körfubolta. Í eðli sínu var hann mikill keppn- ismaður og ekki skaplítill en oftast léttur í lund, orðheppinn, fljótur til svars, nokkuð stríðinn og hentaði ekki öllum orðaskak við hann þegar sá gállinn var á honum. Árið 1982 fórum við aftur að starfa saman sem sjálfstæðir at- vinnurekendur og tókum að okkur ýmis verk. Byggðum m.a. nokkur hús fyrir aðra. Þetta samstarf okk- ar gekk vel. Eftir fjögur ár þróuð- ust þó mál þannig að við fórum hvor í sína áttina í verkefni og slit- um samstarfinu í fullri sátt og án vinslita. Eftir þetta hittumst við sjaldnar eins og gefur að skilja. Nú hefur leiðir skilið enn um sinn. Þessi fátæklegu minningabrot mín spanna ekki sögu Egga en létta lítið eitt á huga mínum. Ég veit að hann hefði ekki kært sig um frekari mærð. Kæra Hanný, ég og fjölskylda mín vottum þér og afkomendum ykkar einlæga samúð, svo og for- eldrum og systkinum Eggerts. Ólafur A. Gíslason. Hvað líður tíma? Sólarupprás? Bernskan? Starfið? Efri árin? Sól- setur? Enginn veit, nema Hinn hæsti, hvenær sólin sest í hinu mannlega lífi. Ég kynntist Eggert Þór Stein- þórssyni árið 1992. Hann átti hlut að því að ég fékk starf hjá Háskóla Íslands og vann undir hans leiðsögn í allmörg ár. Á þeim tíma kynntist ég mörgum góðum eiginleikum í fari hans og með okkur tókst kunn- ingsskapur, sem hélst óslitið til hinstu stundar. Eftir að ég hætti störfum árið 2002, héldum við ágætu sambandi, ég kom í heim- sókn eða hann hringdi og vinátta hélst, frjáls og kvaðalaus. Ég á Eggert margt að þakka, sem ekki komst til skila meðan tóm gafst. Þann 6. mars síðastliðinn átti ég þess kost að fara með honum hrað- ferð til Stykkishólms, ásamt fleir- um. Það var sannkölluð hátíðarferð og hann lék á als oddi. Engin las- leikamerki að sjá. Laugardaginn 21. mars varð ég þess var að Eggert hafði hringt í síma minn. Ég var ekki viðlátinn að svara þá, hugðist gera það eftir helgina. Það símtal hefur ekki farið fram. Það tekur á mig. Hvað líður tíma? Þann 4. janúar 1995 varð Eggert fimmtugur. Þá bauð rektor honum og mörgum samstarfsmönnum hans í afmælis- kaffi í Skólabæ. Mér er ómögulegt að útskýra ýmsar hugdettur mínar eða hugboð, sem gera stundum vart við sig. En eftirfarandi flaug í hug mér á þeirri stundu: Að yfirveguðu ráði, aftur og enn að nýju aldur þinn höfum við gullnu letri skráð. Forsíðuklukkan færist af 10:10 framhaldið ræðst af kærleika Guðs og náð. Ég votta eiginkonu, börnum, for- eldrum og fjölskyldum innilega samúð um leið og ég þakka kynni mín við góðan dreng. Björn H. Björnsson. Þegar vinir kveðja þennan heim verður ávallt stórt skarð í vinahópi þess sem horfinn er yfir móðuna miklu. Þá koma minningar liðinna ára hratt fram í hugann. Ég frétti fyrst af Sísí þegar hún var í skóla með Ingu systur minni í Varmalandi í Borgarfirði. Þær frétt- ir voru að frændi minn Gísli á Fer- stiklu ætti í tilhugalífi með Sísí frá Arkarlæk. Allt gekk eftir og Sísí flutti að Ferstiklu þar sem þau Gísli hófu búskap við hlið foreldra Gísla. Ég kom á þessum fyrstu árum þeirra nokkrum sinnum að Ferstiklu er ég var á ferð með foreldrum mínum, en feður okkar Gísla voru bræður. Ég kynntist því í æsku þeim mikla blóma og ástríki er ríkti með fjöl- skyldunum á Ferstiklu. Gleði þeirra Búa og Margrétar að fá þessi ungu og glæsilegu bændahjón Gísla og Sísí og Vífil og Dúfu að hefja þar sitt lífsstarf. Í öllum þeim fjölþættu samskipt- um var Sísí einstök kona sem ávallt var tilbúin að veita af sínum brunni gleði og manngæsku. Gestrisni þeirra hjóna var einstök en slíkt hafði viðgengist lengi á þeim bæ. Þegar um hægðist í umsvifum við búskap fóru þau hjónin að veita sér meira í ferðalögum og hitta vini víða um landið. Í einni slíkri ferð um Þýskaland þar sem hópur af lífsglöðu fólki var á ferð treystum við Gísli kynnin með konum okkar við fern önnur hjón. Þau kynni leiddu til þess að sá sex hjóna hópur ferðaðist saman í mörg Sesselja Ólöf Guðmundsdóttir ✝ Sesselja Ólöf Guð-mundsdóttir fæddist í Lambhaga í Skilmannahreppi 24. apríl 1933. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 12. apríl síðastliðinn. Útför Sesselju fór fram frá Hallgríms- kirkju í Saurbæ 18. apríl sl. ár. Einnig hittumst við haust og vor. Í þeim hópi voru Ferstiklu- hjónin einstakir vinir og enn hljómar mér í eyrum hinn dillandi hlátur Sísíar. Lengi munum við minnast haustferðanna þegar þau hjónin opnuðu blá- berjadallinn og veislan hófst. Við vinir þeirra höfðum vænst þess að eiga með henni áfram góðar stundir en kallið stóra kom. Hún kveð- ur þennan heim vina og fjölskyld- unnar stóru með reisn og glæsibrag þar sem hennar er sárt saknað en minningin lifir. Ég og fjölskylda mín sendum Gísla og ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Björn Sigurðsson, Úthlíð. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. Höf. Guðrún Jóhannsdóttir Þegar ég kveð hana Sísi mína, er ég að kveðja stóran og mikilvægan kafla í lífi mínu. Ég var bara sjö ára stelpuskott í Botnsskála þegar ég kynntist henni. Hún þá ung húsmóð- ir á Ferstiklu og móðir hennar Ástu Bjargar, sem svo varð besta vinkona mín er við hófum skólagöngu að gömlu Hlöðum. Fyrstu minningar mínar um Sísi eru tengdar þeirri hamingju að koma inn í hlýjuna, fá heitar kleinur og mjólk og ég finn enn góða bragðið af kleinunum sem voru steiktar upp úr hrossafeiti. Hún Sísi var svo yndisleg, góð og skemmtileg og alltaf til í að spjalla. Þá léku hlutirnir í höndunum á henni og hún virtist geta gert allt næstum því fyrirhafnarlaust. Hún stundaði búskapinn með honum Gísla sínum og ól honum 5 börn og kom þeim vel til manns. Hún sinnti gestum af alúð, bæði heima og í veitingaskálanum að Ferstiklu þar sem hún vann í yfir 30 ár. Samt hafði hún tíma til að lifa líf- inu og njóta þess. Sísi var sannarlega mikið náttúru- barn og hún naut þess að ganga um æðarvarpið á vorin og hlúa að koll- unum. Þjóta vorvindar vötn kætast flýgur fugl andar ástúð um auðn og dal leikur lífs Blása laufvindar yfir lyngheiði hægt og hljótt bera ilm blóma bera angan heys bera þrá (Halldóra B. Björnsson.) Lítil stelpa frá Botnsskála varð svo seinna bóndakona í nágrenni við þau Sísi og Gísla. Vinátta okkar Sig- urjóns við þessi góðu hjón hefur ver- ið traust og aldrei borið skugga þar á. Þegar gesti bar að garði dreif hús- móðirin ávallt meðlæti á borðið og svo var spáð og spekúlerað um landsins gagn og nauðsynjar, oft langt fram á kvöld. Sísí naut sín vel á Ferstiklu þrátt fyrir að hún fullyrti að það væri alltaf rok á Ströndinni – en gott veður undir Akrafjalli. Vísaði hún þar í bernskustöðva sinna að Ar- karlæk. Berjaferðir okkar voru fast- ir liðir og æði skemmtilegar, en við fórum á hverju hausti í berjamó. Sísí hafði sterkar skoðanir á því hvar væri tínt og hún var ansi hreint vandlát á bláberin. Kvennaferð í Dalina í fyrrasumar er líka ógleym- anleg og höfðum við stór áform um fleiri slíkar ferðir. Sísí lést á páska- dagsmorgun eftir stutt en erfið veik- indi. Þó hún hafi kennt sér meins í nokkur ár var hún ekki að kvarta, það var einfaldlega ekki hennar stíll. Ég minnist vinkonu minnar með kærri þökk fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman, bæði fyrr og síðar. Hún gaf ríkulega af sér, en stærsta gjöfin til mín verð- ur seint fullþökkuð en það er Ásta Björg dóttir hennar sem hefur verið mín besta vinkona frá æskuárum mínum. Gísla vini okkar og nágranna og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa minningu um góða og vandaða konu. Fara kulvindar um keldusef boða haust rugga blaðvana birkirenglum stynja strá Kemba haustvindar heiðarbrúnir fylgja él fellur snælín að fræi og rót lifir líf (Halldóra B. Björnsson.) Kolbrún Eiríksdóttir og Sigurjón Guðmundsson. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Sísí mín, í dag kveðjumst við í hinsta sinn. Áður en þú veiktist, fyrir u.þ.b. mánuði, hefði mig ekki órað fyrir að við ættum svona stutt- an tíma eftir saman. Upp í hugann koma svo margar dásamlegar minn- ingar, meira að segja sláturgerðin. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir, hversu yndislega góð þú varst mér, alltaf hjálpsöm og studdir mig í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Ég þakka þér fyrir hversu blíð og góð amma þú varst börnunum mínum. Alltaf með opinn og hlýjan faðminn þinn, hvenær sem var. Samveru- stundir okkar voru margar og skemmtilegar og á ég eftir að sakna þeirra allra mest. Ég minnist þín eins og þú varst, alltaf svo hlý, kát og vildir öllum vel. Öllum aðstandendum ömmu Sísíar votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni. Jónsson frá Gröf.) Sigurlaug Gísladóttir (Lauga).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.