Morgunblaðið - 23.04.2009, Síða 45
Minningar 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
Magnús
Magnússon
✝ Magnús Magn-ússon fæddist í
Stavanger í Noregi
21. september 1989.
Magnús lést í hörmu-
legu bílslysi að kvöldi
7. mars sl.
Útför hans var
gerð hinn 16. mars frá heimabæ hans
og fjölskyldu hans í Lye Bryne.
Foreldrar hans eru hjónin Sissel Sör-
dal Magnússon, fædd 4. maí 1962, og
Magnús Heimdal Magnússon, fæddur
17. júní 1962. Börn þeirra hjóna voru
þrjú. Elst er Elísabeth Sördal Magn-
úsdóttir, fædd 31. ágúst 1985, Magnús
Magnússon, fæddur 21. september
1989, og Kristian Heimdal Magnússon,
fæddur 12. júní 1991.
Meira: mbl.is/minningar
Guðrún
Álfgeirsdóttir
✝ Guðrún Álfgeirs-dóttir fæddist í
Reykjavík 14. nóv-
ember 1939. Hún lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans í Foss-
vogi 14. mars 2009.
Útför Guðrúnar fór
fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu-
daginn 20. mars sl.
Meira: mbl.is/minningar
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Papillonhvolpar til sölu
Af þessari yndislegu tegund, heilsu-
farsskoðaðir og ættbókarfærðir hjá
HRFÍ. Uppl. í síma 663 2828 og á
www.aiminghigh.is.
Ferðalög
Ferðaþjónustan Lónkoti
sími 453 7432 eða 553 6775
www.lonkot.com
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Skagafirði
sími 453 8245
www.bakkaflot.com
www.riverrafting.is
Gisting
Sumarhús til leigu miðsvæðis á
Akureyri Þrjú svefnherbergi (78 fm).
Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur.
Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net-
samband. Uppl. á www.saeluhus.is
eða í 618 2800.
Heimili í borginni -
www.eyjasolibudir.is
Til leigu 3ja herb. fallegar íbúðir í
Rvík. Austurbæ. Fjölskyldugisting
fyrir 4-6 í 2 daga eða fl. Allt til alls.
Frítt net. eyjasol@internet.is,
s. 898 6033. VELKOMIN.
Heilsa
Léttist um 22 kg á aðeins 6
mánuðum. LR-heilsukúrinn er
ótrúlega einfaldur og öflugur. Engin
örvandi efni, glútenfrír og án laktósa.
Matarprógram sniðið að þínum
þörfum. Dóra 869-2024.
www. dietkur.is
Langar þig að léttast um 5-10 kg?
Crash diet eru töflur sem þú lifir á í
10 daga. Í þessu eru öll næringarefni
sem líkaminn þarf á að halda og er
þetta hreinlega byltingarkennd vara!
Venjulega er maður að missa 7-14 kg
á 10 dögum jafnvel meira, fer allt eft-
ir stærð einstaklings. Engin örvandi
efni. Uppl. í síma 845-2558 eða
senda fyrirspurn á zera@hotmail.com
Hljóðfæri
Til sölu
Yamaha trompet verð 50.000 kr.
Sópran saxafónn verð 100.000 kr.
og Konsertína verð 25.000 kr.
Uppl. í síma 438-6791 eftir kl. 19.00.
Dúndurtilboð
Kassagítarar: 1/4 stærð kr.
10.900 pakkinn með poka,
strengjasetti og stilliflautu. 1/2
stærð kr. 7.900. Full stærð kr.
12.900. 3/4 kr. 10.900. 4/4 kr.
12.900. Rafmagnsgítarpakkar frá
kr. 29.900. Hljómborð frá kr.
17.900. Trommusett kr. 49.900
með öllu.
Gítarinn, Stórhöfða 27,
sími 552 2125.
www.gitarinn.is
Húsnæði í boði
Til leigu í Hafnarfirði
4 herb. íbúð á Eskivöllum í Hfj.106
fm, jarðhæð með verönd. Bílastæði í
kj. Verðhugm.120.000 á mán. með
öllu. Laus strax. Uppl. í s. 692-8664.
Húsnæði óskast
Íbúð óskast
Fyrirtæki óskar eftir 1-2ja herb. íbúð
á höfuðborgarsvæðinu. Ábyrgur aðili.
Uppl. í síma 663 2130.
Til sölu
Til sölu 115 fm einbýlishús
til flutnings. Upplýsingar í síma
892 7866 og 863 8185, Björn.
Tilboð
265/70 R 16 MP kr. 21.900
265/70 R 16 IT kr. 17.900
235/70 R 16 It kr. 13.900
Kaldasel ehf.
hjólbarðaverkstæði,
Dalvegi 16 b, Kópavogi
s. 544 4333.
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari getur bætt við sig
verkefnum. Inni og úti. Vönduð og
öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð.
Uppl. í síma 897 2318.
Málningarvinna og múrviðgerðir.
Getum bætt við okkur inni- og
útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og
góð umgengni. Tilboð eða tímavinna.
Lítið Mál ehf. S. 896-5758.
Hvert sem ég fer og
hvar sem ég verð þá
þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og
mig. Þessi orð eru mér efst í huga
þega ég hugsa til ömmu Gillu, þau
eiga svo vel við hana.
Ég þurfti fólk eins og hana fyrir
fólk eins og mig í líf mitt. Ég er og
verð alltaf þakklát fyrir þau 32 ár
sem ég átti með henni. Amma Gilla
var sú besta, hún var sú manneskja
sem ég átti skjól hjá og eins hjá afa
Bjarna, á þeirra heimili var ég ávallt
velkomin. Það streyma yfir mig
minningar, endalausar minningar,
allt frá barnæsku til dagsins í dag,
allt ljúfar og fallegar minningar,
enda var amma ljúf og falleg kona.
Hún eignaðist 3 börn, 8 barnabörn
og 4 barnabarnabörn og öll vorum
við henni svo kær og hún spilaði mik-
ilvægt hlutverk í lífi okkar allra. Ég á
eftir að sakna ömmu mikið, ég var
svo náin henni. Ég hugga mig þó við
það að hún er komin til himna og í
fangið á afa Bjarna, hún var orðin
þreytt og tilbúin að fara yfir móðuna
miklu, hún var búin að eiga gott líf,
með góðri fjölskyldu og vinum. Hún
átti fjöldann allan af vinum enda
stundaði hún hin ýmsu félagsstörf af
fullum krafti og af miklum áhuga.
Það var oft þétt setið í Hátúni 20,
mikið af vinum og alltaf gaman, alltaf
nóg til af kaffi og með því. Litla
hjartagull og litla ömmugull eru orð
sem ég geymi ávallt í hjarta mínu,
því þetta voru orð ömmu þegar hún
talaði til mín, frá því að ég var lítil og
til dagsins í dag.
Ég og bróðir minn Gísli áttum
margar ógleymanlegar stundir með
ömmu, hún gerði allt fyrir okkur og
ef eitthvað bjátaði á þá kom amma
því í lag, það skipti ekki málið hvað
amaði að, amma gat lagað það, ann-
aðhvort í verki eða með hughreyst-
andi orðum. Ég á henni svo margt að
þakka. Ég á eftir að sakna brossins
hennar, hún var alltaf brosandi og
þegar ég var lítil þá sat ég í Hátún-
inu hjá ömmu og minningarnar það-
an eru ómetanlegar, afi spilaði á pí-
anóið, ég að greiða ömmu og punta
Jóhanna Geirlaug
Pálsdóttir
✝ Jóhanna GeirlaugPálsdóttir (Gilla)
fæddist á Vatnsenda í
Eyjafirði 19. maí
1924.
Gilla lést á dval-
arheimilinu Garðv-
angi, Garði, föstudag-
inn 3. apríl 2009 og
var jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju
fimmtudaginn 16.
apríl.
hana eða pússa silfrið
hennar, ég held fast í
þessar minningar.
Ég varð þess heið-
urs aðnjótandi að
halda í hönd ömmu
þegar hún sofnaði
svefninum langa, það
var friður og ró yfir
ömmu á þeirri stund,
sátt var hún og tilbúin
að kveðja þennan
heim. Ég á tvö börn
sem sakna langömmu
sinnar mikið, 5 ára
sonur minn trúir því
að amma Gilla sé komin til himna og
sé orðinn engill, í hvítum kjól með
vængi, ég trúi því líka, því engill var
hún á jörðu.
Ég kveð ömmu með sorg í hjarta
en þakklát fyrir stundirnar sem ég
átti með henni, ég bið guð almátt-
ugan um að geyma hana, blessa og
varðveita.
Berglind Bjarnadóttir.
Hvert sem ég fer og hvar sem ég
verð þá þarf fólk eins og þig fyrir
fólk eins og mig. Þessi orð eru mér
efst í huga þega ég hugsa til ömmu
Gillu, þau eiga svo vel við hana.
Ég þurfti fólk eins og hana fyrir
fólk eins og mig í líf mitt. Ég er og
verð alltaf þakklát fyrir þau 32 ár
sem ég átti með henni. Amma Gilla
var sú besta, hún var sú manneskja
sem ég átti skjól hjá og eins hjá afa
Bjarna, á þeirra heimili var ég ávallt
velkomin. Það streyma yfir mig
minningar, endalausar minningar,
allt frá barnæsku til dagsins í dag,
allt ljúfar og fallegar minningar,
enda var amma ljúf og falleg kona.
Hún eignaðist 3 börn, 8 barnabörn
og 4 barnabarnabörn og öll vorum
við henni svo kær og hún spilaði mik-
ilvægt hlutverk í lífi okkar allra. Ég á
eftir að sakna ömmu mikið, ég var
svo náin henni. Ég hugga mig þó við
það að hún er komin til himna og í
fangið á afa Bjarna, hún var orðin
þreytt og tilbúin að fara yfir móðuna
miklu, hún var búin að eiga gott líf,
með góðri fjölskyldu og vinum. Hún
átti fjöldann allan af vinum enda
stundaði hún hin ýmsu félagsstörf af
fullum krafti og af miklum áhuga.
Það var oft þétt setið í Hátúni 20,
mikið af vinum og alltaf gaman, alltaf
nóg til af kaffi og með því. Litla
hjartagull og litla ömmugull eru orð
sem ég geymi ávallt í hjarta mínu,
því þetta voru orð ömmu þegar hún
talaði til mín, frá því að ég var lítil og
til dagsins í dag.
Ég og bróðir minn Gísli áttum
margar ógleymanlegar stundir með
ömmu, hún gerði allt fyrir okkur og
ef eitthvað bjátaði á þá kom amma
því í lag, það skipti ekki málið hvað
amaði að, amma gat lagað það, ann-
aðhvort í verki eða með hughreyst-
andi orðum. Ég á henni svo margt að
þakka. Ég á eftir að sakna brossins
hennar, hún var alltaf brosandi og
þegar ég var lítil þá sat ég í Hátún-
inu hjá ömmu og minningarnar það-
an eru ómetanlegar, afi spilaði á pí-
anóið, ég að greiða ömmu og punta
hana eða pússa silfrið hennar, ég
held fast í þessar minningar.
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi
að halda í hönd ömmu þegar hún
sofnaði svefninum langa, það var
friður og ró yfir ömmu á þeirri stund,
sátt var hún og tilbúin að kveðja
þennan heim. Ég á tvö börn sem
sakna langömmu sinnar mikið, 5 ára
sonur minn trúir því að amma Gilla
sé komin til himna og sé orðinn eng-
ill, í hvítum Í minningunni finnst mér
ég hafa þekkt Gillu, eins og hún var
kölluð í vina- og kunningjahóp, frá
ómunatíð. Hún og Didda systir voru
mikið saman á Akureyri þegar við
bjuggum þar.
Eftir að ég kom suður í háskólann
vann ég lítillega hjá Sigurjóni lög-
reglustjóra. Einhverju sinni þegar
hann var nýkomin frá Ameríku þar
sem hann hafði kynnst störfum lög-
reglukvenna ákvað hann að senda
mig þangað til að kynna mér störf
þeirra í ýmsum borgum.
Þegar heim kom starfaði ég sem
lögreglukona (án búnings) með að-
setur á Klapparstíg. Starfið var m.a.
fólgið í því að fylgjast með ungum
stúlkum sem voru að lenda í eða
komnar í vandræði. Má segja að
þetta hafi verið meira eins og fé-
lagsráðgjafar starfa nú enda náið
samstarf við barnaverndarnefnd.
Gilla kom til liðs við mig og vann með
mér í nokkrurn tíma. Kom sér þá vel
meðfædd prúðmennska hennar,
hlýja og háttvísi.
Oft kom hún með mér heim til
móður minnar og dekraði þá við
hana með hand- og fótsnyrtingu og
öðrum notalegheitum sem Gillu voru
svo eiginleg. Einhvern tímann á
starfsferli hennar fórum við á lög-
regluball saman og þar hitti hún
Bjarna Gíslason, lögreglumann og
tónskáld. Þar með voru örlög hennar
ráðin. Glæsileg brúðkaupsveisla
þeirra gleymist varla nokkrum gest-
anna. Þau eignuðust tvo syni, Bjarna
Geir og Sveinbjörn, og fyrir átti Gilla
Jónu Burgess sem býr í Ameríku.
Hún hefur reynst mér sama
tryggðatröllið og móðir hennar.
Gilla átti erfitt með að tjá sig undir
það síðasta en þegar ég heimsótti
hana síðast var samt ennþá sama
glettnin í augunum og höndin hlý.
Það hefur verið mér dýrmætt að eiga
hana að vini. Blessuð sé minning
hennar.
Vilhelmína Þorvaldsdóttir.
Jóhanna Katrín
Björnsdóttir
✝ Jóhanna KatrínBjörnsdóttir
fæddist í Reykjavík 6.
janúar 1955. Hún lést í
Sjálfsbjargarheim-
ilinu, Hátúni 12, 14.
apríl sl.
Foreldrar hennar
eru Björn Lúðvík Jónsson bifvélavirki, f.
7. apríl 1929, d. 6. febrúar 1991, og Stein-
unn Lilja Jónasdóttir saumakona, f. 16.
apríl 1922. Alsystkini Jóhönnu Katrínar
eru Þórður Björnsson, f. 6. júní 1952, og
Hrefna Birna Björnsdóttir, f. 9. júní 1962.
Hálfsystkini hennar, sammæðra, eru
Björn Biering Hallgrímsson, f. 6. mars
1944, og Guðný Jóna Hallgrímsdóttir, f.
16. nóvember 1945.
Hinn 18. desember 1976 giftist Jó-
hanna Katrín Oddi Jónasi Eggertssyni
húsgagnasmið, f. 25. mars 1949. Þau
eignuðust fjögur börn: 1) Geirlaug Dröfn
Oddsdóttir iðjuþjálfi, f. 18. október 1975.
Maður hennar er Helgi Magnússon, f. 9.
janúar 1972. Börn þeirra eru Arna Dögg
Helgadóttir, f. 14. maí 1997, og Helena Ýr
Helgadóttir, f. 4. nóvember 2001. 2) Jón-
as Þór Oddsson tölvunarfræðingur, f. 3.
október 1977. Kona hans er Lilja Guð-
ríður Karlsdóttir, f. 31. mars 1975. Börn
þeirra eru Magni Snær Jónasson, f. 9.
mars 2003, og Sunna Katrín Jónasdóttir,
f. 4. júlí 2006. 3) Atli Már Oddsson
myndlistarmaður, f. 7. mars 1985. Sam-
býliskona hans er Maila Oen Hellesöy, f.
27. mars 1984. 4) Ari Freyr Oddsson
nemi, f. 18. janúar 1990. Jóhanna Katrín
vann á leikskólum í Breiðholti, í Selja-
skóla og á hjúkrunardeild Seljahlíðar.
Útför hennar fór fram í kyrrþey.
Meira: mbl.is/minningar
Sesselja Ólöf
Guðmundsdóttir
✝ Sesselja ÓlöfGuðmundsdóttir
fæddist í Lambhaga í
Skilmannahreppi 24.
apríl 1933. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akraness
12. apríl síðastliðinn.
Útför Sesselju fór
fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ 18.
apríl sl.
Meira: mbl.is/minningar
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út. Greinar,
sem berast eftir að útför hefur farið
fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef
útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru
birtar á vefnum, www.mbl.is/
minningar. Æviágrip með þeim grein-
um verður birt í blaðinu og vísað í
greinar á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem birt-
ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en
3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri
grein. Engin lengdarmörk eru á grein-
um sem birtast á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar
um hvar og hvenær sá sem fjallað er
um fæddist, hvar og hvenær hann lést
og loks hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum.
Minningargreinar
Minningar á mbl.is