Morgunblaðið - 23.04.2009, Page 52
52 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009
Fólk
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
GÍTARLEIKARINN snjalli Guðmundur Pétursson hyggst
heilsa sumri með tónleikum á Sódómu Reykjavík á morgun.
Mun hann flytja bráðvel heppnaða sólóplötu sína, Ologies, í
heild sinni en platan kom út um jólin og var lofsamlega
tekið af gagnrýnendum. „Guðmundur springur út með
látum sem tónsmiður á þessari annarri plötu sinni …
Hugmyndum ægir saman en það er ekki svo að fram-
vindan sé losaraleg eða tætinsgleg, síður en svo,“
sagði í dómi í blaði þessu m.a. Þeir Matthías Hem-
stock, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Davíð Þór
Jónsson og Róbert Reynisson aðstoða Guðmund við
flutninginn á plötunni.
Guðmundur segir að þeir félagar hafi einu sinni
lagt í hann áður með þetta efni, og það hafi svo sem ekki
verið leikur einn.
On Top of a Laptop
„Það er dálítið lúmskt að koma hljóðversútgáfunum
áfram á tónleikum. Lausnin felst í því að allir séu sem
mest að, allan tímann,“ segir gítarleikarinn hægláti og
hlær. „En svo teygjum við á lögunum, opnum þau
og leyfum þeim að rúlla lengur
en þau gera á plötunni.“
Á tónleikunum kemur einnig
fram On Top of a Laptop, sem er
ný rafgjörningahljómsveit skipuð
þeim Áka Ásgeirssyni og Páli Ivan Pálssyni, en
þeir hafa verið virkir mjög innan félagsskaparins S.L.Á.T-
.U.R. Tónleikarnir hefjast á slaginu 22.00.
Stórsöngvarinn Geir Ólafs er
ekki af baki dottinn frekar en fyrri
daginn og með vorinu er væntanleg
ný plata frá kappanum sem nefnist
því slungna nafni Meira. Þar er
Geir að vísa til víðfrægs dóms Orra
Harðarsonar í Morgunblaðinu um
plötuna Á minn hátt sem Geir sendi
frá sér árið 2001 en fyrirsögn
dómsins var „Ekki meir, Geir“.
Greinilegt er að Geir ætlar sér
stóra hluti með nýju plötunni og
hefur hann til að mynda nýlokið við
tökur á myndbandi sem fyrrver-
andi söngvari Rickshaw, Richard
Scobie, framleiddi.
Myndbandið er við lagið „Skotinn
í þér“ sem er ábreiða af laginu
„How sweet it is to be loved by you“
en það hefur áður verið flutt af ekki
ómerkari mönnum en James Taylor
og Marvin Gaye.
Útsetning lagsins þykir með
þeim þyngri sem Geir hefur sungið
yfir hingað til og gott ef Geir er
ekki hægt og rólega að fikra sig yf-
ir í rokkið. Von er á plötunni í lok
maí eða byrjun júní og renna 30% af
hagnaði plötunnar til Mæðrastyrks-
nefndar.
Geir er svo sannarlega
mættur með meir
Nú má loks skoða listann yfir
100 bestu plötur Íslandssögunnar á
Tónlist.is en lokaáfangi kosning-
arinnar hefst 4. maí þegar plöt-
unum verður raðað í sæti. Við skoð-
un á listanum kemur margt í ljós og
meðal annars það að áratugirnir
eru misgjöfulir. Íslenskar breið-
skífur sem komu út á sjöunda ára-
tugnum voru ekki sérlega margar
en þrjár þeirra rata á listann. 24
plötur frá árunum 1971 til 1980
teljast meðal þeirra 100 bestu, 19
plötur frá níunda áratugnum (80’s)
og 24 af þeim er komu út á tíma-
bilinu 1991 til 2000. Ný öld hefst
hins vegar afar vel og skilar flest-
um plötum inn í valið eða 30 talsins.
Gæði eða gullfiskaminni?
21. öldin skilar flestum
plötum á listann
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÉG held að tími sveitaballanna sé
kominn aftur og að þessi tilefnislausi
hroki sem var farinn að fylgja þessu
orði sé dottinn uppfyrir. Hver vill
líka ekki fara á sveitaball?“ spyr
Magni Ásgeirsson, söngvari hljóm-
sveitarinnar Á móti sól, en hann og
félagar hans í bandinu ætla að vera
sem mest fyrir utan höfuðborg-
arsvæðið í sumar. „Mér heyrist það
á öðrum hljómsveitum og Íslend-
ingum að það sé kominn tími á
sveitaböllin aftur en þau hafa verið í
lægð undanfarin ár. Það hefur verið
rætt um það að hljómsveitir pari sig
saman annað slagið til að koma
þessu í gang, búa til stórböll, og færa
líf í gömlu félagsheimilin. Við erum
t.d. að spekúlera í að fá Ingó og Veð-
urguðina til liðs við okkur í nokkur
skipti.
Í þessu ömurlega árferði sem er
núna er það okkar starf sem tónlist-
armenn að reyna að létta lund land-
ans og efna til dansleikja.“
Magni hefur ekki áhyggjur af því
að kreppan hafi áhrif á ballaðsókn.
„Mér finnst eins og fólk vilji frek-
ar fara á ball en að sitja inni á bar og
ræða ástandið, það vill gleyma þessu
um stund og skemmta sér út í sveit.“
Talar enn við Toby
Spurður hvort hann fái ekki bara
Rock Star-vini sína til liðs við sig til
að peppa þetta upp segir Magni þá
alla upptekna við að gera sína tón-
list. „Eini sem ég tala ennþá við er
Toby og hann er í Ástralíu, hljóm-
sveitin hans var að gefa út plötu og
er á fullu að spila þar. Hann er ólm-
ur í að koma aftur til Íslands en það
er nú meira en að segja það.“
Fyrsti sumarsmellurinn frá Á
móti sól fór í spilun nýlega og er
þegar orðinn eitt mest spilaða lag
landsins. „Við erum búnir að vera að
nostra við næstu plötu í einhver tvö
ár og á hún að koma út fyrir næstu
jól. „Dagarnir“ er fjórða lagið af
henni sem fer í spilun og við virð-
umst vera búnir að hitta á einhverja
æð því öllum þessum fjórum lögum
hefur gengið frábærlega,“ segir
Magni og býst alveg eins við því að
það komi eitt lag í viðbót frá þeim í
sumar.
Bræðslustjóri
Magni er titlaður bræðslustjóri á
tónlistarhátíðinni Bræðslunni sem
fer fram í fimmta sinn á Borgarfirði
eystra 24. til 26. júlí í sumar. Þar
verður Þursaflokkurinn aðalnúm-
erið ásamt Páli Óskari, Moniku
Abendroth og strengjasveit. „Það
verður sama snið á Bræðslunni nú
og undanfarin ár. Bræðslan sjálf fer
fram frá kl. 20 til 23 á laugardags-
kvöldinu en svo verður stuð í félags-
heimilinu bæði kvöldin og festival-
stemning í bænum. Það er orðið eft-
irsótt að spila á Bræðslunni og fæ ég
orðið fyrirspurnir í hverri viku frá
böndum sem vilja koma þar fram.“
Magni er á því að vinsældir tón-
listarhátíða úti á landi, eins og
Bræðslunnar og Aldrei fór ég suður,
séu því að þakka að Íslendingar hafi
stigið skref afturábak í hvernig þeir
skemmta sér og hugsa um landið.
„Það er orðið „inn“ að fara út fyrir
sitt póstnúmer, ég fagna því. Ég
varð mjög sleginn um seinustu helgi
þegar við vorum að spila í Reykjavík
og ég hitti mann um fertugt sem
hafði aldrei komið til Akureyrar. Ég
held bara að það sé fullt af Íslend-
ingum sem hafa ekki farið meira en
100 km frá heimili sínu innanlands.“
Sumar sveitaballanna
Magni í Á móti sól segir tíma sveitaballanna kominn aftur Vill létta lund
landans í þessu ömurlega árferði Undirbýr nú tónlistarhátíðina Bræðsluna
Á móti sól Hljómsveitin á eflaust eftir að halda uppi miklu stuði á sveita-
böllum sumarsins. Plata kemur svo frá sveitinni er líður að jólum.
Hljómsveitina skipa ásamt
Magna: Sævar Þór Helgason,
Heimir Eyvindarson, Þórir
Gunnarsson og Stefán I. Þór-
hallsson.
Hljómsveitin hefur gefið út
sex plötur, þar af fjórar með
Magna innanborðs. Fyrsta lagið
sem fór að óma með þeim hét
„Djöfull er ég flottur“ og sló í
gegn árið 1997. Síðan þá hefur
Á móti sól átt hvern smellinn á
fætur öðrum og er án efa ein
vinsælasta ballhljómsveit
landsins.
Á móti sól
Hyggst opna og teygja lög á tónleikum í kvöld
Sprengja
Guðmundur
hinn gítarfimi.
Brúðuleikhúsið Mjallhvít
kl. 14 og 16
Helga Arnalds
Ratleikur
Finnið blómin á safngripunum
með aðstoð blómálfa
Listasmiðja
Höfuðskraut og sumarföndur
Úrval sumargjafa í safnbúðinni
Ókeypis aðgangur!
Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is · Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17
23. apríl kl. 14–17