Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.04.2009, Blaðsíða 59
Menning 59FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2009 ÞAÐ er langt síðan maður hefur fundið fyrir viðlíka spenningi í garð plötu íslenskrar sveitar og þess- arar hérna, fyrstu breiðskífu ný- bylgjurokksveitarinnar Sudden Weather Change. Það er eins og sveitin hafi náð að fylla upp í ákveðið tóm síðustu misseri með sínum orkuríku, tilfinningaþrungnu og nett gáskafullu tónleikum en leitun er að betri tón- leikasveit hérlendis. Fólk var lík- lega orðið þreytt á dramatískum sviðstilburðum allra „alvarlegu“ hljómsveitanna sem horfa ábúðarfullar niður á skóna sína á meðan þær magna sinn seið. Hér var allt í einu komin „látum vaða í fölskvalausri gleði“- hljómsveit sem virtist hvergi líða betur en uppi á sviði. Hrein og sönn gleði smitar og smátt og smátt hefur ákveðin sena byggst upp í kringum hljómsveitina. En hvernig stendur hún sig svo á plötu? Tónlistin – ástríðuþrungið og nett súrt nýbylgjurokk af ameríska skólanum – skilar sér vel í eyrun. Hljómur er býsna góður, hann er skýr en hrár um leið einhvern veg- inn; engin fínpússun í gangi sem hefði átt illa við. Þegar hlustað er leiðir maður hugann óneitanlega að löndum meðlima í hljómsveitinni Reykjavík! Söngvarar skiptast á að syngja/æpa, líkt og þeir séu rífandi hljóðnemann hver af öðrum. Þetta svínvirkar. Hin eðalborna Sonic Youth hefur þá auðheyranlega fengið að tikka nokkuð í spilastokkunum og áhrif lo-fi-hljómsveita eins og Pavement og Trumans Water eru tilfinn- anleg; ef ekki í sjálfri tónlistinni þá í allri ímyndarvinnu og umslags- hönnun. Ég vil svo sérstaklega nefna lag- ið „Ampeg“ sem brýtur stemn- inguna skemmtilega upp. Nokkurs konar hálfbjánaleg útgáfa af tit- illagi Footloose-myndarinnar. Snilld og ég hefði viljað heyra meira af svona flippi. Allt í allt skemmtilegt og frísk- andi nýbylgjurokk sem heldur vel sjó út alla plötuna. Það eina sem hægt er að setja út á, þannig séð, er að þeir félagar verða seint sak- aðir um að finna upp hjólið. Ástríðan og æðið í öllum flutningi beinir manni hins vegar frá öllu ergelsi hvað það varðar. Ástríðu- rokk Geisladiskur Sudden Weather Change – Stop! Handgrenade In The Name of Crib Death ’nderstand? bbbmn ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST MEÐLIMIR Blur íhuga víst að taka upp nýja plötu. Myndi það verða átt- unda breiðskífa sveitarinnar og sú fyrsta frá árinu 2003 þegar Think Tank kom út. Sögulegar sættir urðu á milli þeirra Albarns, Coxons, James og Rowntree í fyrra þegar til- kynnt var að þeir myndu koma fram í Hyde Park í júlí en gestir BRIT- verðlaunanna fengu smá forskot á sæluna þegar þeir mættu óforvar- andis og spiluðu nokkur lög fyrr á þessu ári. En nú hefur Coxon sem oft hefur verið talinn tregastur í taumi sagt að honum líki sú hug- mynd að halda í hljóðver á ný. Áður en gamlir Blur-aðdáendur hoppa hæð sína af gleði skal það tekið fram að engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir upptökurnar og svo gæti farið að nokkur ár væru í að slík vinna hæfist. Allir eru þeir mjög uppteknir, hver í sínu horni og því töluverð vinna fyrir góðan skipu- lagsfræðing að koma þessu saman. Hins vegar geta allir Blur- aðdáendur glaðst yfir því að dag- setningar fyrir upphitunar-tónleika sveitarinnar hafa verið ákveðnar en þær eru eftirfarandi: 21. júní – Southend, 24. júní – Wolverhamp- ton, 25. júní – Newcastle. Ný Blur-plata væntanleg að sögn gítarleikarans Graham Coxon Getur hugsað sér að skella sér í hljóðver með Blur. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Bladerunner Twist 09 Stækkanlegir barnaskautar. Tveir litir. Verð áður 10.990 kr. Verð nú 8.792 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 45 95 2 04 /0 9 Jamis X24 20”, 7–12 ára. Álstell, 7 gíra. Svart/hvítt og blátt/hvítt. Verð áður 39.990 kr. Verð nú 31.992 kr. Jamis Lady Bug 12”, 2–5 ára. Bleikt. Verð áður 19.990 kr. Verð nú 15.992 kr. Jamis Hot Rod 12”, 2–5 ára. Rautt. Verð áður 19.990 kr. Verð nú 15.992 kr. Jamis Laser 2.0 20”, 5–9 ára. Álstell, fótbremsa. Hvítt/svart og grænt/svart. Verð áður 25.990 kr. Verð nú 20.792 kr. Jamis Laser 1.6 16”, 3–6 ára. Rautt/hvítt og blátt/hvítt. Verð áður 22.990 kr. Verð nú 18.392 kr. Jamis X20 20”, 6–9 ára. Álstell, 6 gíra. Blátt/hvítt og rautt/hvítt. Verð áður 37.990 kr. Verð nú 30.392 kr. Það er hvergi slegið af gæðunum í Jamis barnahjólunum Öll hönnun miðar að því að öryggi barnanna okkar sé sem mest. Stellin eru t.d. sérstaklega lág við sætin til að auðvelda barninu að ná tökum á hjólinu. Og svo spillir ekki fyrir hvað hjólin eru flott. Rollerblade Micro 8.0 Stækkanlegir barnaskautar. Tveir litir. Verð áður 19.990 kr. Verð nú 15.992 kr. 20% afsláttur Hjóla- og línuskautadeildin er í Holtagörðum! Gildir miðvikudag og fimmtudag Jamis Miss Daisy 16”, 3–6 ára. Bleikt. Verð áður 25.990 kr. Verð nú 20.792 kr. af barnahjólum og barnalínuskautum barnaskautar Línuskautar Útilíf er með línuskautana fyrir alla fjölskylduna! Rollerblade er eitt þekktasta merki heims í línuskautum. Þar gengur þú að gæðunum vísum á góðu verði. Mikið úrval af hjálmum og hlífum. ÚT er kominn geisladiskurinn Heið- anna ró með Tríói Björns Thorodd- sen og Andreu Gylfadóttur. Heið- anna ró er þriðji diskurinn sem þau Andrea og Björn gera saman en áð- ur hafa þau gefið út diskana Vor- vinda og Vorvísur. Sumarrómantíkin er allsráðandi á þessum nýja diski og má þar heyra lög á borð við „Fram í heiðanna ró“, „Réttarsamba“, „Óli rokkari“, „Kvöldið er fagurt“, „Fyrir handan fjöllin háu“, „Hvað er svo glatt“, „Í grænum mó“ og „Ó fögur er vor fósturjörð“. Hljómsveitin er, auk Björns og Andreu, skipuð af- bragðs hljóðfæraleikurum, þeim Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara og Jóhanni Hjörleifssyni trommu- leikara. Útgáfutónleikar verða á Kaffi Rósenberg í Reykjavík kl. 21 í kvöld og á Græna hattinum á Ak- ureyri kl. 21 annað kvöld. Fram- undan er svo spilamennska víða um land allan maímánuð. Heiðanna ró Morgunblaðið/RAX Tríó og Andrea Björn Thoroddsen, Jón Rafnsson, Jóhann Hjörleifsson og Andrea Gylfadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.