Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
FÁIR kunna betur en Íslendingar
að hafa gaman af Evróvisjón, enda
hafa flestir skipulagt næsta laug-
ardagskvöld í kringum úrslitarið-
ilinn. Vísbendingar þess má víða
finna í sígildum fylgifiskum söngva-
keppninnar.
Til dæmis má búast við því að
leigubílar fylli göturnar á laug-
ardagskvöldið, enda er Evróvisjón-
helgin að jafnaði með stærri leigu-
bílahelgum ársins vegna skemmt-
anagleði landans af þessu tilefni.
Alræmdir Evróvisjón drykkju-
leikir eiga þátt í þessari leigubíl-
anotkun. Reglur, s.s. að taka eigi
einn sopa ef Ísland fær ekkert stig,
tvö ef kynnarnir segja óskiljanlega
brandara og tæma glasið ef flytj-
endur frá Austur-Evrópulöndum
eru í hallærislegum fötum, gera
það að verkum að bíllyklunum er
lagt áður en kvöldið er hálfnað.
Eldavélin í fríi á Evróvisjón
Innan um leigubílana munu síðan
pitsusendlarnir skjótast sína leið,
því það er fastur liður á Evr-
óvisjón-kvöldi að þá nennir varla
nokkur maður að elda.
Sprenging varð í pitsusölu hjá
Dominos síðasta þriðjudag þegar
Jóhanna Guðrún söng sig upp úr
forkeppninni og segir Þorgeir Arn-
ar Jónsson, sölu- og markaðsstjóri
Dominos, að þar á bæ búi menn sig
undir annað eins á laugardag því
velgengni Íslands í keppninni snar-
auki áhugann og með því komi auk-
in sala á pitsum.
Þrátt fyrir þessa föstu liði eins
og venjulega, sem bera Evróvisjón-
áhuga þjóðarinnar ótvírætt vitni, er
það samt þrautseigt viðkvæði að
enginn vilji kannast við að hafa
áhuga á þessari keppni né láti sig
úrslitin neinu varða.
Áhorfstölur Sjónvarpsins sýna
samt svart á hvítu að raunveruleik-
inn er allt annar. Fram kom í frétt-
um RÚV að á þriðja hundrað þús-
und manna hefði horft á for-
keppnina á þriðjudaginn og var
uppsafnað áhorf um 90%. Af öllum
þeim sem kveiktu á sjónvarpinu yf-
irhöfuð á þriðjudagskvöld voru 96%
með stillt á Evróvisjón.
Þjóðrækin partístemning
Sennilega verður áhorfið engu
minna annað kvöld enda Jóhanna
Guðrún sýnt það og sannað að hún
hefur fulla burði til að fara langt í
keppninni.
Þjóðin er alltént farin að búa sig
undir stóra kvöldið. Evróvisjón-
partí eru skipulögð um allt land
með Pál Óskar á Nasa í farar-
broddi, þar sem ávallt er fullt út úr
dyrum þetta kvöld. Skemmtanahald
í heimahúsum virðist þó ekki síður
metnaðargjarnt ef marka má Jón
Gunnar Bergs í Partýbúðinni.
„Við erum búin að draga fram
vörurnar sem tilheyra þessu kvöldi,
það er íslenski fáninn og alls konar
plathljóðfæri, blikkandi míkrófónar
og fleira. Það er áberandi stemning
og greinilegt að fólk ætlar að gera
sér glaðan dag.“
Jón Gunnar segir stemninguna
þó ekki jafnast á við það sem var
þegar handboltaæðið stóð sem
hæst í kringum Ólympíuleikana í
fyrra og blöðrur og fánar ruku út,
en það komist þó nærri því. „Það
veitir líka ekki af eins og ástandið
er hjá okkur að við höfum eitthvað
til að sameinast um og gleðjast yf-
ir.“
Áhrifa Evróvisjón gætir víða
Stjarnan Allra augu og eyru verða á Jóhönnu Guðrúnu á laugardaginn.
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
STEINUNN Guðmundardóttir
þjóðfræðingur rannsakaði viðhorf
til Evróvisjón í mastersritgerð
sinni. „Það sem vakti áhuga minn
er viðhorf hins almenna áhorfanda
og hvað það er sem gerir hana
svona vinsæla. Það er erfitt að finna
fólk sem viðurkennir að horfa á
keppnina og finnast hún skemmti-
leg,“ segir Steinunn. Staðreyndin
sé hins vegar sú að allir hafi skoðun
á Júróvisjón, jákvæða eða nei-
kvæða.
100 milljónir horfa á Júró
Hið öfugsnúna viðhorf Íslendinga
birtist t.d. annars vegar í heitum
sigurvilja og hins vegar í þeirri
sannfæringu að þetta sé nauða-
ómerkileg keppni sem öllum öðrum
þjóðum sé hjartanlega sama um.
Raunin er hins vegar sú að
keppnin er með vinsælasta sjón-
varpsefni sem sýnt er í Evrópu og
yfir 100 milljónir manna fylgjast
með henni. Að sögn Steinunnar
virðist það þó dæmigert að smærri
þjóðir taki hana nær sér en aðrar
því í þeim blundi þráin að hljóta við-
urkenningu í alþjóðasamfélaginu.
Þetta eigi ekki bara við um Ísland.
„Keppnin á að vera sameining-
artákn Evrópu en fólk nálgast hana
út frá sjálfu sér og hún spilar mikið
á þjóðarstoltið. Ef landinu gengur
illa vill enginn viðurkenna að það sé
vegna þess að lagið var lélegt.“
Steinunn flytur erindi í stofu 106
í Odda kl. 17.15 í dag þar sem hún
kynnir niðurstöður ritgerðarinnar.
Eiki rauði Átti miklu betra skilið 2007.
Enginn vildi
Júró kveðið
hafa – og þó?
Eurobandið Voru auðvitað best í fyrra.
Íslendingar eru komnir í hinn ár-
vissa Evróvisjón-ham og eins og
fyrri daginn er fátt sem getur
stöðvað okkur á leiðinni til sigurs
– eða að minnsta kosti til ræki-
legra skemmtanahalda.
Mikið skemmtanahald fylgir Evróvisjón og merki þess sjást víða þótt fáir gang-
ist við að vera aðdáendur Pitsur, leigubílar og íslenskir fánar einkenna kvöldið
ODDVITI Samfylkingarinnar í
borgarstjórn Reykjavíkur telur að
aukið atvinnuleysi í borginni leiði til
þess að þriggja milljarða króna gat
verði í fjárhagsáætlun borgarinnar.
Borgarstjóri segir að fjárhags-
áætlun hafi staðist til þessa og von-
ast til að svo verði áfram.
Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingarinnar, byggir mat sitt
á því að skatttekjur minnki og út-
gjöld í velferðarkerfinu aukist ef at-
vinnuleysi í Reykjavík verði 10% í
stað þeirra 7% sem gert hafi verið
ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.
Telur hann að hvert prósent í auknu
atvinnuleysi kosti borgarsjóð allt að
einum milljarði.
Dagur telur að á næstu vikum
verði að meta það hvort grípa þurfi
til frekari aðgerða í fjármálum borg-
arinnar. Í tilkynningu sem hann
sendi frá sér í gær segir að uppgjör
fyrirtækja borgarinnar og byggða-
samlaga fyrir síðasta ár valdi einnig
vonbrigðum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og
VG tóku málið upp á fundi borg-
arráðs og lögðu fram fyrirspurn þar
sem óskað er upplýsinga um áhrif
breytinga á forsendum fjárhags-
áætlunar.
Áætlun á pari
Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri áréttar að miðað við
stöðuna standist fjárhagsáætlunin.
„Við verðum auðvitað að vona að
þannig verði staðan áfram. Þess má
geta að í borgarráði í dag [í gær] var
farið yfir ársfjórðungsuppgjör þar
sem öll áætlun er algjörlega á pari,“
segir borgarstjóri við fréttavef
mbl.is.
Hún tekur fram að hún hafi ekki
séð forsendur útreikninga Dags.
Hanna Birna segir þetta ekki breyta
því að staðan sé sannarlega alvarleg,
miðað við nýja þjóðhagsspá. Tekist
sé á við hana. helgi@mbl.is
Gat vegna
aukins at-
vinnuleysis
Útgjöld aukast en
tekjurnar minnka
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Dagur B.
Eggertsson
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
SVEITARSTJÓRN Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps þarf að boða íbúana til kynningarfundar
til að fá staðfest skipulag sem gerir ráð fyrir
virkjunum í Þjórsá. Umhverfisráðuneytið
treystir sér ekki til að staðfesta skipulagstil-
löguna fyrr en þessum formreglum hefur verið
framfylgt. Sveitarstjórnin telur afgreiðslu ráðu-
neytisins ólögmæta.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
samþykkti á síðasta ári breytingar á að-
alskipulagi sem gera ráð fyrir Holta- og
Hvammsvirkjunum. Við gerð aðalskipulags
2004 var fjallað um virkjanaáform en ákveðið að
fresta ákvörðun um það hvernig virkjað yrði. Að
loknu auglýsinga- og athugasemdaferlinu, í nóv-
ember sl., mælti Skipulagsstofnum með því við
umhverfisráðherra að breytingin yrði staðfest.
Skipulagsstofnun tók fram í greinargerð
sinni til ráðuneytis að almennur kynning-
arfundur hefði ekki farið fram. Þar er vísað til
ákvæða í skipulagslögum þess efnis að áður en
tillaga að aðalskipulagi eða verulegum breyt-
ingum á því er tekin til formlegrar afgreiðslu í
sveitarstjórn skuli tillagan kynnt íbúum sveitar-
félagsins á almennum fundi eða á annan full-
nægjandi hátt. Skipulagsstofnun taldi þetta
ekki þann annmarka að synja ætti tillögunni
staðfestingar.
Atli Gíslason alþingismaður og tveir íbúar
sveitarfélagsins gerðu athugasemdir til ráð-
herra, eins og þeir hafa gert á öllum stigum
málsins, og töldu meðal annars að þessi galli
ætti að leiða til synjunar. Sveitarfélagið mót-
mælti og taldi að farið hefði verið í einu og öllu
að lögum. Lögmaður hreppsins bendir á að ekki
sé venja að halda sérstaka kynningarfundi í til-
vikum sem þessum og það hafi ráðuneytið sam-
þykkt með staðfestingu fjölda hliðstæðra breyt-
inga.
Ráðuneytið hefur nú komst að þeirri nið-
urstöðu að ekki sé hægt að staðfesta umrædda
skipulagstillögu að svo stöddu. Málið verði tekið
til afgreiðslu að nýju þegar sveitarstjórn hafi
kynnt breytinguna með réttum hætti. Sam-
kvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu getur
sveitarstjórnin efnt til kynningarfundar til að
koma málinu í lag.
Ráðuneytið beinir því jafnframt til Skipulags-
stofnunar að hafa eftirlit með því að þessi kynn-
ingarskylda verði virt í framtíðinni.
Í lófa lagið að stöðva framkvæmdir
Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og
Gnúpverjahrepps, telur úrskurðinn einkenni-
legan. Hann vekur athygli á því að virkj-
anakostir hafi verið mjög vel kynntir þegar að-
alskipulagið var gert, meðal annars sá kostur
sem varð fyrir valinu. „Ég taldi að við hefðum
þá haldið þann kynningarfund sem rætt er um.
Þetta hefur ekkert með aðkomu almennings að
gera. Fólk hefur haft góðan tíma til að kynna
sér málið og gera athugasemdir,“ segir hann.
Lögmaður sveitarstjórnarinnar hefur óskað
eftir skýringum á þessum úrskurði. „Mér finnst
að það sé verið að leita að ástæðu til að hafna
þessu. Ég tel að ef stjórnvöld eru á móti því að
virkja í neðri Þjórsá eigi þau að segja það. Ríkið
á vatnsréttindin og Landsvirkjun og er í lófa
lagið að stöðva þessi áform. Það þarf ekki að
senda málið aftur heim í hérað og láta okkur
leggja í vinnu og kostnað við að fara með þetta í
nýtt ferli,“ segir Gunnar Örn.
Gert að boða til kynningarfundar
Umhverfisráðuneytið frestar staðfestingu á skipulagi Holta- og Hvammsvirkjunar vegna form-
galla Lögmaður Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur afgreiðslu ráðuneytisins ólögmæta
Morgunblaðið/RAX
Þjórsá Holtavirkjun er við Árnes í Þjórsárdal.