Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
ALÞJÓÐAORKUSTOFNUNIN (IEA)
spáir því að eftirspurnin eftir olíu í heim-
inum minnki meira í ár en nokkur dæmi eru
um á síðustu 28 árum. Stofnunin segir að
þrátt fyrir ýmis batamerki í efnahagsmál-
um séu ekki horfur á því að olíueftirspurnin
aukist verulega á næstu mánuðum.
Alþjóðaorkustofnunin áætlar að eftir-
spurnin nemi um 83,2 milljónum fata á dag
að meðaltali í ár og verði um 3% minni en á
síðasta ári. Olíueftirspurnin hefur aldrei
minnkað jafnmikið á einu ári frá árinu 1981,
að því er fram kemur í mánaðarlegri
skýrslu stofnunarinnar um olíumarkaðina.
Alþjóðaorkustofnuninni var komið á fót
eftir olíukreppuna í upphafi áttunda ára-
tugar aldarinnar sem leið og er á vegum
Efnahags- og framfarastofnunarinnar,
OECD, í París.
Orkumálastofnunin segir að olíueftir-
spurnin hafi minnkað um 5,9% í Norður-
Ameríku og 7,6% í Asíu á einu ári miðað við
marsmánuð. Eftirspurnin minnkaði þó lítið
í Evrópu, eða um 0,3%.
Samkvæmt nýjustu gögnum stofnunar-
innar jókst olíuframboðið í apríl um 230.000
fata á dag, eða í 83,6 milljónir fata, vegna
aukinnar framleiðslu aðildarlanda OPEC,
samtaka olíuútflutningsríkja. OPEC-löndin
samþykktu fyrr á árinu að minnka fram-
leiðsluna til að stuðla að hærra verði og Al-
þjóðaorkumálastofnunin segir að um 80%
skerðingarinnar hafi verið komið í fram-
kvæmd en nokkur ríki hafi aukið fram-
leiðsluna í síðasta mánuði.
Olíueftirspurn snarminnkar
Í HNOTSKURN
» Heimsmarkaðsverð á hrá-olíu hækkaði um tíma í 60
dollara á fatið á þriðjudag og
hafði þá ekki verið jafnhátt í
sex mánuði.
» Verðhækkunin var rakintil frétta um að botninum
kynni að hafa verið náð í efna-
hagsmálum en verðið lækkaði
síðan aftur í rúma 57 dollara.
» Hráolíuverðið var lægst32,70 dollarar í janúar en
var hæst 147 dollarar í júlí á
síðasta ári.
Alþjóðaorkustofnunin segir að eftirspurnin hafi aldrei minnkað jafnmikið á einu ári
í nær þrjá áratugi og telur ekki horfur á að hún aukist þrátt fyrir batamerki
Norskur olíuborpallur í
Norðursjó.
Í tyrknesku borginni Izmir við Eyjahaf er nú verið að
leggja síðustu hönd á risastóra brjóstmynd af Mustafa
Kemal Atatürk, Gráúlfinum eins og hann var kallaður,
stofnanda tyrkneska lýðveldisins, og verður hún vígð
30. ágúst. Þá minnast Tyrkir lokasigursins í frelsis-
stríðinu 1922. svs@mbl.is
Reuters
Tyrkir minnast síns frægasta herstjórnanda
Gráúlfurinn greyptur í stein
FJÓRÐI hver farsími inniheldur
allt of mikið nikkel og ætti því alls
ekki að nota. Kom þetta fram hjá
Troels Lund Poulsen, umhverf-
isráðherra dönsku stjórnarinnar,
en hann segir að vinsæl Samsung-
gerð sé einna verst.
Nikkel getur valdið ofnæmis-
viðbrögðum og þess vegna hefur
danska umhverfisráðuneytið látið
rannsaka 20 farsímategundir. Í
einni þeirra var nikkelmagnið 40
sinnum meira en reglur Evrópu-
sambandsins leyfa. Poulsen ætlar
að ræða við fulltrúa farsímafram-
leiðenda en hann segir að varasam-
ir símar að þessu leyti verði bann-
aðir þegar á þessu ári. Það var
Samsung L7000 sem stóð sig verst
af símunum. svs@mbl.is
Allt of mikið er af
nikkel í fjórða
hverjum farsíma
HÚN er aðeins
sex sentimetra
há og svo
brjóstamikil að
Dolly Parton
minnir mest á
hrífu í sam-
anburði við hana.
Hún er meira en
35.000 ára gömul
og líklega elsta,
útskorna myndin
sem fundist hefur.
Hugsanlegt er að myndin, sem er
skorin út í fílabein, skögultönn af
mammút, verði til að breyta eða
bæta skilning á uppruna listarinnar
en hún fannst í helli í Júrafjöllum í
Suðvestur-Þýskalandi.
Í Suður-Afríku hafa fundist mál-
aðar, óhlutkenndar myndir, sem
eru um 75.000 ára gamlar, en „Ven-
us fá Hohle Fels“ eins og þýska
myndin er kölluð er elsta hlut-
kennda myndin.
Myndin er af konu og kynfæri
hennar og brjóst mjög ýkt. Bendir
það til að um frjósemistákn hafi
verið að ræða. Ekkert höfuð er á
henni, aðeins nostursamlega út-
skorinn hringur yfir öxlum, og á
hana vantar vinstri handlegg og
öxl. Kunna þau að koma í ljós við
nánari leit á fundarstað.
Eins og áður segir getur fund-
urinn hugsanlega breytt skilningi
manna á þróun listarinnar á stein-
öld og verið getur að þetta svæði
við efri hluta Dónár hafi verið mik-
ill mótunarstaður. svs@mbl.is
Hin þýska Venus er
35.000 ára listaverk
Myndastyttan litla
fannst á síðasta ári.
YFIRVÖLD á Sri Lanka vísuðu í
gær á bug alþjóðlegum áskorunum
um að gera hlé á sókninni gegn tam-
íl-tígrum með það fyrir augum að
þyrma lífi óbreyttra borgara. Segja
þau, að ekki verði látið staðar numið
fyrr en skæruliðar hafi verið upp-
rættir og saka þá um að hafa girt af
síðasta vígið með fosfórsprengjum.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna,
ýmsar ríkisstjórnir og mannrétt-
indasamtök hafa hert mjög á kröfum
um vopnahlé til að óbreyttir borg-
arar geti forðað sér en upplýsinga-
ráðherra Sri Lanka-stjórnar sagði,
að ekki yrði orðið við því. Sagði hann,
að barist væri í Afganistan og Pak-
istan án þess önnur ríki skiptu sér
mikið af því. Það sama ætti að gilda
um Sri Lanka.
20 til 50.000 manns
Sri Lanka-stjórn áætlar, að um
20.000 óbreyttir borgarar séu enn
innikróaðir á litlu svæði í norðaust-
urhluta landsins þar sem tígrarnir
verja sitt síðasta vígi en Sameinuðu
Víggirt með fosfórsprengjum?
Tamíl-tígrar, sem áður réðu norð-
austurhluta Sri Lanka og voru taldir
einhver harðsnúnasta skæruliða-
hreyfing í heimi, eru nú umkringdir
á aðeins fjögurra ferkílómetra stóru
svæði og virðast ætla að berjast til
síðasta manns. Eru þeir sagðir hafa
girt svæðið af með fosfórsprengjum
til að koma í veg fyrir flótta
óbreyttra borgara og halda aftur að
sókn hersins. svs@mbl.is
þjóðirnar telja, að þeir geti verið allt
að 50.000.
Meira en 50 manns, allt flótta-
menn, týndu lífi á miðvikudag er
sprengjum var skotið á bráðabirgða-
sjúkrahús á átakasvæðinu og 47 af
sömu sökum daginn áður. Sökuðu
skæruliðar stjórnarherinn um
sprengjuárásina en hann hafnar því
og fullyrðir, að tamíl-tígrar hafi
sjálfir staðið fyrir henni í von um að
hún yrði til að auka líkur á alþjóð-
legri íhlutun.
Vísa á bug vopnahléi
Óbreyttum borg-
urum er ekki
þyrmt á Sri Lanka
AP
Blóðbað Fólk, sem tekist hefur að flýja átakasvæðið, í bráðabirgðaskýli,
sem stjórnvöld hafa komið upp. Á jörðinni liggja lík þriggja manna.
ANDERS Dam, helsti yfirmaður
Jyske Bank í Danmörku, hefur
hneykslað marga landa sína og
stjórnmálamenn með yfirlýsingum
um fjármálakreppuna og hverjir
beri ábyrgð á henni. Segir hann að
bankamönnum sé ekki einum um að
kenna, danski meðaljóninn beri líka
sína ábyrgð með óhófseyðslu og lán-
tökum sem hann réð ekki við.
„Bankarnir áttu auðvitað að gæta
þess að lána ekki fé nema góðar lík-
ur væru á að það endurheimtist,“
sagði Dam, „en fólk á ekki að vera að
taka lán fyrir dýrum bílum og öðrum
munaði nema það geti staðið í skil-
um“.
Þessi ummæli hafa vakið reiði
margra þingmanna sem krefjast
þess nú að skýrt verði frá reikn-
ingum og stöðu bankanna miklu oft-
ar en nú er gert. Þá vilja t.d. jafn-
aðarmenn styðja kröfur um aukna
menntun bankamanna í ábyrgri
bankastarfsemi. Eru þeir með frum-
varp í smíðum sem gerir banka-
starfsemi „miklu leiðinlegri“ en ver-
ið hefur. svs@mbl.is
Meðaljón-
inum
kennt um
Of gráðugur í lánin
ÞEIM fjölgar
stöðugt evrópsku
börnunum, sem
eru beinlínis að
borða sig í hel.
Verst er ástandið
í Bretlandi en svo
er um að kenna
gos- og skyndi-
matarmenning-
unni þar, að mörg
börn eiga líklega
ekki eftir að lifa foreldra sína.
Í Bretlandi eru 200.000 börn og
unglingar undir 18 ára aldri með allt
of mikið kólesteról í blóði; 80.000
með allt of háan blóðþrýsting, þar af
60.000 undir 12 ára aldri, og meira
en 200.000 eru með sykursýki 2 á
byrjunarstigi. Önnur 200.000 eru
með allt of mikla fitu í lifur en það
getur leitt til alvarlegra sjúkdóma.
Dr. Tim Lobstein, sem hefur
skrifað mikið um offitu meðal barna
og barist gegn þeim lífsháttum, sem
til hennar leiða, segir, að fita, salt og
sykur séu mesti skaðvaldurinn og
raunar það, sem einkenni skyndi-
matinn umfram annað. Þegar svo við
bætist sjónvarpsgláp og tölvuleikir
sé ekki von á góðu.
Ungt fólk á aldrinum fimm til 18
ára er 10 milljónir talsins í Bretlandi
og þar af eru 2,3 milljónir allt of
þungar eða þjást af offitu. Í þeim
flokki ungs fólks eru samtals 16
milljónir í allri Evrópu þannig að
bresku ungmennin eru sjötti hlut-
inn.
Aukin fita og sykur
í matvælum
„Börnin okkar eru böðuð í auglýs-
ingum um skyndimat og ruslfæði frá
morgni til kvölds. Í mínu ungdæmi
fengum við stundum pitsu til hátíða-
brigða en nú er hún að verða hluti af
daglegri neyslu margra,“ segir Lob-
stein og bendir á, að fita og sykur í
matvælum hafi stöðugt verið að
aukast síðastliðin 20 ár. Segist hann
hlynntur svokölluðum „fituskatti“,
það er að segja, að virðisaukaskattur
á vöru, sem inniheldur mikið af því,
verði hækkaður. Á móti megi lækka
hann á hollum mat.
Lobstein og margir aðrir segja
engan vafa leika á því, að álagið á
heilbrigðiskerfið muni stóraukast á
næstu árum. Yfir það muni hellast
sjúkt fólk á besta aldri og sumt ekki
komið á fullorðinsár. svs@mbl.is
Mörg bresk börn á góðri
leið með að borða sig í hel
Eru orðin sjúklingar á unglingsaldri
Ekki beinlínis upp-
skriftin að langlífi.