Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
✝ Gunnsteinn Lár-usson fæddist í
sumarhúsi við Keldur
í Grafarvogi hinn 25.
maí 1941 en fluttist
nokkurra mánaða
með fjölskyldu sinni í
eigið húsnæði á Þver-
vegi 16, nú Einarsnes
56 í Skerjafirði.
Gunnsteinn lést á
heimili sínu, Látra-
strönd 20, aðfaranótt
7. maí sl. Foreldrar
hans voru Lárus Jó-
hannsson vélstjóri, f.
1. október 1909, d. 7. febrúar 2003,
og Margrét Þórarinsdóttir hús-
freyja, f. 6. september 1909, d. 13.
október 1983. Systkini Gunnsteins
eru Þórarinn, Jóhanna og Halldór.
Gunnsteinn kvæntist 29. sept-
ember 1962 Guðbjörgu Ólafs-
dóttur, f. 18. febrúar 1944. For-
eldrar Guðbjargar voru Ólafur Þ.
Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 27.
febrúar 1921, d. 2. maí 1987, og
vog 19 ásamt Fjólu móður Guð-
bjargar. Þau byggðu sér síðan hús
á Látraströnd 20, Seltjarnarnesi
þar sem þau hafa búið síðan 1968.
Gunnsteinn var einn af stofn-
endum íþróttafélagsins Þróttar og
fór meðal annars með þeim til
Danmerkur í keppnisferðalag árin
1955 og 1957. Gunnsteinn starfaði
við vélsmíðar hjá Shell með föður
sínum en fór fljótlega að læra skó-
smíði hjá Gísla Ferdinandssyni
skósmiði og útskrifaðist með
meistararéttindi árið 1967. Gunn-
steinn stofnaði Skóstofuna á
Hjarðarhaga 1965 en árið 1980
flutti Skóstofan í eigið húsnæði á
Dunhaga 18 og ráku þeir Lárus
sonur hans verkstæðið þar til árs-
ins 2000 er Skóstofan sameinaðist
Össuri hf. þar sem þeir hafa báðir
starfað síðan. Einnig starfar Kjart-
an sonur hans hjá Össuri hf. Gunn-
steinn vann að ræktun laxastofns-
ins á Norðausturlandi með
fjölskyldu og vinum síðustu 15 ár
en laxveiði og ræktun stofnsins
var hans líf og yndi.
Gunnsteinn verður jarðsunginn
frá Neskirkju í dag, 15. maí, kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
Fjóla Guðmunds-
dóttir kjólameistari,
f. 20. október 1920,
d. 29. febrúar 2000.
Börn Gunnsteins og
Guðbjargar eru: 1)
Lárus, f. 7. mars
1962, kvæntur Dag-
mar Rósu Guðjóns-
dóttur, f. 9. janúar
1963; börn þeirra
eru: a) Guðjón Örn,
f. 1988, b) Gunn-
steinn, f. 1994 c) Jó-
hann Birgir, f. 2000,
en fyrir átti Lárus d)
Óskar Þór, f. 1980 sem býr með Ír-
isi Arnlaugsdóttur, f. 1976; börn
þeirra eru: i) Úlfar Freyr, f. 2007,
ii) Hekla Guðbjörg, f. 2009, en fyr-
ir á Íris soninn Jökul Frey, f. 2002.
2) Ólafur Grétar, f. 1968. 3) Kjart-
an, f. 1974, í sambúð með Heið-
rúnu Ósk Sigfúsdóttur, f. 1979.
Gunnsteinn og Guðbjörg bjuggu
fyrst á Sólvallagötu 6 þar sem Lár-
us fæddist og fluttust síðar í Ferju-
Það er með miklum söknuði sem ég
í dag kveð Gunnstein Lárusson,
elskulegan tengdaföður minn sem ég
hef þekkt í um 28 ár eða allt frá því er
ég kynntist Lárusi, elsta syni hans,
sem síðar varð eiginmaður minn. Það
er á svona stundum sem dýrmætar
minningar koma upp í hugann, minn-
ingar um einstakan mann sem með
glaðværð sinni, góðmennsku og lífs-
gleði heillaði fólk í kringum sig. Hann
hafði góða nærveru sem gerði það að
verkum að manni leið vel í návist hans
enda átti Gunnsteinn mikinn fjölda
tryggra vina sem voru í góðu sam-
bandi við hann alla tíð. Milli okkar
Gunnsteins ríkti alltaf góð vinátta þar
sem virðing og gleði einkenndu sam-
skipti okkar og eyddum við mörgum
stundunum saman bæði í daglega
amstri en ekki síður í þeim frítíma
sem gafst. Gunnsteinn var þekktur
fyrir að vera hörkuduglegur og stofn-
aði hann Skóstofuna sem ungur mað-
ur og vann hann þar ásamt Lárusi
syni sínum allt til ársins 2000 þegar
Skóstofan sameinaðist Össuri hf. og
þeir feðgar hófu störf þar. Gunn-
steinn var einkar handlaginn og út-
sjónarsamur enda fór það svo að í
höndum hans lentu oft verkefni sem
aðrir höfðu gefist upp á eða treystu
sér hreinlega ekki til þess að fram-
kvæma. Hans viðhorf var það að hægt
væri að gera flesta hluti það þyrfti
bara að finna lausn á vandanum. Ég
man eftir ótrúlegum verkefnum sem
hann tók að sér eins og fyrir leikhús,
einstaklinga og fyrirtæki sem kröfð-
ust hæfileika hans og hikaði hann
jafnvel ekki við að smíða sér hin ýmsu
tæki og tól sér til aðstoðar ef svo bar
undir. Gunnsteinn var ákaflega bón-
góður maður og var hann alltaf tilbú-
inn að aðstoða fólk og leggja á sig
aukavinnu ef þess þurfti enda kunni
hans stóri hópur viðskiptavina vel að
meta það. En þegar kom að frítím-
unum naut Gunnsteinn sín best ef
hann gat staðið á árbakkanum í góðu
veðri og rennt fyrir lax. Það eru fjöl-
margar laxveiðiár víðsvegar um land-
ið sem við veiddum saman í eins og
Laxá á Ásum, Laxá í Aðaldal, Langa-
dalsá, Laxá í Kjós, Tungufljót og
Svínafossá. Síðustu árin hafa árnar á
Norðausturlandi átt hug hans allan.
Ásamt því að hafa veitt í helstu ánum
þar tók hann þátt í og aðstoðaði land-
eigendur í ræktun laxastofna í Vest-
urdalsá, Sunnudalsá, Selá og Hölkná.
En einn var sá staður sem Gunn-
steinn vildi helst vera á og naut hann
sín þar til hins ýtrasta en það voru
Ljótsstaðir í Vesturárdal í Vopnafirði.
Þar leið honum vel enda gat hann
sameinað þar allt sem honum var
kærast, fjölskyldu, vini og áhugamál
og ég naut sannarlega góðs af því.
Þarna áttum við fjölskyldan saman
yndislegar stundir í sveitinni þar sem
þrjár kynslóðir voru saman í leik og
starfi. Gunnsteinn var mjög barngóð-
ur og nutu barnabörnin þess að leika
við afa sinn sem alltaf átti nægan tíma
fyrir þau. Það er með virðingu og
þakklæti sem ég kveð elsku tengda-
föður minn, Gunnstein Lárusson.
Blessuð sé minning hans.
Dagmar Rósa Guðjónsdóttir.
Það er margs að minnast á þessari
stundu.
Ég (Óskar Þór) tel mig hafa verið
einn af þeim heppnu; að hafa átt eins
frábæran afa og þú varst. Í rauninni
varst þú ekki þessi venjulegi afi held-
ur varstu vinnufélagi minn til margra
ára, veiðifélagi, grúskari og minn
besti vinur. Við elskuðum að grúska
saman í bílskúrnum, taka í sundur
hluti, búa til eitthvað, vera skítugir og
rabba um daginn og veginn. Við átt-
um sannarlega góða tíma saman.
Þegar ég var lítill gast þú leikið við
mig í óratíma án þess að láta nokkuð
annað trufla þig. Við lékum okkur
meðal annars í bílaleik og kubbuðum
saman. Þegar ég var tveggja ára
steyptir þú heitan pott í garðinn á
Látraströndinni og á ég eina af mín-
um bestu minningum af því þegar við
vorum í pottinum, hoppuðum af brún-
inni, köfuðum og busluðum. Það má
segja að nánast í hvert einasta skipti
sem ég heimsótti ykkur ömmu út á
Nes þá skelltum við okkur í pottinn.
Ég man eftir veiðiferðunum okkar
saman eins og til dæmis þegar ég átti
16 ára afmæli í Langá á Mýrum. Þar
nutum við okkar við að vera úti og
reyna við þann stóra. Og þegar ég síð-
an eignaðist sjálfur börn varst þú allt-
af tilbúinn að leika við litla strákinn
minn. Það er á svona stundum, þegar
maður lítur til baka, að maður sér
hversu óendanlega þakklátur maður
er að hafa átt svona góðan og
skemmtilegan afa.
Ég (Guðjón Örn) man þegar ég var
lítill og fór með pabba á Skóstofuna
og eini staðurinn sem ég vildi vera á
var niðrí í kjallara hjá þér. Það var
sama hversu upptekinn þú varst, þú
varst alltaf tilbúinn að gera eitthvað
skemmtilegt með mér eins og að búa
til eitthvert dót sem hægt var að leika
sér með. En þegar þú varst ekki að
leika við mig hékk ég yfir þér og
spurði þig um allt sem þú varst að
gera. Og þú hafðir endalausa þolin-
mæði til að svara mér. Svo gat ég allt-
af beðið þig um smápeninga til þess
að ég gæti farið í sjoppuna til þess að
kaupa mér gos og nammi. Ég man
eftir veiðiferðunum og tímanum okk-
ar á Ljótsstöðum í Vesturárdal enda
voru fríin alltaf miklu skemmtilegri
þegar þú varst með í för, afi minn. Ég
man þegar Gunnsteinn yngri ákvað
að nú ætlaði hann að byggja tréhús
með afa sínum og eins og venjulega
þurfti bara að spyrja einu sinni. Það
leið ekki á löngu þar til alnafnarnir
tveir voru komnir hátt upp í tré og
byrjaðir að festa spýtur við stofninn.
Ég held að ég hafi verið 15 ára þegar
Ljótsstaðakastalinn var smíðaður. Ég
gerði nú ekki mikið vegna þess að ég
hafði mestar áhyggjur á því að þú
dyttir niður úr trénu þar sem þú
stóðst á einni aumri grein, hélst þér
með annarri hendinni og negldir með
hinni. En þetta var ekki mikið mál
fyrir þig og sveiflaðir þú þér á milli
greinanna eins og ekkert væri, orðinn
rúmlega sextugur. Tveim dögum
seinna var myndarlegur kofi kominn
upp í fjögurra metra hæð og alnafn-
arnir tveir stóðu stoltir uppi á honum
ánægðir með smíðina. Ég held því
fram að þú hafir smíðað kofann með
annarri hendi.
Hvíl þú í friði, elsku afi.
Óskar Þór Lárusson og
Guðjón Örn Lárusson.
Elsku afi.
Ég (Gunnsteinn) man þegar ég
gisti um helgar hjá þér og ömmu á
Nesinu. Á kvöldin klukkan tíu fórum
við oft niður í bílskúr og byrjuðum að
hanna og smíða hvað sem okkur datt í
hug eins og til dæmis báta, sverð og
bíla. Síðan fórum við upp í eldhús og
fengum okkur haframjöl með miklum
sykri og rjóma. Það fannst okkur
gott. Eftir það burstuðum við tenn-
urnar með eldgamla rafmagnstann-
burstanum og svo þvoðir þú mér um
andlitið með þvottapoka meðan ég
stóð þarna og brosti, ánægður með
kvöldið. Og það var gaman hjá okkur
þegar við vorum saman á Spáni fyrir
tveimur árum. Í tívolíinu varst það þú
sem dróst mig í tækin því þú vildir
prófa allt, hvort sem það voru stórir
rússíbanar eða rólegar bátasiglingar.
Og þegar allir komu skjálfandi út úr
tækjunum varst þú hinn rólegasti. Við
fórum líka oft á ströndina þar sem við
bjuggum til sandkastala eða tókum
það rólega með því að láta okkur
fljóta á vindsængum á sjónum. Þú
elskaðir að vera á ströndinni. Ég man
líka þegar ég var með ykkur ömmu á
Ljótsstöðum í hálfan mánuð, bara við
þrjú. Það þurfti að gefa seiðunum í
Hölkná í Bakkafirði tvisvar á dag. Við
vöknuðum alltaf klukkan sjö á morgn-
ana og ókum á gömlum Bronco 40
mínútur hvora leið. Þar sem ekkert
útvarp var í bílnum sungum við sam-
an um allt sem við sáum á leiðinni.
Þetta var frábær tími. Og þegar við
vorum að taka til í skúrnum á Ljóts-
stöðum og ég fann eldgamalt appelsín
sem hafði runnið út fyrir fjórum ár-
um. Það var orðið litlaust að ofan og
allur liturinn sestur á botninn. Ég
rétti þér flöskuna, þú hristir hana og
opnaðir og fékkst þér góðan sopa. Síð-
an sagðir þú: „Smá-goslaust en fínt á
bragðið, hérna, smakkaðu.“ Og ef
þetta var ekki það allra versta sem ég
hef smakkað á ævinni. Þú varst ótrú-
legur. Þú lést fátt stoppa þig enda var
þitt viðhorf það að allt væri hægt á
meðan maður legði sig allan í það.
Ég (Jóhann Birgir) man eftir öllum
veiðiferðunum með afa. Einu sinni
langaði mig til að veiða en pabbi sagði
að það væri of snemmt til að einhver
fiskur væri kominn í ána. Ég hlustaði
ekki á það heldur fór og spurði þig.
Og þú sagðir auðvitað já, svo við fór-
um niður að ánni á sexhjólinu en
pabbi hristi bara hausinn. Eftir um
klukkustund komum við til baka með
þennan væna sjóbirting og ég sagði
við pabba að ég hefði alltaf vitað það
að við afi gætum fengið fisk. Og þegar
við settum risaflugdrekann sem við
áttum á Ljótsstöðum á loft og létum
síðan litla pappahringi, sem við höfð-
um klippt út, á bandið og hægt og ró-
lega færðust hringirnir upp bandið.
Þetta var skemmtilegt enda vorum
við að þessu í marga klukkutíma. Ég
man líka eftir öllum kvöldunum á
Ljótsstöðum þegar við spiluðum sam-
an og lásum svo Andrés fyrir svefn-
inn. Og það var gaman þegar við
hlustuðum saman á Ragga Bjarna í
bílnum og sungum með honum.
Stundum fékk ég líka að vera hjá þér í
Össuri og þá hönnuðum við ýmsa
hluti úr leðri sem ég gaf svo mömmu
þegar ég kom heim. Þú hafðir alltaf
nægan tíma fyrir mig.
Bless, elsku afi.
Gunnsteinn Lárusson og
Jóhann Birgir Lárusson
Það var ekki fyrr en ég heimsótti
Gunnstein bróður í páskadvöl hans í
Vopnafirði að ég varð að trúa því sem
í vændum var. Mér til hugarhægðar
og honum til virðingar fylgja hér fáein
fátækleg orð.
Gunnsteini var margt til lista lagt.
Hann var til dæmis einstaklega hand-
laginn, sama á hverju hann snerti.
Beygðist snemma krókurinn í þá
veru. Smápatti tók hann til við að rífa
sundur ýmsa hluti svo sem vekjara-
klukkur og önnur misflókin heimilis-
tæki til þess eins að setja saman aftur.
Stundum fannst móður okkar nóg
um, en pabbi hafði lúmskt gaman af
enda hefi ég fyrir satt að þangað hafi
drengurinn sótt þessa háttsemi sína.
Alltaf kom hann þessum hlutum ein-
hvern veginn saman aftur og ekki
vantaði þolinmæðina og eljusemina
(eða eigum við að segja blöndu af
seiglu og ósviknum íslenskum þráa).
Mamma róaðist því alveg yfir þessu
þegar fram liðu stundir enda varð
Gunnsteini ekki skotaskuld úr því að
lappa upp á slík tæki og önnur stærri
og flóknari, ef á þurfti að halda.
Óhætt er að segja að þeir feðgar
hafi verið líkir um mjög margt og
samrýndir í meira lagi. Birtist þetta
ekki síst í áhuga þeirra á veiðum,
hvort sem var á skaki til sjós eða
stangveiði í ám. Þá hændust börn að
þeim og báðir voru þeir einstaklega
hjálpsamir og bóngóðir. Það var eig-
inlega hrein upplifun að sjá hvernig
jafnvel alveg ókunnug börn hreinlega
límdust við Gunnstein.
Nú höguðu atvik því svo að við
Gunnsteinn dvöldumst oft langtímum
saman fjarri hvor öðrum. Þetta varð
þó ekki á neinn hátt til þess að ég og
mitt fólk færi varhluta af þeim mann-
kostum Gunnsteins sem að framan er
lítillega lýst. Það þótti t.d. miklu sjálf-
sagðara að hringja í hann við alltíðar
komur mínar á flugvöllinn en fyrir
ýmsa aðra að hringja á leigubíl. Man
ekki eftir að hann hafi í eitt einasta
sinn borið við tímaleysi. Ekki nóg
með það, heimilisbíllinn stóð mér
einnig ætíð til boða meðan á dvöl stóð
í bænum.
Eitt sinn leitaði ég ráða hjá honum
um að sprauta bíl í eigu sonar míns
fyrir norðan. Hann leysti það einfald-
lega með því að fljúga norður og gera
það sjálfur og ekkert vesen. Svona
var hann alla tíð ef einhvers þurfti
með og veit ég að þar tala ég fyrir
munn margra.
Hin ótrúlega seigla og ákveðni
Gunnsteins komu vel í ljós í barátt-
unni við sjúkdóm hans. Minntu þau
átök jafnvel á goðsögnina um Þór,
þegar hann barðist við Elli kerlingu
og varð um síðir að viðurkenna, eftir
að hún kom honum á kné, að þarna
hefði hann mætt ofjarli sínum. Eftir
að honum varð ljóst hvert stefndi, tók
hann því með ótrúlegri stillingu og
æðruleysi. – Gunnsteinn stóð hins
vegar ekki einn í þessari síðustu lífs-
baráttu frekar en fyrri daginn, þar
sem fjölskylda hans var annars vegar,
með eiginkonuna Guðbjörgu í önd-
vegi. Með þessu gerði fjölskyldan
sannarlega hið ómögulega mögulegt,
með því að uppfylla hans hinstu ósk
um að fá að skilja við í faðmi þeirra á
heimilinu, þar sem þau höfðu öll átt
saman sínar hamingjuríkustu stund-
ir. Þessum fáu orðum fylgir ósk frá
okkur hjónum og fjölskyldunni til
ykkar allra um styrk og blessun.
Þórarinn.
Hetjuleg barátta míns góða vinar
og mágs er á enda. Í senn léttir fyrir
okkur sem eftir stöndum, söknuður-
inn er mikill og sár, en eftir stendur
minningin um ljúfan góðan dreng sem
yljar okkur þar til lýkur göngu okkar
hér á jarðríki.
Mín fyrstu kynni af Gunnsteini eða
Gunda eins og hann var alla tíð kall-
aður af vinum og vandamönnum, var í
byrjun desember 1964 þá er ég kom
fyrst til Reykjavíkur að heimsækja
systur hans sem ég var jú pínulítið
skotinn í og er svo sem enn í dag. Þeg-
ar ég ásamt vini mínum sem ég hafði
mér til halds og trausts kom í Skerja-
fjörðinn í heimsókn, var þar fyrir
Gunnsteinn með sveinsstykki sitt í
skósmíði. Sem sagt handsmíðaðir
skór. Hann útlistaði fyrir okkur fé-
lögum ferilinn við gerð skónna en það
var ekki fyrr en nýlega sem ég vissi að
fyrir þá hafði hann fengið hæstu ein-
kunn sem gefin hefur verið. En lýsing
hans á smíðinni fór að mestu fyrir of-
an garð og neðan hjá mér, enda var
hugur minn hjá systur hans, Jóhönnu.
Þessi kvöldstund fyrir 40 árum
stendur mér ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum enn í dag.
Gundi stofnaði fljótlega eigið fyr-
irtæki, fyrst í bílskúr á Hjarðarhaga,
síðan keypti hann rými á Dunhaga 18
sem bar nafnið Skóstofan, þar vann
svo fjölskyldan öll um árabil með
miklum myndarskap, allt þar til þeir
feðgar seldu og fluttu sig til Össurar.
Eftir það varð minni erill og Gundi fór
allt í einu að vinna eðlilegan vinnudag.
Þá gat hann farið að sinna sínum
áhugamálum, sem voru í alls kyns
veiðiskapur. Þó aðallega laxveiði. Með
góðum félögum var numið land í
Vopnafirði þar sem allsstaðar sem
þeir feðgar og félagar sóttu fram var
tekið tveim höndum, vinátta og vilji til
að gera hlutina vel svo allir væru sátt-
ir og yndu glaðir við sitt. Einnig með-
al Vopnfirðinga. Þeir feðgar áttu því
láni að fagna að kynnast fyrrverandi
flugstjóra Jóhannesi Kristinssyni,
miklum heiðursmanni sem fór með
þeim í þetta mikla verkefni og ber að
þakka það allt sem hann og hans kona
hafa lagt hönd á plóg í öllu þessu
amstri. Sjálfur varð ég vitni að því í
veikindum Gunda, hafi þau mína
þökk.
Já, það er margs að minnast eftir
öll árin. Við áttum því láni að fagna að
hafa synina, Lalla og Kjartan í sum-
ardvöl í sveitinni, það er gott að minn-
ast þeirra stunda. Líka langar mig að
minnast á hvað þið hjónin voru góð og
umburðarlynd við föður þinn eftir að
móðir þín dó. Þú sóttir gamla mann-
inn eftir að þú varst búinn í vinnunni á
kvöldin, sem gat oft dregist langt
fram á kvöld. Guðbjörg þurfti oftar en
ekki að bíða með matinn allt frá kl. 8-
11 síðan fórstu með þann gamla heim
í Skerjó, þá oftast þurfti að taka eina
kasínu. Öll þessi ár gekk þetta svona
fyrir sig, sem sjálfsagður hlutur, hafið
þið Guðbjörg ævarandi þökk fyrir.
Blessuð sé minning okkar góða vinar
Gunnsteins, hafðu þökk fyrir allt og
allt. Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra frá okkur Jó-
hönnu.
Sigfús Vilhjálmsson á Brekku.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
( V. Briem.)
Það er ekki hægt að segja að frétt-
irnar um andlát Gunnsteins Lárus-
sonar hafi komið á óvart. Gunnsteinn
hafði háð harða baráttu við illvígan
sjúkdóm og undir það síðasta var ljóst
í hvað stefndi. Þó svo að okkar dag-
legu viðfangsefni sköruðust lítið eða
ekki þá tókst fljótt með okkur Gunn-
steini góður vinskapur. Gunnsteinn
var nefnilega þannig að ef það var
laust sæti við hliðina á honum í kaffi-
stofunni þá fór maður þangað til þess
að ræða málefni líðandi stundar. Það
var þessi blanda af kankvísi, látleysi
og jarðsambandi sem gerðu þessar
stundir góðar og eftirminnilegar.
Gunnsteinn Lárusson kom til liðs við
Össur hf. um haustið 2000. Þá keypt-
um við fyrirtæki þeirra feðga, Gunn-
steins og Lárusar, Skóstofuna hf. Á
þeirri stundu var Gunnsteinn orðinn
Össurar-maður, tilbúinn að leggja sitt
af mörkum til að fyrirtækið næði ár-
angri. Ósérhlífni og dugnaður voru
ríkur þáttur í fari hans og þrátt fyrir
veikindi síðustu mánuði mætti hann
alltaf til vinnu, kom beint í vinnuna úr
erfiðum læknismeðferðum þrátt fyrir
að honum hafi rækilega verið gerð
Gunnsteinn Lárusson