Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 40
40 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
Talandi um Sambíóin. Jóhanna
Guðrún verður í yfirstærð í Sam-
bíóunum í Kringlunni annað kvöld
þegar hún stígur á svið í Moskvu.
Salurinn verður opnaður klukkan
18 og eru gestir velkomnir gegn
vægu gjaldi meðan húsrúm leyfir.
Jóhanna Guðrún
í Kringlubíói
Fólk
TVÆR stúlkur keppa til úrslita í fjórðu seríu Idol-
stjörnuleitar sem fara fram í beinni sjónvarps-
útsendingu Stöðvar 2 í kvöld. Það eru þær Hrafna
Hanna Elísa Herbertsdóttir, 21 árs frá Djúpavogi,
og Anna Hlín Sekulic sem er 24 ára og búsett í
Hafnarfirði, en uppalin í Mosfellsbæ.
Sigurvegari keppninnar fær titilinn Idolstjarna
Íslands 2009 og tvær milljónir króna í pen-
ingaverðlaun. Til þess að eiga möguleika á þess-
um verðlaunum þurfa stúlkurnar að komast í
gegnum þrjú lög. Eitt sem þær velja sjálfar,
annað valið af dómnefndinni fyrir þær og það
þriðja er sérstaklega samið í ár af Páli Óskari
og Örlygi Smára og ber nafnið „Ég fer alla
leið“. Er þar á ferðinni hressilegt popplag
sem á að reyna á hæfileika keppendanna,
spurning er hvort sumarsmellurinn í ár er þar kom-
inn en Páll Óskar og Örlygur hafa m.a samið lög
eins og „Allt fyrir ástina“, „International“ og
„Betra líf“.
Fleira verður gert til að þessi lokaþáttur verði sem
eftirminnilegastur. Meðal þeirra sem koma fram eru
Bubbi ásamt hljómsveit sinni Egó. Pétur Jóhann Sig-
fússon sýnir á sér áður óþekkta hlið og ellefu manna
úrslitahópurinn mun koma aftur saman og syngja
lag Nýdanskra, „Kirsuberið“.
Það eru sjónvarpsáhorfendur sem kjósa um sig-
urvegarann í símakosningu en þriggja manna dóm-
nefnd skipuð Jóni Ólafssyni, Selmu Björnsdóttur
og Birni Jörundi Friðbjörnssyni leiðbeinir áhorf-
endum með því að gefa keppendunum umsagnir
eftir hvern flutning. ingveldur@mbl.is
Kvikmyndahátíðin í Cannes
hófst í vikunni með tilheyrandi
hanastélsboðum og stjörnuveislum.
Að vísu hafa menn á orði að íburð-
urinn sé með töluvert minna móti
en oft áður og er heimskreppunni
að sjálfsögðu þar um að kenna. Ís-
lenskir kvikmyndagerðarmenn og
-framleiðendur verða sem áður á
höttunum eftir viðskiptasam-
böndum í Cannes og má þar meðal
annars nefna þá félaga Ingvar
Þórðarson og Júlíus Kemp sem eru
þar staddir með kvikmyndina
Reykjavík Whale Watching
Massacre. Þá verður ekki síður
mikið um að vera hjá Árna Sam-
úelssyni, framkvæmdastjóra Sam-
bíóanna, sem fagnar því að 30 ár
eru liðin síðan hann fór fyrst suður
til Cannes að kaupa inn kvikmyndir
fyrir okkur bíófíklana norður í ball-
arhafi. Mun sérstök veisla verða
haldin honum og öðrum ísraelskum
bíómógúl til heiðurs um helgina.
Íslendingar verða
sem áður á Cannes
Rás 2 ýtir nú Sjómannalaga-
keppni stöðvarinnar og Hátíðar
hafsins úr vör. Óskað er eftir frum-
sömdum sjómannalögum við frum-
samda texta og skilafrestur er til
28. maí nk. Ragnar Bjarnason söng
vinningslagið í fyrra, „Faðminn“.
Rás 2 óskar eftir
sjómannalögum
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
MEXÍKÓSK-bandaríska söngkonan Lhasa de
Sela er væntanlega hingað til lands í næstu viku.
Fjölmargir þekkja greinilega til hennar hér, því
snarlega seldist upp á tónleika hennar 23. maí og
áhuginn svo mikill að bætt var við aukatónleikum
daginn eftir, 24. maí.
Lhasa de Sela er fædd í New York-ríki, faðir
hennar mexíkóskur en móðirin bandarísk. Hún
ólst upp á ferðinni ef svo má segja, því faðir henn-
ar var farandprófessor og fjölskyldan bjó í rútu
sem breytt hafði verið í húsbíl. Lhasa og systur
hennar þrjár gengu ekki í hefðbundinn skóla held-
ur kenndi móðir þeirra þeim í rútunni.
Í sjö ár ók fjölskyldan þvers og kruss um
Bandaríkin og Mexíkó og Lhasa drakk í sig þá
tónlist sem hún kynntist á hverjum stað, kynntist
þjóðlegri tónlist frá Mexíkó og Bandaríkjunum,
sem faðir hennar hafði mikið dálæti á, og suður-
amerískri og asískri þjóðlagatónlist sem móðir
hennar kunni að meta.
Gekk í sirkus
Lhasa sendi frá sér fyrstu plötuna, La Llorona,
fyrir rúmum áratug, en dró sig svo í hlé frá tónlist-
inni um tíma, fluttist til Frakklands og gekk í sirk-
us sem systur hennar voru í. Hún gefur þá skýr-
ingu á því að sér hafi þótt óþægilegt að vera
opinber persóna og svo hafi sig langað að eyða
tíma með systrum sínum. „Það var stórkostleg
upplifun að fá að vera með þeim og börnum þeirra
og vera sífellt á ferðinni,“ segir hún en bætir við
að hún hafi fljótlega farið að sjá eftir þeim tíma
sem hún varði í annað en tónlistina.
„Mér finnst eins og hvert augnablik sé kross-
götur,“ segir hún. „Ég var sífellt að leita, en svo
kom þetta smám saman og ég fann að það var
kominn tími til að hefjast handa.“
Næsta plata hét The Living Road og kom út
2003, en síðan var enn drjúgur tími í þriðju breið-
skífuna sem kemur út á mánudaginn.
Eins og getið er hefur Lhasa iðulega glímt við
sjálfa sig þegar tónlistin er annars vegar; kann
greinilega heldur illa við það að vera opinber per-
sóna eða stjarna. Yndið sem hún hefur af tónlist-
inni rekur hana þó áfram og hún segist kunna vel
við alla þætti tónlistarinnar; henni finnist eins og
hún sé fædd inn í starfið.
„Mér finnst gaman að semja lög og ekki síður
gaman að taka þau upp, heyra þau verða til, og svo
finnst mér líka gaman að flytja þau lög fyrir fólk.
Svo er gaman að koma til nýrra landa eins og Ís-
lands, en ég hlakka einmitt mjög til þess að fara
þangað, ekki síst í ljósi þess að við verðum í viku á
Íslandi og ætlum að skoða okkur um,“ segir Lhasa
og bætir við að ýmsir vinir hennar í Montreal, þar
á meðal Patrick Watson, hafi komið hingað til
lands og keppist við að lofa land og þjóð í sín eyru
svo hún sé nánast viðþolslaus af löngun að koma
hingað. „Svo komu systur mínar [Sky Sela og Ay-
in de Sela] til Íslands 2005, voru einmitt á Listahá-
tíð með sirkus, og þær hafa sagt mér mikið frá því
hvað það hafi verið frábært. Upphaflega stóð ekki
til að byrja tónleikahald fyrr en í haust, en þegar
okkur barst fyrirspurn frá Íslandi var ekki hægt
annað en að taka því, þetta verður draumaferð.“
Fædd inn í tónlistina
Söngkonan Lhasa de Sela kemur fram á tvennum tónleikum á NASA í
tengslum við Listahátíð í Reykjavík Fer í draumaferðina til Íslands
Sirkuslistamaður Lhasa de Sela er á meðal þekktustu tónlistarmanna heims um þessar mundir.
Hér til hliðar er getið um það að Lhasa de
Sela minni á þá miklu söngkonu Mexíkó Cha-
velu Vargas, en hún hefur einnig sótt inn-
blástur til franska tónlistarmannsins Jacques
Brel, Chilebúans Victor Jara, og bandarísku
söngkonunnar Billie Holiday.
Áhrifin í tónlistinni markast nokkuð af því á
hvaða tungumáli hún syngur en fyrsta platan
var á spænsku, önnur á frönsku, spænsku og
ensku og sú þriðja á ensku eingöngu.
Alþjóðleg áhrif
Án hvers geturðu ekki verið?
Vonar og trúar.
Hvað er það ævintýralegasta sem
þú hefur gert um ævina? (Spyr síð-
asti aðalsmaður, Valgerður Guðna-
dóttir leikkona)
Synda með flugfiskum í Karíbahaf-
inu.
Hvar læturðu helst til þín taka á
heimilinu?
Ég veiði í matinn.
Hversu pólitískur ertu á skalanum
frá 1-10?
7,5.
Hvernig myndir þú vilja deyja?
Í svefni.
Hvaða persónu myndirðu vilja
hitta? Ég þyrfti aðeins að spjalla við
Bono.
Hverju myndirðu vilja breyta í eigin
fari?
Ég gæti verið stundvísari.
Í hvaða sæti lendum við í úrslitum
Evróvisjón?
Topp 10 væri snilld.
Hver er Evróvisjónformúlan?
Að fara ekki eftir formúlunni.
Er þetta satt?
Eto pravda?
Kanntu þjóðsönginn?
Já.
Hver er skoðun þín á kjól Jóhönnu
Guðrúnar?
Hann er glæsilegur og
smellpassar við atriðið.
Ef þú værir neyddur til
þess, gætirðu útskýrt ís-
lenska bankahrunið? Já,
það ert auðvelt; ein-
staklingshyggja og
græðgi.
Hvers viltu spyrja
næsta viðmælanda?
Á hvað trúir þú?
ÓSTUNDVÍS VEIÐIMAÐUR
ÓSKAR PÁLL SVEINSSON ER AÐALSMAÐUR VIKUNNAR. TITILINN BER HANN MEÐ RENTU EN ÓSKAR
ER AÐALHÖFUNDUR FRAMLAGS ÍSLANDS TIL EVRÓVISJÓNSÖNGVAKEPPNINNAR Í ÁR. JÓHANNA GUÐ-
RÚN FLYTUR LAG ÓSKARS, „IS IT TRUE?“, ANNAÐ KVÖLD Í ÚRSLITAKEPPNI EVRÓVISJÓN OG VONAST
HÖFUNDURINN EFTIR AÐ LENDA Í TÍU EFSTU SÆTUNUM.
Bubbi með Egó og Páll Óskar í Idol-úrslitunum
Söngkonur Anna og Hrafna takast á í kvöld.