Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
STANGVEIÐI
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„ÞETTA var rosalega gaman –
svona fisk fær maður bara einu
sinni,“ sagði Ágúst J. Elíasson sem
í upphafi vikunnar setti í og land-
aði 22 punda urriðatrölli við Vatns-
kot á Þingvöllum. Fiskurinn sem
var hængur, 94 cm langur, tók
maðk.
Nokkuð margir veiðimenn voru
þetta kvöld í þjóðgarðinum að
reyna við urriða, en frést hafði af
góðri veiði í vatninu í liðinni viku.
Á meðal veiðimannanna voru
Ágúst og eiginkona hans, Hrafn-
hildur Sigurhansdóttir. Þau hafa
haldið reglulega til veiða síðustu ár
og fengið tveggja, þriggja punda
silunga, sá stærsti var sex pundari
sem Hrafnhildur fékk í fyrra.
„Þessi tók strax vel í. Það voru
ekki mikil læti í honum en hann var
þungur. Æddi út með línuna. Ætli
ég hafi ekki verið með hann á í
svona 20 mínútur,“ segir Ágúst.
„Adrenalínið var á fullu.
Ég ætlaði að sporðtaka hann en
gat það ekki, stirtlan er svo þykk.
Þetta er ofboðslega fallegur fisk-
ur.“ Ágúst segist gera ráð fyrir að
urriðinn verði stoppaður upp.
Bleikju fer fækkandi
Á ársfundi Veiðimálastofnunar á
dögunum kom fram að á síðasta ári
voru um 43.000 urriðar og sjóbirt-
ingar skráðir í veiðibækur. Um
5.300 þeirra var sleppt aftur. Veiði
á urriða hefur verið nokkuð stöðug
síðustu ár. Um 28.500 stangaveidd-
ar bleikjur voru skráðar og var um
2.000 sleppt aftur. Bleikjan er held-
ur að dala hér á landi.
„Okkur sárvantar betri upplýs-
ingar um af hverju þetta stafar en
sérstaklega hefur sjóbleikjan átt
undir högg að sækja,“ sagði Guðni
Guðbergsson fiskifræðingur.
„Svona fær maður bara einu sinni“
Draumafiskurinn Ágúst J. Elíasson hampar 22 punda urriðahængnum,
94 cm löngum, sem hann veiddi síðla kvölds í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Ágúst J. Elíasson landaði 22 punda urriða við Vatnskot á Þingvöllum
Sjóbleikjan á undir högg að sækja meðan urriðaveiði stendur í stað
NÝR beinþéttnimælir var formlega tekinn í notkun á
Sjúkrahúsinu á Akureyri í gær. Þá var í gær skrifað und-
ir samning um að öll legháls- og brjóstakrabbameinsleit á
Eyjafjarðarsvæðinu fari fram í húsnæði FSA.
Í mörg ár hefur leit að leghálskrabbameini hjá konum
farið fram á Heilsugæslustöðinni á Akureyri einn dag í
viku. Með tilkomu nýrrar stafrænnar brjóstaröntgen-
myndavélar, sem Krabbameinsfélag Íslands hefur komið
fyrir á myndgreiningardeild FSA, sköpuðust aðstæður til
endurskipulagningar á krabbameinsleit kvenna og verð-
ur hún nú öll á sama stað.
Beinþéttnimælingar hófust á FSA 1997 þegar keyptur
var fimm ára gamall beinþéttnimælir frá Landspítala.
Rannsóknartími hverrar beinþéttnimælingar styttist nú
um helming, afköstin verða meiri og rannsóknin enn auð-
veldari fyrir þann sem gengst undir hana. Öll úrvinnsla
fer nú fram með stafrænum hætti, sem gefur möguleika á
að sækja eftir sérfræðiþekkingu um beinþynningu út fyr-
ir FSA. Úrlestur gagna fer fram í Reykjavík og er jafnan
lokið samdægurs með ítarlegri sérfræðingsráðgjöf.
Nýr beinþéttnimælir form-
lega tekinn í notkun á FSA
Samið um að krabbameinsleit
fari öll fram á spítalanum
LÖG um tímabundna greiðsluaðlög-
un fasteignaveðkrafna á íbúðar-
húsnæði taka gildi í dag. Með lög-
unum getur eigandi íbúðarhúsnæðis
leitað eftir greiðsluaðlögun vegna
skulda sem tryggðar eru með veði í
húsnæði hans, ef hann sýnir fram á
að hann sé og verði um einhvern tíma
ófær um að standa í fullum skilum á
greiðslum. Ráðgjafarstofa um fjár-
mál heimilanna hefur tekið að sér að
annast upplýsingagjöf um úrræðið.
Áður en einstaklingur óskar eftir
tímabundinni greiðsluaðlögun fast-
eignaveðkrafna verður hann að hafa
leitað annarra tiltækra greiðsluerf-
iðleikaúrræða sem í boði eru hjá lána-
stofnunum og sýna fram á að þau úr-
ræði hafi reynst ófullnægjandi. Sé
svo getur hann óskað eftir greiðsluað-
löguninni með því að senda skriflega
beiðni til héraðsdómstóls í því um-
dæmi þar sem hann á lögheimili. Taki
héraðsdómari beiðnina til greina skal
hann skipa umsjónarmann með
greiðsluaðlöguninni. Viðkomandi
greiðir þá aðeins þær greiðslur af lán-
um sem talið er að hann geti staðið
straum af. Frestað er greiðslu þess
hluta skuldbindinga sem eftir eru svo
lengi sem greiðsluaðlögun stendur,
sem getur verið í allt að fimm ár.
Nánari upplýsingar um lögin og
markmið þeirra er að finna á vef Ráð-
gjafarstofu um fjármál heimilanna
www.rad.is.
Tekur á
erfiðum
málum
Lög um greiðslu-
aðlögun taka gildi
ÓVENJUBJART var yfir landinu í gær og létt-
skýjað víðast hvar, eins og þessi gervitunglamynd
frá Veðurstofu Íslands sýnir. Skýin undan landinu
vestanverðu eru skilin frá lægð vestan við landið,
að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á
Veðurstofu Íslands. Á móti lægðinni er hæð norð-
austur af landinu, en hún sést ekki. Skýin austur
af landinu eru lág ský, frekar athafnalítil. Upp af
fjöllum, t.d. við Vatnajökul og Holtavörðuheiði,
eru svokallaðir vindskaflar, sem flugmenn óttast
meira en aðrir. Framundan eru hægari austlægar
áttir og hlýnar suðvestan til.
Hæð og lægð valda rokinu á landinu sunnanverðu
Heiðskírt yfir Íslandi
Ljósmynd/brunnur.vedur.is
GJAFIR og framlög
velunnara FSA hafa
haft gífurlega þýð-
ingu fyrir vöxt hans
og viðgang í gegnum
tíðina, að sögn for-
ráðamanna spít-
alans. Á síðasta ári
bárust gjafasjóði
samtals 82 milljónir í
gjafaframlög sem öllum verður varið til kaupa á
tækjabúnaði. Stærsta einstaka framlagið kom frá
Góðtemplarareglunni á Akureyri sem gaf 50 milljónir
til kaupa á tækjum og búnaði til greiningar og með-
ferðar hjartasjúkdóma. Í yfirliti um gjafir og framlög
til Gjafasjóðs FSA frá 1986, sem birt er í ársskýrslu
FSA sem kom út á ársfundi spítalans í gær, kemur í
ljós að framlög á þessu árabili nema samtals um 360
milljónum króna á verðlagi ársins 2008.
360 milljónir í gjafasjóð
Orri Einarsson forstöðulæknir
sýnir beinþéttnimælinn í gær.
TVÍTUGUR piltur var í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær dæmdur til
að greiða Tryggingamiðstöðinni
tæplega 1,7 milljónir vegna tjóns
sem varð á bifreið sem hann ók á
miklum hraða vestur Miklubraut í
febrúar 2006. Hafði TM greitt tjón-
ið á bifreiðinni en faðir piltsins, og
eigandi bifreiðarinnar, var með
hana í kaskó hjá TM. Jafnframt
hafði TM greitt tjón sem varð á
ljósastaur sem pilturinn hafði ekið
á. Piltinum er jafnframt gert að
greiða 300 þúsund í sakarkostnað.
Segir í niðurstöðum að nægar
sannanir séu fyrir því að hann hafi
ekið bifreiðinni á miklum hraða og
sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við
akstur. Það tjón sem hlaust af við
óhappið verði rakið til þeirrar hátt-
semi piltsins, sem var nýlega orðinn
sautján ára er óhappið varð.
Greiði TM
tjónakostnað
Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir.
Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is
31 vatnasvæði vítt og breitt um
landið fyrir aðeins 6000 krónur
Þú
ákveður
svo hva
r og
hvenær
þú
veiðir
veidikortid.is
Hver seg
ir að
það sé d
ýrt
að veiða
?