Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
þó Tagore hvernig „andrúmsloft
frelsisins“ hér á Cannes færi í hana
og hvernig þetta færi með starfi
hennar sem yfirmaður indverska
kvikmyndaeftirlitsins, sem stund-
um hefur verið sakað um ritskoðun.
„Þetta eru tvö aðskilin störf, ég set
upp annan hatt þegar ég er að
ákveða hvað á erindi við indverska
áhorfendur en þegar ég met hvaða
mynd sé best hér á Cannes. Indland
á sér langa og flókna sögu og það
þarf að meta út frá því hvort mynd-
in eigi erindi við Indverja,“ svaraði
Tagore og var satt best að segja
ekki allt of sannfærandi.
Þessi fyrsti dagur hátíðarinnarbyrjaði á Up, nýjustu teikni-
mynd Pixar. Það fylgja máski ekki
margar stjörnur þessari teikni-
mynd en Pixar þarf þær ekki –
þetta er tíunda teiknimynd fyr-
irtækisins í fullri lengd og hinar níu
eru allar meðal 140 tekjuhæstu
mynda allra tíma og gagnrýnin hef-
ur verið álíka jákvæð og aðsókn-
artölurnar. Eftir hina ofmetnu og
einfeldningslegu Wall-E var ég far-
inn að hafa áhyggjur af því að þessi
jákvæða gagnrýni væri komin í
áskrift en ég þurfti ekki að hafa
neinar áhyggjur, Up kemst í hóp
með The Incredibles og Ratatouille
sem bestu myndir Pixar-manna.
Henni svipar raunar nokkuð til
þeirrar fyrrnefndu á köflum stíl-
lega, nostalgískur bragur fjórða
áratugarins svífur yfir sumum sen-
um, enda spannar myndin í heildina
eina sjö áratugi, sem er einmitt ald-
ursmunur aðalpersónanna tveggja,
rómantíska fýlupokans Carl Fre-
dricksen (78) og pattaralega skáta-
drengsins Russell (8).
69 af þessum 70 árum er þóþjappað saman í eina stór-
fenglega þögla senu sem nær að
kristalla heila mannsævi orðlaust,
ævi fulla af gleði en ekki síður
brostnum draumum. Þetta er nefni-
lega fyrst og fremst saga um
drauma, brostna drauma og hvern-
ig þeir fölna, draumana sem við
lifðum án þess að taka eftir og
draumana sem eyðileggja okkur.
Að ógleymdum fljúgandi húsum,
talandi hundum, suður-amerískum
furðufuglum og tveimur gam-
almennum sem fá í bakið í miðjum
skylmingum. asgeirhi@mbl.is
eisir blaðamenn
Angels and Demons kl. 3 - 5 - 6 - 8 - 9 - 10:50 B.i. 14 ára
Angels and Demons kl. 5 - 8 - 10:50 LÚXUS
Boat that rocked kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára
Múmínálfarnir kl. 3 LEYFÐ
X Men Origins: Wolv... kl. 3 -5:40- 8-10:20 B.i. 14 ára
Mall Cop kl. 3 LEYFÐ
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 10
Sími 564 0000
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó
SÝND Í SMÁRABÍÓI
S.V. MBL
Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30
Frá Höfundi Lost og Fringe,
J.J.Abrams, kemur
STÓRMYND
sem gagnrýnendur
halda vart
vatni yfir!
100/100
The Hollywood Reporter
100/100
Variety
100/100
“In the pop high it delivers, this is the greatest
prequel ever made.”
Boston Globe
HHHH
Empire
HHHH
“Gleymdu nafninu. Ef þú fílar hraðskreiðan
og dúndurspennandi sumarhasar með
frábærum tæknibrellum og flottum leikurum
þá er Star Trek mynd fyrir þig!”
Tommi - kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4, 7 og 10
HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ LEIKSTJÓRA
THE LAST KING OF SCOTLAND
UNCUT
- S.V. MBL
EMPIRE
TOTAL FILM
Sýnd kl. 4Sýnd kl. 4, 6 og 8
HVER SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT
BARA UNGUR EINU SINNI?
“Spennandi, fyndin og
hraðskreið út í gegn!
Miklu betri en
Da Vinci Code.”
-T.V., - kvikmyndir.is
-M.M.J., kvikmyndir.com
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
-bara lúxus
Sími 553 2075
650 kr.
650 kr.
borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
STÆRSTA HEIMILDARMYNDIN
FRÁ UPPHAFI Á ÍSLANDI!
„ÁHRIFAMIKIL OG BRÝN
ÁMINNING UM AÐ AFSTÖÐU-
EÐA GAGNRÝNISLEYSI ER
MUNAÐUR SEM VIÐ GETUM
EKKI LEYFT OKKUR - ALLRA
SÍST NÚNA.“
- B.S., FBL
„DRAUMALANDIÐ
ER STÓRMYND Á
HEIMSMÆLIKVARÐA
OG FRJÓ INNSPÝTING
Í ELDFIMA SAMFÉLAG-
SUMRÆÐUNA.“
- H.S., MBL
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
ÖRYGGI
TEKUR SÉR
ALDREI FRÍ
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Isabelle Huppert
Frönsk leikkona sem hefur tvisvar
verið valin besta leikkonan á Can-
nes, síðast fyrir Píanókennarann
(La Pianiste).
Asia Argento
Ítölsk leikkona og leikstjóri, dóttir
hryllingsmyndaleikstjórans Dario
Argento.
Robin Wright Penn
Bandarísk leikkona sem þreytti
frumraunina sem Buttercup í The
Princess Bride. Eiginkona Sean
Penn, sem var formaður dóm-
nefndarinnar í fyrra.
Sharmila Tagore
Indversk leikkona úr Apu-myndum
Satyajit Ray, barnabarnabarn Rab-
indranath Tagore, skálds og fyrsta
Nóbelsverðlaunahafa Asíu.
Shu Qi
Taívönsk leikkona.
Chang-dong Lee
Suðurkóreskur leikstjóri og skáld,
fyrrverandi menningarmálaráð-
herra Suður-Kóreu.
James Gray
Bandarískur leikstjóri sem sem
átti þá frábæru mynd Two Lovers á
nýlegum bíódögum Græna ljóss-
ins.
Nuri Bilge Ceylan
Tyrkneskur leikstjóri sem var val-
inn besti leikstjórinn á hátíðinni í
fyrra fyrir Þrjá apa (Uc maymun).
Hanif Kureishi
Rithöfundur, handritshöfundur og
stöku sinnum leikstjóri. Skáldsög-
ur hans Náin kynni og Náðargáfa
Gabríels hafa komið út á íslensku.
Dómnefndin á Cannes 2009
Tuttuguogtvær kvikmyndir keppa
um hinn eftirsótta Gullpálma. Á
næstu dögum verða myndirnar
kynntar hér í Morgunblaðinu.
Vindhviður á vornóttum
Leikstjóri: Lou Ye.
Það er engin spurning að Lou Ye er
magnaður kvikmyndagerðarmaður.
Þessi mynd er oft heillandi stúdía í
mannlegum samskiptum sem leik-
stjórinn hefur sérstaklega næmt
auga fyrir, ástir kínverskra karlmanna eru í forgrunni
en þó eru sterkustu atriði myndarinnar líklega með
konunum sem elska þá og þeir hafa svikið. En myndin
er eins og óráðsröfl innblásins skálds, á köflum ljóðræn
og heillandi en á köflum týnir hún manni.
Fish Tank
Leikstjóri: Andrea Arnold.
Fiskabúrið hennar Andreu Arnold
inniheldur þrjár mæðgur og nýja
karlmanninn í lífi þeirra. Sá heitir
Connor (Michael Fassbinder) og
sefur hjá mömmunni en eldri dótt-
irinn verður líka skotin í honum.
Þessi fimmtán ára stúlka, Mia, er í
aðalhlutverki, ofvirkur slags-
málahundur og hipp-hopp dansari
sem tekur gelgjuna alla leið í hrörlegu blokkahverfi í
Essex með mömmu sem hefur engan tíma fyrir
barnauppeldi sökum anna við djamm og karlastand.
Vissulega oft nöturleg mynd en með stórt hjarta og
hörkuleikara.
Keppa um Gullpálmann
Vor Mannleg sam-
skipti í nýjustu
mynd Lou Ye.
Fish Tank Fiska-
búrið er ekki allt
þar sem það er séð.