Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 1
Sérblað um
FERÐASUMAR
2009
fylgir Morgunblaðinu í dag
GLEÐI 300 akureyrskra leikskólabarna var einlæg í heimsókn á slökkvi-
stöð bæjarins í gær en þá lauk árlegu fræðsluátaki um eldvarnir í leik-
skólum. Gestirnir skoðuðu ýmis tæki og tól liðsins og fengu m.a. að prófa
að sprauta úr alvöru brunaslöngum. Það var mikil upplifun fyrir suma, en
vinsælast af öllu var þó að fá að hlaupa undir væna vatnsbunu sem slökkvi-
liðið galdraði fram. Og leikskólakennararnir höfðu ekki síður gaman af!
Sprett úr spori undir bununni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
F Ö S T U D A G U R 1 5. M A Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
130. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
« LHASA DE SELA
TVENNIR TÓNLEIKAR
Á NASA Í KVÖLD
«PÁLL HAUKUR BJÖRNSSON
DREKKUR BJÓR Á
LAUNUM Í FENEYJUM
Eftir Bergþóru Njálu
Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
GYLFI Magnússon efnahagsráð-
herra telur svigrúm til vaxtalækk-
ana, þvert á skoðun fulltrúa Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. Ögmundur Jón-
asson heilbrigðisráðherra veltir því
fyrir sér „hvort Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn andi ekki köldu ofan í háls-
málið á mönnum“, í Seðlabankanum,
sem á að taka sjálfstæða afstöðu til
vaxtastigsins.
Franek Rozwadowski, sendi-
fulltrúi AGS, sagði í gær að aðstæð-
ur væru ekki fyrir hendi fyrir frekari
lækkun stýrivaxta Seðlabankans
umfram þá lækkun sem þegar væri
orðin. Þetta fer þvert gegn yfirlýs-
ingu Seðlabankans um umtalsverða
stýrivaxtalækkun í júní verði
ákveðnar forsendur uppfylltar.
Gylfi segir að Seðlabankinn og
AGS muni eflaust ræða málið sín á
milli. „Ég hef sjálfur talið svigrúm til
vaxtalækkana í ljósi þess hve verð-
bólgan fer hratt niður og reyndar af
öðrum ástæðum.“ Hann hafi þó ekki
heyrt rök AGS og segir ekkert óeðli-
legt að peningastefnunefnd Seðla-
bankans hlusti eftir þeim. „En ef hún
telur rétt að lækka vexti þá einfald-
lega gerir hún það.“ Hann vill þó
ekkert spá um hvort líklegt sé að af
vaxtalækkun verði í júní.
Ekki náðist í fjármálaráðherra í
gær en Ögmundur Jónasson heil-
brigðisráðherra segir beinlínis þjóð-
hættulega stefnu að halda vöxtunum
uppi. Hann segist munu taka málið
upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar.
„Við eigum ekkert að sitja undir ein-
hverju tilskipunarvaldi ef það er
byggt á ranglæti og ranghugsun.“
Hann telji stöðuga ástæðu fyrir end-
urskoðun samkomulagsins við AGS.
„Og mér finnst þessi hávaxtastefna
vera tvímælalaust tilefni til að setja
fram spurningar og fá svör.“
Eigum ekki að sitja undir
einhverju tilskipunarvaldi
Ekki tilefni til frekari vaxtalækkana, telur AGS
Heilbrigðisráðherra segir sjóðinn anda köldu
Efnahagsráðherra vill ekki spá um vaxtalækkun
„NIÐURSTAÐA mín í lok dags er sú að það ber lítið í milli
þeirrar samþykktar sem landsfundur Framsóknarflokks-
ins samþykkti á sínum tíma og þessarar tillögu eins og hún
er fram sett og efnis greinargerðarinnar. Alveg ljóst er
hins vegar er að það er stærri vík á milli tillögudraganna
og afstöðu Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Össur Skarphéð-
insson utanríkisráðherra um fundi með fulltrúum stjórn-
arandstöðuflokkanna um drög að þingsályktunartillögu
um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.
Össur segir að í greinargerð með tillögunni sé talað um
Evrópunefnd og að í samtölum stjórnarliða við stjórnar-
andstöðuleiðtogana hafi vel verið tekið í þá hugmynd.
„Þingið tekur væntanlega afstöðu til þess með hvaða hætti það samráð verður
haft við nefndina.“ | 22
Það er lengra til
sjálfstæðismanna
Össur
Skarphéðinsson
VEIKING á gengi krónunnar er
meginskýringin á fimm króna
hækkun bensínlítrans og þriggja
króna hækkun dísilolíu. Einnig hef-
ur hækkun á heimsmarkaðsverði
áhrif. Algengt verð á bensíni er nú
162,40 kr. og 164,80 kr. á dísilolíu.
Munurinn á milli eldsneytistegunda
er minni en lengi hefur verið.
Magnús Ásgeirsson, innkaupa-
stjóri hjá N1, segir að heimsmark-
aðsverð á bensíni hækki gjarnan á
þessum árstíma vegna aukinnar
eftirspurnar en fleira komi til að
þessu sinni. Hann vonast til að verð
á mörkuðum lækki upp úr miðju
ári. helgi@mbl.is
Lækkun á gengi krónunnar
hækkar bensínverðið
ALDAMÓTAÞORP sem bera
mun andblæ og yfirbragð tímabils-
ins 1880-1940 verður byggt í gömlu
frystihúsi á Eyrarbakka.
Framkvæmdir eru nýlega hafnar
og vinnur við þær m.a. fólk sem var
á atvinnuleysisskrá. Stefnt er að því
að opna fyrri áfanga þorpsins 11.
maí næsta vor og síðari áfanga vor-
ið 2011. »14
Aldamótaþorp í gömlu
frystihúsi á Eyrarbakka
Líkan sýnir vel hvernig fortíðin verður
endurgerð í gamla frystihúsinu.
ALDREI fyrr hafa jafnmargir ný-
ir þingmenn sest á Alþingi og gerist
við þingsetningu í dag.
„Ekki einu sinni 1845,“ sagði
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri
Alþingis, og vísaði þar til fyrstu
kosninga til endurreists Alþingis.
„Þá komu bara 25 nýir.“
Í dag setjast 27 nýir þingmenn á
þing og hafa 20 þeirra aldrei áður
setið á Alþingi. Það er óvenjustór
hópur. Nýju þingmennirnir vinna
drengskaparheit í dag. »8
Aldrei fyrr hafa jafnmargir
nýliðar sest á þing og í dag
Án hvíts sykurs
Án sætuefna
Með agavesafa
KE A skyrdrykkur
– fyrir heilbrig ðan lífsstíl
Nýjung með
bláberjum