Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Það þarf bæði þraut- seigju og elju til að koma út góðum bókum. Nýverið kom út annað bindi af Sögu Norðfjarðar, en 12 ár eru síðan vinna við bókina hófst. „Það er hinn norðfirski Eskfirð- ingur, Guðjón Ingi Eiríksson hjá Bók- útgáfunni Hólum sem gefur ritverkið út,“ segir Smári Geirsson, höfundur bókarinnar. Annað bindið spannar tímabilið frá 1895 til 1929 og er sett fram á tæpum níu hundruð síðum í tveimur bókum. Fyrsta bindi af Sögu Norðfjarðar var skrifað af Ögmundi Helgasyni og kom það út í árslok 2006, skömmu eftir andlát Ögmundar. Fyrir skemmstu var haldin hátíð vegna útgáfu bókarinnar. Hátíðin var haldin í tengslum við 80 ára kaupstað- arafmæli Neskaupstaðar. Bæjarbúar voru fengnir til að lesa upp afmarkað efni úr bókinni. T.d. las sóknarprest- urinn sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson forvitnilega frásögn um það þegar Skorrastaðarkirkja fauk af grunni sín- um í ofsaveðrið árið 1896. Auk upplestra var boðið upp á norðfirsk tónlistaratriði á hátíðinni. Smári Geirsson fór yfir öflun efnis fyrir verkið, m.a. áhugaverðar myndir sem hafa fundist, en í ritinu eru um 400 ljósmyndir og kort. „Bækurnar væru lítils virði ef ekki væri myndefnið,“ sagði Smári. Jafnframt sagði hann: „Við vinnslu verksins kom í ljós fjársjóðurinn sem liggur í Skjala- og myndasafni Norðfjarðar og hversu mikilvægt það er að hafa slíkt safn í bæjarfélaginu.“ Með útgáfunni er 12 ára meðgöngu lokið en að sögn Smára var ákveðið árið 1997 að skrifa annað bindi sögu Norð- fjarðar. Heimildaöflun hófst þá þegar og sum árin gerðist lítið, en önnur mik- ið. Árið 2006 var að mestu búið að skrifa verkið og hófst þá mikil vinna við að afla mynda og undirbúa útgáfuna. Skrifum var sinnt meðfram öðrum störfum og þess vegna tók verkið drjúgan tíma. Nes óx hratt og félagslíf var öflugt Smári taldi sig þekkja efnið mjög vel þegar hann hófst handa við verkið, enda hefur hann m.a. skrifað sögu út- gerðar- og fiskvinnslu í Neskaupstað, sögu Sparisjóðs Norðfjarðar o.fl. rit er varða sögu staðarins. „Þegar ég byrjaði að afla heimilda kom eitt og annað mér á óvart. T.d. hvað varðar upphaf fasts skólahalds í Norðfirði og flutning kirkj- unnar úr landi Skorrastaðar í Norð- fjarðarsveit í þéttbýlið. Sú söguskýring hefur verið lífseig að ákvörðun hafi verið tekin um að flytja kirkjuna út í þorp þegar hún fauk af grunni sínum. En í ljós kom að undirbúningur að flutningi hennar út í Nesþorp var hafinn áður en kirkjan fauk.“ Jafnframt sagðist hann telja að það sem komi lesendum líklega mest á óvart sé geysihröð þétt- býlismyndun á Nesi. „Um aldamótin 1900 bjuggu á verslunarlóðinni um 80 manns, en árið 1929 þegar Nes fékk kaupstaðarrétti bjuggu hér á tólfta hundrað manns,“ sagði Smári. Þá segir hann að öflug félagsstarfsemi í byggð- arlaginu á umfjöllunartíma ritverksins komi án efa mörgum á óvart, en sér- staklega hafði Góðtemplarareglan mikla starfsemi með höndum sem hafði mótandi áhrif á mannlífið. Unnu að bókinni í tólf ár  Annað bindi af Sögu Norðfjarðar komið út en vinna við bókina hófst 1997 Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Á söguslóðum Smári Geirsson á þokusælum degi í Neskaupstað. Gamla rafstöðin Við bæjarlækinn á Skál var lengi rekin heimarafstöð. Þór- arinn Kristinsson, eigandi jarðarinnar, er stórhuga í endurnýjun hennar. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ENN eru til stórhuga menn. Eig- andi landnámsjarðarinnar Skálar á Síðu, er að undirbúa rennslisvirkjun í Skaftá í landi sínu og hefur jafn- framt áhuga á að selja orkuna til áburðarverksmiðju eða annarrar framleiðslu sem skapað gæti störf. Skaftá lætur ekki mikið yfir sér þar sem hún hlykkjast með skálinni sem bærinn Skál í Skaftárhreppi er kenndur við. Smálænur úr henni renna þó inn í Skaftáreldahraun, sérstaklega í hlaupum og valda upp- blæstri. Þórarinn Kristinsson fjár- festir, eigandi jarðarinnar, hyggst nýta þá orku sem í ánni býr þegar hún rennur við túnfótinn og fram- leiða raforku. Veiðin leiddi hann að Skál Þórarinn keypti Skál fyrir þrem- ur árum. Segja má að veiðiáhuginn hafi leitt hann þangað því tilgang- urinn var að vernda vatnsbúskapinn í efri hluta Landbrots. Þar er hann með fiskrækt í Tungulæk og selur veiðileyfi en það hefur gerst að framkvæmdir uppi í hrauninu hafa þurrkað upp silungsár og læki í Landbroti. Skál er landmikil jörð og þar eru gríðarlegir möguleikar, að mati Þórarins, til orkuöflunar og ferða- þjónustu. Strax við kaupin var hann með hugann við virkjun og hún á hug hans allan um þessar mundir. Hugmyndir hafa einnig verið um stórvirkjun í Skaftá í Skaftárdal. Þórarinn á aðild að félagi landeig- enda og Skaftárhrepps, Þróun- arfélagi Skaftárorku, sem vinnur að samningum um það. Virkjunin sem hann vinnur sjálfur að er miklu minni og er alfarið í landi Skálar. Þó er gert ráð fyrir að afl hennar verði 8 megavött. Byggð verður eins til tveggja metra há stífla og áin sprengd í gegnum holt sem hún nú krækir fyrir rétt við bæinn og þar fyrir neð- an verður hún grafin nokkra metra niður í farveginn á kafla. Með þess- um framkvæmdum til viðbótar nátt- úrulegri hæðarbreytingu fæst um 10 metra fall. Skaftá er vatnsmikil, í senn jök- ulá og lindá. Hún er meiri á sumrin þegar jökulvatnið bætist við lind- arvatnið og enn stærri verður hún í hlaupum sem reglulega brjótast fram. Þórarinn telur sig þó geta séð við þessum venjulegu hlaupum sem koma að meðaltali annað hvert ár. Hann veit þó jafn vel að ekki verður hægt að hemja ána í stóru hlaupunum sem koma þegar meira vatn hefur safnast undir jökli, eins og til dæmis gerðist á síðastliðnu hausti. Þá verði slökkt á virkjuninni og vatninu hleypt í gamla farveginn. „Mannvirki verða ekki í hættu. Gamli farvegurinn hefur alltaf staðið sig, það er hart berg hér undir,“ segir Þórarinn. Áburðarframleiðsla álitleg Almenna verkfræðistofan vinnur að undirbúningi Skálarvirkjunar. Mikill hugur er í Þórarni og vonast hann til að geta hafist handa næsta vetur. Ekki á að þurfa umhverfismat fyrir virkjun af þessari stærð enda segir Þórarinn að rask verði í lág- marki. Hins vegar er eftir að leita leyfa sveitarstjórnar. Miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir er áætlað að kostnaður við framkvæmd- ina losi einn milljarð króna. Það er enginn beygur í Þórarni þrátt fyrir erfiðleika á fjármálamörkuðum. „Ork- an er framtíðin, rafmagnið á bara eftir að hækka. Ég er með einn hagkvæm- asta virkjunarkostinn sem til er hér á landi. Virkjunin borgar sig upp á tíu til tólf árum. Við verðum að nýta tæki- færin sem við höfum,“ segir hann. Möguleiki er á að selja rafmagnið inn á raforkukerfi landsins en Þór- arinn vill frekar nýta orkuna á staðn- um og fá hærra verð fyrir hana. „Ég vil koma upp atvinnu fyrir sveitarfé- lagið og byggðina og hef aðeins fundið fyrir áhuga á því,“ segir Þórarinn. Hann nefnir að áhugavert sé að byggja verksmiðju til að framleiða áburð þarna í hrauninu. Þá væri hægt að leggja rafmagnslínu að Kirkjubæj- arklaustri. Rennslið virkjað við Skál  Eigandi Skálar á Síðu undirbýr rennslisvirkjun í Skaftá  Einn hagkvæmasti virkjunarmöguleiki landsins  Áhugi er á að nýta orkuna til að framleiða áburð Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Jökulvatn Skaftá rennur við túnfótinn á Skál. Lág stífla verður byggð og henni veitt í gegn um holtið framundan. Í HNOTSKURN »Skál á Síðu er landnáms-jörð, stærsta bújörð á Suð- urlandi. Þar eru mikil fjöll og hraun. Skaftá rennur í gegn- um jörðina og jörðin á einnig land að Holtsá í Holtsdal og þrjú veiðivötn. »Mikil tækifæri til upp-byggingar ferðaþjónustu eru í Skálarlandi sem Þór- arinn hyggst nýta síðar meir. »Þegar byggð verður stór-virkjun í Skaftárdal minnkar aurburður í Skaftá og bændur og landeigendur hyggja gott til glóðarinnar með fiskrækt. ELÍNBORG B. Benediktsdóttir, sem rekur hár- snyrtistofu á Laugum, og Sig- urgeir Hólm- geirsson, bóndi á Völlum í Reykja- dal, ætla að halda saman upp á útskrift og samtals 110 ára afmæli sitt með fjölskylduhátíð við sundlaugina á Laugum á uppstign- ingardag, 21. maí, milli kl. 15 og 17. Elínborg fagnar í ár fertugsafmæli og útskrifast sem stúdent frá Fram- haldsskólanum í Laugum. Eins og kom fram nýlega í Morgunblaðinu stofnaði hún sjóð til styrktar vatns- rennibraut við sundlaugina á Laug- um og frábiður sér allar gjafar á tímamótunum. Sigurgeir, sem verð- ur 70 ára síðar í maí, bættist í hóp- inn og vill að vinir og vandamenn styrki sjóðinn. Söfnunarbaukar verða á staðnum, aðgangseyrir að sundlaug og hoppkastala rennur til sjóðsins, en reikningsnúmer hans er 1110-05-402638, kt. 040269-4609. Fjölskyldu- hátíð á Laugum Rennibrautarsjóður vindur upp á sig Elínborg B. Benediktsdóttir OPIÐ hús verður í Vogaskóla á morgun, laugardag, milli kl. 13 og 16 í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Skólastjóri skólans flytur ávarp og kór Vogaskóla flytur nokkur lög. Sýndur verður dans og tónlist- aratriði fram eftir degi. Skólastof- ur í eldri byggingu skólans eru opn- ar þar sem búið er að setja upp fagkennslu en að auki er búið að setja upp gamla skólastofu. Á veggjum skólans eru myndir af nemendum skólans allt frá upphafi skólans og fram til dagsins í dag. Myndirnar ásamt listaverkum nem- enda munu prýða vegi skólans. Vogasel þar sem heilsdagsskólinn hefur aðsetur og Buskinn þar sem félagsstarf nemenda fer fram verða einnig opin. Allir eru velkomnir á afmælishátíðina, ekki síst fyrrv. nemendur og kennarar skólans. Fagnar 50 ára afmæli Vogaskóli Nemendur Vogaskóla fagna 50 ára afmæli skólans. Hvað er rennslisvirkjun? Rennslisvirkjanir eru háðar innflæði grunnvatns á viðkomandi vatna- svæði og framleiða orku í takt við rennslið. Þær nýta ekki miðlunarlón fyrir ofan virkjanir til að mæta árs- tíða- eða mánaðasveiflum í rennsli en geta þó oft mætt dæg- ursveiflum. Laxárvirkjanir og Sogsvirkjanir eins og þær eru reknar nú eru skýrustu dæmin hér á landi um rennslisvirkj- anir. Sogsvirkjanir nýta ekki lengur Þingvallavatn sem miðlunarlón og eru því háðar innflæði grunnvatns í vatnið. Hver er munurinn? Rennslisvirkjanir byggjast á sömu lögmálum og hefðbundnar vatns- aflsvirkjanir. Afl þeirra er marg- feldið af falli vatnsins og rennslinu. Mikill munur er á rennsli jökulvatna milli árstíða. Því er nauðsynlegt að hafa einnig í kerfinu virkjanir sem byggjast á miðlun, til að mæta álagi í raforkukerfinu. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.