Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009
Það er gömul og góð hefð að fyr-ir setningu Alþingis hlýða
þingmenn á messu í Dómkirkjunni.
Þeirri hefð verður enn viðhaldið í
dag, er Alþingi kemur saman.
Sú hefð er ekki sízt til marks umað löggjafarvaldið stendur á
kristnum merg. Til kristindómsins,
sem þorri landsmanna aðhyllist,
sækir þingið sína
siðferðislegu
kjölfestu.
Í ár bregður svovið að Sið-
mennt, félag sið-
rænna húm-
anista, býður
þingmönnum
upp á „valkost
við guðsþjónustuna“ fyrir þing-
setningu.
Jóhann Björnsson heimspekingurætlar á sama tíma að flytja
„hugvekju um mikilvægi góðs sið-
ferðis í þágu þjóðar“. Siðmennt
býður alþingismenn velkomna á
„samverustund óháð öllum trúar-
setningum“.
Forvitnilegt verður að sjá hvortog þá hvaða alþingismenn
kjósa að rjúfa hina gömlu hefð.
Jóhann Björnsson er flokksmaðurog fyrrverandi frambjóðandi
VG til Alþingis í kosningunum
2007.
Vinstri græn eru ekki hrifin aftrúarbrögðum; samþykktu á
síðasta landsfundi sínum að að-
skilja ætti ríki og kirkju og vilja af-
nema ákvæði almennra hegning-
arlaga um guðlast, sem banna fólki
að smána trúarbrögð annarra.
Ætli þingmenn VG hlusti á séraHelgu Soffíu Konráðsdóttur
eða Jóhann félaga sinn fyrir þing-
setningu í dag?
Jóhann Björnsson
Hvar fer VG í messu?
„ALMENNT er talið að það taki lengri tíma að sjá
hvort um sé að ræða breytingar á afbrotatíðni í
kjölfar efnahagskreppu, en við verðum vakandi yf-
ir því hvernig þróunin verður,“ segir Guðbjörg S.
Bergsdóttir, félagsfræðingur við embætti Ríkis-
lögreglustjóra. Að beiðni Fangelsismálastofnunar
hefur Guðbjörg tekið saman upplýsingar um tíðni
afbrota síðan kreppan hófst á Íslandi, sem kynnt-
ar verða í dag á morgunverðarfundinum Út úr
fangelsi – inn í kreppuna.
„Niðurstaðan er í rauninni sú að við merkjum
fjölgun í hegningarlagabrotum, en það má aðal-
lega rekja til fjölgunar í þjófnuðum og innbrotum.
Öðrum hegningarlagabrotum hefur almennt ekki
fjölgað en það getur líka verið of snemmt að segja
til um það, það getur komið fram síðar,“ segir
Guðbjörg, en bendir á að ólíkar kenningar séu um
samhengi milli efnahagskreppu og fjölda afbrota.
Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af fleiri ein-
staklingum en áður vegna innbrota og þjófnaða.
Sú fjölgun ákvarðast ekki við ákveðna aldurs-
hópa eða kyn. Guðbjörg segir varasamt að draga
of miklar ályktanir. „Enn sjást engar breytingar í
málum eins og eignaspjöllum og líkamsárásum.
Eins skoðaði ég tilkynningar um heimilisófrið og í
janúar 2009 virðist það ná hámarki miðað við árin
tvö á undan en lækkar svo aftur þannig að ég get
ekki merkt fylgni þar.“ una@mbl.is
Kreppan birtist ekki enn í afbrotum
Í HNOTSKURN
»Séu borin saman fimm mánaða tímabilmilli ára sést að frá október 2007 til mars
2008 voru tæplega 470 einstaklingar kærðir
fyrir þjófnaði og innbrot, en á sama tímabili
ári síðar voru 773 einstaklingar kærðir.
»Athygli vekur að líkamsárásum ferfækkandi frá síðari hluta árs 2008 m.v.
árin á undan, en erfitt er þó að draga álykt-
anir út frá þeim tölum um varanlega þróun.
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 11 léttskýjað Lúxemborg 16 þrumuveður Algarve 25 heiðskírt
Bolungarvík 15 heiðskírt Brussel 18 skúrir Madríd 18 léttskýjað
Akureyri 15 léttskýjað Dublin 12 skýjað Barcelona 17 þoka
Egilsstaðir 11 léttskýjað Glasgow 16 léttskýjað Mallorca 19 skýjað
Kirkjubæjarkl. 10 léttskýjað London 18 alskýjað Róm 25 heiðskírt
Nuuk -2 skýjað París 18 skýjað Aþena 23 heiðskírt
Þórshöfn 9 skýjað Amsterdam 19 léttskýjað Winnipeg 0 skýjað
Ósló 12 heiðskírt Hamborg 17 heiðskírt Montreal 16 alskýjað
Kaupmannahöfn 12 skýjað Berlín 16 heiðskírt New York 14 alskýjað
Stokkhólmur 11 heiðskírt Vín 9 súld Chicago 17 léttskýjað
Helsinki 10 heiðskírt Moskva 10 alskýjað Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
15. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4.15 1,1 10.17 2,9 16.12 1,2 22.42 3,1 4:12 22:38
ÍSAFJÖRÐUR 6.13 0,5 12.00 1,5 17.55 0,6 3:52 23:08
SIGLUFJÖRÐUR 1.54 1,2 8.23 0,3 14.35 1,0 20.17 0,5 3:34 22:51
DJÚPIVOGUR 1.17 0,8 6.59 1,6 13.09 0,7 19.39 1,8 3:35 22:13
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á laugardag, sunnudag,
mánudag, þriðjudag og mið-
vikudag
Austlæg átt, 3-10 m/s. Sums
staðar þokuloft við ströndina,
einkum austan til, en annars
bjart að mestu. Hiti 7 til 17 stig,
hlýjast um landið vestanvert.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12 Í DAG
Suðaustan 10-15 m/s suðvest-
anlands í fyrstu, en annars suð-
austlæg átt, 5-10. Skýjað að
mestu við suðausturströndina,
hætt við þokulofti við austur-
ströndina, en annars bjart að
mestu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast
norðan og vestan til.