Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 23
flokkast hún þar skv. 55. grein stjórnarskrárinnar sem mál þingmannsins Össurar Skarp- héðinssonar og er að formi til óviðkomandi embætti hans sem ráðherra. Af þessu leiðir jafnframt að þingmenn og ráð- herrar VG eru stjórnskipulega ekki ábyrgir fyrir framgangi tillögunnar. Sjálf hefur rík- isstjórnin hvorki eina stefnu í þessu máli né þingstyrk til að knýja fram þingsályktun sem áskorun á sjálfa sig þess efnis að sækja um aðild að ESB. Svokölluð málamiðlun stjórnarflokkanna um að sótt skuli um aðild að Evrópusambandinu gengur augljóslega ekki upp. Tillaga þessa efnis gengur gegn stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs eins og formaður VG ítrekaði á fæðing- ardegi stjórnarinnar. Engin frambærileg skýring hefur fengist á því hvers vegna fall- ist var á einhliða kröfu Samfylkingarinnar um slíka aðildarumsókn. Með því eru bæði flokksmenn og margir óbreyttir kjósendur VG skildir eftir í sárum og tundurskeyti er sett í farangur ríkisstjórnarinnar. Það er al- varlegt þegar ekki er hægt að treysta því að haldið sé fast við flokkssamþykktir í slíku stórmáli og þegar forystumenn ganga bak orða sinna. Með þessu hefur ásýnd VG verið löskuð en flokkurinn hefur hingað til getað hampað stefnufestu og trausti sem að- alsmerkjum sínum. Mikill fjöldi flokksráðs- manna andmælti þessu ákvæði samstarfs- yfirlýsingarinnar sl. sunnudag og sérstök MARGIR munu ánægðir með að tekist hefur að mynda rík- isstjórn tveggja flokka á vinstri væng stjórnmálanna nú tveimur vikum eftir kosningar. Ísland þurfti vissulega á öðru að halda en langvarandi stjórnarkreppu eftir þau ósköp sem yfir þjóðina hafa dunið. Janusarhöfuð nýrrar ríkisstjórnar Í langri stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar hafa fjölmiðlar að vonum fyrst af öllu staldrað við kafla þar sem fjallað er um svonefnd Evrópumál, þ.e. hugsanlega aðildarumsókn Íslands að Evr- ópusambandinu. Í þeim texta er á ferðinni ótrúlegur stjórnskipulegur óskapnaður jafnt að formi og innihaldi, sem helgast eflaust af því að stjórnarflokkana greinir á um grund- vallaratriði málsins. Byrjað er á að boða að ákvörðun um aðild Íslands að ESB verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem muni í þjóðaratkvæðagreiðslu greiða atkvæði um samning að loknum aðildarviðræðum. „Utan- ríkisráðherra“ muni á vorþingi leggja fram tillögu um aðildarumsókn. Með þessum orð- um er gert ráð fyrir að aðildarsamningur verði að veruleika. Í annan stað er látið líta svo út að ríkisstjórnin, þ.e. framkvæmda- valdið, komi að málinu fyrir atbeina utanrík- isráðherra, en það er blekking eins og málið nú liggur fyrir. Komi tillaga um þetta efni fram á Alþingi flutt af „utanríkisráðherra“ Eftir Hjörleif Guttormsson »Ef hér væri ekki á ferðinni afdrifaríkasta mál sem borið hefur fyrir Íslendinga frá árinu 1918 væri hægt að gera gys að þessum fáheyrða mála- tilbúnaði. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra Tundurskeyti í farangrinum bókun fimm alþingismanna flokksins um staðfasta andstöðu þeirra við aðildarumsókn er skýr ábending um, hversu holt er undir því ferli sem ríkisstjórnin hyggst flytja inn á Alþingi innan skamms. Andvana borinn samningur Framsetningin á Evrópusambandskafl- anum er bæði óskipuleg, sundurlaus og órökræn sem ekki er að undra þar sem tveir halda á penna. Þar stendur m.a.: „Stuðn- ingur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyr- irvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga …“. Í því sambandi er vísað til sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, byggða- og gjaldmiðilsmála, umhverfis- og auðlinda- mála og almannaþjónustu. Halda mætti eftir orðanna hljóðan að fyrst eigi að semja og síðan að gera fyrirvara. Í framhaldi textans er svo boðað að „víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll við- ræðnanna.“ Hér er Alþingi sett í hlutverk frumkvæðisaðila og geranda í utanrík- ismálum sem samkvæmt stjórnarskrá og hefðum eru á hendi framkvæmdavaldsins. Það verður verk að vinna ef þetta allt á að fá niðurstöðu áður en vorþing getur tekið af- stöðu til þingmannatillögu Össurar. Fáheyrður flumbrugangur Ef hér væri ekki á ferðinni afdrifaríkasta mál sem borið hefur fyrir Íslendinga frá því þeir öðluðust fullveldi 1918 væri hægt að gera gys að þessum fáheyrða málatilbúnaði. En alvaran í stöðunni er meiri en svo að hægt sé að leyfa sér gálaust tal. Með for- sætis- og utanríkismál í ríkisstjórninni fara tveir ráðherrar Samfylkingarinnar, en í samsteypustjórn sem þessari væri eðlilegt að þessi ráðuneyti skiptust milli flokkanna tveggja. Ef umrædd tillaga um málsmeðferð berst frá Alþingi til ríkisstjórnarinnar verð- ur hún á forræði utanríkisráðherra, en Al- þingi fengi eftir fregnum að dæma náð- arsamlegast að hafa nefnd til að horfa yfir öxlina á honum. Samfylkingin hefur sótt þetta mál af ofurkappi en engri forsjá og er trúandi til alls svo að ná megi aðildarsamn- ingi við framkvæmdastjórn ESB. Þar opnar Olle Rehn stækkunarstjóri portin og dregur fram Rómarsáttmálann með viðaukum. ……….. Halda mætti að nýmynduð ríkisstjórn með listann langa og eld í öðrum hvorum ranni hefði annað og þarfara að gera en bæta á bálið stærsta ágreiningsmáli í sögu lýðveld- isins. Eftir orðanna hljóðan er þetta þó ásetningur hennar og því þarf almenningur að halda vöku sinni sem aldrei fyrr. 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 Beinþéttni Þessi forláta beinagrind var lögð í nýjan beinþéttnimæli sem heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson, tók formlega í notkun á Sjúkrahúsinu á Akureyri í gær. Beinþéttnin var að sögn ágæt í „sjúklingnum“ en vöðvamassinn - sem hið nýja tæki mælir líka - var ansi rýr! Skapti Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir | 14. maí Kostir og gallar Krafan árið 2009 er sú að allur al- menningur fái að hafa meiri og raun- verulegri áhrif á þá sem fara með stjórn samfélagsins. Það er djúp- stæð og skiljanleg óánægja í sam- félaginu með það hvernig haldið hef- ur verið á málum. Persónukjör er tilraun til þess að koma til móts við þessar óskir fólks. Þessi leið er ein af mörgum sem hægt er að fara og vissulega áhugaverð. Fólk verður að átta sig á því að hið fullkomna lýðræði er ekki til. Allar leiðir sem menn hafa látið sér detta í hug hafa kosti og galla. …Einn kosturinn við þessa aðferð er að dýnamíkin í prófkjörunum færist inn … Meira: sigurlauganna.blog.is BLOG.IS Gunnlaugur Ólafsson | 14. maí Kyrrðin í ferðalaginu Líklegt er að margir upplifi tilveruna í öðru samhengi en fyrir ári. Þó að kjörin séu þrengri og ýmislegt í minna magni en áður var gæti hér einmitt verið gott tækifæri að breyta áherslum hversdagsleikans. … Vakning hefur orðið víða um heim undir kjörorðinu Slow Travel eða rólegur ferðamáti. Hann felur það í sér að dvelja lengur á áhugaverðu svæði frekar en að krossa við alla áhugaverðu stað- ina í bílsætinu á hraðferð um landið … Stafafell í Lóni hefur verið skipulagt sem náttúrugarður (nat- ural park) sem spannar um 400 ferkílómetra svæði... Meira: gbo.blog.is Illa ígrunduð vinnubrögð ÞAÐ FER vart framhjá þeim sem fylgjast með umræðu um sjávarútvegsmál að forsvarsmenn sjómanna og útvegsmanna svo og sjávarbyggðirnar hafa miklar áhyggjur af þeim áformum stjórn- arflokkanna að fyrna veiðiheim- ildir, þ.e. að taka þær af útgerð- unum á næstu árum. Markmiði um ábyrgar og arð- bærar fiskveiðar með hámarks- afrakstri fyrir þjóðarbúið yrði þar með varpað fyrir róða. Höfum við efni á slíku? Aflamarkskerfi er skynsamlegasta leiðin til að ná þessu markmiði og skilar þjóðinni mestum arði og fyrirtækj- unum bestri afkomu. Þessi árangur hefur ítrek- að vakið mikla athygli erlendis og skipað Íslend- ingum á bekk meðal virtustu fiskveiðiþjóða heims. En viti menn! Í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Þórólf Matthíasson hagfræðiprófess- or með yfirskriftinni: „Fyrningarleiðin eykur ávinning Íslendinga af sjávarútveginum.“ Í fyrstu setur mann hljóðan við lestur grein- arinnar. Prófessornum virðist standa nákvæm- lega á sama hvort fyrirtæki í sjávarútvegi lifa, hvort markaðsstarfi sé viðhaldið, hvort atvinna fólks sé tryggð eða hvort sjávarbyggðir á Ís- landi þrífist. Í greininni eru fullyrðingar og rangfærslur sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Í of- análag er þar að finna illmælgi og aðdróttanir um þjóðhollustu þeirra sem starfa í greininni. Sem dæmi um rangfærslu má benda á að hann segir olíuverð lágt í dollurum talið. Það er þvert á móti hátt í sögulegu samhengi. Hann fullyrðir að erlendir bankar sem kunni að fá eignarhald í sjávarútveginum geti farið á skjön við gildandi lög um eignarhald á íslenskum sjávarútvegsfyr- irtækjum með því að flytja höfuðstöðvar sínar til Íslands. Telur prófessorinn lík- ur á því að Bank of America eða Barclays Bank í Bretlandi muni flytja höfuðstöðvar sínar til Ís- lands vegna þess að þeir kunni að eiga kröfur á íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki? Hvað gengur manninum til? Hvernig má það vera að prófess- or við Háskóla Íslands skuli koma fram með þvílíkan málflutning án þess að þurfa að byggja hann á einni einustu tilvísun í rannsóknir máli sínu til stuðnings? Verða menn ekki í slíkri stöðu að greina á milli málefnalegrar umræðu og óvildar? Framtíðaruppbygging fyrirtækjanna, mark- aðsstarf, fjárfestingar undanfarin ár, skuldbind- ingar þeirra og öll sú fyrirhyggja sem lögð hef- ur verið í það að treysta framtíðarrekstur verður mikilli óvissu háð. Með öðrum orðum þetta dregur baráttuþrek úr greininni, sem þarf á öllu sínu að halda til að komast í gegnum þá erfiðleika sem við er að glíma. Langtímahugsun víkur fyrir skammtíma- sjónarmiðum. Hlutverk stjórnenda í sjáv- arútvegsfyrirtækjum verður það helst að ganga fyrir stjórnvöld og biðja um veiðiheimildir sínar til baka og greiða fyrir enn einn skattinn án til- lits til rekstarafkomu. Þetta er framtíðarsýn sem enginn vill þurfa að búa við sem starfar í greininni og hefur verið komið rækilega til skila undanfarið. Eftir Svein Hjört Hjartarson » Verða menn ekki í slíkri stöðu að greina á milli málefnalegrar umræðu og óvildar? Sveinn Hjörtur Hjartarson Höfundur er hagfræðingur LÍÚ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.