Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 27
Léttari greiðslu- byrði verðtryggðra húsnæðislána SEM fram- kvæmdastjóri hjá litlu sprotafyrirtæki hef ég á undanförnum mán- uðum oft verið spurð- ur að því hvernig gangi eiginlega í kreppunni. Svarið við þeirri spurningu er einfalt. Sprotafyr- irtæki hafa alltaf verið í kreppu svo það hefur ekki mikið breyst hjá þeim. Oft á tíðum hefur þurft að fresta greiðslum, semja við lánadrottna um greiðslur, geyma að borga eigin laun o.s.frv. Það er á forsendum þessarar reynslu sem ég kem fram með hug- mynd sem gæti nýst öllum íbúðar- eigendum með verðtryggð húsnæð- islán. Hún er byggð á hugmyndum sem áður hafa komið fram (Mbl. 8. febrúar 2009, Guðlaugur og Magn- ús) en með breyttu ívafi. Þessi hug- mynd þýðir jafnframt að bankar þyrftu að taka á sig aukna ábyrgð á skuldum svo einhvers jafnræðis sé gætt milli skuldara og skuldaeig- anda. Vandinn Þrátt fyrir að greiðslubyrði verð- tryggðra lána hafi ekki breyst nærri eins mikið og myntkörfulána þá stöndum við frammi fyrir því að þús- undir fjölskyldna í þessu landi sjá ekki fram á að geta greitt af lánum sínum vegna annarra ástæðna s.s. atvinnumissis að hluta eða öllu leyti, óverðtryggðra skulda eða bílalána eða vegna ábyrgðar á þriðja aðila. Sú greiðsluaðlögun sem núverandi ríkisstjórn hefur boðið upp á er ekki aðgengileg nema fyrir örlítið brot af fjölskyldum í greiðsluvanda og er bæði tímafrek, kostnaðarsöm og nið- urlægjandi fyrir viðkomandi. Þá hef- ur þessi takmarkaða aðstoð það í för með sér að þessar fjölskyldur eyða litlu sem engu í annað en afborganir, svo sú nauðsynlega velta sem þarf að vera til staðar í þjóðfélaginu hrynur. Dæmi Svo ég taki nú vinsælar persónur sem dæmi, þá skuldar Gylfi honum Magnúsi smið 700 þús. vegna nauð- synlegrar þakviðgerðar. Gylfi getur hins vegar ekki borgað honum þar sem allt hans ráðstöfunarfé og rúm- lega það fer í afborganir og nauð- synjar fyrir fjölskylduna. Magnús smiður skuldar Tryggva blikkara 120 þús. fyrir hans aðkomu að þak- viðgerðinni, hann skuldar Þór sem flutti inn þakjárnið 180 þús. og svo skuldar hann Herberti vörubílstjóra 40 þús. Tryggvi, Þór og Herbert eiga svo það allir sameiginlegt að skulda bankanum afborganir lána. Þegar Gylfi kemur í bankann til að fá lán til að borga Magnúsi þá fær hann þau svör að hann sé ekki borg- unarmaður né með veðhæfi fyrir meiri lánum. Þrátt fyrir að hann fari í þau greiðslujöfnunarúrræði sem eru til staðar þá nægja þau rétt svo til að endar nái saman og allur kostnaður við greiðslujöfnunina lendir á endanum á honum. Hann er því ekki borgunarmaður fyrir skuldinni við Magnús. Á sama tíma fær bankinn ekki borg- að frá Tryggva, Þór og Herberti af sömu ástæðu. Hvað myndi Gylfi þá gera ef gamli Volvo-inn hans tæki upp á því að bila? Hagkerfið í gang Til að rjúfa þessa hringavitleysu og koma hagkerfinu í gang aftur þarf að auka ráðstöfunartekjur heimilanna í land- inu m.a. með léttari afborgunum húsnæðislána. Það gæti til skemmri tíma þýtt örlítið meiri verðbólgu en eðlilegt hagkerfi á hvort sem er að búa við 1-3% verðbólgu, ekki verð- hjöðnun. Engin verðbólga og hag- kerfið er deyjandi, verkefnaskortur verður viðvarandi og innkoma í rík- issjóð minnkar að sama skapi. Eftirfarandi legg ég til að verði gert og það verði í leiðinni fyrsta skref til að afnema verðtryggingu á Íslandi: Lausnin Skuldurum verði gert kleift að flytja allt að 1/4-1/3 (1/2 ?) höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána (og af- borgana í vanskilum) 10 til 25 ár fram í tímann. Sá hluti lánsins sem fluttur er verði gerður að óverð- tryggðu kúluláni með hámarks- vöxtum (vaxtaþaki) upp á 5-7%. Það yrði jafnframt samkeppnisþáttur milli lánastofnana hversu langt und- ir vaxtaþaki þær gætu boðið lán. Aukakostnaður vegna verðbólgu og vaxta umfram vaxtaþakið leggst á bankann en ekki skuldarann eins og nú er. Þannig hefjum við smátt og smátt afnám verðtryggingar með þeim afleiðingum að lánastofnanir þurfa að fara að taka jafn mikla ábyrgð á verðbólgu í þjóðfélaginu og skuldaeigendur. Það er kominn tími til að lánastofnanir taki á sig hluta þess kostnaðar sem fellur til við svona aðgerðir en haldi ekki áfram að moka öllum kostnaði yfir á lán- takendur. Það má gera ráð fyrir að á þeim tímapunkti sem kúlan kemur til greiðslu verði lánið í heild sinni orðið óverðtryggt með vaxtaþaki ef vel er haldið á málum í ríkisrekstri. Gylfi væri með þessari breytingu að borga mun lægri afborganir af lægri höfuðstól. Magnús smiður, Tryggvi, Þór og Herbert ættu líka að vera sáttir við þessa lausn. Eftir Hans Guttorm Þormar Hans Guttormur Þormar » Tillaga að léttari greiðslubyrði verð- tryggðra húsnæðislána með hagsmuni fjöl- skyldna og efnahagslífs- ins í fyrirrúmi. Höfundur er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum sprotafyrirtæk- isins Lífeindar ehf. Að ljúka dokt- orsnámi frá HÍ. Hefur sinnt kennslu bæði við HÍ og HR. Umræðan 27BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 2009 BJARNI Benediktsson, Þor- gerður Katrín og Illugi Gunn- arsson hafa skrifað og látið hafa eftir sér ummæli og greinar í blöð um nauðsyn þess að ganga í ESB og taka upp evru sem gjaldmiðil fyrir Ísland. Snögg umskipti þeirra urðu varðandi þennan mála- flokk eftir landsfund Sjálfstæð- isflokksins í vetur þar sem öld- ungaráðið í flokknum tróð svo rækilega blautri tusku upp í túl- ann á þeim að þau hafa ekki enn losnað við óbragðið úr munninum. Benda má á það að þessir tusku- túla-troðarar koma ekki til með að stjórna Sjálfstæðisflokknum í framtíðinni, flokknum verður ekki stjórnað frá Grund, heldur úr Val- höll. Bjarni, Þorgerður Katrín og Ill- ugi! Rekið af ykkur slyðruorðið, það eruð þið sem ráðið, standið nú við stóru orðin og hreinsið ræki- lega til í flokkn- um. Stefnuleysi flokksins í ESB- málum fyrir kosningar í vor og hugmyndir um einhliða upp- töku evru í sam- vinnu við AGS voru blásnar út af borðinu og urðu aðhlátursefni. Plástur á sárið korteri fyrir kosn- ingar var hallærisleg tilraun til að breiða yfir væntanlegt fylgishrun. Skora ég á þremenningana að láta til sín taka svo um munar, vera samvisku sinni trú og standa við öll stóru orðin. Flokksklíkan geng- ur ekki fyrir þjóðarhag, hollt er þeim að muna það. SIGURJÓN GUNNARSSON, matreiðslumeistari Afturhvarf til fortíðar Frá Sigurjóni Gunnarssyni Sigurjón Gunnarsson ÞANN 6. maí sl. barst framhalds- skólakennurum boðskapur stjórn- ar og samninganefndar Félags framhaldsskólakennara þess efnis að gert hefði verið samkomulag við ríkisvaldið um að framhalds- skólakennarar afsöluðu sér 15 þúsund kr. eingreiðslu sem samið var um í síðustu samningum ef ekki væri búið að gera fullgildan kjarasamning fyrir 1. apríl sl. Nú er það svo að framhalds- skólakennarar, eins og flestir aðr- ir, hafa orðið fyrir kjaraskerðingu í því efnahagsfári sem gengið hef- ur yfir þjóðina og þeir, eins og aðrir, geta gert ráð fyrir því að frekari byrðar verði á þá lagðar næstu misserin. Það er hins vegar ekki sama á hvern hátt það verður gert. Það sem einkum er ámæl- isvert við áðurnefnda aðgerð stjórnar og samninganefndar Fé- lags framhaldsskólakennara er að kjarasamningum var breytt án að- komu félagsmanna. Það voru fé- lagar í F.F. sem samþykktu þessa samninga í allsherjaratkvæða- greiðslu og það eru einungis þeir sem geta breytt samningunum. Hin rétta málsmeðferð hefði verið að bera breytinguna undir fé- lagsmenn en það var ekki gert heldur tók samninganefndin sér það bessaleyfi að breyta kjara- samningi án samráðs við fé- lagsmenn sem er fyrir það fyrsta siðlaust og að öllum líkindum einnig ólöglegt. Á næstunni mun launþegahreyf- ingin ekki aðeins standa frammi fyrir stórfelldri kjaraskerðingu heldur munu ríkisvald og atvinnu- rekendur nýta sér atvinnuleysi og dapurt efnahagsástand til að af- nema eða rýra ýmis þau réttindi sem launþegar hafa áunnið sér undanfarna áratugi. Það er mun hættulegri þróun en tímabundin kjaraskerðing því það mun kosta harða baráttu að ná aftur töpuðum réttindum. Það skýtur því skökku við að stjórn og samninganefnd launþegasamtaka hafi forgöngu um að ganga á samningsrétt fé- lagsmanna sinna eins og for- ystumenn Félags framhaldsskóla- kennara hafa gert með þessari undirritun. Slíkt verður að stöðva og losa sig við forystu sem gengur svo berlega gegn hagsmunum fé- lagsmanna sinna. GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON, framhaldsskólakennari. Í höndum hverra er samn- ingsréttur launþega? Frá Guðmundi J. Guðmundssyni NÚ UM nokkurt skeið hafa staðið yf- ir deilur vegna vegagerðar á sunn- anverðum Vestfjörðum en þar var ákveðið að heimila vegagerð sem fel- ur í sér að þvera firðina Gufufjörð og Djúpafjörð og leggja veg í gegnum hinn merka Teigsskóg. Landsvæði sem um ræðir er að miklu leyti óbyggt og náttúrufegurð er þar mik- il. Fuglalíf er fjölbreytt og mikið og gróðurfar all sérstakt. Teigsskógur er kjarrskógur þar sem mikið er af reynivið innan um birkið og töluvert af hávöxnum víðirunnum. Skóg- arbotninn er vel gróinn og þar má finna sérstakar og sjaldgæfar plöntu- tegundir, t.d. hina friðlýstu plöntu ferlaufung og skógarplöntuna kross- jurt. Í Teigsskógi eru músarrindlar óvenju algengir varpfuglar en þar er einnig mikið af skógarþröstum, hrossagaukum, auðnutittlingum og rjúpum. Firðirnir eru hluti af Breiða- fjarðarfriðlandi. Fuglalíf er mikið og hafa margir vaðfuglar þar viðkomu, t.d. rauðbrystingar á leið sinni til og frá Grænlandi vor og haust. Varp- fuglar á Vestfjörðum nýta sér mikið leirurnar í fjörðunum, t.d. tjaldur, heiðlóa, stelkur og sendlingur. Haf- ernir eru tíðir og hafa hér heppileg skilyrði til veiða og varps. Þveranir fjarðanna myndu augljóslega hafa í för með sér óafturkræf náttúruspjöll og spilla lífríki fjarðanna um alla framtíð. Fuglaverndarfélag Íslands, Náttúruverndarsamtök Íslands og landeigendur hafa barist fyrir því undanfarin ár að fallið verði frá þess- ari afar slæmu hugmynd um vega- gerð. Í þeim málarekstri létum við kanna möguleika á öðrum kostum í vegagerð á svæðinu. Vegagerð rík- isins lagðist upphaflega gegn um- ræddri leið og lagði til að núverandi vegur yrði ýmist lagfærður eða nýr gerður, svo sem yfir hinn lága Ódrjúgsháls, sem er aðalfarartálm- inn á núverandi vegi. Sá kostur sem við teljum öðrum fremri er gerð veg- ar sem færi um fjarðarbotna Gufu- fjarðar og Djúpafjarðar með jarð- göngum undir Hjallaháls og Gufudalsháls. Þessi vegagerð mundi hafa í för með sér afar lítil nátt- úruspjöll og hlífa fjörðunum og Teigsskógi við vegagerð. Vegurinn yrði 8 km styttri en leiðin sem nú er deilt um. Umferðaröryggi myndi aukast mikið enda styttist leiðin ásamt því að í jarðgöngum er hvorki hálka né snjór á vetrum. Kostnaður við jarðgangaleiðina mun vera svip- aður eða jafnvel minni en kostnaður við hina vondu leið sem nú er uppi hjá stjórnvöldum, og ávinningurinn augljós. Málaferli hafa verið í gangi undanfarin ár til að fá hnekkt ákvörðun umhverfisráðherra, sem sneri við úrskurði Skipulagsstofn- unar og heimilaði vegagerðina, en hún er í andstöðu við umhverfismat og álit allra sérfræðinga, stofnana og náttúruverndarfélaga. Málið vannst fyrir héraðsdómi en fer fyrir Hæsta- rétt vegna áfrýjunar Vegagerðar rík- isins. Vonandi fellur sá dómur á sama veg náttúru, umhverfi og mannlífi til bóta. Fuglavernd hefur viðrað þá hugmynd að svæðið yrði gert að þjóðgarði sem mætti vel tengja sam- an við friðlönd í Vatnsfirði og á Rauðasandi og Látrabjargi. Í dag er enginn þjóðgarður á Vestfjörðum, en þjóðgarðar sameina náttúruvernd við ferðaþjónustu og töluverða at- vinnuuppbyggingu og væri kjörið tækifæri fyrir framtíðarvöxt mann- lífs á Vestfjörðum í sátt við umhverf- ið. EINAR ÓLAFUR ÞORLEIFSSON, náttúrufræðingur. Djúpifjörður, Gufufjörður og Teigs- skógur – Vegagerð á villigötum Frá Einari Ólafi Þorleifssyni HREIÐAR Þór Sæmundsson heitir maður sem skrifar oft greinar um átök Ísraela og þeirra þjóða sem eru svo ólánsamar að hafa þá sem nágranna. Af einhverjum mér óskiljanlegum ástæðum hefur Hreiðar tekið að sér að vera gjallarhorn árásarhers Ísraels hér uppi á Íslandi. Hlutverki sínu trúr skrifar hann í Morgunblaðið 12. maí um árásina á Gaza um jól og áramót. Hann vitnar í skýrslu Ísraelshers sem sýnir auðvitað að allt tal um stríðs- glæpi og fjöldamorð þeirra á íbúum Gaza er bull og vitleysa. Hreiðar skrif- ar að „Einu fjöldamorðin sem framin voru á Gaza voru fjöldamorð Palest- ínu-hlutdrægra fjölmiðla á æru Ísr- aelsríkis“. Samt skrifar hann að skýrslur hers- ins sýni að a.m.k. 89 börn voru drepin – og þá eru ótaldir nokkur hundruð óbreyttir borgarar. En þetta eru ekki fjöldamorð skv. mælistiku Hreiðars Þórs. Þar sem ég er á förum til kvik- myndatöku á Gaza-svæðinu vill Hreið- ar leggja mér línur um hvað ég eigi að kvikmynda svo honum líki afrakst- urinn. Mér sýnist að úr verði mjög fróðleg mynd um ástandið í Palestínu þar sem áherslan er á hið mikla upp- byggingarstarf sem Ísraelar hafa unn- ið fyrir Palestínumenn. M.a. telur Hreiðar upp heilbrigðiskerfi og menntunarátak sem sýnir hversu annt ísraelskum stjórnvöldum er um fólkið í Palestínu. Ég veit ekki hvernig mér tekst að vinna verkið skv. þessari leið- sögn en ég er tilbúinn að reyna. Aðal tilgangur ferðarinnar er að koma til skila gervilimum sem Össur Krist- insson og hans aðstoðarfólk framleiða og setja á Palestínumenn sem misst hafa útlimi vegna stríðsins. Þennan leiðangur kvikmyndum við og klippum saman í heimildamynd. Þegar því er lokið getum við svipast um eftir vitn- isburði um umfangsmikla góð- mennsku Ísraela sem Hreiðar lýsir af svo mikilli innlifun. Nærtækast er að spyrja Gaza-búa og biðja þá um að sýna okkur einhver ummerki góð- mennskunnar. Það ætti ekki að vera erfitt ef trúa má Hreiðari varðandi umfangið og helstu vitnin eru auðvitað Palestínumenn sem eru þeir sem „lífs- kjarabyltingin“ (að sögn Hreiðars) beinist að. HJÁLMTÝR V. HEIÐDAL kvikmyndagerðarmaður. „Lífskjara- byltingin“ á Gaza Frá Hjálmtý V. Heiðdal: MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.