Morgunblaðið - 28.05.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
VIÐ skyndikönnun sem Vinnumálastofnun fram-
kvæmdi á byggingarstað nýja tónlistarhússins í
fyrradag kom í ljós að 15 verkamenn sem unnu við
járnabindingar voru á atvinnuleysisbótum og því í
raun á launum hjá íslenskum skattgreiðendum.
Þeir eru starfsmenn undirverktaka, en það fyr-
irtæki er í erlendri eigu. Að sögn Gissurar Péturs-
sonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, voru menn-
irnir umsvifalaust sviptir bótunum.
Fyrirtækið Íslenskir aðalverktakar er bygg-
ingaverktaki við tónlistarhúsið. Að sögn Gissurar
var skyndikönnunin gerð í nánu samráði við fyr-
irtækið. Vinnumálastofnun hefur í framhaldinu
leitað eftir frekari gögnum um mennina, s.s.
launaseðlum, tímaskýrslum og vinnuskýrslum. Að
sögn Gissurar liggur fyrir að umrætt fyrirtæki
greiddi mönnunum einhverja upphæð umfram at-
vinnuleysisbæturnar. Er meðal annars verið að
kanna hvort þessar greiðslur hafi verið gefnar upp
til skatts. Aðrir starfsmenn fyrirtækisins reynd-
ust ekki vera á atvinnuleyisskrá.
Vinnumálastofnun hefur aukið eftirlit með
hugsanlegri misnotkun á atvinnuleysisbótakerf-
inu. Tveir starfsmenn stofnunarinnar hafa unnið
að þessu verkefni og þeim verður fjölgað á næst-
unni. Að sögn Gissurar verða fleiri stórir vinnu-
staðir heimsóttir á næstunni. Þá hefur Vinnumála-
stofnun að undanförnu verið að kanna hvort fólk
sem er á atvinnuleysiskrá, bæði Íslendingar og út-
lendingar, séu staddir hér á landi og í raunveru-
legri leit að atvinnu. Fólkið hefur verið valið
handahófskennt af skránni og kallað í viðtal. Þeir
sem ekki sinna kallinu eru teknir af atvinnuleyis-
skrá. Nokkur dæmi eru um slíkt á liðnum vikum.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Járnabinding Pottur reyndist brot-
inn í nýja tónlistarhúsinu.
„Atvinnulausir“ í fullri vinnu
Vinnumálastofnun framkvæmdi skyndikönnun í nýja tónlistarhúsinu
Fimmtán verkamenn við bygginguna reyndust vera á atvinnuleysisbótum
15 verkamenn sviptir bótum
Unnu hjá erlendu fyrirtæki
Fengu greitt umfram bætur
Fleiri vinnustaðir heimsóttir
VMST beitir skyndikönnunum
BLÁSIÐ var til viðburða í Ráðhúsinu í gær þar
sem stendur til að efna til hátíðar um list barna
og list ætlaða börnum á vordögum 2010. Borg-
arstjóri opnaði meðal annars myndlistarsýningu
nemenda úr fjórum grunnskólum borgarinnar
þar sem unnið er með blandaða tækni og nýstár-
legar hugmyndir um umhverfi barnanna. Efnt
hefur verið til hugmyndasamkeppni um nafn og
merki hátíðarinnar.
Morgunblaðið/Golli
BLÉSU Í LÚÐRA Í RÁÐHÚSINU FYRIR BÖRN
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
HORFUR í nýliðun og mönnun ís-
lensku læknastéttarinnar eru slæm-
ar. „Áhyggjur okkar eru þær að
læknar sem eru að vinna erlendis
eða eru í sérnámi komi ekki heim í
þessu ástandi,“ segir Sólveig Jó-
hannsdóttir, hagfræðingur Lækna-
félags Íslands. Samantekt Sólveigar
á þessum málum var kynnt á vegum
félagsins í gær.
Hingað til sýnir reynslan að 80%
af þeim sem fara út í sérnám koma
aftur, en nú eru þær heimtur að
sögn verri en nokkru sinni fyrr. Ný-
liðun í mörgum sérgreinum er nán-
ast engin og ár eftir ár hefur mjög
svipaður fjöldi útskrifast úr lækna-
deild, þrátt fyrir fólksfjölgun. Einn-
ig er vitað að margir læknar horfa
nú til útlanda eftir tækifærum.
Mannekla var fyrir
Ofan á þetta bætist svo að mann-
eklan var til staðar fyrir. Á Íslandi
starfa 1.087 læknar og sinna því að
meðaltali 294 manneskjum hver.
Læknar í Danmörku sinna hins veg-
ar að meðaltali 261 manneskju hver.
Sérstaklega sinnir hver heimilis-
læknir mörgum hér á landi miðað við
hin Norðurlöndin. Fram kom hjá
Læknafélaginu í gær að ef taka ætti
upp tilvísanakerfi að danskri fyr-
irmynd, eins og heilbrigðisráðherra
áformar, þyrfti strax að fjölga heim-
ilislæknum um 25. Nýlega var aug-
lýst laus til umsóknar staða heim-
ilislæknis í Reykjavík. Enginn sótti
um hana.
Af einstökum stéttum má nefna
geðlækna, röntgenlækna og tauga-
skurðlækna, en þar er staðan ekki
góð. Nýlega var auglýst staða geð-
læknis á Landspítalanum, en enginn
sótti um. Á sama tíma hafa að sögn
Sólveigar birst auglýsingar frá er-
lendum spítölum hér. Nýlega aug-
lýsti stofnun nálægt Gautaborg í
Svíþjóð í Læknablaðinu, eftir tíu til
tuttugu geðlæknum. Nú starfa fjórir
taugaskurðlæknar á Íslandi, en sá
fimmti flutti úr landi á síðasta ári.
Þrír þeirra eru fimmtugir eða eldri
og álagið á þeim gífurlegt.
Unga fólkið er í útlöndum
Aldursdreifingin lofar heldur ekki
góðu. Hátt hlutfall íslenskra lækna
45 ára og eldri starfar á Íslandi. Á
meðal yngri lækna starfa mun fleiri
erlendis. Það er hópurinn sem er
betur í stakk búinn til að vinna mikla
vaktavinnu. Heimildir herma að
enginn íslenskur sérfræðilæknir
starfandi erlendis vilji koma til
starfa á Íslandi eins og sakir standa.
Annað sem gæti spilað inn í þegar
fram líða stundir er að konum fjölg-
ar sífellt í læknastétt. Þær gera al-
mennt sterkari kröfu um að vakta-
vinna sé minni. 54% lækna undir
fertugu eru konur. 90% lækna yfir
sextugu eru karlar.
Læknar flýja kreppuland
Íslenskir læknar eftirsóttir úti en heima býðst mikið vinnuálag og lök kjör
Enginn sækir um lausar stöður á Íslandi en á sama tíma berast gylliboð að utan
Íslenskir sérfræðilæknar sem
starfa erlendis vilja ekki snúa
heim til starfa. Nýliðun er hæg í
mörgum sérgreinum og þeir sem
fara út koma ekki aftur. Búist er
við atgervisflótta að óbreyttu.
Það er sérstakt við íslenska lækna,
segir Sólveig Jóhannsdóttir, að
þeir sækja sérfræðimenntun sína
til útlanda. Því má segja að land-
flótti sé þeim auðveldari en mörg-
um öðrum. Þeir eru eftirsóttir
hvarvetna, tala tungumálið í land-
inu þar sem þeir lærðu, hafa búið
þar áður og hafa þar starfsreynslu.
Fæst lönd eru líka jafnilla útleikin
af efnahagshruni og Ísland, launin
betri og vinnuálagið minna.
Sólveig hefur það frá stjórn-
endum heilsugæslunnar að margir
læknar segi nú upp, flytjist úr
landi eða ákveði að hætta fyrr
vegna aldurs. Þá íhugi margir að
lækka starfshlutfall sitt hér og
vinna erlendis á móti. Ennfremur
hafi margir læknar verið að fara til
útlanda í langan eða skamman
tíma og nýta leyfið til að vinna.
Landflóttinn liggur beint við
SJÁLFVIRK veð-
urathugunarstöð
var sett upp í
Surtsey í síðustu
viku. Auk veð-
urstöðvarinnar
var sett upp vef-
myndavél sem
mun senda
myndir reglu-
lega frá Surtsey
og verða þær að-
gengilegar á netinu fljótlega.
Vísindamenn hafa lengi bent á
nauðsyn þess að hafa veðurstöð í
eynni og að staðbundnar veðurfars-
upplýsingar myndu styrkja aðrar
náttúrufarsrannsóknir, segir á
heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Stöðinni var valinn staður sunnan
við Pálsbæ og gekk vel að koma
fyrir mastri sem ber allan tækja-
búnað stöðvarinnar. Upplýsingar
eru sendar í gegnum samskipta-
búnað yfir í miðlægan gagnagrunn
Veðurstofunnar á klukkutíma
fresti. aij@mbl.is
Vefmyndavél og
veðurstöð sett-
ar upp í Surtsey
Landnemi Kópur í
fjörunni í Surtsey.
GRÍÐARLEG að-
sókn hefur verið
í Sumarskóla
Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti,
en þar hófst
kennsla í gær-
kvöldi og stend-
ur í einn mánuð
eða fram til 24.
júní.
Skráning í skólann er enn opin en
að sögn Magnúsar Ingvasonar, for-
stöðumanns Sumarskólans, stefnir í
metaðsókn. „Í fyrra voru 1.135
nemendur hjá okkur en það stefnir
í meira í ár. Við erum með 90
áfanga í boði og það er allt að fyll-
ast,“ segir Magnús.
Þetta er 16. árið sem FB býður
upp á sumarnám en aukna aðsókn
má vafalaust tengja slæmum at-
vinnuhorfum menntaskólanema í
sumar. Í FB er líka boðið upp á nám
fyrir nýútskrifaða 10. bekkinga
sem undirbúning fyrir menntaskóla
og er búist við að um 150-200 nem-
ar sæki það nám í sumar.
Stefnir í metaðsókn
að Sumarskóla FB
ÖKUMAÐUR sendibíls lést í um-
ferðarslysi á Grindavíkurvegi í
gærmorgun þegar lítill sendibíll og
jeppi rákust á.
Áreksturinn varð þar sem veg-
urinn liggur yfir hæð ofan við Bláa
lónið.
Ökumaður jeppans slasaðist og
var hann fluttur á Landspítalann.
Ekkert var hægt að fullyrða um
tildrög slyssins í gær, að sögn lög-
reglunnar á Suðurnesjum.
Lést við árekstur
á Grindavíkurvegi