Morgunblaðið - 28.05.2009, Side 31
– meira fyrir áskrifendur
Glæsilegt sérblað fylgir með
Morgunblaðinu 6. júní
Garðablað
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Meðal efnis verður :
• Skipulag garða
• Garðblóm og plöntur
• Sólpallar og verandir
• Hellur og steina
• Styttur og fleira í garðinn
• Garðhúsgögn
• Heitir pottar
• Útiarnar
• Hitalampar
• Útigrill
• Matjurtarækt
• Kryddrækt
• Góð ráð við garðvinnu
• Ásamt fullt af spennandi efni
Garðablaðið verður með góðum
upplýsingum um garðinn, pallinn,
heita potta, sumarblómin,
sumarhúsgögn og grill.
Garðablaðið verður stílað inn á allt
sem viðkemur því að hafa garðinn
og nánasta umhverfið okkar
sem fallegast í allt sumar.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569-1105 eða kata@mbl.is
Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 14.00,
þriðjudaginn 2. júní.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÞÓTT berjatíð sé enn langt undan
blánar vel yfir Rangárvöllum um
helgina, því þar verður nú í fyrsta
sinn haldin blúshátíðin „Norden Blu-
es Festival“. Það
er nýstofnað blús-
félag heima-
manna, Hekla
Blúsfélag, sem
stendur fyrir há-
tíðinni. „Ég er bú-
inn að ganga með
drauminn um
þessa hátíð í mag-
anum í meira en
áratug,“ segir
einn hvatamanna
hátíðarinnar, Sigurgeir Guðmunds-
son, skólastjóri á Hellu, en hann er
jafnframt formaður Slysavarna-
félagsins Landsbjargar. „Óli Jón Óla-
son, hótelhaldari á Hvolsvelli, átti sér
líka þennan draum. Leiðir okkar lágu
saman í janúar og þá varð þetta loks
að þessum verknaði,“ segir Sig-
urgeir. Hann segir reynslu þeirra Óla
byggjast á þeim hátíðum sem verið
hafi á Íslandi, ekki síst Blúshátíð í
Reykjavík. „En svo hef ég líka kynnst
blúshátíðum bæði á Englandi og í
Noregi. Mér líkar til dæmis mjög vel
við blúshátíðina í Notodden í Noregi,
því hún hefur mikið gildi fyrir sitt
samfélag, og því langar okkur að ná
hér. Þar skapast listilega skemmtileg
stemning í bæjarfélaginu í kringum
hátíðina.“
Sveitir og bæir undirlögð
Og varla er hægt að ímynda sér
annað en að stemningin í Rang-
árþingi dreifi sér jafnvíða og lúp-
ínubláminn, því tónleikahaldið fer
fram á um tíu stöðum, meðal annars í
Fljótshlíðinni, Smáratúni, Hellishól-
um, Langbrók, Oddsparti og Þykkva-
bæjarkirkju, en Hvolsvöllur og Hella
verða miðstöðvar hátíðarinnar, með
stærstu tónleikana í Hvoli. Hvíta-
sunnuhelgin varð fyrir valinu, þar
sem hún er fyrsta eiginlega ferða-
helgi sumarsins og sumarstemningin
að verða allsráðandi. „Við verðum
með rútuferðir milli staðanna. Þetta
gerum við í forvarnarskyni, svo eng-
inn þurfi að aka undir áhrifum áfeng-
is. Hér eru víða tjaldstæði, það er
mikið af sumarhúsum á svæðinu og
svo eru hér líka hótel, þannig að nóg
er af gistimöguleikum.“
Fjórar dívur syngja saman
Sigurgeir segir að um tuttugu
hljómsveitir komi fram á hátíðinni, á
tæplega fimmtíu tónleikum, og
spurningin er hvert hann sæki svo
stóran hóp listamanna.
„Það kom á daginn að við sem sitj-
um í stjórn Blúsfélagsins Heklu, og
vinnum að því að skipuleggja þessa
hátíð, þekkjum marga í blúsnum. En
svo hafa hljómsveitir líka hringt í
okkur og beðið um að fá að spila. Eins
og Blúshátíð í Reykjavík viljum við
gera unglingahljómsveitunum hátt
undir höfði og hyggjumst efla ung-
mennastarfið betur næst. Allt að
helmingur þeirra sem koma fram á
hátíðinni er fólk af Suðurlandinu, en
aðrir koma úr Reykjavík og annars
staðar að. Hápunktur hátíðarinnar
verða tónleikar Grana Louise og
Blue Ice Band í Hvoli á föstudags-
kvöld, og tónleikar á sama stað á
laugardagskvöld þar sem dívurnar
fjórar Grana Louise, Andrea Gylfa,
Ragnheiður Gröndal og Kristjana
Stefáns syngja með landsliði blús-
manna. Blúsmenn Andreu eru svo í
Hvolnum á sunnudagskvöld.“
Sigurgeir segir að á Hellu séu-
nokkrir tónlistarmenn sem leikið
hafa almenna tónlist í ýmsum hljóm-
sveitum um tíma. „Ég fór til þeirra
og sagði: Jæja herrar mínir, nú er að
koma blúshátíð og nú skuluð þið fara
að æfa blús. Ég lét þá hafa lista yfir
40 lög, sem þeir eru búnir að vera að
æfa. Þetta er RB Blúsband.“
Velvilji alls staðar
Það eru því allir með, og ekki bara
þeir sem spila, því sveitarfélögin
Rangárþing ytra og eystra og Ása-
hreppur eru að sögn Sigurgeirs bak-
hjarl sem reynst hefur skipuleggj-
endum hátíðarinnar vel, auk þess
sem héraðsnefndin hefur stutt verk-
efnið af myndarbrag sem og Menn-
ingarsjóður Suðurlands. Sigurgeir
segir það jafnframt jákvætt hvað
fyrirtæki á staðnum hafi tekið þeim
vel, þrátt fyrir kreppu.
Hátíðin hefst með opnu sviði kl. 16
á föstudag og lýkur þegar hljóm-
sveitin Síðasti séns slær botninn í
herlegheitin á sunnudagskvöld.
Hægt verður að kaupa helgarpassa á
alla tónleika hátíðarinnar.
Hekla gýs bláu
Blúshátíðin Norden Blues Festival haldin í Rangárþingi
Grana Louise, blúsdrottningin frá Chicago, meðal gesta
Grana Louise „Röddin er mögnuð og sterk,“ skrifaði Vernharður Linnet
tónlistargagnrýnandi um söng hennar á Blúshátíð í Reykjavík vorið 2006.
Grana Louise er blúsinn holdgerð-
ur. Hún þykir ein magnaðasta blús-
söngkona blúsborgarinnar Chi-
cago, og er þar skipað á bekk með
þeim Zoruh Young og Deitru Farr,
en allar hafa þær sungið á Blúshá-
tíð í Reykjavík. Kraftmikil rödd
hennar, djúp og eilítið hrjúf,
streymir beint frá hjartanu í
ómenguðum, hráum blús. Inn-
blásin túlkun hennar í blústónlist-
inni þykir einstök og innblásin
andagift.
Grana Louise er einstaklega
skemmtilegur flytjandi og er fram-
koma hennar á Blúshátíð í Reykja-
vík flestum þeim sem á hlýddu
ógleymanleg. Hún er þekkt um
heim allan sem kraftmikil blús-
söngkona, en hún er víg á allan
söng, og syngur jafnvel líka óp-
erutónlist.
Djúpt, hrjúft og beint frá hjartanu
Sigurgeir
Guðmundsson
Nánar um dagskrána á:
hvolsvollur.is
Ljósmynd: Júlíus Valsson
Ólafur Stolzenvald & co.
Tregasveit Kristjönu
Blúsþrjótarnir
RB Bluesband
Ferlegheit
Slow Train
Spottarnir
Chernobyl
Dirty Deal
Töfradúó
Stone Stones
Munaðarleysingjar
Arnar og Þorri
Hot Babes & The Hottest
South River Band
Mood
Síðasti séns
Lame Dudes
Blúsmenn Andreu
Blue Ice Band
Grana Louise
Fram koma:
Trúbadorinn og götulistamaðurinn
Jojo hefur gefið út sinn fyrsta disk
þar sem finna má tíu frumsamin lög
og texta. Jojo fer þá leið að fá
þekkta söngvara með sér í um helm-
ing laganna, og er það nokkuð
smekklega gert og í raun ekki vit-
laus hugmynd að styrkja fyrstu
plötu með kunnuglegum röddum.
Einnig manna fimir hljóðfæraleik-
arar allar stöður og búa til skot-
helda hljóðmynd sem vissulega rúll-
ar þægilega í gegn.
Á móti kemur að sjálfur Jojo, sem
er þó nokkuð sterkur karakter, á
erfiðara uppdráttar í þessum hópi
ofurpoppara. Hann nær því ekki
þeirri einlægni í túlkun tónlistar
sinnar sem ef til vill hefði verið
hægt að fá fram hefði hann verið
einn í aðalhlutverki.
Lagasmíðar Jojo eru flestar
prýðilegar og eiga eflaust eftir að fá
nokkra útvarpsspilun. Hér er svo
sannarlega ekki verið að finna upp
hjólið, og er þvert á móti einhver af-
slöppun í lögunum sem á ágætlega
við sumar og frí og ferðalög. Því
held ég að Jojo sé bara í ágæt-
ismálum og megi una vel við þennan
fyrsta disk sinn. Það væri þó gaman
að sjá hann taka af skarið á næstu
plötu sinni og leyfa sér að vera aðal,
því lögin sem hann syngur einn og
óstuddur kunnuglegum röddum eru
síst verri en þau sem skarta Val-
geiri, Agli, Pálma, Palla Rósinkrans,
Krumma og Daníel Ágústi.
Kunnuglegt og þægilegt
Geisladiskur
Jojo – Jojo & götustrákarnir
bbbnn
RAGNHEIÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
TÓNLIST