Morgunblaðið - 28.05.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.05.2009, Qupperneq 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 AÐ MINNSTA kosti 24 biðu bana og yfir 300 særðust þegar tilræðismenn sprengdu bíl í loft upp við byggingu lögreglunnar í borginni Lahore í Pakistan í gær. Pakistanskir embættismenn sögðu að talibanar hefðu gert árásina til að hefna sóknar stjórnarhers landsins gegn uppreisn- armönnum í Swat-dal. „Óvinir Pakistans, sem vilja grafa undan stjórn landsins, koma hingað eftir ósigur sinn í Swat,“ sagði innanríkisráðherrann Rehman Malik. „Þeir eru að reyna að valda ofsahræðslu meðal fólksins með þessum villimannslegu árásum,“ var haft eftir Asif Ali Zardari, forseta Pakistans. Yfirvöld segja að stjórnarherinn hafi fellt um 1.200 talibana í Swat-dal í norðvestanverðu land- inu síðustu vikur. Um 2,4 milljónir manna hafa flúið heimkynni sín vegna átakanna. Á meðal þeirra sem biðu bana í árásinni í gær voru þrettán lögreglumenn, óbreyttir borgarar og að minnsta kosti einn starfsmaður leyniþjónustu hersins, ISI. Leyniþjónustan er með útibú í næsta húsi við lögreglubygginguna sem varð fyrir sprengjuárásinni. Lahore er menningarhöfuðborg Pakistans og slapp að mestu við ofbeldisverk íslamista þar til í mars þegar talibanar gerðu tvær mannskæðar árásir í borginni. Talið er að með árásunum séu talibanar að senda þau skilaboð að engin borg í Pakistan sé örugg og þeir geti gert árásir nánast hvar sem er í landinu. bogi@mbl.is „Reyna að valda ofsahræðslu“  Yfirvöld í Pakistan kenna talibönum um mannskæða sprengjuárás í Lahore  Segja að árásin hafi verið gerð til að hefna sóknar stjórnarhersins í Swat-dal LANDSTJÓRI Kanada, Michaelle Jean, sýndi inúítum í nyrsta hluta landsins táknræna samstöðu í vik- unni er hún smakkaði á hráu sels- hjarta þegar hún tók þátt í hátíð- arhöldum þeirra í Rankin Inlet. Jean tók þátt í að gera að sel og borðaði síðan bita af hráu hjartanu. Landstjórinn er æðsti fulltrúi El- ísabetar Bretadrottningar, þjóð- höfðingja Kanada, í landinu en Bret- ar eru í Evrópusambandinu. Jean virðist með þessu hafa viljað sýna samstöðu með veiðimönnum frumbyggja gegn ESB sem fyrir fá- einum vikum samþykkti að banna innflutning á kanadískum sela- afurðum, þó ekki afurðum inúíta. Jean mun ekki vilja tjá sig um málið að sögn fréttavefs BBC. „Þið getið túlkað þetta eins og þið viljið,“ sagði hún. kjon@mbl.is Kann sig Michaelle Jean landstjóri er fulltrúi Bretadrottningar. Jean stork- ar ESB Snæddi hrátt sels- hjarta hjá inúítum MÓTMÆLENDUR frá Búrma við sendiráð landsins í Bangkok í Taílandi krefjast þess að stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi verði látin laus. Barack Obama Bandaríkjaforseti tók í gær undir þær kröfur. Reuters Suu Kyi fái frelsi HRYÐJUVERK vinstri-öfgamanna á borð við Baader-Meinhof-samtökin ollu mikilli skelfingu í Vestur-Þýska- landi á áttunda áratugnum. Oft hef- ur verið sagt að morð lögreglumanns á ungum manni, Benno Ohnesorg, í Vestur-Berlín árið 1967 hafi verið ein mikilvægasta kveikjan að hryðjuverkunum. Nú hefur komið í ljós að lögreglumaðurinn, Karl- Heinz Kurras, hét réttu nafni Otto Bohl og var útsendari kommúnista- stjórnarinnar í Austur-Þýskalandi. Sumir ungir róttæklingar sann- færðust um að þeir væru í reynd að berjast við fasistastjórn en ekki lýð- ræðisstjórn í V-Þýskalandi þegar fréttir bárust af morðinu á Ohne- sorg. Hann var vopnlaus en hafði tekið þátt í mótmælum vinstrisinna. Öfgaskoðanir fengu í kjölfar morðs- ins byr í seglin. Gögn um Kurras fundust nýlega í skjölum Stasi, a-þýsku leyniþjónust- unnar. Ekki hafa enn fundist neinar sannanir fyrir því að Kurras hafi fengið skipun um að skjóta vinstri- sinna til að sverta v-þýsk stjórnvöld í augum stúdenta. En menn velta því fyrir sér hvaða áhrif það hefði haft ef strax hefði vitnast að morðinginn væri í reynd a-þýskur kommúnisti en ekki v-þýskur lögreglumaður. kjon@mbl.is Stasi á bak við örlagaríkt morð A-þýskur útsendari skaut Ohnesorg Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is RÍKISSTJÓRN Norður-Kóreu til- kynnti í gær að hún teldi sig ekki lengur bundna af vopnahléssam- komulagi sem batt enda á Kóreu- stríðið árið 1953. Stjórnin sagði ástæðuna þá að stjórnvöld í Suður- Kóreu ákváðu að taka þátt í öryggis- samstarfinu PSI, sem felst í því að aðildarríkin leita í grunsamlegum skipum til að koma í veg fyrir út- breiðslu gereyðingarvopna. Litlar líkur á stríði Stjórnin í Norður-Kóreu sagði að þátttaka Suður-Kóreumanna í öryggissamstarfinu jafngilti „stríðs- yfirlýsingu“ og hótaði árásum á Suður-Kóreu ef norðurkóresk skip yrðu stöðvuð til að leita í þeim. Stjórn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafði forgöngu um PSI-samstarfið sem hófst árið 2003. Um 95 lönd hafa samþykkt að taka þátt í því. Norðurkóreska stjórnin sagði að þar sem hún teldi sig ekki lengur bundna af vopnahléssamkomulaginu ríkti nú „stríðsástand“ á Kóreu- skaga. Fréttaskýrendur töldu þó litl- ar líkur á allsherjarstríði milli Kóreuríkjanna tveggja en sögðu að hugsanlega gæti komið til átaka milli herskipa við umdeild landhelgis- mörk í Gulahafi eins og á árunum 1999 og 2002. Skýrt var í gær frá vísbendingum um að Norður-Kóreumenn hefðu hafið á ný framleiðslu á plútoni, sem hægt væri að nota í kjarnavopn, eftir að hafa sprengt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á mánudaginn var. Fréttaskýrendur telja að með kjarn- orkutilrauninni hafi sjúkur leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-il, viljað styrkja stöðu sína og sannfæra yf- irstétt landsins um að fjölskylda hans ætti að halda völdunum. Hóta árásum á Suður-Kóreu Telja sig ekki bundna af vopnahléi Reuters Stríðsástand? Kona í her Norður-Kóreu fylgist með ferðamannabáti á Yalu-fljóti nálægt norður-kóreskum bæ við landamærin að Kína. Achtung! Komið í verslanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.