Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 Allan sólarhringinn Eimskip Flytjandi býður upp á kæli-, frysti- og þurrvörudreifingu til einstaklinga og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. EIMSKIP VÖRUDREIFING Frekari upplýsingar eru veittar í síma 525 7700 eða sendið fyrirspurnir á netfangið akstur@eimskip.is P IP A R • S ÍA • 9 0 2 9 6 FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÁÆTLAÐ er að planta um 500 þús- und plöntum á vegum Hekluskóga í sumar. Til þessa verkefnis voru veitt- ar 24,8 milljónir króna. Það er helm- ingur þess fjármagns sem Hekluskóg- ar notuðu í fyrra til að gróðursetja 300 þúsund plöntur, en þá var mikil vinna lögð í uppgræðslu lands með áburð- argjöf Hreinn Óskarsson, verkefnastjóri Hekluskóga og skógarvörður Skóg- ræktarinnar á Suðurlandi, segir að í ár verði áherslan lögð á að skapa störf og styðja við innlenda framleiðslu. Áburður verði keyptur til að hjálpa plöntum af stað. Hins vegar verði stórlega dregið úr annarri starfsemi eins og að græða upp með grasi. Það kalli á enn meiri notkun áburðar, sem framleiddur sé erlendis og hafi hækk- að mjög í verði. 90 þúsund hektarar lands Hekluskógaverkefnið má rekja til ársins 2005 en áætlað er að rúmlega 90 þúsund hektarar lands í nágrenni Heklu séu innan Hekluskógasvæð- isins eða nálægt 1% af Íslandi. Um 70% þess lands er lítið gróið og á hluta þess er sandfok og mikið rof. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði unnið í þrepum. Í fyrsta lagi að stöðva sandfok og græða upp illa farið land til að bæta skilyrði fyrir trjágróður. Síð- an að gróðursetja birki, gulvíði og loð- víði í lundi þaðan sem þessar tegundir geta sáð sér út á nokkrum áratugum yfir allt svæðið. Aðgerðir á svæðinu miða fyrst og fremst að því að örva gróðurframvindu, fremur en að um samfellda ræktun verði að ræða. „Það má segja að allt sé á fullu hjá okkur þessa dagana,“ segir Hreinn Óskarsson. „Sjálfboðaliðar og verk- takar eru að störfum á mörgum svæð- um. Auk þess veitum við landeig- endum á svæðinu plöntustyrki og á þeirra vegum verða sjálfsagt gróð- ursettar vel yfir 100 þúsund plöntur í ár, samkvæmt leiðbeiningum okkar. Við förum síðan á svæðið og kortleggj- um hvar hefur verið gróðursett. Þetta starf samræmist vel markmiðum verkefnisins. Í sjálfu sér er ekki lagt af stað með þetta verkefni eins og rækt- un nytjaskóga, en með tíð og tíma verður jarðvegurinn betri og skjól myndast þannig að maður veit aldrei nema þarna verði nytjaskógar í fram- tíðinni,“ segir Hreinn. Hann segir að um þessar mundir sé mikil eftirspurn eftir alls konar viði. Hann nefnir kurl og flís undir hesta, spírur í fiskhjalla og bolvið þar sem hann er á boðstólum. Meðal hópa sem komið hafa að vinnu undanfarið nefnir hann sem dæmi háskólafólk frá Sól- heimum í Grímsnesi, stuðningsmenn knattspyrnuliðs á Selfossi, nemendur á ýmsum skólastigum og hóp fjór- hjólamanna sem kalla sig Slóðavini. Landsvirkjun og Hekla hf. styðja verkefnið. Færri krónur til að planta fleiri trjám í Hekluskóga Áhersla verkefnisins í ár lögð á að skapa störf og styðja við innlenda framleiðslu Ljósmynd/Hreinn Verk að vinna Knattspyrnumenn frá Selfossi og fjölskyldur þeirra tóku að sér að gróðursetja ákveðinn fjölda plantna og hér sést hópurinn pjakka í jarðveginn með þar til gerðum staf. Hekla gnæfir í baksýn. Í HNOTSKURN »Hugmyndir um Heklu-skóga eru að endurheimta birkiskóga og víðikjarr í ná- grenni Heklu sem minnka myndu vikurfok í kjölfar gjóskugosa úr eldfjallinu. »Mögulegur ávinningur ermargvíslegur. Aukið og fjölbreyttara gróðurfar og dýralíf, meiri vatnsheldni jarðvegs, lækir myndast og kolefnisbinding verður í gróðri. Þá aukast landnýting- armöguleikar með skóginum. Margir leggja hönd á plóginn við Hekluskógaverkefnið. Auk starfs- manna eru sjálfboðaliðar drjúgir og verktakar ýmiss konar. Þá nýt- ur verkefnið stuðnings Land- græðslunnar, Skógræktarinnar og landeigenda. HANNES Hólm- steinn Gissur- arson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, var aðal- fyrirlesari á ráð- stefnu í Chile í vikunni um kerfi framseljanlegra aflakvóta í sjáv- arútvegi. Á meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni voru Jorge Chocair, sjávarútvegs- ráðherra Chile, Julio Peña hagfræ- ðiprófessor og Rodrigo Sarquis, for- maður Landssambands útgerðarmanna í Chile. Kvótakerfi í flestum fiskistofnum var tekið upp í Chile árið 2001 og áformað er að endurskoða kerfið ár- ið 2012. Smábátaeigendur eru þó ekki innan kerfisins. Hannes Hólm- steinn sagði í fyrirlestri sínum, að kvótakerfi hefði almennt reynst vel, þar sem það hefði verið tekið upp, svo sem á Íslandi og Nýja-Sjálandi og í einstökum fiskistofnum í Banda- ríkjunum, Kanada og Ástralíu, þótt það væri auðvitað ekki fullkomið. Hannes Hólmsteinn flutti einnig fyrirlestur þarna árið 1998 og átti þá fundi með þáverandi sjávarútvegs- ráðherra Chile, Juan Manuel Cruz. Endur- skoða kvótakerfi Hannes H. Gissurarson Hannes Hólmsteinn aðalfyrirlesari í Chile SAMTÖK fullveldissinna beina því til Alþingis og ríkisstjórnar að þjóð- in fái að taka afstöðu til aðild- arumsóknar að ESB í almennri þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þetta er niðurstaða samtakanna eftir fund sem haldinn var í Reykjavík á dög- unum. Samtökin telja mikilvægt að ekki verði farið í aðildarviðræður án þess að stjórnarskránni sé breytt eða að þingið hafi tryggan meiri- hluta landsmanna að baki sér. Ekki án um- boðs til ESB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.