Morgunblaðið - 28.05.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
42
04
0
04
.2
00
8
JÓHANNA ÁR hélt frá Njarðvíkurhöfn síðastlið-
inn þriðjudag til hrefnuveiðanna. Á innan við
sólarhring höfðu skipverjar veitt þrjú dýr í
Faxaflóa. Kjötið verður komið í verslanir í síð-
asta lagi á morgun, að því er Gunnar Bergmann
Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiði-
manna, greinir frá.
Hann kveðst hafa fengið margar hringingar
frá verslunum. „Þær bíða spenntar,“ segir hann.
Kílóverðið verður 1.498 krónur út úr búð, að
sögn Gunnars. „Hrefnukjötið verður selt úr kjöt-
borði. Það verður einnig hægt að fá það marín-
erað í lofttæmdum umbúðum en það er nýjung.
Kjötinu munu svo fylgja leiðbeiningar um mat-
reiðslu.“
Skipverjar á Jóhönnu ÁR veiddu þrjár hrefnur í fyrsta túrnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hrefnukjötið verður komið í verslanir fyrir helgi
„Við erum að skoða í verkfærakass-
ann. Við erum hvorki að boða til
greiðsluverkfalls né sérstakra að-
gerða, heldur skoða mögulegar að-
gerðir. Þær eru fjölmargar,“ segir
Friðrik Ó. Friðriksson, stjórnarmað-
ur í Hagsmunasamtökum heimil-
anna og framsögumaður á fundi
þeirra í gærkvöld um aðgerðir.
Að sögn Friðriks eru þrír hópar
líklegastir til þess að taka þátt í að-
gerðum samtakanna. „Það eru þeir
sem eru hreinlega komnir í þrot og
það fjölgar ört í þeim hópi. Síðan er
það hópur sem hefur verið falinn í
kerfinu. Það eru þeir sem eru með
gengistryggð lán í frystingu. Þau
teljast í skilum en þegar þau þiðna
stendur fólk frammi fyrir svo gríð-
arlegri skuldsetningu að því dettur
ekki í hug að reyna að borga.“
Þriðji hópurinn er fólk á fimm-
tugs- og sextugsaldri auk töluverðs
hóps úr millistétt, að sögn Friðriks.
„Réttlætiskennd þessa hóps er of-
boðið. Fólk segist ekki lengur taka
þátt í þessu. Það neitar að láta
hækka hjá sér höfuðstólinn og taka á
sig skuldbindingar sem það kom
engan veginn að. Þetta fólk virðist
einnig vera tilbúið í aðgerðir,“ segir
Friðrik.
Mögulegar aðgerðir auk greiðslu-
verkfalls eru að sögn Friðriks m.a.
uppsögn á ákveðinni þjónustu, flutn-
ingur viðskipta, minnkun veltu og
neyslu, fjármagnsflutningar, mót-
mæli, áskoranir og kærur.
Friðrik leggur áherslu á að Hags-
munasamtök heimilanna hafi aldrei
talað um niðurfellingu skulda, held-
ur að verðbótaþátturinn verði leið-
réttur miðað við hámarksviðmið
Seðlabankans, það er 4 prósent.
ingibjorg@mbl.is
Millistétt einnig ofboðið
Hagsmunasamtök
heimilanna fund-
uðu um aðgerðir
Í HNOTSKURN
»Hagsmunasamtök heim-ilanna voru stofnuð í jan-
úar síðastliðnum. Þau eru
frjáls og óháð hagsmuna-
samtök á neytendasviði.
»Samtökin hafa það meðalannars að markmiði að
knýja fram leiðréttingu verð-
tryggðra og erlendra húsnæð-
islána og jafna ábyrgð milli
lántakenda og lánveitenda, að
því er segir á heimilin.is.
EINUNGIS 6%
bera traust til
Fjármálaeftirlits-
ins og bankakerf-
isins samkvæmt
nýrri könnun
MMR. Traust til
banka og FME
eykst þó frá
könnuninni í des-
ember. Þá sögð-
ust 80,2% bera lít-
ið traust til Fjármálaeftirlitsins en
70,1% nú og 80,1% sagðist bera lítið
traust til bankakerfisins en 71,6%
nú. Um síma- og netkönnun var að
ræða og tóku 845 einstaklingar þátt
í henni 7.-14. maí 2009.
6% treysta FME
en traustið vex
frá desember
FME Lítið traust á
FME en eykst þó.
SLÖKKVILIÐIÐ
á Bíldudal var
kallað að bænum
Otradal í gær
vegna sinubruna.
Þegar slökkvilið-
ið kom á staðinn
hafði ábúanda
tekist að slökkva
eldinn.
Þá var slökkviliðið á Egilsstöðum
kallað að Miðhúsum á Héraði vegna
sinubruna. Þar er skógrækt og var
talin hætta á að eldurinn gæti skað-
að hana, að sögn lögreglu. Greið-
lega gekk að slökkva eldinn og
urðu engar skemmdir á skóginum.
Enn brennur sina
Vel tókst að
slökkva í sinunni.
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
STJÓRNVÖLD munu grípa til stór-
felldra aðhaldsaðgerða á næstu
misserum, auk þess sem skattar
verða hækkaðir til að freista þess að
brúa um 20 milljarða bil á þessu ári.
Gert var ráð fyrir rúmlega 150 millj-
arða halla á þessu ári en útlit er fyrir
að hann verði um 170 milljarðar að
óbreyttu. Því er þörf á aðgerðum hið
fyrsta.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra og Indriði H. Þorláks-
son fjölluðu um stöðuna í ríkisfjár-
málum og áætlanir sem eru
framundan á fundi með þingflokkum
Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna í Þjóðminjasafninu í gær.
Tillögur um niðurskurð og skatta-
hækkanir verða kynntar stjórn-
arandstöðunni á næstunni. Vonast
er til þess að hægt verði að kynna
langtímaáætlun um stefnu í rík-
isfjármálum snemma í næsta mán-
uði. Fyrir liggur að mikill nið-
urskurður verður í ríkisrekstri á
næsta fjárlagaári.
Vinnu við stefnumótun í ríkisfjár-
málum hefur verið hraðað að und-
anförnu, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins, til þess að flýta fyr-
ir því að skilyrði til stýrivaxtalækk-
unar geti skapast. Stýrivextir eru nú
13 prósent en peningastefnunefnd
Seðlabanka Íslands hefur sagt að
vextir kunni að lækka í næsta mán-
uði, náist markmið um skýrari sýn í
efnahagsmálum, þar á meðal í rík-
isfjármálum.
Indriði sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að stefnan í ríkisfjár-
málunum væri að taka á sig skýra
mynd, en verkefnið framundan væri
erfitt. Því myndi fylgja „sársauki“
en það væri ekki óyfirstíganlegt.
Ráðast þarf strax í niðurskurð
Þingflokkar stjórn-
arflokkanna funduðu
Langtímaáætlun
í ríkisfjármálum
Verkefnið ekki
óyfirstíganlegt
Stjórnvöld þurfa að brúa um 20 milljarða króna bil á þessu ári til að halda áætlun Mikill nið-
urskurður á næsta ári Útlit fyrir 170 milljarða króna halla á þessu ári en reiknað var með 150
Morgunblaðið/Golli
Fundað í Þjóðminjasafni Þingmenn stjórnarflokkanna funduðu í Þjóðminja-
safninu í gærkvöldi og fóru yfir hvar skera bæri niður í ríkisfjármálum.