Morgunblaðið - 28.05.2009, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 8. M A Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
143. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«STAR TREK EÐA STAR WARS
EINS OG TVENN
ÓLÍK TRÚARBRÖGÐ
«SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
ÞAÐ ER FRAMTÍÐ
Í FISKINUM
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK
R E Y K J A V Í K U N I V E R S I T Y
VERKFRÆÐI
TÆKNIFRÆÐI
IÐNFRÆÐI
Umsóknarfrestur er til 31. maí
W
W
W
.H
R
.I
S
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær ræningjana tvo, sem brut-
ust inn í einbýlishús við Barðaströnd á Seltjarnarnesi á mánudagskvöldið
var, í gæsluvarðhald til 3. júní. Þriðja mannsins, sem talinn er hafa verið í
vitorði með þeim, var enn leitað í gær. Vitað er hver hann er.
Mennirnir tveir voru yfirheyrðir í gær. Ekki fengust upplýsingar hjá
lögreglu um hvað þar kom fram. Lögreglan handtók ræningjana tvo síð-
degis í fyrradag. Þeir eru báðir fæddir 1989 og hafa áður komist í kast við
lögin. Þýfið hafði ekki fundist síðdegis í gær, að sögn lögreglunnar. | 4
Ræningjarnir verða í gæsluvarðhaldi til 3. júní
Morgunblaðið/Eggert
Gylfi Magnús-
son viðskipta-
ráðherra segir
að með núver-
andi gjaldeyr-
isforða Seðla-
bankans og lítið
innstreymi gjald-
eyris sé engin
von til að halda
genginu föstu.
Það myndi enda
með ósköpum, eins og í síðustu til-
raun sem entist ekki daginn. Hins
vegar finnst honum koma til
greina að skoða þetta sem framtíð-
arlausn.
Meðal þeirra hugmynda sem
stjórnvöld og aðilar vinnumark-
aðarins hafa rætt í viðræðum um
nýja þjóðarsátt, eða stöðugleika-
sáttamála, er að festa gengi krón-
unnar. Hefur verið miðað við að
gengisvísitalan, sem nú er í um 227
stigum, fari niður í 160 til 170 stig,
og evran gæti farið úr 177 krónum
í um 125 krónur. »13
Fastgengisstefnan sem
rætt er um ekki raunhæf
við núverandi aðstæður
Gylfi
Magnússon
Þingflokkar
Samfylking-
arinnar og
Vinstri grænna
funduðu fram á
kvöld í Þjóð-
minjasafninu í
gær og var þar
rætt um nauðsyn-
legar aðgerðir í
ríkisfjármálum.
Þar á meðal þarf
að ráðast í niðurskurðaraðgerðir og
skattahækkanir til að brúa um 20
milljarða bil á þessu ári. Reiknað var
með um 150 milljarða halla á þessu
ári en að óbreyttu verður hann 170
milljarðar. »2
Skera þarf niður til að brúa
20 milljarða bil á árinu
Steingrímur J.
Sigfússon
Heimildir herma að enginn ís-
lenskur sérfræðilæknir starfandi
erlendis vilji koma til starfa á Ís-
landi eins og sakir standa. Nýlega
var auglýst staða geðlæknis á
Landspítalanum, en enginn sótti
um.
Hingað til sýnir reynslan að 80%
af þeim sem fara út í sérnám koma
aftur, en nú eru heimturnar að
sögn verri en nokkru sinni fyrr. »6
Íslenskir sérfræðilæknar
koma ekki heim í ástandinu
Að Lífeyrissjóði verzlunarmanna
undanskildum hafa engar manna-
breytingar orðið í stjórnum stærstu
lífeyrissjóða landsins þrátt fyrir af-
komuna í fyrra.
VIÐSKIPTI
Litlar breytingar
á stjórnum sjóða
Bakkabræður telja aðgerðir skila-
nefnda gömlu bankanna og Nýja
Kaupþings gegn Exista ekkert ann-
að en skemmdarverk. Hugsað sé
meira um persónur en hagsmuni.
Bankarnir beiti
Exista ofbeldi
Skilanefnd Glitnis mun leggja nýju
félagi sem hefur verið stofnað um
starfsemi Sjóvár til fjármagn. Þór
Sigfússon hættir sem forstjóri og
sest Hörður Arnarson í stól hans.
Sjóvá fær nýtt fé
og Þór hættir
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
SJÁLFSTÆÐIS- og framsókn-
armenn náðu í gær samkomulagi um
að leggja fram þingsályktunartillögu
um Evrópusambandið (ESB) í sam-
einingu. Með henni vonast þeir til
þess að fá stuðning frá a.m.k. hluta
þingflokks Vinstri grænna.
Meginatriði tillögu sjálfstæðis- og
framsóknarmanna, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins, er að utanrík-
ismálanefnd Alþingis verði falið það
hlutverk að tryggja að meginhags-
munir Íslands í aðildarviðræðum við
ESB hafi fengið fullnægjandi umfjöll-
un áður en endanleg ákvörðun um að-
ildarumsókn er tekin. Þá er lagt til að
nefndin setji saman greinargerð um
mikilvægustu hagsmuni Íslands
vegna aðildarviðræðna við ESB og
vinni vegvísi sem taki til umfjöllunar
helstu álitamál. Vinnunni skal vera
lokið fyrir 31. ágúst, samkvæmt til-
lögunni. Í vegvísinum skal fjalla um
aðkomu þjóðarinnar að aðildar-
umsókn og staðfestingu samnings,
hvernig viðræðunefnd við ESB skuli
skipuð, með hvaða hætti upplýsingar
berist til Alþingis á meðan aðild-
arviðræður standa yfir og hvaða
stjórnarskrárbreytingar séu nauð-
synlegar í tengslum við inngöngu í
ESB. Þá segir einnig í tillögunni að
tilgreint skuli hvernig opinberum
stuðningi við kynningu á niðurstöðum
viðræðna við ESB skuli háttað, og
áætlun um kostnað liggi fyrir.
Tillagan verður lögð fram í dag.
Össur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra mun einnig tala fyrir
þingsályktunartillögu um ESB í dag
sem ríkisstjórnin hefur samþykkt.
Ljóst er þó að hluti þingflokks Vinstri
grænna mun ekki styðja þá tillögu.
Þreifingar um þennan möguleika
hafa átt sér stað á milli formanna
flokkanna, Bjarna Benediktssonar og
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,
alveg síðan niðurstaða ríkisstjórn-
arinnar í Evrópumálum varð ljós.
Vilja stuðning frá VG
Sjálfstæðis- og framsóknarmenn vilja að utanríkismálanefnd Alþingis undirbúi
mögulega umsókn í ESB Freista þess að þingmenn VG styðji tillöguna
Bjarni
Benediktsson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson