Morgunblaðið - 28.05.2009, Page 17

Morgunblaðið - 28.05.2009, Page 17
Daglegt líf 17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 2009 Bónus Gildir 27. - 31. maí verð nú áður mælie. verð Pepsi, 2 ltr ................................ 129 159 65 kr. ltr Pepsi max, 2 ltr ......................... 129 159 65 kr. ltr Kjörfugl ferskar kjúklingabringur .. 1.498 1.598 1.498 kr. kg Mjúkís frá Kjörís, 2 ltr ................. 498 598 249 kr. ltr Bónus ís, 2 ltr............................ 259 298 130 kr. ltr Myllu heimilisbrauð, 770 g ......... 179 249 232 kr. kg KS frosið lambalæri ................... 1.078 1.198 1.078 kr. kg Bónus hrásalat, 350 g ............... 139 159 397 kr. kg Ferskt salat, 3 teg., 100 g .......... 259 0 2.590 kr. kg Bónus grill grísakótel.og hnakki... 898 998 898 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 28. - 30. maí verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði .............. 1.498 1.798 1.498 kr. kg Lambaprime úr kjötborði ............ 1.898 2.298 1.898 kr. kg Nautapiparsteik úr kjötborði ....... 2.498 2.995 2.498 kr. kg Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.498 1.878 1.498 kr. kg Hamborgarar, 4x80g m/brauði ... 396 548 396 kr. pk. Ofnsteiktur kjúklingur ................. 748 890 748 kr. stk. Lambalæri, frosið ...................... 1.150 1.437 1.150 kr. kg Lambahryggur, frosinn................ 1.254 1.568 1.254 kr. kg Ísfugl kjúklingabringur ................ 1.959 2.798 1.959 kr. kg Hagkaup Gildir 28. maí - 1. júní verð nú áður mælie. verð Ísl. grís, hunangs kr. kótelettur .... 934 1.698 934 kr. kg Ísl. naut, kryddlegið Rib Eye ........ 2.209 3.398 2.209 kr. kg Ferskur kjúklingaleggir................ 584 898 584 kr. kg Bláberjalegin helgarsteik, framp.. 1.731 2.308 1.731 kr. kg Nautalundir, innfluttar ................ 2.999 3.998 2.999 kr. kg Kanillengja................................ 379 549 379 kr. stk. Danskt birkibrauð ...................... 199 299 199 kr. stk. Sól flórídana appels.m/aldinkj. - 199 288 199 kr. ltr Nizzan bitar m/lakkrísk., 340 g ... 499 589 499 kr. stk. Santa M, soft tortillur, 8 stk. ....... 299 427 299 kr. stk. Krónan Gildir 28. maí - 1. júní verð nú áður mælie. verð Krónu kjúklingur, ferskur heill ...... 498 698 498 kr. kg Ungnauta piparsteik .................. 1.898 3.498 1.898 kr. kg Lambalæri kryddað.................... 1.189 1.798 1.189 kr. kg Kindainnanlærisvöðvi................. 1.449 2.251 1.449 kr. kg Kindafille .................................. 1.998 2.698 1.998 kr. kg Kindalundir ............................... 2.098 2.798 2.098 kr. kg Danskar grísalundir.................... 1.299 2.598 1.299 kr. kg Goða kartöflusalat ..................... 249 298 249 kr. pk. Grillborgarar með brauði, 4 stk.... 499 569 499 kr. pk. Nóatún Gildir 28. maí - 1. júní verð nú áður mælie. verð Ungnauta Rib Eye ...................... 2.799 3.998 2.799 kr. kg Grísalundir með sælkerafyllingu .. 1.998 2.998 1.998 kr. kg Lambaframhryggur, kryddaður .... 1.498 1.998 1.498 kr. kg Lambalærissneiðar .................... 1.598 2.498 1.598 kr. kg Lambalærissneiðar, kryddaðar .... 1.598 2.498 1.598 kr. kg Lambasirloin, kryddað................ 1.298 1.798 1.298 kr. kg Lambafille með fiturönd ............. 2.998 3.998 2.998 kr. kg Klaustursbleikja flök................... 1.598 1.798 1.598 kr. kg Ísl. m. kjúklingabringur skinnl...... 1.889 2698 1.889 kr. kg Náttúra klettasalatblanda........... 399 569 399 kr. pk. Þín Verslun Gildir 28. maí - 3. júní verð nú áður mælie. verð Ísfugls kjúklingabringur, úrb. ....... 1.724 2.873 1.724 kr. kg Ávaxtatoppur appelsínu, 2 ltr ...... 179 239 90 kr. ltr Toppur kolsýrt vatn, 2 ltr ............. 179 239 90 kr. kg Tuborg léttöl, 0,5 ltr.................... 85 119 170 kr. ltr Ballerina kremkex, 190 g............ 159 198 837 kr. kg Caj P grillolía, 250 ml ................ 229 289 916 kr. ltr Hunt́s tómatsósa, 680 g............. 245 289 361 kr. kg Neutral þvottaefni, 2 kg.............. 779 998 390 kr. kg Helgartilboðin Grillkjötið á tilboði Morgunblaðið/Golli Nú er það músík og aftur músík og ein flugferð – tengd músík.    Tónlistarhátíðin AIM hefst á morg- un. Margir girnilegir réttir eru á matseðlinum að þessu sinni; m.a. jómfrútónleikar hinnar nýstofnuðu Stórsveitar Akureyrar á Græna hattinum á laugardagskvöldið.    Stórsveitin var stofnuð í vor af ak- ureyrskum tónlistarmönnum, Hjör- leifi Jónssyni skólastjóra og Baldvini Esra Einarssyni, hjá Kimi Records. Stjórnandi og aðalsprauta er Al- berto Carmona, „stórsveit- arundrabarn og saxófónleikari,“ eins og Baldvin Esra orðar það. Alberto flutti til Akureyrar í haust og kennir við Tónlistarskólann.    Reggísveitin Hjálmar og Retro Stef- son ríða á vaðið; hefja AIM á Græna hattinum annað kvöld.    Opnunarhátíð AIM verður reyndar við Höepfnersbryggja kl 17.30 á morgun. Þar hyggst Arngrímur Jó- hannsson flugstjóri „dansa“ á flug- vél sinni undir Flugvalsi Jóns Hlöðv- ars Áskelssonar. Þó ég sé ekki sérstakur áhugamaður um dans verður örugglega gaman að horfa á þennan...    Stórsveit Reykjavíkur ásamt saxó- fónsnillingnum Bob Mintzer kemur fram í Ketilhúsinu kl. 17 á sunnudag og um kvöldið flytur ábreiðuband, með dalvíska söngvarann Eyþór Inga Gunnlaugsson í broddi fylk- ingar, lög Deep Purple. Á sama tíma hefja leik í Populus Tremula Krass- túr Reykjavík! og Sudden Weather Change. Og svo framvegis...    Megas og Senuþjófarnir verða á Græna hattinum, undir merkjum AIM, á miðvikudagskvöldið í næstu viku kl. 21.    Punkturinn verður svo settur aftan við hátíðina fimmtudagskvöldið 4. júní þegar Mótettukór Hallgríms- kirkju flytur nýtt verk eftir Jón Hlöðver Áskelsson í Akureyr- arkirkju.    Stjórnandi Mótettukórsins er Hörð- ur, yngri bróðir Jóns Hlöðvers.    Ört vaxandi fjöldi fólks á Facebook hefur skorað á bæjaryfirvöld, eða bara hvern sem er, að þökuleggja Ráðhústorgið á ný í sumar; 3100 manns síðast þegar ég frétti. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stór sveit Nýstofnuð Stórsveit Akureyrar. Stjórnandi er Alberto Carmona. Sigrún Haraldsdóttir og Jói íStapa köstuðu vísum á milli sín fyrr í vor, en yrkisefnið var vinsæl- asta umræðuefni landsmanna – veðrið. Sigrún átti fyrsta orðið: Eftir strætum flýtur for, fátt nú augað lokkar. Hvergi er til verra vor í veröldinni okkar. Jói í Stapa svaraði að bragði: Svífur um byggðir sunnanátt, sveiflar nöktu strái, hvítum földum hampar hátt Húnaflóinn blái. Sigrún sendi óðar vísu norður: Syðra er í hviðum hvasst, hvín og syngur allt um kring. Bitur kaldinn bítur fast burtu fluttan Húnvetning. Jói í Stapa svaraði: Okkur vermir indælt vor, allar brautir greiðar, meðan um strætin flýtur for fyrir sunnan heiðar. Þá Sigrún: Upp ég drauma óðar spinn út í húmið grátt; ég læt Skálda-Skjóna minn skeiða í norðurátt. Og Jói í Stapa: Þegar borgarböndin herða að bjartri sál er leitar hátt, þá mun Skálda-Skjóna verða skeiðið létt í norðurátt. Loks Sigrún: Morgunsólin milda og hlýja mjúkum strýkur geisla um kinn. Gegnum slæður gylltra skýja geysist skjótti fákurinn. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af vori og vísum Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.