Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi /
stúdíó / íbúð í viku. Stökktu tilboð 16.
júní. Brottför 23. júní 5.000 kr.
aukalega. Sértilboð á Castle Beach /
Timor Sol / Aguamarina kr. 5.000
aukalega. Aukavika kr. 25.000. Auka-
lega fyrir hálft fæði í viku kr. 22.000
fyrir fullorðna og kr. 11.000 fyrir börn.
Allra síðustu sætin!
Stökktu til
Costa del Sol
16. eða 23. júní
frá kr. 49.990 – með eða án fæðis
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætun-
um til Costa del Sol 16. júní í 1 eða 2 vikur og 23.
júní í viku. Í boði er stökktu tilboð, með eða án
fæðis, þar sem þú bókar sæti (og fæðisvalkost) og
4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Einnig eru í boði ótrúleg sértilboð á nokkrum af
vinsælustu gististöðum okkar. Gríptu þetta frá-
bæra tækifæri og njóttu lífsins í sumarfríinu á vin-
sælasta sumarleyfisstað Íslendinga á ótrúlegum
kjörum.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
AF tæplega 18 þúsund starfsmönn-
um ríkisins voru 454 með yfir eina
milljón krónur í laun í marsmánuði
síðastliðnum. Þetta kemur fram í
tölum sem starfsmannaskrifstofa
fjármálaráðuneytisins tók saman í
tengslum við fjárlagagerð, að sögn
Skúla Helgasonar, alþingismanns
Samfylkingarinnar. Hann situr í
vinnuhópi um ríkisfjármál sem er
meðal annars að skoða þessi mál.
Skúli segir að hafa verði þann
fyrirvara á þeim tölum sem fjár-
málaráðuneytið hefur tekið saman
um laun starfsmanna ríkisins, að
einungis sé um að ræða einn mán-
uð, þ.e. marsmánuð. Ekki sé hægt
að gefa sér að mánaðarlaun fyrir
þann eina mánuði gefi alveg rétta
mynd af heildarlaununum. Hins
vegar sé vísbendingin skýr.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra kynnti á ríkisstjórn-
arfundi síðastliðinn föstudag drög
að frumvarpi um að laun stjórn-
enda opinberra hlutafélaga og
stofnana sem eru ákveðin af kjara-
ráði verði aldrei hærri en mánaðar-
laun forsætisráðherra. Mánaðar-
laun forsætisráðherra eru nú 935
þúsund krónur og því lægri en að
minnsta kosti 454 starfsmanna rík-
isins.
Hluti af sátt
„Við stöndum í þeim sporum að
þurfa að spara verulega í útgjöld-
um ríkissjóðs,“ segir Skúli. „Hin
pólitísku skilaboð eru þau að það sé
sanngjarnt að þeir sem mest hafa
beri þyngstar byrðar. Það er ekki
forsvaranlegt að láta niðurskurðar-
hnífinn koma fyrst og fremst niður
á öryrkjum, barnafólki eða öðrum
þeim sem minnst hafa.“
Skúli segir ljóst að það sé engan
veginn einfalt mál að lækka launin
hjá þeim ríkisstarfsmönnum sem
hafi hæstu launin. Margir kjara-
samningar liggi á bak við laun
starfsmanna ríkisins. En skilaboðin
til kjararáðs séu skýr. „Ég held að
þetta sé hluti af því að ná sátt í
þjóðfélaginu um aðgerðir sem
verða erfiðar og sársaukafullar.
Fólk verður að hafa fullvissu fyrir
því að verið sé að fara fram af
sanngirni og haft sé að leiðarljósi
að þeir sem best standa þurfi að
láta mest af hendi rakna,“ segir
Skúli Helgason.
Mikið hægt að spara
Samtals 454 starfsmenn ríkisins með yfir milljón krónur í laun í marsmánuði
Sanngjarnt að þeir sem mest hafa beri þyngstar byrðar, segir þingmaður
» Um helmingur var með undir 400 þúsund í mars
» Undir kjararáð heyra 648 starfsmenn
» Af þeim voru 23 með yfir milljón í laun í mars
HVAÐ ætli þeir séu að hugsa, litlu heimspeking-
arnir sem fylgdust með ýmsum atriðum sem
sýnd voru úr söngleiknum Söngvaseið í Kringl-
unni í gær? Kannski dreymir suma þeirra um að
verða leikarar á sviði einn góðan veðurdag, rétt
eins og krakkarnir sem taka þátt í þessum vin-
sæla og sígilda söngleik. Þau voru í það minnsta
mörg hver agndofa börnin sem sátu eins og engl-
ar og fylgdust með því sem fram fór.
SÖNGVASEIÐUR SEIÐIR UNGU KYNSLÓÐINA
Morgunblaðið/Eggert
FUNDUR ríkisstjórnarinnar með aðilum vinnumarkað-
arins, vegna stöðugleikasáttmála og væntanlegar niður-
skurðaraðgerðir til að ná niður halla á ríkissjóði, sem
haldinn var síðastliðinn laugardag, var ágætur. Þetta er
mat þeirra Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísa-
firði og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, og
Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands,
sem báðir voru á fundinum ásamt fleirum. Þeir segja þó
að engin niðurstaða hafi orðið af fundinum og því sé engin
tíðindi hægt að flytja af honum.
Halldór segir að allt sem sett hafi verið fram á fund-
inum með ríkisstjórninni hafi verið kynnt í trúnaði og eft-
ir eigi að vinna ýmis mál frekar en gert hefur verið. Hann
segist vona að mál muni skýrast betur í þessari viku. Það
verði að fara að klára þessi mál.
„Mér fannst þetta vera ágætis áfangi. Og ég tel að rík-
isstjórnin sé að reyna að ná sátt sem flestra, sem er mjög
erfitt verkefni,“ segir Halldór. Þá segir hann að frekari
fundir séu væntanlegir, líklega í þessari viku. Hann seg-
ist alls ekki vera svartsýnn á framhaldið. Þetta sé lykill-
inn að því að hægt sé að byggja upp bjarta framtíð hér á
landi á komandi árum.
Eiríkur segir að það sé alltaf gott þegar fólk tali sam-
an. „Það var verið að fara yfir möguleikana sem eru í
stöðunni, en engar ákvarðanir voru teknar.“ Hann segist
gera ráð fyrir að línur muni væntanlega skýrast á allra
næstu dögum. gretar@mbl.is
Segja samráðsfundinn
hafa verið ágætan
Morgunblaðið/Eggert
Fundur Kristján Möller, samgönguráðherra, mætir til
fundar ríkisstjórnarinnar í ráðherrabústaðnum.
Rætt um stöðugleika, niður-
skurðaraðgerðir og fleira
Forsætisráð-
herrar Norður-
landanna funda á
Egilsstöðum.
Komu þeir í gær
og halda áfram í
dag. Jóhanna
Sigurðardóttir
forsætisráðherra
gerði grein fyrir
undirbúningi að
umsókn Íslend-
inga um aðild að Evrópusambandinu
þar sem Svíar taka við formennsku í
næsta mánuði.
Jóhanna Sigurðardóttir stýrir
fundinum en Íslendingar eru nú í
forystu í norrænu ráðherranefnd-
inni. Auk íslenska forsætisráð-
herrans sitja fundinn Lars Løkke
Rasmussen, nýr forsætisráðherra
Dana, Jens Stoltenberg, forsætis-
ráðherra Noregs, Frederik Rein-
feldt, forsætisráðherra Svíþjóðar og
Matti Vanhanen, forsætisráðherra
Finnlands. Halldór Ásgrímsson,
framkvæmdastjóri Norrænu ráð-
herranefndarinnar og Sinikka Bo-
hlin, forseti Norðurlandaráðs, munu
einnig sitja fundinn.
Fundurinn er reglubundinn sam-
ráðsfundur ráðherranna. Fjallað er
um ýmis alþjóðamál, meðal annars
alþjóðlegu fjármálakreppuna og
loftslagsmál. Meðal annars er rætt
um mál sem fjallað er um hjá Evr-
ópusambandinu. Þá munu ráðherr-
arnir skoða sig um á Fljótsdals-
héraði.
Gerði grein
fyrir ESB-
umsókn
Jóhanna
Sigurðardóttir
Forsætisráðherrar
Norðurlandanna hitt-
ast á Egilsstöðum
ÞRENNT var flutt á slysadeild eftir
harðan árekstur tveggja bíla á
gatnamótum Holtavegar og Sæ-
brautar síðdegis í gær. Þá varð
árekstur í Mosfellsbæ um hádegisbil
þar sem fólksbíl á öfugum vegar-
helmingi var ekið framan á jeppa. Í
því tilviki var fernt flutt með sjúkra-
bíl til aðhlynningar. Að öðru leyti
gekk helgarumferðin áfallalítið, að
sögn varðstjóra lögreglunnar.
Umferð um Suður- og Vestur-
landsveg frá vinsælustu sumardval-
arstöðunum gekk sömuleiðis vel fyr-
ir sig rétt eins og lögreglumenn sáu í
eftirlitsferðum.
Tveir
árekstrar