Morgunblaðið - 15.06.2009, Side 10

Morgunblaðið - 15.06.2009, Side 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009 Stöð 2 sagði frá því í gærkvöldi aðniðurfelling persónulegra ábyrgða fyrrverandi lykilstarfs- manna gamla Kaupþings á lánum vegna hlutabréfakaupa myndi standa.     Finnur Sveinbjörnsson, banka-stjóri Nýja Kaupþings, sagði frá því í samtali við Stöð 2 að svo virtist sem lagaheimildir skorti til að snúa ákvörðun fyrrverandi stjórnar Kaupþings, undir forystu Sigurðar Einarssonar, um niðurfellingu ábyrgðanna við. Gjörningurinn virtist því óaft- urkræfur.     Ef þessi nið-urstaða stenzt, er það hróplegt ranglæti. Ef hún stenzt lög, eru það vitlaus lög.     Tökum skýrt og einfalt dæmi aftveimur hluthöfum í gamla Kaupþingi. Báðir taka lán fyrir hlutabréfakaupum og vonast auðvit- að til að hlutabréfin hækki í verði, þannig að þeir geti endurgreitt lánið og auk þess hagnazt á viðskiptunum.     Þegar hlutabréfaverðið tekur aðfalla og útlitið verður sífellt dekkra, fara báðir hluthafarnir að ókyrrast. Rétt fyrir hrun fær annar persónulega ábyrgð sína á skuldinni niðurfellda. Hinn fær enga niðurfell- ingu. Nokkrum dögum síðar eru hlutabréf beggja einskis virði.     Síðarnefndi hluthafinn hefur full-an rétt á að vera öskureiður yfir þessari mismunun. Það á líka við um allt hitt fólkið, sem hefur horft upp á eignir sínar hrapa í verði, án þess að fá nokkra niðurfellingu skulda.     Þótt starfsmenn Kaupþings munisennilega þurfa að greiða skatt af niðurfellingunni, getur almenn- ingur tæpast unað þessu ranglæti. Sigurður Einarsson Óafturkræft óréttlæti? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 11 skýjað Lúxemborg 26 heiðskírt Algarve 34 skýjað Bolungarvík 10 rigning Brussel 21 skýjað Madríd 31 heiðskírt Akureyri 10 skýjað Dublin 19 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Egilsstaðir 9 rigning Glasgow 18 þrumuveður Mallorca 35 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 11 léttskýjað London 22 heiðskírt Róm 30 heiðskírt Nuuk 6 heiðskírt París 26 skýjað Aþena 30 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Amsterdam 20 léttskýjað Winnipeg 19 heiðskírt Ósló 15 heiðskírt Hamborg 19 skýjað Montreal 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Berlín 21 heiðskírt New York 19 alskýjað Stokkhólmur 10 skúrir Vín 28 léttskýjað Chicago 21 léttskýjað Helsinki 16 heiðskírt Moskva 21 alskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 15. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.19 1,1 11.27 3,0 17.30 1,2 23.50 3,1 2:57 24:01 ÍSAFJÖRÐUR 0.42 1,8 7.18 0,6 13.13 1,6 19.18 0,8 1:34 25:34 SIGLUFJÖRÐUR 3.09 1,1 9.26 0,3 15.54 1,0 21.43 0,5 1:17 25:17 DJÚPIVOGUR 2.17 0,8 8.18 1,7 14.27 0,8 20.43 1,7 2:12 23:44 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag Austlæg átt, 8-13 m/s og rign- ing með köflum, en heldur hægari og þurrt að mestu á norðaustanverðu landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast NA-lands. Á miðvikudag (lýðveldisdagur) Austan- og norðaustanátt, skýj- að og víða rigning eða skúrir. Hiti 8 til 15 stig. Á fimmtudag Norðanátt og rigning eða súld á N- og A-landi, en bjartviðri S- lands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast syðst. Á föstudag Breytileg átt og sums staðar skúrir. Fremur svalt. Á laugardag Útlit fyrir suðlæga átt og hlýn- andi veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og sums staðar skúrir, einkum síð- degis. Hiti yfirleitt 8 til 15 stig. RANNSÓKNARNEFND flugslysa í Bretlandi rannsakar flugatvikið þegar reykur barst inn í þotu Icelandair fyrir tíu dögum og flugstjórinn lýsti yfir neyðarástandi. Fulltrúar rannsóknarnefndarinnar komu hingað til lands til að taka skýrslur af áhöfn- inni og hreyfillinn er rannsakaður í Bretlandi. Þotan var á leið frá París til Íslands 4. júní þegar mikill reykur barst inn í flugvélina og vélin hélt ekki jafnþrýstingi. Um borð voru 148 farþegar. Flug- stjórinn slökkti á öðrum hreyfli vélarinnar og lýsti yfir neyðarástandi. Hann sneri vélinni til næsta til- tæka flugvallar sem var Gatwick við Lundúnir þar sem vélinni var lent heilu og höldnu. Rannsóknarnefnd flugslysa á Íslandi skipaði full- trúa við rannsóknina, samkvæmt alþjóðlegum sátt- málum, og á þar með aðild að rannsókninni þótt henni sé stjórnað af Bretum. Þorkell Ágústsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, segir að rann- sókn standi yfir og hann geti ekki sagt til um hve at- vikið var alvarlegt. „Flugstjórinn bregst við og hef- ur stjórn á flugvélinni. Þetta fór allt vel.“ Skipt var um hreyfil í þotunni. Þegar hún fór í áætlunarflug til Bergen, sitt fyrsta eftir atvikið við Bretland, kom reykur úr jafnþrýstibúnaðinum. Flugstjórinn sneri vélinni til Keflavíkur í varúðar- skyni. helgi@mbl.is Bretar rannsaka bilun í farþegaþotu Í HNOTSKURN »Neyðarástandi var lýst yfir í flugatvik-inu við Bretland 4. júní. Vélin, sem er frá Icelandair, lenti heilu og höldnu á Gat- wick-flugvelli. »Þotan fór í sitt fyrsta áætlunarflug eftirviðgerð 10. júní. Leifar af reyk úr jafn- þrýstibúnaði bárust inn í farþegarýmið og var vélinni snúið við. Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hóf sumarstarfsemi sína í byrjun mánaðarins. Nú eins og jafn- an áður verður í gangi sýning á safn- inu sem nú ber heitið „Hring eftir hring“. Um er að ræða verk þriggja kvenna, Rósu Helgadóttur, Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur og Krist- veigar Halldórsdóttur. Við opnun safnsins kynnti Elín S. Sigurð- ardóttir forstöðumaður safnsins endurútgáfu á bókinni „Vefnaður á íslenskum heimilum á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar“ eftir Halldóru Bjarnadóttur. Bókin var upphaflega gefin út árið 1966 og hefur verið ófá- anleg um langa hríð. Safnið verður opið alla daga í sumar frá kl. 10-17 fram til 31. ágúst. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Bók kynnt Elín Sigurðardóttir við eitt verka Rósu Helgadóttur á safninu. Vefnaðarbók Halldóru Bjarnadóttur aftur til Í HNOTSKURN »Vefnaðarbók HalldóruBjarnadóttur er grund- vallarrit um vefnað á Íslandi og sígilt rit fyrir þá sem vilja afla sér traustrar undir- stöðuþekkingar á vefnaði og tóvinnu á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.