Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 29
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Stóra sviðið) Ekki missa af Djúpinu, aðeins þrjár sýningar eftir! Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Djúpið (Litla sviðið) Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Lau 20/6 kl. 19:00 stóra svið Lau 27/6 kl. 19:00 stóra svið Fös 3/7 kl. 19:00 stóra svið Lau 11/7 kl. 19:00 stóra svið Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Fim 18/6 kl. 20:00 Fös 19/6 kl. 20:00 Sun 21/6 kl. 20:00 Fim 18/6 kl. 20:00 E N N E M M / S ÍA / N M 3 7 4 4 9186 / AKRANES • Við leggjum okkur fram um að veita þér persónulega þjónustu. • Við förum yfir kjörin sem þér bjóðast og svörum spurningum þínum. • Við veitum einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja fjármálin. María gengur á Akrafjallið einu sinni í viku. Hún og 15 aðrir taka vel á móti þér á Akranesi. Komdu við í útibúinu að Þjóðbraut 1 á Akranesi eða hringdu í okkur í síma 410 4000. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009 Helgi Þórsson hlýtur aðlæða einhverjumundra-eter út í rab-arbaravínið sem hann bruggar norður í Kristnesi. Í yfir tuttugu ár hefur hann ásamt bræðrum sínum og frændum rekið hina einstöku sveit Helga og hljóð- færaleikarana, helstu költ-sveit landsins en auk þessa skrifar Helgi bækur, heldur listsýningar, sinnir búi og börnum og klæðskerasaum- ar föt í miðaldastíl ásamt konu sinni, Beate Stormo, sem er járn- smiður. Fyrir grátónaðan borg- arbúann er líf Helga sveipað töfr- um; það er einhver óendanlegur rómans bundinn í allt sem hann og hans fólk gerir. Nýjasta uppátækið er svo þessi metnaðarfulli söng- leikur, byggður á Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Þar stefnir Helgi í raun öllu sínu marg- háttaða sýsli saman í einn bing. Hér segir af ævintýrum Eiríks rauða, Þórhalls veiðimanns og Þor- finns karlsefnis. Sagan gerist í upphafi á Grænlandi en svo færast leikar til Vínlands þar sem „Græn- lendingarnir“ komast í kynni við skrælingja en þau kynni hafa á endanum voveiflegar afleiðingar. Fleiri persónur leika allstórar rull- ur, svosem þrællinn Tyrkir, Frey- dís dóttir Eiríks, Guðríður kona Þorfinns o.fl. Helgi hefur unnið handrit upp úr sögunum sem býr yfir allvíðu tilfinningarófi. Það er drama, gam- an og hasar í bland sem er svo reglulega brotið upp með tónlist og er hún að sama skapi fjölbreytt; ballöður, þjóðlagapönk, hefðbundið „söngleikjarokk“, millistef og meira að segja reggí, allt eftir því hvaða stemning er í gangi. Leik- myndin er mikil listasmíð, praktísk og úthugsuð og búningarnir ein- stakir. Víkingalegir já, en saum- aðir sumpart í æsilegt latex sem rokkar þá vel upp. Sjón er sögu ríkari. Einna hressilegast við sýn- inguna var hversu „mannlegar“ og breyskar aðalpersónurnar voru. Ákveðin gróteska, velkomin gró- teska, gáraði undir allri framvind- unni. Á sviðinu voru ekki stál- slegnar hetjur sem hoppuðu hæð sína í loft upp í fullum herklæðum. Þvert á móti var nokkuð slarksamt í Vínlandi, sem bar þannig nafn með rentu. Það rann t.a.m. ekki af Þórhalli veiðimanni allan tímann og Þorfinnur karlsefni var tauga- veiklaður foringi með allt niður um sig. „Karlmennin“ hugsuðu mest um að fá á broddinn og brennivínið var ávallt innan seilingar. Eiríkur rauði, uppstökkt stertimenni, vék sér undan Vínlandsferðinni og laug til um krankleika. Konurnar voru hins vegar sterkar og ákveðnar og komu mönnunum oftar en einu sinni niður á jörðina. Það hefur semsagt lítið breyst í áranna rás! Heilt á litið var þetta afar til- komumikil sýning og í raun ótrú- legt hverju hægt er að áorka með litlu öðru en heilnæmum áhuga, trú og einurð. Eðlilega voru þó einhver merki um að þetta væri áhugamannasýning. Leikur var misjafn og hugsanlega hefði mátt stytta einhver atriðin. Svo ég tíni nú til einhverjar ambögur. Hljómsveitin stóð til hliðar við sviðið og lék, uppdubbuð í til- hlýðileg föt. Það var magnað að fylgjast með höfundinum, Helga, þar sem hann sat með augun lukt aftur á meðan atriðin voru í gangi og var greinilega að fara með texta leikaranna í huganum. En hann var líka með hlýlegt, styrkjandi bros á vörum, sem og aðrir í sveit- inni. Þessi andi sveipaði sýninguna, þar sem allir lögðust á eitt um að koma henni heilli í höfn. Gegnheil ástríðan skein úr hverjum andlits- drætti í uppklappinu og það mátti greina gleðirík hamingjuöskur alla leið úr búningslefanum eftir að tjaldið var fallið. Vínlendingar áttu sviðið þetta kvöld – og voru full- komlega vel að því komnir. Morgunblaðið/Eggert Víkingar á Vínlandi „Leikmyndin er mikil listasmíð, praktísk og úthugsuð og búningarnir einstakir.“ Heimilisleg brjálsemi Þjóðleikhúsið Vínland  Rokksöngleikurinn Vínland eftir Helga Þórsson, sem hefur verið sýndur í Freyvangsleikhúsinu í Eyjafjarðarsveit við miklar vinsældir, var valinn athygl- isverðasta áhugaleiksýning ársins af Þjóðleikhúsinu. Sýning var því sett upp þar síðastliðinn föstudag. ARNAR EGGERT THORODDSEN LEIKLIST EINS og sagt var frá fyrir helgi hef- ur bandarískt framleiðslufyrirtæki, Reveille Productions, tryggt sér rétt- inn á endurgerð hinnar alíslensku Næturvaktar fyrir bandarískt sjón- varp. Reveille Productions hefur á fer- ilskránni þætti á borð við Ugly Betty og The Office. Það er því trúlega ekki tilviljun að Næturvaktin skyldi hafa höfðað til hæstráðenda þar á bæ, allavega sagðist framleiðandinn Howard Owens sjá talsverð líkindi með Næt- urvaktinni og hinni bandarísku út- gáfu The Office. „Okkur fannst kominn tími til að ráðast í aðra gamanþáttaröð sem gerist á vinnustað,“ sagði hann og bætti við að húmorinn í þáttunum ætti eftir að þýðast vel yfir til banda- rískra sjónvarpsáhorfenda. „Það er þessi kaldhæðni gáfu- mannahúmor sem ég veit að svo margir leita eftir í sjónvarpsþáttum.“ Menn geta svo haft gaman af því að finna sameiginlega eiginleika Georgs Bjarnfreðarsonar í Næt- urvaktinni og skrifstofustjórans Michael Scott (sem hét David Brent á hinni bresku skrifstofu) í The Of- fice. Enn meira vinnustaðagrín Verður hin bandaríska Næturvakt látin leysa The Office af hólmi? Yfirmenn dauðans Hvorn myndir þú frekar vilja hafa sem yfirmann þinn, Georg Bjarnfreðarson eða Michael Scott?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.