Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2009 ✝ Geirþrúður Guð-rún Kjartansdóttir fæddist í Reykjavík 10. júní 1935. Hún lést á líknardeild L5 á Landakoti 4. júní 2009. Foreldrar henn- ar voru Sturlína Þór- arinsdóttir frá Sæbóli í Aðalvík, f. 30. júní 1905, d. 12. mars 1994 og Kjartan Ólafsson frá Reykjavík, f. 12. ágúst 1909, d. 1946. Systir Geirþrúðar er Esther Þorgrímsdóttr, f. 14. jan. 1942, maki Páll Gunn- arsson. Geirþrúður bjó í Reykjavík fram yfir 20 ára aldur. Árið 1956 kynntist hún Hreini Jóhannssyni, f. 26. nóv- ember 1937 og hófu þau búskap í 13. jan. 1961, maki Steinþór D. Kristjánsson, f. 1948. Börn þeirra eru Egill, f. 1991, Hreinn Logi, f. 1992, og Jóhanna, f. 2004. 3) Sturla Jóhann, f. 13. maí 1971, maki Guð- rún Helga Hamar, f. 1974. Börn þeirra eru Ísold, f. 2005, Haraldur, f. 2006 og Katla, f. 2009. Geirþrúður lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og síðar frá húsmæðraskóla á Risby í Noregi á árunum 1955 til 1956. Hún sinnti margvíslegum störfum um ævina svo sem framreiðslu á Brytanum, verslunarstörfum í Skóbúð Reykja- víkur og síðar sem verslunarstjóri á Laugavegi 20. Síðar vann hún ýmis skrifstofustörf, meðal annars í Grænmetisverslun landbúnaðarins en lengst af sem ritari í Gagnfræða- skólanum í Garðabæ og síðar Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Geir- þrúður tók virkan þátt í félagsstarfi í Garðabæ svo sem í Lionsklúbbnum Eik, Kvenfélaginu og Hjónaklúbbi bæjarins. Útför Geirþrúðar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 15. júní, og hefst athöfnin klukkan 13. Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðrún Jónasdóttir frá Öxney á Breiðarfirði, f. 24. júní 1914, d. 4. maí 2007 og Jóhann M. Hallgrímsson frá Ytri- Sólheimum í Mýrdal, f. 23. september 1911, d. 1. janúar 1982. Geirþrúður og Hreinn gengu í hjónaband í júní 1958. Árið 1960 fluttust þau í Garðabæ og bjuggu þar æ síðan. Börn þeirra eru: 1) Kjartan, f. 30. jan. 1958, maki Sig- ríður Árný Sævaldsdóttir, f. 1956. Börn þeirra eru Geirþrúður María, f. 1985, maki Hjörtur Hjartarson, f. 1981, Ríkey, f. 1989, Sæþór Pétur, f. 1993 og Jara, f. 1995. 2) Guðrún, f. Elsku mamma ! Nú ert þú horfin á braut. Eftir sitjum við hér í Hörpulundi í sorg. Nú eiga Jóhanna, Egill og Hreinn enga ömmu lengur að koma til. Njóta athygli þinnar og ástúðar og smágjafa sem þú varst svo flink að gleðja okkur með. Í upphafi lífs þíns varst þú lítil og viðkvæm og lögð í bómull í skókassa svo þú héldir hita og gætir lifað. Þá sást strax að í þér eru fínir en mjög sterkir strengir sem voru óbilandi allt til hinstu stundar. Strengir sem stóðust allar raunir og öll áhlaup. Þeir byggðust á reisn, æðruleysi, léttleika og gleði sem alltaf fylgdu þér. Líf þitt hefur sjaldnast verið ein- falt og mikið hefði ég unnt þér létt- ara lífs og fleiri tækifæra til að sýna hvað í þér bjó og að þú fengir að njóta þín. En líf okkar allra er margslungið og við ráðum ekki alltaf við misfell- urnar sem verða á vegi okkar. Þið pabbi áttuð ykkar erfiðu stundir en kærleikurinn var alltaf fyrir hendi og i yfir 50 ár hafið þið staðið saman í blíðu og stríðu. Í þessum miklu veikindum sem þú þurftir að ganga í gegnum í lífinu hefur þú staðið hnarreist og æðru- laus. Farið í gegnum 3 krabbamein og fleiri alvarlega sjúkdóma. Þegar ég tilkynnti þér að sjúkdómurinn væri of langt genginn og engin lækning fyndist við honum huggaðir þú mig. Sagðir að þú værir ekki hrædd við að deyja og þetta væri allt í lagi. Talaðir við pabba og sagð- ir að nú yrði hann að læra á þvotta- vélarnar og þurrkarann. Þegar þú varst lögð inn á líkn- ardeild Landakotsspítala spurði starfsfólkið hvernig þér liði í þess- um aðstæðum. Þú baðst þær að hafa ekki áhyggjur af þér. Þú hefðir svo margar góðar minningar að ylja þér við. Á þinni hinstu stundu voru þín seinustu orð að þakka okkur öllum fyrir og biðja Guð að blessa okkur. Þarna stóðum við öll í kringum þig og skynjuðum hversu stór þú varst æðrulaus og reist. Elsku mamma, mínar innilegustu þakkir fyrir þann tíma sem ég fékk með þér. Ég hef metið þig meira og meira með árunum (þú skaust inn sjálf að það væri nú kominn tími til) og skynjað þína sterku flottu strengi. Þú sem varst svo smá og fínleg varst sterkust að lokum. Guðrún Hreinsdóttir. Í dag kveðjum við Geiru ömmu. Minningarnar sem hún skilur eftir í hjörtum okkar eru óteljandi. Marg- ar þessara minninga tengjast eld- húsinu í Garðabænum þar sem amma hristi fram úr erminni hverja kökuna á fætur annarri. Ömmu var mjög annt um að enginn færi svang- ur frá henni. Amma hugsaði alltaf vel um barnabörnin sín, hvort sem þau voru hálffullorðin eða unga- börn. Við eigum ófáar minningarnar þar sem hún sat á þvottahúströpp- unum í sólbaði, lánaði okkur hnífa til þess að hreinsa mosann á milli steinhellnanna, meðan afi þreif bíl- inn. Það var ávallt gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa í Garða- bæ. Minningarnar um búningaleiki í fínu kápunum hennar ömmu, jafnvel með refinn góða um hálsinn. Það er varla hægt að segja í orðum hversu dásamleg manneskja hún amma okkar var. Það er því harla vonlaust að telja upp þær minningar sem við eigum, en það eru einmitt þær sem mun ylja okkur um hjartarætur þegar sú sorg og sársauki sem nú fyllir hjarta okkar loks víkur. Hvíl í friði, elsku amma. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þó hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (Matthías Jochumsson.) Geirþrúður María, Ríkey, Sæþór Pétur og Jara Að leiðarlokum viljum við kveðja Geirþrúði mágkonu okkar með ljóði Þórunnar Sigurðardóttur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Unnur Ragnars, Sigríður Jóhannsdóttir, Brynja Jóhannsdóttir. Stutt bréf til Geiru frænku. Elsku frænka. Ég fagna því, að þú hefur nú öðlast frið og hvíld frá þjáningarfullum sjúkleika. Um leið harma ég brottför þína. En ég er líka sannfærður að margar fram- réttar hendur hafa umvafið þig ást og kærleika á ströndinni handan húmtjaldanna og þakkað þér fyrir lífið þitt, gjafir þínar og gæsku. Sjálfur þakka ég þér góðu stund- irnar á barns- og unglingsárunum og vinafundi af og til. Ég þakka þér fyrir gleðina, góða skapið, hláturinn dillandi og smitandi, þína ljúfu skaphöfn og allt það, sem þú lagðir til lífs míns. Ég minnist framgöngu þinnar, kvikra hreyfinga, snöggra viðbragða í orðum og æði og hvern- ig brosið þitt náði til augnanna. Við urðum ekki samferða nema skamma stund, lífið leiddi okkur í ólíkar átt- ir. En fagnaðarfundi áttum við stundum á stórhátíðum. Ég veit að þú áttir misbjarta daga og að lang- varandi veikindi tóku sinn toll. Þeim tókst þú með stóískri ró og æðru- leysi, sem sýndi styrk þinn og ein- læga trú á eina alveldissál. „Bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra sein- ast“. Nú eru margir áratugir að baki frá því „allt var í grænum sjó“ í Skipasundinu. Þeir hafa liðið hratt og aldrei verður tíminn jafn afstæð- ur og þegar dauðinn brýtur stunda- glas vina og ættingja. Kannski hefð- um við mátt nýta tímann betur, styrkja ættartengslin og mannlegu samskiptin. En nú treystum við nýrri kynslóð til að taka upp kyndil- inn og bera hann áfram. Elsku Geira. Það er ekki fjöl- menninu fyrir að fara í ættinni okk- ar. Karlarnir fóru margir ungir í sjóinn og konurnar, útslitnar af striti, fylgdu fast á eftir. Og svo fækkar í okkar kynslóð. Guðmundur skólaskáld segir á einum stað: Hérna lágu léttu sporin, löngu horfin, sama veg: Sumarblíðu sólskins-vorin saman gengu þeir og ég, vinir mínir – allir, allir, eins og skuggar liðu þeir inn í rökkur-hljóðar hallir, hallir dauðans – einn og tveir, einn – og – tveir! (Guðmundur Guðmundsson.) Og þetta er gangur lífsins, okkar og allra hinna. Ég sakna þín og bið alveldissálina einu að gæta þín um eilífð alla og færa Hreini og fjöl- skyldunni huggun í sorg þeirra og harmi. Þinn, Árni Gunnarsson. Traustur vinur er örugg vörn, finnir þú slíkan áttu fjársjóð fundinn. Traustur vinur er verðmætari öllu, á engan kvarða fæst gildi hans metið. Svo segir í Síraksbók. Þessi orð eiga vel við þegar kær vinkona er kvödd. Við hittumst fyrst 10 ára gamlar í Laugarnesskólanum. Borgardæt- urnar, þær Geira og Gréta og svo Inga að vestan og Ebba að norðan. Við urðum vinkonur og stofnuðum saumaklúbb, bara fjórar, ekki var þörf á fleirum. Þessi vinátta hefur haldist í um sextíu ár og styrkst með ári hverju. Nú erum við þrjár eftir, Geira okkar farin eftir óend- anlega erfið veikindi. Það eru mikil verðmæti að hafa átt slíka vinkonu sem hana, sem stóð með okkur með- an á móti blés og tók þátt í gleði- og hamingjustundum. Vinkonu sem hægt var að treysta og tók málstað okkar þegar vegið var að. Við þökk- um henni vináttu áranna mörgu og geymum í minningunni mynd af ljóshærðu stúlkunni með fallegu bláu augun, tápmiklu stúlkunni sem alltaf sagði meiningu sína umbúða- laust, svo að stundum fannst sumum okkar nóg um. En hreinskilni og sterk réttlætiskennd var henni í blóð borin. Slíkir vinir eru ómet- anlegir. Við fermdumst allar hjá séra Garðari Svavarssyni, tókum þátt í stofnun unglingadeildar KFUK á Laugarnesi og höfðu þau samtök mikil áhrif á líf okkar. Ung- lingsárin okkar voru á tímum gaber- díndragta, nælonsokka og hælah- árra skóa, og strætó var aðalfarartækið. Engin okkar hafði sér herbergi, þannig að öll leynd- armál og draumar voru helst rædd í ganginum hjá einhverri okkar og fengum við stundum ávítur fyrir. Leiðir skildust, sumar festu ráð sitt fyrr en aðrar. Í bréfum sem Geira sendi til Ebbu í Ameríkunni, sagði hún henni frá unga manninum honum Hreini. Hann var blessun hennar í lífinu og héldu þau upp á gullbrúðkaupið sitt í fyrra. Geira hefur átt við mikil veikindi að stríða síðustu árin, og hefur tekið þau með stillingu og æðruleysi. Hún á einstaka fjölskyldu sem hefur um- vafið hana kærleika sínum. Börnin, þau Kjartan, Guðrún og Sturla, ásamt fjölskyldum hafa hlúð að henni sem best þau gátu, þó enginn sem maðurinn hennar, hann Hreinn, sem varla vék frá henni. Síðastliðna tvo vetur höfum við farið til Tenerife, fyrri veturinn vorum við átta saman, en nú í vetur fækk- aði í hópnum svo að við vorum að- eins fimm. Við nutum þess að vera saman og gerðum það besta úr öllu, þó hinna vinanna væri saknað. Geira naut sín og lét ekki verki í veikum líkamanum hindra það. Hreinn keyrði hana um allt í hjóla- stólnum og við áttum yndisstundir þennan mánuð, sem dvelja nú í minningunni meðan lifir. Ég vil ljóða um Drottin meðan lifi, lofsyng Guð meðan ég er til, og með lofsöng líka héðan fara, loks er endar jarðneskt tímabil. Ég vil þakkir Guði þúsund færa, þakka fyrir líf og hverja gjöf. (Hugrún.) Þetta eru vers úr sálminum okkar í UD KFUK, í kjallaranum í Laug- arneskirkju, og með honum kveðj- um við vinkonu okkar með þakklæti fyrir allt og allt. Ebba Sigurðardóttir, Inga H. Wessman, Margrét Leósdóttir. Mig langar að minnast góðrar konu með örfáum minningarbrot- um. Það mun hafa verið árið 1958, sem við Geira hittumst fyrst. Ástæðan var sú að eiginmenn okkar höfðu ákveðið að reisa parhús yfir fjölskyldur sínar í Garðabæ (sem þá hét Garðahreppur). Skilyrði yfir- valda hreppsins voru að húsið yrði tvílyft, í samræmi við nágrennið. Ekki var farið með ofsahraða í framkvæmdirnar, enda ekki vöruúr- val til framkvæmdanna eins og síðar varð. Seinni hluta árs 1961 fluttu fjöl- skyldurnar svo inn í nýja húsið. Þar sem við Geira komum báðar úr Reykjavík fannst okkur víðáttan mikil utan- sem innandyra. Þarna var gott að ala upp börn. Þar sem áður voru kindur á beit og tilheyr- andi búskapur, er Hraunsholtstúnið orðið þétt byggt og allt leiksvæði barnanna horfið undir steinsteypu. Samvinna okkar síðar hvað varð- aði staðsetningu lóðar o.fl. tókst með afbrigðum vel, við vorum einatt sammála hvað gera þurfti og hvern- ig: þessi samvinna stóð samfleytt í rösk 40 ár. Við Geira göntuðumst oft með það að það hlyti að stafa af því að við vorum fæddar undir sama stjörnumerki. Það er vissulega þakklætisvert að vera í nábýli við slíkt fólk sem Geira og Hreinn eig- inmaður hennar, voru mér og mín- um, ekki síst þegar sorgin knúði dyra. Kæri Hreinn, missir þinn og barna þinna er mikill, en minning- arnar lifa. Ég og börn mín þökkum Geiru samfylgdina og vottum ykkur inni- lega samúð okkar og óskum ykkur Guðs blessunar í lífi og starfi. Guðfinna Snæbjörnsdóttir. Kveðja frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ Í dag kveðjum við Geirþrúði Kjartansdóttur, fyrrum félaga okk- ar og samstarfsmann í FG. Geirþrúður var skólaritari í mörg ár í Garðaskóla í Garðabæ. Hún sá síðan um skrifstofuhald í framhalds- deildum skólans á árunum 1978- 1984 og áfram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eftir stofnun hans 1984. Skólinn var þá lítill, húsnæði þröngt og návígi starfsmanna og nemenda meira en gerist í hinum stærri skól- um. Við höfðum það oft á tilfinning- unni að við værum ein stór fjöl- skylda þar sem sinna þyrfti ýmsum verkefnum sem fylgja stórum heim- ilum með fjölda barna. Geirþrúður gegndi starfi sínu af stakri trúmennsku allan sinn starfs- tíma í skólanum. Árið 1997 flutti skólinn í nýtt og miklu stærra hús- næði. Geirþrúður fór þá í hlutastarf og var starfsfélagi okkar til ársins 2002. Minnisstætt er hversu vandvirk og samviskusöm Geirþrúður var í starfi. Allt var klappað og klárt á réttum tíma, vinnuskýrslur, grein- argerðir og ótal bréf sem vélrituð voru með gamla laginu. Tölvurnar breyttu síðan miklu þegar tækninni fleygði fram. Við minnumst umhyggju Geir- þrúðar fyrir nemendum og starfs- félögum. Léttleiki og glettni ein- kenndi framgöngu hennar. Í nafni Fjölbrautaskólans í Garðabæ sendi ég Hreini, börnum þeirra og öðrum nánum ættingjum og vinum Geirþrúðar innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Geirþrúðar Kjartansdóttur. Þorsteinn Þorsteinsson. Góð kona er gengin. Geirþrúður Kjartansdóttir er látin eftir snarpa baráttu við krabbamein. Við andlát Geirþrúðar Kjartansdóttur skýrist mynd af móðuruppalanda og trygg- um félaga eiginmanns síns Hreins Jóhannssonar. Geira eins og hún var kölluð af fjölskyldu og vinum, hefur í senn sótt styrk sinn í trúna, til fjölskyldu sinnar og vina. Æðru- leysið sem hún sýndi þegar henni voru færðar fréttirnar um að sjúk- dómurinn hefði breiðst út var aðdá- unarvert. Leiðir okkar lágu saman í gegn- um eiginmenn okkar sem voru vinir frá því í æsku. Geira var myndarleg húsmóðir, lagði kapp á að fegra heimili sitt og umhverfi. Flest var unnið heima, bakað, saumað og ófá- ar eru lopapeysurnar sem fóru um hendur hennar. Við höfum verið nágrannar allan okkar búskap eða í hartnær 50 ár, þar sem fjölskyldurnar byggðu hús í túnjaðri Hraunsholts. Oft ræddum við hvað líflegt var á vorin, þegar sauðburður var búinn og fénu hleypt á túnið. Lömbin skoppuðu meðfram girðingunum við lóða- mörkin og sólin glóði á hraunið sem veittu okkur báðum ómælda ánægju. Geira var náttúrubarn í eðli sínu, sinnti blómum og öllu lífi í kringum sig. Ekki má gleyma fuglunum. Gaman var að fylgjast með flugi þeirra grein af grein úr eldhús- glugganum hennar, alltaf átti hún mylsnu til að gauka að þeim. Mig langar að þakka áratuga vin- áttu, allar ferðir okkar saman inn- anlands sem utan, að ógleymdum ferðum í sumarbústað þeirra hjóna við Langá. Góð vinkona er horfin á braut. Vertu Guði falin. Hreinn minn, Guð styrki þig á erfiðri stund, börn ykkar Kjartan, Guðrúnu, Sturlu Jóhann, ásamt fjöl- skyldum þeirra, og Esther og fjöl- skyldu. K. Margrét Guðmundsdóttir og fjölskylda Geirþrúður Guðrún Kjartansdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.